Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 17
Helgin 22.-23. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 ... • ...... .... 'V i ii . j n\' starf og kjör „Þjóðfélagið ýtir konum eins og mér út á ystu nöf án minnstu samvisku,-við reynum að standa okkur, vinna og vinna meira til að koma börnunum til manns og svo allt í einu uppgötvar maður sjálfan sig inni á miðri geðdeild innan um rorrandi sjúklinga sem stara út í tómið. Þær sem ekki lenda á geðdeildunum týnast inn í eigin skel, þær fara aldrei neitt, gera aldrei neitt, geta aldrei boðið gestum upp á neitt, það hætta allir að koma til þeirra og svo segir kannski forstjórinn að það sé ekki hægt að bjóða kúnnanum uppá að afgreiðslustúlkan sé svona illa til fara! Ef þú sérð konu í banka sem er illa klædd, þá er það vegna þess að hún hef ur ekki efni á að kaupa sér föt.“ Viðmælandi okkar er 25 ára reykvísk móðir, - hún er ein með tvö börn og vinnur í banka. Svip- aða sögu má segja um tugi kvenna á hennar aldri, aðrir tugir eru í ann- ars konar þjónustustörfum eða í fiskvinnslunni. Vita menn að í Reykjavík skipta þau böm þúsund- um, sem aðeins hafa eina fyrir- vinnu, - í flestum tilfellum konu sem vinnur láglaunastörf? Hver em kjör þessara kvenna og hvað mega þessi böm búa við? „Ég held ég sé ekkert að segja til mín. Bæði er ég nú að komast út úr þessum vítahring og inn í sambúð og svo myndi það bitna harkalega á mér í vinnunni og á börnunum. Það myndi t.d. þýða að ég þyrfti að borga tvöfalt hærra fyrir dag- heimilið ef það kemur fram að ég er að fara í sambúð. Og þá væri ég orðin föst í henni. En ég þekki svo margar konur sem lifa í þessari keðjuverkandi martröð að ég vil segja frá minni reynslu. Kannski hristir það upp í þeim og einhverj- um öðrum.“ 2.600 kr. í ráðstöfunartekjur „Septemberlaunin mín voru 12.060 krónur brúttó og launa- flokkurinn 6.1 sem telst gott. Mæðralaun og meðlag með 2 börn- um í september voru 4.848 krónur eða samtals 16.908 krónur á mán- uði. 1. nóvember n.k. fer húsa- leigan í 8 þúsund á mánuði, - ég hef alltaf orðið að borga árið fyrirfram og slá fyrir því, þannig að íbúðin er mér í raun dýrari. Auk þess borga ég 925 krónur í hússjóð á mánuði og hitinn er innifalinn. Ég borga 3.800 krónur í barnagæslu, matar- kort í bankanum fyrir 1.000 kr. á mánuði, 500 krónur í strætó. Þá á ég eftir 2.683 krónur til að fæða og klæða börnin, og borga rafmagn- ið.“ „Nei, ég gafst fljóttuppáað hafa síma. Ég gat aldrei borgað af hon- um, hann var alltaf lokaður. En ég leyfði mér að fara í kvöldskóla í fyrra í Fjölbrautina í Breiðholtinu. Skólagjöldin voru 1.400 krónur, minnir mig, og svo þurfti ég að borga 30 krónur á tímann í barna- pössun, plús skólabækur og rit- föng. Þessir endar náðu auðvitað ekki saman, - en ég gerði eitt til að forðast Félagsstofnunina: Ég tók skuldabréf upp á 30 þúsund krónur út á barnabæturnar og velti því þangað til þær voru greiddar út síð- ast á árinu. Þetta var gott líf! Og það er æðislega gott líka að vera heimskur og baráttulaus því þá finnur maður ekkert fyrir því!“ - Nú er yfirleitt litið á það sem „gott“ starf að vera í banka? „Það getur verið að það hafi ver- ið fyrir nokkrum áratugum og þetta er ekki nein sóðavinna. Svo fær maður 13. mánuðinn og hann fer í jólatré og jólasteik. Ansi er ég hrædd um að það yrði lítið úr jólun- um ef hann væri ekki. Þú getur hangið á sama stað í bankanum í 30 ár til þess að verða fulltrúi og fá 14 „oft kominn á fremsta hlunn með að biðja ókunnugt fólk að selja einn bílinn sinn svo ég þyrfti ekki að gefa börnin” Einstæð móðir með tvö börn Keðjuverkandi martröð fyrir hundruð kvenna þúsund á mánuði. Ef þú ert kona! Hvaða karl myndi láta bjóða sér það? Ef strákar eru fastráðnir í bankanum þá er þeim kennt mikið víðara svið en þeim konum sem koma inn. Þær þurfa að hafa verið þar í 5 ár til að fá að fara í sömu verk og þeir byrja á. Ég veit það, - það hafa komið inn tveir strákar síðan ég byrjaði í fyrra.