Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 13
Helgin 22.-23. október 1983 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 13 Án titils, eftir Henk Visch. Tré og málning, 225 cm. 1982. þverskurður af hollenskri list er hér á ferð. En hann er litríkur og margbrotinn og það er fyrir mestu. Eini listamaðurinn sem ég kannast við í þessum unga hópi er René Daniéls. Hann er liðlega þrítugur, en hefur þrátt fyrir ungan aldur áunnið sér mikla frægð sem aðal- boðberi nýrrar stefnu í hollenskri myndlist. Daniéls virðist í fljótu bragði mjög sveiflukenndur málari. Það mætti jafnvel væna hann um vissan óstöðugleik í verkum sínum. Þegar betur er að gáð kemur í ljós visst samræmi í þróun hans. En það er nokkuð villandi fyrir áhorfandann að nægar upplýsingar skortir um verkin, t.a.m. ártöl. Daniéls er nefnilega á góðri leið með að feta sig frá rómantískum stíl með miklu og frjálsu litaspili til harðsoðnari og yfirvegaðri framsetningar. Lit- urinn heldur þó áfram að vera hans megin og máttur. Hann þenur byggingu, mótíf og útfærslu til hins ýtrasta með hjálp litarins og nær þar oft undraverðum árangri. Jean-Paul Franssens er mjög ó- líkur Daniéls þótt hann sé einnig málari. Hann er eini virkilegi ex- pressiónistinn í hópnum og raunar sá eini Hollendinganna níu, sem laus er við hugmyndrænt (concept- uelt) ívaf. Grafísk málaratækni hans minnir fremur á Alechinsky og Cobrahópinn en undanfara nýja málverksins, málarana Roger Ra- veel og Lucassen. Þá er píetískur expressiónismi hans, fullur af þem- um úr Nýja-Testamentinu, frum- stæður í anda Emils sáluga Node. Þetta er stórgóður málari og lita- meðferð hans er sláandi og sterk. Martin van Vreden er einnig málari, en sækir stíl sinn til barokk- skrar fantasíu. Líkt og Daniéls ger- ir hann sér mat úr einföldum og hversdagslegum yrkisefnum, sem hann tilreiðir á óvenjulegan máta. Erik Andriesse gengur jafnvel enn lengra. Hann málar blómamyndir, þá tegund málverks sem er hvað útþvældust og ómerkilegust. En með stórum fleti og leikandi til- þrifum tekst honum að blása nýju lífi í þessa steindauðu myndgerð. Frank van den Broeck er teiknari af guðs náð og bregður upp liprum og risskenndum krítar- myndum sem eru nánast eins og lífrænn gróður, undirorpinn stöðugum myndbreytingum og hvörfum. Upplýstar konur og sérstædir myndhöggvarar Einhver skemmtilegustu verkin á sýningunni fannst mér vera fram- lag Marlene Dumas. Verk hennar eru hugmyndaræns eðlis, full af ferskum hugleiðingum um stöðu konunnar og samstöðu hennar með kynsystrum sínum. Það er sterk meining í þessum myndverk- um, sem Dumas setur fram á skýran og skorinorðan hátt. Þó fellur hún aldrei í gildru barna- legrar ítroðslu, heldur leyfir áhorf- andanum að draga sínar ályktanir og hugleiðingar af áreitum verk- anna. Svipaðs eðlis eru myndir Ansuya Blom, sem þó er meiri málari og nálgast myndmálið á huglægari hátt. Myndraðir hennar, byggðar á hinum þekkta baráttusöngleik saxófónmeistarans Archi Shepp „Atica Blues“, eru í hæsta máta frumlegar og snjallar. Þar er teflt saman margvíslegum miðlum og ólíkum stærðum, sem gefa heild verkanna magnþrunginn og sam- stilltan blæ. Henk Visch og Peer Veneman eru myndhöggvarar, sérstæðir og teknískir í senn. Visch notar tré og málningu í tótemískum verkum sínum. Höggmyndir hans eru fígúr- atívar og draumkenndar, áleitnar og ógnvekjandi í senn. Þær snúast um náttúruna, tréð, í heimi sem snúið hefur baki við uppruna sín- um. Þetta bendir til rómantískar afstöðu í anda Rousseaus og hlýtur að standa Hollendingum nær, þjóð sem býr í svo þéttbýlu og gjörrækt- uðu landi þar sem lítið er um ó- spillta náttúru. Peer Veneman er óhlutbund- nari, en kemur inntaki verka sinna vel til skila með óvenjulegri sam- setningu andstæðra efna. Hann virðist ekki síður rómantískur, en í stað náttúruskynjunar