Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984 fréttaskyring Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirsögnin í Morgunblaðinu í gær: „lsfilm færir út kvíarnar". En fréttin var um þau tíðindi að hinir ýmsu armar stórauðvaldsins á íslandi hafa sameinast í einu fjölmiðlunarfyrirtæki. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að átta sig á þvf, að hér er kominn vísir að fjölmiðlarisa, „Stóra bróður“ Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksi ns. Fjölmiðlasamsteypa þessi hef- ur lengi staðið fyrir dyrum og menn sem eru með lítil mynd- bandafyrirtæki sögðu í gær við Þjóðviljann að upphaflega hafi Morgunblaðið og SÍS farið af stað fyrir tilverknað Svarthöfða, Indriða G. Þorsteinssonar. „Hann er eini maðurinn sem get- ur límt saman tvo stærstu anga fyrirtækjaveldisins á íslandi“, sagði góðkunningi hans í viðtali við Þjóðviljann. Fyrirtækin Frjáls fjölmiðlun og ísfilm komu síðar inn í sam- steypuna. Frjáls fjölmiðlun gefur út DV, Vikuna, Úrval og fleira. Fyrirtækið gerðist lögbrjótur fyrir nokkrum misserum með því að senda út í gegnum kapal sjón- varpsefni í Breiðholtinu. Það gerði fyrirtækið undir nafninu „Videoson“. ísfilm erhinsvegar Indriða G. Þorsteinssonar. Það fyrirtæki hefur verið pappírsfyrirtæki síð- ustu árin og á engar eignir. „Vi- deoson" Frjálsrar fjölmiðlunar situr uppi með lélegan tækjabún- að og slæman fjárhag og mun því hafa tekið tilboðinu um samruna fegins hendi. Reykjavíkurborg, sem á einna vafasamastan hlut að tilurð þess- arar samsteypu, kemur til með að hliðra til fyrir kapalkerfi í Reykjavík. Ef ósvífni borgar- stjórans í Reykjavík fær að njóta sín áfram í þessu máli óáreitt, telja margir ekki ólíklegt að það skref verði stigið á þessu ári, 1984; Kapalveitur Reykjavikur. Kosta einn miljarð Björn Vignir Sigurpálsson, sem þekkir „videóbransann" út og inn, sagði við blaðamann Þjóðviljans í gær: „Það er greini- legt að menn hugsa sér að kapal- væða borgina og langtímamark- miðið er að koma upp sjónvarp- stöð“. Segir Björn Vignir að kap- alvæðing í Reykjavík kosti ekki undir einum miljarð króna. Hjálmtýr Heiðdal kvikmynda- gerðarmaður segir að hlutverk borgarinnar verði trúlega „að leggja kapalkerfið og auðvelda þá frakvæmd". Allir fagmenn sem blaðið leitaði álits hjá í gær lýstu furðu sinni á þátttöku Reykjavíkur- borgar í þessu ævintýri stór- auðvaldsins. Einrœðisherrann léttir af leyndinni Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur segir í Morgunblaðinu í gær að þetta mál hafi verið til um- ræðu á meðal þessara aðila í hálft annað ár. Allan þann tíma hafa fyrirtækin og stofnanirnar steinhaldið kjafti um málið. Alvarlegastur er hlutur borg- arstjórans í Reykjavík Davíðs Oddssonar. Þessi kjörni fulltrúi í rekstri fyrirtækja. Tveimur dögum síðar tilkynnir hann al- þjóð að borgin stofni fyrirtæki með Mogganum og SIS. Eru svona vinnubrögð sæmandi borg- arfulltrúum Reykjavíkur? Ætla þeir að láta bjóða sér þetta hátt- arlag? Aðalverktakar íslenska auðvaldið, fjármagns- öflin í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum kræktu Óskar saman til varnar og sóknar. Og með þessari ríkisstjórn hefur auðvaldið sameinast til nær lát- lausar sóknar. Morgunblaðið hefur á stund- um látið þannig undanfarin ár að SÍS sé einokunarfyrirtæki, óvinur Nýir Aðalverktakar hf Árvakur, SIS, Frjáls fjölmiðlun, Isfilm, Almenna bókafélagið og Reykjavíkurborg Sjónvarpsstöð kapítalsins‘? BÖUJW 'Mm út kvíarnar t itnm nýir aAíi • Stórauðvaldið sameinast í fjölmiðlasamsteypu # SÍS, DV, Morgunblaðið og Reykjavlky' leggja sevrwg 1 \iivit\RS Hægri fjölmidla* mafían í eina sæng BorgarráA wttM á fwn<h i dag afvWAw «,I horjíarstjora. IhrvjAv Oddsvon, «m að Ht-ykjíivrttMfbnrtj gerísi »6ill hlulaíélafi win gerA og myndbíittda h«ftsaw- lega kvifcmjada. uuk skyídntr úiaáfu Ucír uðUttr stm