“ 4ra ára martröð „Ég skildi fyrir fjórum árum, - börnin voru bæði ung, þau eru 4ra og 5 ára. Ein af ástæðunum fyrir því að ég skildi var að ég vildi læra. Ég vildi þroska mig sem mann- eskju og sem konu - það var ekki pláss fyrir slíkt í mínu hjónabandi. Ég var tilbúin að leggja allt á mig og byrjaði á því að fá mér tvöfalda vinnu. Á daginn var ég að keyra út og sendast frá 9 til 5, - það var á meðan ég hafði bílinn. Ég náði í börnin og fjögur kvöld í viku var ég mætt í aðra vinnu klukkan 10. Það var á skemmtistað og þar var ég í eldhúsinu til klukkan tvö tvisvar í viku og fram til 4 að ganga 5 um helgar. Ég taldi mér trú um að þetta væri gott líf, - ég gæti þetta alveg, ég væri ung og hraust, gæti lagt eitthvað fyrir og ég hefði það bara betra en margur annar. En auðvitað gekk þetta ekki nema í nokkra mánuði. Ég var farin að sleppa úr í dagvinnunni. Forstjór- inn þurfti að fara að skrifa fyrir mig tossalista á hverjum degi svo ég hætti á skemmtistaðnum. Ætli launin mín þá fyrir dagvinnuna hafi ekki verið eins og ég væri með 10 þúsund núna. Þú getur ímyndað þér hvernig ástandið var á 3ja manna heimili." „Nei, - hann er ekki manneskja til að taka ábyrgð á framfærslu barnanna. Hann gefur þeim úti- galla eða úlpu á jólum og afmælum og það er ágætt, - það endist allt árið. Ég hef aldrei haft efni á því að kaupa mér saumavél, en ég er heppin, það er svo stutt á milli barnanna að þau taka við fötunum hvort af öðru. Og svo fæ ég gefins gömul barnaföt, og versla á flóamörkuðum." Endasleppur draumur „Það endaði með því að draumurinn rættist: ég komst í iðn- nám sem ég hafði mikinn áhuga á en það varð endasleppt. Eftir þrjá mánuði þurfti náunginn sem ég var hjá að draga saman seglin og þá hætti hann að hafa lærling. Ég var þá búin að leita til Félagsmála- stofnunar og fékk þar styrk í mán- uð til að vera í náminu hálfan dag- inn, hinn helminginn vann ég á spítala. Ég púlaði eins og hestur, las og las en allt kom fyrir ekki. Þetta var mikið áfall. “ „Ég fór að vinna allan daginn á spítalanum og launin mín voru lægri en þau sem ég er með núna. Það var erfitt en ég settist niður og fór að reikna. Ég leit á eldhúsið sem fyrirtæki og spurði mig hvort ég þyrfti kjöt. Svarið var nei. Hvort ég þyrfti grænmeti? Aftur nei. Allt þetta krydd? Nei, - salt og pipar er nóg og paprika til hátíðabrigða. Aldrei smjör, aldrei annað en vísi- tölubrauð og aldrei að kaupa nið- ursneitt. Veistu að vísitölubrauðin kosta 15 krónur meðan venjulegt kornbrauð kostar 28 og það fer langt yfir 30 krónur ef það er niður- sneitt? Við lifðum á baunum og aft- ur baunum. Soðnum, steiktum, bökuðum baunum og kartöfium. Svo segja menn að við verðum að spara! Spara hvað? Þetta varð of mikið fyrir mig. Taugarnar gáfu sig í vinnunni einn daginn. Það var trú- lega heppni að ég vann á spítala, því ég var lögð beint inn og var þar í hálft ár. Ég vildi ekki viðurkenna að ég væri veik.“ Erfið skref „Það var erfitt að kyngja því að þurfa að leita til Félagsmálastofn- unar. Ég er alin upp í bæjarblokk. Ég þekki af eigin raun þá krítík sem börn og fullorðnir þar verða fyrir. Þetta er fólk sem er í lélegum störf- um og með mörg börn, - sumir eru ræflar en foreldrar mínir voru ekki þannig. Ég var heppin með for- eldra. Auðvitað voru aldrei neinir peningar afgangs, enda börnin mörg, en þau styrktu mig í tannvið- gerðir og gáfu mér þvottavél þegar ég skildi. Mér hefur alltaf gramist þetta viðhorf til „skjólstæðinga Fé- lagsmálastofnunar“, en það hefur mótað mig. Og þegar þeir hjá Fé- lagsmálastofnun vildu bjóða mér bæjaríbúð á leigu nú síðast í sumar, þá streittist ég auðvitað á móti. Af hverju skyldi ég ekki geta búið á mannsæmandi stað þegar ég vinn fulla vinnu? Hver er meiningin með þessu? Ég er send út í þjóðfélagið til að ala upp börnin mín og vil gera þeim allt til góðs en ég get það ekki með þessu kaupi. Mér er