Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 21
Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Þá höldum við áfram að birta ljóð þeirra skálda, sem farið hafa bil beggja, þeirra sem yrkja í hefðbundnum stíl og hinna sem kallaðir eru atómskáld. Fyrsta ljóðið að þessu sinni er eftir Markús B. Þorgeirsson í Hafnar- firði, en það hefur einu sinni áður birst í Þjóðviljanum. Markús orti þetta ljóð til heiðurs Boris Spas- ský, þá er hann hafði lagt Hort að velli í frægu skákeinvígi hér á landi og sendi honum í skeyti: að fá svona að snertana, en hvort hann mundi vísitera lœt ég svona alveg vera, því hann veit ekki hvað er hvað buxur eða fíkjublað. Þótt Egill Jónasson sé einhver mesti snillingur ferskeytlunnar sem nú er uppi, þá getur hann líka brugðið sér í „milliflokk" skálda og það gerði hann og svar- aði fyrir sig: Rússlandssómi í skákíþróttinni Boris Spasský er. Hann í þeirri íþrótt af öðrum samherjum, frá öðrum löndum ber. Hort er skáksnillingur, sómi sinnar þjóðar á landi hér. Boris Spasský sannur skákmaður, hvar sem hann kemur og fer. Lifðu heill svo lengi, Boris Spasský, sómi lands þíns og þjóðar, hvar sem skákhetjan fer. Um misheppnaða leit að hest- .um orti skáld eitt á Norðurlandi: Jón í Garðsvík fór að leita að hestum greyin töltu strax af stað því þeir óttuðust sinn aftökudag. Hann hefði ekki þurft þess hefði han.n haft það lag að setja þá í poka og geyma það. Þannig sagði skáld nokkurt frá mannsláti í sinni sveit: Dauður maður dauður var, sendimaður sendur var uppí séra Valdimar til að yrkja Ijóðin þar. Þegar unnið var að gerð kvik- myndarinnar „Rauða skikkjan“ í Kelduhverfi f Þingeyjarsýslu, vildi svo vel eða illa til að tík ein stór merkileg, sem ein erlenda kvikmyndastjarnan átti varð hvolpafull eftir ómerkilegan sveitahund nyrðra. Þetta var hneyksli og mikið mál gert úr öllu saman. Egill Jónasson, skáld á Húsavík orti gamanbrag um mál- ið. Öðru skáldi á Húsavík þótti Egill ekki verja málstað tíkarinn- ar nógu vel og orti þá til Egils. Heldur fannst mér Egill vera áleitinn við tíkina. Ef hann scei meyju bera mundi hann ekíci láta vera Heyrðu dýravinurinn hérna í Víkinni, þú virðist reiður hundsins ástarsýkinni, eins og þú hafir fundið til með tíkinni. Þú stendur fremst í frænda og vina röðum, frúarinnar sem varð fyrir hvolpasköðum, máski hún sendi þér mynd af fíkjublöðum. Steinn Steinarr orti frægt kvæði um Hallgrímskirkju á sín- um tíma. En það hafa fleiri gert og hér kemur afbragðs góð vísa eftir skáld sem lítið er hrifinn af kirkjunni: Lít ég yfir borgina, turninn ber við himininn. Veit ég ei hvort Hallgrími líkar steypukumbaldinn. Næsta vísa var ort um konu sem þótti knöpp á kost við hjú sín: Mikil þykist Vigdís vera, von er það að hún sé Ijót. Alla sveltir hún til dauða, bryður sundur torf og grjót. Þessi vísa mun vera til í fleiri en einni útgáfu: Geng ég inn um ganginn hér, bjart er yfir sveitinni. Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni. Skáld kom að konu sem var að taka til í eldhúsi sínu og orti: Eldhúsið er eins og meyja á grúfu. Drullutauma dragnast með, drýldin frú á Þúfu. Guðrún Ólafsdóttir fæddist 4. ágúst 1866 að Karlsstöðum á Ber- ufjarðarströnd. Hún missti móð- ur sína 7 ára að aldri og var upp frá því alger einstæðingur. Hún lenti til vandalausra, en leið ekki vel í þeirri vist og mun það senni- lega hafa mótað allt hennar líf. Húsbóndinn á heimilinu var heldur hrottafenginn maður og Guðrún vildi komast þaðan í burtu. Það