Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 28
DJÚÐVIUINN Helgin 21.-22. janúar 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fostudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Sjónvarpsstöð kapítalsins Davíð skrifar undir Borgarráð hafnar beiðni um frestun í 2 vikur til að borgar- stjórn geti fjallað um málið Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík skrifaði í gær undir samning um aðild borgarinnar að fyrirtækjasamsteypu „til að annast ýmiss konar fjölmiðlunarþjónustu“. Auk Reykjavíkurborgar eiga Árvakur, SIS, Al- menna bókafélagið, ísillm og Frjáls fjölmiðlun aðild að fyrirtækinu. Aukafundi borgarráðs um málið í gær lyktaði með því að felld var tillaga Sigurjóns Péturssonar um frestun undirskriftar þar til borgarstjórn hefði fcngið tækifæri til að fjalla um málið. Sigurjón og Sólrún Gísladóttir létu bóka andstöðu sína við aðild Reykjavíkur að þessu hlutafélagi. Bent er á í bókuninni að þegar séu til fyrirtæki í borginni sem séu fær um að sinna yfirlýstum verkefnum þessa fyrirtækis, bæði að því er varðar mannafla, tækjabúnað og reynslu. Þá er bent á að aðilar hlutafélagsins standi fjárhagslega mjög sterkt að vígi, og hefðu þess vegna ekki þurft á aðstoð borgarinnar að halda. Dagsetningin 1. desember Þá er bent á í bókinni að samningsuppkastið sé dagsett 1. desember á síðasta ári, en borgarráðsmenn hafi fengið það í hendur 17. janúar. Þrátt fyrir það fáist nú ekki 14 daga umbeðinn frestur á undirritun. Segir í bókuninni að hér sé um að ræða „vægast sagt einkennilega ráðstöfun af borgarinnar hálfu“. -óg bls. 8 1 WB. 1 ' ''t'? 1 Undirritun samningsins. Frá vinstri: Almenna bókafélagið, Frjáls fjölmiðlun, Samband íslenskra samvinnufélaga, Indriði G. Þorsteinsson. Ljósm. Atli. Reykjavíkurborg, Árvakur, Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður hjá Sýn s/f.i Er í hœsta máta óeðlilegt - Miðað við yfirlýstan tilgang fyrirtækisins þá er það mjög ein- kennilegt af Reykjavíkurborg að taka þátt í þessu samstarfi. Það er stefnt inn á fuilmettaðan markað. Fyrirtækin scm fyrir eru hafa ný- lega fjárfest í tækjum fyrir ekki minna en 10 miljónir, og mér finnst þetta í hæsta máta óeðlileg aðgerð af hálfu borgarinnar", sagði Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerð- armaður hjá Sýn s/f. Það kemur manni spánskt fyrir sjónir að borgarsjóður geti lagt fram 2 miljónir í þetta fyrirtæki, þegar hann gat ekki séð af 250 þús- und krónum á síðasta ári til að bjarga frá glötun stórmerkilegri heimildarmynd um borgina.' Hjálmtýr sagðist ekki taka mikið mark á yfirlýstum tilgangi hins nýja fyrirtækis. Þetta er fyrst og fremst Hjálmtýr Heiðdal: Kemur spánskt fyrir sjónir. spurning um kapalsjónvarp. Þarna eru fremst í flokki Árvakur fyrir Morgunblaðið, SÍS fyrir Tímann, og Frjálst framtak. Hlutverk borg- arinnar á síðan að vera að leggja kapalkerfið og auðvelda þá fram- kvæmd. Hann vildi einnig mótmæla harðlega þeim ummælum Davíðs Oddssonar borgarstjóra í útvarpi í fyrrakvöld um að kvikmyndagerð hérlendis væri ekki nógu góð, það væri einn rökstuðningurinn fyrir stofnun hins nýja fyrirtækis. Þetta væri undarleg yfirlýsing. „Það virð- ist vera þannig að ef maður nálgast borgarstjórn úr réttri vindátt þá fæst það sem um er beðið“, sagði Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerð- armaður. -*g- Snorri Þórisson: Borgin keppir við eigin skattgreiðendur Snorri Þórisson hjá Saga-film: Björn Vignir Sigurpálsson hjá Framsýn: Ekki heppilegasta samansafn eigenda - Þessi fyrirtækisstofnun kemur ekki á óvart miðað við þróun er- lendis, blaðafyrirtæki víkka út sína starfsemi, en það kemur spánskt fyrir sjónir að borgin skuli taka þátt í þessu. Það er greinilegt að menn hugsa sér að kapalvæða borgina og langtímamarkmiðið er að koma upp sjónvarpsstöð, sagði Björn Vignir Sigurpálsson einn eigenda Framsýnar og kvikmynda- gerðarinnar Ismynd. „Það þarf verulegt fjármagn að koma upp slíkri sjónvarpsstöð og dreifikerfi. Kapalvæðing í Reykja- vík kostar ekki undir 1 miljarði. Þessir stóru aðilar sjá sér hag- kvæmni í því að slá saman, en sem fjölmiðlamaður verð ég að segja að þetta er ekki heppilegasta saman- safn eigenda upp á skoðunarmynd- un að gera ef menn fara að velta fyrir sér pólitííi. Björn sagði að ef gengið væri út frá kvikmyndagerð þá óttaðist hans fyrirtæki ekki þetta nýja fyrir- tæki. - Ég trúi ekki öðru en að Davíð láti bjóða út þau kvik- myndaverkefni sem hann ætlar að láta vinna fyrir borgina. Við skulum bíða og sjá hver býður lægst. Þessir menn hljóta að spyrja Björn Vignir: Kapalvæðing kostar 1. miljarð. um hagkvæmni og það eru fyrir fjölmörg fyrirtæki á markaðnum til að sinna þessari þjónustu“, sagði Björn Vignir Sigurpálsson. -•g- Borgarstjóri hef- ur ekki hugsað dœmið til enda - Mér finnst ekki annað en eðli- legt að menn stofni einhvers lags fyrirtæki í kringum kvikmynda- gerð, en að borgin taki þátt í slíku fyrirtæki og keppi þannig við skattgreiðendur sína, það fæ ég ekki skilið“, sagði Snorri Þórisson kvikmyndatökumaður og einn eigenda Saga-film. Það kemur ekki á óvart að fyrir- tæki sem þetta skuli stofnað. Morg- unblaðið og Sambandið hafa lengi verið að hóa sér saman og þá er vitanlega verið að spá í væntanleg- an sjónvarpsrekstur. En að talaum kvikmyndagerð sem yfirlýst mark- mið finnst mér undarlegt því þegar er nóg til af fyrirtækjum hérlendis í þeirri grein, nóg til af tækjum og starfsliði til að framleiða kvik- myndir. Við í Saga-film er t.d. nýbúnir að kaupa tæki fyrir miljón- ir. Annars trúi ég því ekki að þetta fyrirtæki verði að veruleika. Borg- arstjóri hefur alls ekki hugsað þessa hugsun til enda, og sjálfsagt hefur hann fengið rangar upplýs- ingar um stöðu þessara mála, ef reka á þetta fyrirtæki samkvæmt yfirlýstu markmiði, sagði Snorri Þórisson. -»g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.