heldur ekki gert kleift að stunda nám og fá mér betur launað starf svo ég geti lagt traustari grundvöll fyrir tilveru barnanna! Það sem ég verð að gera til að geta framfleytt börnunum er að standa í biðröð hjá Félagsmála- stofnun og vera ein af þessum lýð sem rænir og ruplar fé af skattborg- urunum! Maður getur ekki litið framan í fólk, vitandi það að maður sé hreint að éta það út á gaddinn! Þessi biðröð er ekki skemmtileg og það eru margir sem brotna þar nið- ur. Það gerði ég líka. Of þegar hið opinbera er komið með fólk á laun við að benda kon- um eins og mér á að við verðum bara að gefa börnin; við getum þetta ekki; þá er ekki nema von að mann langi til að gubba þegar mað- ur sér þessa svínfeitu karla sem segja manni að spara ogspara! Mig langaði til að vaða inn í sjónvarps- tækið á dögunum og hrista Stein- grím duglega þegar hann var að út- skýra hvernig hann fer að því að spara fyrir ríkið. Og mig hefur oft langað til að banka uppá hjá Al- bert. Ég var oft komin á fremsta hlunn með að fara heim til ókunn- ugs fólks sem ég vissi að hafði nóg og biðja það að selja t.d. einn afl bflunum sínum, svo ég þyrfti ekki að gefa börnin!“ Hver er raunveruleikinn ? „Ég er 25 ára og það tekur mig greinilega 7 ár með sama áfram- haldi að ná stúdentsprófi. Og ef það tekst, - kannski önnur sjö til aðí ljúka framhaldsnámi sem venju-; legt fólk tekur á 3-4 árum! Og svoj hræsnin öll. Maður er dreginn inn í kirkju þar sem prestarnir hjala um náungakærleika og bræðralag. En hver er svo raunveruleikinn? Manni eru allar bjargir bannaðar. Ég vil að þær konur sem eru í sömu stöðu og ég var í fyrir 2 árum gefi sig fram. Eg skal fara út og betla fyrir þær, það er mikið erfiðara að gera það fyrir sjálfa sig. Mig langar til að nefna eitt dæmi. Það var þegar við seldum bflinn. Hann var auðvitað á nafni manns- ins míns fyrrverandi og það var hann sem fór með hann án þess að ég vissi á bflasölu. Hann tók út- borgunina og lét mig hafa víxlana. Sagði að éggæti selt þá. Nú, égfórí oankann og komst þar að því að ég var auðvitað ekki til! Ég var bara spurð hvort ég hefði haft einhver viðskipti við bankann en auðvitað hafði ég ekki haft þau, heldur mað- urinn minn. Og þá var mér bara bent á að það væri ekki nóg, allra síst fyrst við værum nú skilin! Ég leitaði til ættingja minna sem höfðu haft á orði að þau vildu að- stoða mig ef þörf krefði. Ég bað þau að kaupa víxlana af mér, þau gætu áreiðanlega losnað við þá næsta banka. En það gekk auðvit að ekki. Svarið var að ég skyldi bara fara út í búð og láta kaup- manninn skrifa hjá mér, þau myndu síðan borga reikninginn um næstu mánaðamót! Það var ekki hægt að hjálpa mér á þann hátt sem ég taldi mig geta þegið, - ég átti að niðurlægja mig með því að láta eitthvert fólk úti í bæ sjá um mat- arreikninginn hjá kaupmanninum! Það er trúlega vanþakklæti að hafa sagt nei takk.“ VH gera konurnar samviskulausar „Ég vil að konur taki sig saman og kenni hver annarri hvernig þær geta spilað á kerfið, - hvernig þær geti önglað út menntun og húshæði fyrir sig og börnin. Þeir kunna það þessir karlar, líttu t.d. á alla pen ingana sem þeir fá í útgerðina eða hvernig þeir láta gefa sér bílana og utanlandsreisur! Ég vil gera kon urnar samviskulausar gagnvart þessu þjóðfélagi, - þjóðfélagi sem býður þeim ekki upp á broddinn heldur lætur þær skafa skálina Konur eiga að hætta að vera góðar og blíðar, - þær verða að vera kaldrifjaðar." - Ert þú orðin það? „Svei mér þá. Og það eru fleiri Veistu að konur eru hættar að gift ast af ást? Þær eru að breytast og það er ekki nema von.“ - Nú ert þú komin í sambúð aft- ur. Hvað tekur við? „Ég veit það ekki. Ég er búin að leggja of mikið á mig til þess að hætta við skólann. Get ég ætlast til þess að nýr maður taki mig og börnin og passi þau meðan ég er að gera það sem ég vil? Ég veit það ekki. Það verður að koma í ljós. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.