varð ekki fyrr en 3 árum síðar, en þá var þarna á ferð maður að nafni Þorsteinn. (Mað- ur þessi var lengi verkamaður á Norðfirði og gekk undir nafninu stutti Þorsteinn.) Hann tók telp- una með sér austur í Vaðlavík og kom henni í fóstur hjá sómahjón- unum Þórunni Halldórsdóttur og Ásmundi Jónssyni, sem síðar bjuggu í Vindheimi. Um þetta ferðalag sitt austur orti Gunna: Tíu ára að aldri var tók ég á mig ferðarnar yfir fjöll og firnindi flœktist ég með Þorsteini. Tregi og sorg í brjósti bjó barðist ég með hetjumóð burt frá úlfum, ekki rík, austur beint í Vaðlavík. Vel var tekið á móti mér af Ásmundi og Þórunni. Þeim skal bestu þakkir tjá bœði guði og mönnum hjá. Síðar, eða frá 1913 til dauða- dags 1949 var Guðrún hjá þeim hjónum Sólveigu og Guðjóni Ár- mann, fyrst í Fannardal og síðar á Skorrastað. Hún vann þeim hjónum ávallt vel og var börnum þeirra góð. Guðrún Ólafsdóttir var ákaf- lega lagin að skemmta fólki. Hún var síyrkjandi og fór ævinlega sínar eigin götur. Hún hirti ekki um stuðla né höfuðstafi og því þóttu sumar vísna hennar skrítn- ar, en þær falla vel að hinni rím- lausu öld nútímans. Hún skrifaði aldrei neitt af skáldskap sínum. Mest af honum er því glatað nema það sem fólkið á heimilinu og aðrir lærðu og kunna enn. Eftirfarandi vísu orti Gunna þegar Halldór Laxness var orð- inn frægur af skáldskap sínum. Það er stríð í stórborgum stjórnleysi í heiminum. Biblían er á bálið sett, en bókum Laxness upp er flett. Guðrún er uppi á þeim tíma, sem guðstrúin og kristindómur- inn var haldreipi manna, ekki síst hinna munaðarlausu. Hún orti ógrynni af trúarlegum vísum t.d. Þú lœtur grösin gróa vor Guð og blómgast hjörð þú sendir björg og blessun vorri fósturjörð. Menn mœðast þreyttir, þjáðir en þola ekkert stríð sífellt syndum háðir sína lífs um tíð. Óðum líður œvin hér bráðum sjötug að aldri er svo byrja ég elliárin mín með gleði og tausti, Guð, til þín því þú ert besta hjálpin mín. Víða kemur fram í vísum Gunnu að henni er illa við lausung og hvers kyns daður. Þannig yrkir hún um ball úti á Nesi: í lausu lofti þeir leika sér með líkamsparta sína. Sálina þeir svœfa í sér með alls konar látœði. Vangadansinn dönsum hér þeir dansa hann úti á Nesi. Strákarnir þeim klappa þá bæði aftan og framan á. Margt hefur breyst til batnaðar eðlið er eins og samskonar karlarnir stunda kvennafar kela þó mest við jómfrúrnar. - ÓÞJ-BJ-S.dór notað og nýtt Leggjum niður kaup Með því er hœgt að ná verðbólgunni niður í núll, segir Davíð Davíðsson hagfrœðingur Reynslasíðustu mánaða sýnir ótvírætt að það eru kaupgreiðslursem eru undir- rót verðbólgunnar. Með því að lækka kaup um þriðjung hefur verið hægt að koma verðbólg- unni úr 100% niður í 30%. Nú tel ég að við ættum að hnykkja enn betur á og af- nema kaupgreiðslur með öllu og koma verðbólgunni þar með niðurá núll, sagði Davíð Davíðsson hagfræðingur, sérlegur ráðunautur ríkis- stjórnarinnar, Þjóðhagsstofn- unar, Seðlabankans og Versl- unarráðs er Notað og nýtt hafði samtal við hann í gær. Við spurðum Davíð hvort þetta væri nú ekki nokkuð langtgengið. - Nei, alls ekki. Þetta er mjög rökrétt og raunhæf lausn og leysir mikinn vanda í þjóðarbúinu. Þar að auki gætum við með þessu vakið athygli í alþjóðaviðskipta- heiminum, nánast heimsathygli. og orðið eins konar módel fyrir aðrar þjóðir í hinum vestræna heimi. Vandi sjávarút- vegs leystur - Hvaða vanda leysir þetta? - Það er nú margrætt mál en ég get nefnt hér ýmis dæmi. Nú er t.d. mikill halli á