setur hann fram spurningar um menningu og sögu. Sýning Hollendinganna er margbreytileg og fersk. Þó finnur maður alls staðr hinn hollenska þráð, næma tilfinningu fyrir mögu- leikum og frjóa tilraunastarfsemi. Þessir ungu listamenn sem vart eru komnir á fertugsaldur sýna að tengslin við bestu eiginleika hol- lenskrar listhefðar hafa ekki rofn- að. Það er óþarft að fjölyrða um eiginleika þessarar hefðar. Senni- lega hefur ekkert land átt jafn breiðan og breytilegan flokk myndlistarmanna, enda er mynd- listin sá miðill sem risið hefur hæst í hollenskum menningarheimi. Rökhugsun og tilfinningaríki hafa löngum barist um völdin í þessari myndhefð og stuðlað að sífelldri endurnýjun. En fyrst og fremst eru það löng kynni Hollendinga af framsækinni myndlist, sem hin nýja kynslóð byggir á og viðheldur. Vona ég að gifturíkt framhald verði á menningarsamstarfi þess- ara þjóða á sviði myndlistar, því hún getur ekki annað en opnað okkur víðari skilning á mögu- leikum sjónrænna mennta. íslenskir rithöfundar rita Jaruzelski „Skýlaust brot á mann- réttind- um“ „íslenskir rithöfundar láta í ljós megnustu vanþóknun á þeirri á- kvörðun pólskra stjórnvalda að ieysa upp Pólska rithöfundasam- bandið“, segir í bréfi sem rithöfúnd- ar hafa sent Wojciech Jaruzelski. í bréfinu sem sent er á vegum Rithöfundasambands íslands og Leikskáldafélags íslands segir og: „Þessi aðgerð er skýlaust brot á almennum mannréttindum, heftir eðlilega starfsemi rithöfunda í landi yðar og ógnar listrænni sköpun þeirra. Menningarsaga allra þjóða sýnir, svo ekki verður um villst, að bókmenntir eru nauðsynlegar menningarlífi hverrar þjóðar. Þeg- ar þér þrengið hag rithöfunda svo mjög, hlýtur það að vekja miklar áhyggjur um framtíð pólskra bók- mennta. Við skorum því á yður að endur- skoða nú þegar ákvörðun yðar. Að öðrum kosti er hætt á að þér vinnið menningu pólsku þjóðarinnar óbætanlegt tjón.“ Fyrirspurnir frá Steingrími: Gróður- vernd og sjónvarp Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður hefur lagt fram eftirfar- andi fyrirspurn til mennta- málaráðherra. 1. Hvað er fyrirhugað að gera til að bæta óviðunandi móttökuskil- yrði sjónvarps víða í Norður- Þingeyjarsýslu? 2. Hver er stefna núverandi stjórnvalda hvað varðar uppbygg- ingu sjónvarpsendurvarpsstöðva til að bæta móttökuskilyrði á mið- unum umhverfis landið? Einnig hefur Steingrímur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra: Hvernig miðar framkvæmd gróðurverndar samkvæmt lögum nr. 17/1965, um landgræðslu, með áorðnum breytingum frá 24. apríl 1982? 1. Hafa gróðurverndarnefndir alls staðar verið kosnar í samræmi við þessi lög? 2. Hefur reynst þörf á að grípa til aðgerða samkvæmt 23. grein áð- urnefndra laga? 3. Hvernig gengur gerð gróður- korta og hvenær má ætla að þeirri vinnu ljúki? Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land allt vetrarhjólbarö- ar í ílestum stœröum, bœöi venjulegir og radial. Öryggiö í íyrirrúmi meö undir bílnum. 25 ára reynsla á íslandi. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. Lausar stöður Heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stööur heilsugæslulækna: 1. Patreksfjörður H2, staöa annars læknis frá 1. mars 1984. 2. Þingeyri H1, staöa læknis frá 1. febrúar 1984. 3. Laugarás H2, staöa annars læknis frá 1. janúar 1984. 4. Vestmannaeyjar H2, ein læknisstaöa af þremur frá 1. janúar 1984. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf skulu hafa borist ráöuneytinu á þar til gerðum eyöu- blöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá land- lækni, eigi síðar en 18. nóvember n.k. Allar nánari upplýsingar veitir ráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 21. október 1983 kassettur Siliii ■i 11 sm mMkrnmmiM IHI BHi Gœði og verð sem koma á óvart!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.