slxwda Ihaldsöflin emoká nýjasta vettvang ísl. fjölmiðlunar borgarstjórn Reykjavíkur skrifar undir samninginn áður en opin- ber umræða hefst, án nokkurrar lýðræðislegrar umfjöllunar. Meira en það, hann krefst Ieyndar þegar hann loks eftir hálft annað ár í samningum leggur málið fyrir borgarráð Reykjavíkur á þriðjudag. Leyndinni er ekki aflétt fyrr en á fimmtudag þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir tilkynnir borgar- stjóra að hún segi upp trúnaði í málinu. Þá lætur Davíð aðra borgarráðsmenn vita að trúnað- inum sé aflétt. Síðan lætur hann útvarpið hafa viðtal við sig þar- sem reynt er að gera málið sem sakleysislegast. Engir aðrir voru til andsvara. Á þriðjudaginn lýsti borgar- stjórinn því yfir að hann væri á móti því að borgin væri að vasast í saman klónum á sínum tíma í svokallaðri helmingaskiptastjórn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Fyrirtækjasamsteypan ís- lenskir aðalverktakar, hefur einkarétt á framkvæmdum fyrir herinn á íslandi, nýtur tollfríð- inda og skilar óhemju gróða leynt og ljóst. Gróðanum af hermang- inu hafa forkólfarnir síðan skipt á milli sín. Ríkisstjórn íslands núverandi er auðvitað kraftbirting þess sam- runa semvarð í íslenskum Aðal- verktökum fyyir mörgum árum. Helmingaskiptin hafa með þess- ari ríkisstjórn verið praktiseruð uppá nýtt. Á köflum hafa verið hagsmunaárekstrar hjá hinum ýmsu örmum íslenska auðvalds- ins. En þegar heildarhagsmunir þess eru í húfi taka þeir höndum ffjálsrar samkeppni, það beri að stemma stigu við útþenslu þess. Blaðið hefur notað nokkur tilefni (þarsem sameiginlegu hags- munirnir eru ekki í húfi) og gagnrýnt SÍS fyrir siðleysi og þar fram eftir götum. Þannig var til dæmis um styrki til íþróttasam- banda sem voru veittir með ákveðnum skilyrðum um að SÍS fengi auglýsingu út á styrkina. Það þótti því nokkrum tíðindum sæta þegar slíkur styrkur var síð- ast veittur með svipuðum for- merkjum og áður að Morgun- blaðið lét einsog nú væri allt í lagi. Það kemur enda á daginn að Morgunblaðið er ekki hræddara ensvo við „einokunarfyrirtækið SÍS“ að það leggst í eina sæng með því í fjölmiðlasamsteypu. Morgunblaðið hefur því í afstöðu Guömundsson skrifar sinni til SÍS snúist í hring. Einsog fyrirsögn Morgunblaðsins „ísfilm færir út kvíarnar" gefur til kynna skammast blaðið sín fyrir þennan samruna. Það er eins með þetta fyrirtæki og önnur fjársterk „dótturfyrir- tæki“ SÍS-forstjóranna, að hin fé- lagslega umræða samvinnu- hreyfingarinnar er gjörsamlega hundsuð við ákvörðun málsins. Almenna bókafélagið er stofn- að sem andsvar borgaraaflanna í landinu við Máli og menningu á sínum tíma. Þetta er dótturfyrir- tæki Sjálfstæðisflokksins með þátttöku hægri krata. Fyrirtækið hefur haft á sér nokkuð menning- arlegan blæ, og því á þátttaka þess að vera einskonar menning- arlegur stimpill á hina nýju Aðal- verktaka. Á næstunni mun þjóðin fá að heyra frá þessum talsmönnum stórauðvaldsins sem standa að fyrirtækinu ýmsar kenningar um það hversu mikið menningarfyr- irbæri er hér á ferðinni. Þær eru reyndar strax komnar á loft; „Sambandið erfyrst ogfremst að leita eftir - með þátttöku sinni að auka menningu og fróðleik í landinu og þá m.a. fróðleik um samvinnuhreyfinguna“. Og svo á þjóðin að trúa því að SIS hafi ekki treyst sér til þess að gera þetta nema með því að fá til þess Svarthöfða, Davíð Oddsson og DV! Sameiningartákn þessara arma auðvaldsins sem sameinast í hinu nýja „sannleiksmálaráðuneyti“, Indriði G. Þorsteinsson, segir í viðtali við Morgunblaðið tilgang- urinn sé að ,jtanda með öflugum hætti að kvikmyndagerð, mynd- bandagerð og ýmsu því öðru sem væri að þróast í fjölmiðlun". Meðal þess sem er að „þróast í fjölmiðlun“ eru hugmyndir Sjálfstæðismanna og Framsókn- armanna á alþingi að setja fram frumvarp sem bíður afgreiðslu um svokallað „frjálst“ útvarp. Stórkapítalið í landinu sér hag í því þegar þar að kemur að reka útvarpsstöð fyrir auglýsingar og til skoðanamótunar í landinu. Staðreyndin er nefnilega sú að markaðurinn er of lítill til að smáfyrirtæki eða félagasamtök geti staðið fyrir „öflugum" rekstri af þeim toga. I framhaldinu er ejnnig líklegt að „frjáls" sjón- varpsstöð komi til. Indriði segir í Mogganum þegar hann er spurð- ur um sjónvarpsstöð: „Það er ekki til umrœðu enda standa eng- in lög í landinu til slíks“. Þetta er rétt hjá Svarthöfða, þetta er bara frumvarp ennþá. Auk þess voru lög í landinu þegar frjáls fjölmiðl- un sendi út um sjónvarpskaplana í Breiðholti. Með hinum nýju Aðalverktök- um er lýðræðislegri umræðu og skoðanamótun stefnt í enn meiri hættu en við þekkjum dæmi um. ~óg ritstjórnargrcin Höfnum einokun ífjölmiðlun Hin nýja fjölmiðlasamsteypa SÍS, Morgunblaðsins, síðdegis- blaðsins, Indriða G. Þorsteins- sonar og Davíðs Oddssonar er ein harkalegasta aðför að ís- lenskri menningu sem gerð hefur verið frá því núverandi ríkis- stjórn var mynduð enda eru hinir nýju Aðalverktakar rökrétt framhald þeirrar stjórnarmynd- unar. Það hefur löngum verið á- hyggjuefni lýðræðiselskandi manna í landinu að Morgunblað- ið með síðdegisblaðinu hafi yfir- burðastöðu í fjölmiðlun. í krafti útbreiðslu sinnar hefur Morgun- blaðið og hliðarblöð þess á veg- um Sjálfstæðisflokksins haft óhugnanlega mikil áhrif á skoðanamyndun og umfjöllun mála í landinu. Morgunblaðið hefur t.d. í krafti útbreiðslu sinn- ar verið einsog ritskoðari á ríkis- fjölmiðlunum einsog dæmin sanna. Þótt yfirburðir hægri pressurin1- ar á fjölmiðlamarkaðinum hafi verið miklir fram að þessu, þá eru þeir barnaleikur í samanburði við það einveldi sem við gætum stað- ið andspænis á næstu árum með hinni nýju fjölmiðlasamsteypu. Innan samvinnuhreyfingarinn- ar hefur engin opin umræða verið um þetta mál. SlS-topparnir taka ákvörðun um að fara í samstarf og samruna við ævarandi fjendur samvinnuhreyfingarinnar, ætta- fjármagnið í Sjálfstæðisflokkn- um. Sameiningartákn hinna nýju Aðalverktaka, Indriði G. Þor- steinsson, sagði að viðræður hafi staðið á milli þessara aðila í hálft annað ár og Reykjavíkurborg hafi komið inn í myndina eftir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Það er táknrænt fyrir þennan nýja fjölmiðlarisa að eng- in, alls engin, opinber umræða hefur farið fram um málið áður en fulltrúar SÍS og Reykjavíkur- borgar skrifa undir stofnsamn- ing. Stofnsamningurinn er dagsett- ur 1. desember sl. en það er ekki fyrr en síðastliðinn þriðjudag að borgarstjórinn í Reykjavík, sem er að verða álíka trúður í íslensk- um stjórnmálum og flokksbróðir hans Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra, leggur fram málið til umræðu á lokuðum fundi borgarráðs. Borgarstjórinn krafðist aukinheldur leyndar um þetta mál. Pukrið og leyndin sem hvílt hefur yfir þessum áformum stórauðvaldsins og Reykjavíkur- borgar í hálft annað ár er vís- bending um þá innrætingu sem þessir nýju Aðalverktakar koma til með að veita landi og lýð. Nýja samsteypan gæti í krafti forræðis síns yfir gífurlegu fjár- magni fljótlega skapað sér einok- unaraðstöðu í upplýsingamiðlun á íslandi. íslenskir aðalverktakar á Keflavíkurflugvelli, síðdegis- blaðið og Morgunblaðið gefa einnig nú þegar til kynna hvers konar menning verður fram bor- in á vegum þessara aðilja. Þjóðviljinn heitir því á alla hvar í flokki sem þeir standa að veita hinum nýju Aðalverk- tökum viðnám. Launafólk, smá- atvinnurekendur, samvinnu- menn, félagshyggjufólk, sósíal- istar, rithöfundar og listamenn, allir unnendur íslenskrar menn- ingar og lýðræðis verða að taka höndum saman til mótvægis við . þennan Stóra bróður sem Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa eflt til áhrifa á því herrans ári 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.