rekstri fiski- skipaflotans og hefur jafnvel ver- ið rætt um gengisfellingu til að rétta hann af ellegar strika út all- ar skuldir hans með einu penna- striki. Með því að afnema kaup- greiðslur væri vandi sjávarút- vegsins leystur með jafnskjótum hætti og gott betur og þar að auki hefur þessi lausn ekki í för með sér verðbólgumyndandi ferli eins og t.d. gengisfelling. Launa- greiðslur eru mjög veigamikill út- gjaldaliður hjá íslenskum útgerð- armönnum þó sá kostnaður hafi að vísu farið minnkandi hlutfalls- lega síðan núverandi ríkisstjórn tók við. Þessi lausn er borðliggj- andi um leið og maður hefur komið auga á hana. - Já, það er einmitt það. - Ég get nefnt fleiri daemi um jákvæð áhrif slíkra aðgerða. Samkeppnisstaða útflutningsat- vinnuveganna, ekki síst iðnaðar, mundi stórbatna. Ég fullyrði að íslenskir atvinnuvegir mundu bókstaflega blómstra ef þeir þyrftu ekki að borga neitt kaup. Allur tilkostnaður mundi stór- minnka og hægt væri að flytja út ódýrar vörur í stórum stíl. Þetta er einmitt sú vítamínsprauta sem íslenskur iðnaður þarf á að halda og er ég satt að segja hissa að menn skuli ekki hafa komið auga á hana fyrr. Þar að auki má benda á að þetta yrði til þess að opna augu hinna stóru fjölþjóðafyrir- tækja fyrir fslandi sem hagstæð- um stað til þess að fjárfesta í og við gætum þannig nýtt orkulindir okkar með því að selja þær til eriendra stóriðjufyrirtækja. Afnám tekjuskatts - Það er einmitt það. - Já, það eru svo margar hliðar á þessu að möguleikarnir verða nánast óendanlegir. Mikið hefur verið talað um að spara í ríkis- geiranum en gengið illa. Með því Davfð Davíðsson hagfræðingur: Borðleggjandi lausn. að afnema launakostnað væri hægt að leggja niður tekjuskatt og stórlækka aðra skatta en veita samt sömu þjónustu. Þar að auki væri hægt að leggja niður stórar deildir svo sem launadeild fjár- málaráðuneytisins. Hið sama á við um sveitarfélögin sem hafa átt við mikinn vanda að etja. - En hvað um... - Þú átt við launþegasam- tökin. Þau bákn má leggja niður og mun engin sakna þeirra. Breyta mætti ASf í spilaklúbb eða þjóðdansafélag, það kemur mér ekki við. - Ég átti nú við... - Þetta er borðleggjandi. Það hefur verið allsherjaróstjórn á öllum efnahagsmálum í áratugi þó að um þverbak hafi keyrt árin áður en þessi ríkisstjórn tók við. Það verður að taka með festu og myndugleik á þessum málum með þjóðarhag allra fyrir augum. Frjálst markaðskerfi - En á hverju á fólk að lifa þeg- ar búið er að leggja niður kaup- greiðslur. - Frjáls samkeppni maður, frjáls samkeppni. Hver verður að bjargast eins og best hann getur og þá kemur í ljós hverjir hafa döngun og dugnað og hverjir eru letingjar. Við vinnuveitendur höfum nógu lengi haldið uppi alls konar undirmálslýð sem ekkert nennir að vinna.Frjálst markaðs- kerfi mun leysa þessi mál öll af sjálfu sér enda er öll stjórnun að ofan af hinu verra. Þetta er spurningin um frelsi og framtak einstaklingsins. - En án kaups... - Við erum nógu lengi búnir að halda uppi þessu fólki með pen- ingagjöfum eða því sem næst. í þjóðfélagi hins frjálsa markað- skerfis er einfaldlega ekki rúm fyrir neina samhyggju. Fyrirtæki munu blómstra, íslenskt þjóðfé- lag mun blómstra, og svo vil ég minna á að með þessum aðgerð- um mun vöruverð stórlækka til hagsbóta fyrir alla.. Þetta tel ég vera næsta skref í baráttunni við verðbólguna sem nógu lengi hef- ur gert illt verra hér í þessu þjóðfélagi. - Takk. - ójó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.