Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984 um hclgina Söguspaug ’84 er nafnið á nýrri Kabarett-dagskrá sem frumsýnd verður í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld, laugardagskvöld. Efnið, sem byggir á atburðum líðandi stundar, er flutt af „grínurum hringsviðsins“, þeim Ladda, Jörundi, Erni Árnasyni og Páima Gestssyni undir stjórn leikstjórans Gísla Rúnars Jónssonar. Hljómsveitarstjóri er Vilhjálmur Guðjónsson. Sýningin hefst klukkan 22.30. El Salvador-nefndin Fundur að Hótel Borg Fundur til stuðnings þjóðfrels- isbaráttunni í E1 Salvador verður haldinn á Hótel Borg sunnudag- inn 22. janúar kl. 15.00. Þessi dagur er alþjóðlegur stuðnings- dagurviðþjóðfrelsisöfliní E1 Sal- vador sem minnast þess að bændauppreisnin mikla í E1 Sal- vador átti sér stað á þessum degi árið 1932. Á fundinum mun Jón Gunnar Grjetarsson flytja erindi um lífið Laugardaginn 21. jan. kl. 15 verður opnuð Færeyjakynning í fundarsal Norræna hússins með eftirfarandi dagskrá: Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur býður gesti velkomna. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra flytur ávarp. Erlendur Patursson lög- þingsmaður Færeyja heldur fyrir- lestur um samskipti eyþjóðanna þriggja í N.-Atlantshafi. Dagskráin er öllum opin með- an húsrúm leyfir. Þriðjudaginn 24. jan. hefst síð- an námskeið um Færeyjar sem stendur til 4. maí. Leiðbeinandi verður Jónfinn Joensen kennari. Fullbókað .er á námskeiðið en í athugun er að hafa annað nám- skeið, og er hægt að skrá sig á það námskeið á laugardag við opnun Færeyjakynningarinnar eða á skrifstofu NH. Fjallað verður um sögu, tungu, staðhætti, náttúru, færeyska atvinnusögu og sam- band Færeyinga 'og íslendinga, en höfuðáherslan verður lögð á færeyska menningu og færeyskt þjóðfélag í dag. Námsflokkar Reykjavíkur, William Morris Hinn24. marsn.k. verða 150ár liðin frá fæðingu Williams Morr- is, breska listamannsins og fs- landsvinarins, sem heimsótti ís- land 1871 og 1873. Fyrirhugað er að halda sýningu í Institute for Contemporary Arts í London 1. mars til 15. apríl 1984, um æfi og starf Morris, og mun íslandsáhuga Morris þar vera getið og sýndar myndir og munir í því sambandi. Bók Morr- is, Dagbækur úr íslandsferðum, var gefin út árið 1975 hjá Máli og Menningu. á frelsuðu svæðunum í E1 Salva- dor. Þá mun Björk Gísladóttir gera grein fyrir niðurstöðum þeirrar fjársöfnunar sem E1 Salvadornefndin hefur staðið fyrir í samvinnu við Kennara- sambandið og renna á til skóla- barpa á frelsuðu svæðunum. Einnig mun Juan Diego frá Costa Rica flytja baráttusöngva frá Mið-Ameríku á fundinum. Að Ioknum fundi verður farin Norræna félagið, Norræna húsið og Færeyingafélagið standa að þessari Færeyjakynningu og námskeiði. blysför að sendiráði Bandaríkj- anna til þess að mótmæla stuðn- ingi Bandaríkjastjórnar við ógn- arstjórnina í EI Salvador. Fosfórbrennt barn frá E1 Salva- dor. Ljósm.: Marianella Garcia Villas. myndlist Norræna húsið: Árni Elfar opnar í dag sýningu í anddyri á tússteikningum og er sýningin opin til mánaðamóta á opnunartíma Norræna hússins kl. 9 -19 nema sunnudaga 12 - 19. Aðgangur er ókeypis. I kjallara er sýning á verkum sænska myndlistarmannsins