Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 3
Helgin 21.-22. janúar 1984 , ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Helgi Þorgils við tvær myndir á sýningunni. Ekki er laust við að áhrifa gæti frá Chagall á myndinni til hægri. Ljósm. Atli. verið á sýningum víða um heim og nú 14. janúar var t.d. opnuð sýning í Siracusa á Ítalíu og er Helgi einn fjögurra sem eiga verk á henni. Helgi sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að mannlífið væri helsta við- fangsefni sitt og hefur hann ferðast víða um land til að afla efnis í myndir sínar. Hefur hann þann háttinn á að skissa upp myndir á ferðum sínum og fullvinna þær síð- an heima. Hann sagði ennfremur að hann hefði orðið fyrir áhrifum úr mjög mörgum áttum og mætti sjá þau í myndum hans. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað er á mánu- dögum. Sýningunni lýkur 5. febrú- ar. - GFr Gallerí Lœkjartorg: Gumbicromat myndir Björgvin Pálsson myndasmiður sýnir svokallaðar Cumbicromat myndir í Gallerí Lækjartorg vik- una 21. til 29. janúar næstkomandi. Björgvin Pálsson hefur starfað sem myndasmiður í nokkur ár, og tekið þátt í nokkrum ljósmynda- sýningum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann sýnir gumb- icromat myndir. Gumbicromat myndir skera sig að mörgu leyti frá ljósmyndum eins og flestir þekkja þær. Hið eina sem þær eiga sameiginlegt er uppruna- lega myndtakan, á venjulega ljósmyndafilmu. Úrvinnslan á gumbicromat myndum er síðan allt önnur en á hefðbundnum ljós- myndum. Björgvin byrjar á því að færa ljósmyndirnar yfir á lithfilmu (off- setfilmu) í þá stærð sem hin endan- lega mynd á að vera. Lith-filman er síðan lýst á hágæða vatnslitapapp- ír, sem þakinn hefur verið með gumbicromat blöndu. Þessi blanda er Ijósnæm, og eftir lýsinguna er afgangsefnum skolað burt með vatni. Gumbicromat blönduna litar Björgvin með ljósekta vatnslitum, og getur þannig fengið myndirnar í ýmsum litum. Á sýningu hans í Gallerí Lækjartorg gefur að líta 30 myndir, ýmist í einum lit eða fjór- um litum. Eiginmaður minn Magnús Guðmundsson andaðist á Landsspílalanum aðfaranótt 20. janúar. Jarðar- förin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Þórdís Árnadóttir Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar Halldór Sigurður Backman, byggingameistari, Sóleyjargötu 7, Reykjavík, lést að morgni 20. janúar í Borgarspítalanum. Jóhanna Arnmundsdóttir Backman Arnmundur S. Backman Inga Jónína Backman Ernst Jóhannes Backman Edda Heiðrún Backman Reykjavík: Aðalbanki, Lækjargötu 12 Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18 Laugarnesútibú, Dalbraut 1 Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60 Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3 Garðabær: v/Bæjarbraut Hafnarfjörður: Strandgötu 1 Selfoss: Austurvegi 38 Akureyri: Geislagötu 14 Listmunahúsið: Árni Elfar í Norræna í dag 21. janúar opnar Árni Elfar sýningu í Norræna húsinu á túss- teikningum, sem hann gerði í ferð Sinfóníuhljómsveitar Islands til Þýskalands og Austurríkis 1981. Auk þess sýnir hann teikningar af frægum listamönnum sem hér hafa verið á ferð, þeim Pavarotti, Emil Giles, Victor Borge og Askenasy. Hafa listamennirnir á- ritað myndimar. Árna Elfar er óþarfi að kynna. Hann er sjálfmenntaður teiknari og hefur myndskreytt milli 20-30 bækur, auk þess sem hann hefur teiknað í blöð og tímarit. Aðalstarf Árna er, sem kunnugt er, hjá Sinfóníuhljómsveit íslands, en þar hefur hann leikið á básúnu hátt í 30 ár. Auk þess er hann þekktur fyrir leik sinn með dans- og jasshljómsveitum gegnum tíð- ina. Sýningin í Norræna húsinu er fyrsta „stóra“ sýning Árna, en áður hefur hann sýnt á Mokka og smærri stöðum. Sýningin verður opin til mánað- amóta á opnunartíma Norræna hússins, kl. 9-19, nema sunnud. kl. 12-19. Aðgangur er ókeypis. Helgi Þorgils sýnir í dag kl. 14 opnar Helgi Þorgils og skúlptúrar. um daginn en sú sýning fékk mjög Friðjónsson myndlistarsýningu f Helgi Þorgils er einn af helstu góða dóma. Verk eftir Helga hafa Listmunahúsinu, Lækjargötu2. fulltrúum svokallaðs nýs mál- Á sýningunni eru um 60 verk; verks og var m.a. í hópi 9 íslenskra málverk, teikningar, grafík, bækur listamanna sem sýndu í Hollandi yfukin þjónusta íaðalbanka ogíöllumútibúum: afgreiósla Viö önnumst nú alla algengustu gjaldeyrisþjónustu: Kaup og sölu á ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISAgreiðslukorta. Iðnaðaitankinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.