Carls Fredriks Re- uterswárds. Listasafnið I Málmey stend- ur fyrir sýningunni, sem er opin daglega frá 14 - 19. Listmunahúsið: Helgi Þorgils Friðjónsson opnar I dag sýningu á 60 verkum, málverkum, teikningum, grafík, bókum og skúlptúr- um. Sýningin er opin virka daga nema mánudaga frá kl. 10 -18 og um helgar frá ki. 14 -18. Listasafn íslands: Sýning á kyrralífsmyndum I eigu safnsins, m.a. verkum eftir Sigurð Guð- mundsson, Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, og Snorra Arinbjarnar. Einnig sýning á grafíkmyndum sem safnið á eftir Edvard Munch. Báðar sýningarnar eru opnar á venjulegum opnunartíma safnsins.laugardaga.sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13.30 - 16.00. Ásmundarsalur: Sævar Daníelsson opnar I dag sýningu á 22 ollumálverkum. Þetta er fyrsta einka- sýning Sævars. Sýningin eropin kl. 16- 22 daglega til 29. janúar. Gallerí Lækjartorg: Björgvin Pálsson myndasmiður sýnir svokallaðar glumbicromat myndir vik- una 21. - 29. janúar. Gallerf Langbrók: Kynning á verkum Sigurlaugar Jóhann- esdóttur vefara hefst mánudaginn 23. jan. kl. 12 og stendur til 3. febrúar. Opið á venjulegum opnunartíma gallerísins alla daga kl. 12 - 18. leiklist Lelkfélag Reykjavfkur: Gísl eftir Brendan Behan verður sýnt á sunnudagskvöld. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Guð gaf mér eyra verður sýnt I kvöld, laugardagskvöld. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Forsetaheimsóknin verður á miðnæt- ursýningu I Austurbæjarbíói í kvöld, laugardag. Aðgöngumiðasala er f Aust- urbæjarbfól. fslenska óperan: Rakarinn í Sevilla verður sýndur n.k. miðvikudagskvöld kl. 20. I aðahlutverk- um eru Júllus Vffill Ingvarsson, Kristinn Sigmundsson, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Kristinn Hallsson, Jón Sigur- björnsson, Elisabet F. Eirfksdóttir og Guðmundur Jónsson. La T raviata verður sýnd á sunnudags- kvöld kl. 20. Þetta er 16. sýning en f aðalhlutverkum eru: Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir Garðar Cortes, Halldór Vil- helmsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Kristinn Hallsson og Hjálmar Kjartansson. Þjóðleikhusið: Tyrkja-Gudda eftir sr. Jakob Jónsson frá Hrauni verður sýnd á sunnudagskvöld. Nýstofnaður Jassklúbbur Reykjavíkur tekur til starfa með djamm-sessjón á sunnudaginn, 22. janúar. Leikið verður í veitingastaðnum Kvosinni í bygg- ingu Nýja bíós. Tónleikarnir hefjast klukkan þrjú. Nemendahljómsveit frá Jass- deild Tónlistarskóla Félags ís- lenskra hljómlistarmanna hefur djammið, en að þessu sinni skipa hana þeir Ari Haraldsson á tenór-saxófón, Magnús Sigurðs- son á bassa, Hjalti Gíslason á trompet, Rúnar Gunnarsson á barrytón-saxófón, Jón Borgar Loftsson á trommur og Davíð Guðmundsson á gítar. Á sunnudaginn verða tvær Steinunn Jóhannesdóttir leikur Guddu og Sigurður Karlsson sr. Hallgrím Pét- ursson, en leikstjóri er Benedikt Árna- son. Skvaldur eftir Michael Frayn verður sýnt tvisvar á laugardagskvöld, fyrst kl. 20 og síðar kl. 23.30. Lína langsokkur verður sýnd kl. 15 á sunnudag og eru þá aðeins fjórar sýn- ingar eftir á þessu vinsæla barna- og fjölskylduleikriti. Stúdentalefkhúsfð: Aukasýning verður á Svívirtum áhorf- endum eftir Peter Handke í Tjarnarbæ sunnudaginn 22. janúar kl. 20. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Stúdentaleikhúsið frumsýnir annað verk í Tjarnarbæ fimmtudaginn 26. janúar. Það er Jakob og meistarinn eftir Milan Kundera í leikstjórn Sigurðar Pálssonar. Alþýðulefkhúsfð: Andardráttur, tveir einþáttungar eftir Da- vic Mamet: Kynórar og Tilbrigði við önd, eru nú sýndir í ráðstefnusal Hótels Loft- leiða. Önnur sýning er í kvöld, laugardag kl. 20.30. Miðasala opin frá kl. 17. Nánari upplýsingar í gegnum skiptiborð hótels- ins, síma 22322. Leikstjóri sýningarinnar er Svanhildur Jóhannesdóttir. tónlist Djass f Kvosinni: Nýstofnaður Jassklúbbur Reykjavlkur heldur djamm-sessjón á sunnudag kl. 15 í veitingastaðnum Kvosinni f bygg- ingu Nýja bíós. Á tónleikunum koma fram: Nemenda- hliómsveit frá Jassdeild Tónlistarskóla FÍH, Kristján Magnússon og félagar og tríó Guðmundar R. Einarssonar. Hver sem vill f djammið taki með sér hljóðfæri og eru menn áminntir um að mæta stundvíslega. Slnfónfan: I dag laugardag kl. 14, heldur Sinfónlu- hljómsveit (slands aukatónleika f Há- skólablói. Á efnisskrá eru fjögur verk eftir Bach, Mozart, Bruch og Brahms. Sig- ríður Gröndal og Sigríður Eyþórsdóttir koma fram með hljómsveltinni en það er lokaáfangi burtfararprófs þeirra I tón- listarskóla Reykjavíkur. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. ýmislegt Hvolsvöllur: I héraðsbókasafninu á Hvolsvelli hefur verið sett upp sovésk bókasýning og verður hún opin næstu vikur á venju- legum opnunartíma safnsins. Á sýning- unni eru 200 bækur af ýmsu tagi auk allmargra bóka Islenskra höfunda sem gefnar hafa verið út f Sovétrfkjunum. Auk sovésku bókanna eru til sýnis sovéskar hljómplötur, frimerki og auglýsinga- spjöld auk Ijósmyndasýningar f tilefni 40 ára afmælis stjórnmálasambands milli Islands og Sovétrlkjanna. MÍR-salurinn: Kl. 16 á sunnudag verður sovéska kvik- myndin „Einn möguleiki af þúsund" sýnd I MlR-salnum, Lindargötu 48. Þetta er mynd frá síðasta áratug eftir L. Kots- arjan. Þar segir frá fallhllfarsveit úr Rauða hernum. Enskt tal er (myndinni. Aðgangur er ókeygis og öllum heimill. hljómsveitir aðrar á dagskrá. Hjá Kristjáni Magnússyni og félögum leikur fyrirliðinn á píanó, Þor- leifur Gíslason á tenór-saxófón, Árni Scheving á bassa og Sveinn Óli Jónsson á trommur. Þriðja hljómsveitin er tríó, þar sem Guðmundur R. Einarsson leikur á trommur, Guðmundur Ingólfsson á píanó og Skúli Sverr- isson á bassa. Auk þessara fyrirframákveðnu hljómsveita er ætlunin að hafa sama hátt á og forðum í Breiðfirðingabúð, að hver sem vill komast í djammið hafi með sér hljóðfæri, og verði þeir fleiri en rúmast á einni sessjón, verður skráð á biðlista fyrir þá næstu. Sævar Daníelsson s í Asmundarsal Laugardaginn 21. janúar opnar Sævar Daníelsson málverkasýningu' í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Hann sýnir þar22 olíumálverk, þetta er fyrsta einkasýning Sævars, en hann hefur sýnt áður á nokkrum samsýn- ingum. Sýningin verður opin kl. 4 til 10 daglega til 29. janúar. Færeyj akynning í Norræna húsinu Jassklúbbur Reykjavíkur: Djamm-sessjón í Kvosinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.