Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓSVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984
neigarsyrpa / , Thor Vilhjálmsson
MEFISTO skrifar
Þar kom að því að hún bærist hingað
kvikmyndin Mefístó sem ég sagði frá í Helg-
arsyrpu fyrir tveim árum, og tíu dögum bet-
ur, hérí blaðinu. Og hélt þá áfram helgina á
eftir að tala um bókina eftir Klaus Mann:
Mephisto sem kvikmyndin fylgir mjög ná-
kvæmt, svo langt sem myndin nær. f>á rakti
ég nokkuð hvernig því væri háttað, benti á
fyrirmyndir úr bókinni sem kalla mætti
lykilskáldsögu, þótt höfundurinn andmælti
því; án þess að séð yrði að hugur fylgdi máli.
Vegna þess að í dagblöðum þar sem fjall-
að er um myndina gætir ýmiss misskilnings
og nokkuð ber á ranghermi minni ég á það
sem ég sagði þá sumt, en vísa að öðru leyti
til áðurnefndra greina, þeim sem nenna
að leita uppi þær á söfnum og bæti öðru
við.
Klaus var annar í röðinni af sex börnum
þess manns sem gnæfir einna hæst í síðari
tíma bókmenntum þýzkum, Thomasar
Mann. Elzt var Erika sem hann segist hafa
unnað mest allra manna, ásamt móður
sinni; helgar þeim enda sína miklu og marg-
þættu sjálfsævisögu Der Wendepunkt sem
ég hef áður lýst, í fyrrnefndum Helgarsyrp-
um.
Samheldni okkar var alger, segir Klaus
um samband sitt við Eriku sem var ári eldri:
og afdráttarlaus. Ennfremur: Við komum
fyrir eins og tvíburar værum... Ekkert skildi
okkur að nema skólinn, segir hann, og er að
lýsa barnæsku þeirra. Enda segir hann
skólann því engu máli hafa skipt, hann
muni ekki neitt þaðan. Allt annað var þeim
Klaus Mann
sameiginlegt, deildu undanbragðalausum
trúnaði og hélzt sú samkennd ævilangt.
Mannsystkinin voru svo samrýnd að þau
voru h vert öðru nóg í leikj um og: hugmynda-
•ríkum uppátækjum bernskunnar og ærsl-
um sem voru lítt með setningi: Við þoldum
ekki önnur börn. Og hann hafi ekki eignazt
neina vini fyrr en hann var orðinn tólf ára
gamall, segir Klaus Mann.
Þetta voru eiginlega ekki leikir, segir
hann. Heldur stórbrotinn og ítarlegur
ævintýraspuni, og sögufléttur með goð-
sagnablæ á forsendum barnshugans, æsi-
legri en títt er um börn.
Þau komu í heiminn tvö og tvö í röð, og
tengdust þannig. Erika og Klaus; Golo sem
varð kunnur rithöfundur og sagnfræðingur
og Monika; Elizabeth sem giftist rómversk-
um fursta af fornfrægri ætt, Borghese, og
var barn augasteinn föður síns, og Mikael
sem varðtónlistai maður,og augasteinn móð-
urinnar eða Mielein.sem fjölskyldankallaði
hana sín á milli. Elizabeth sem kallaði sig
Borghese-Mann var rithöfundur eins og
henni var kynlægt. Ég var með henni á rit-
höfundaþingi á Italíu árið 1965.
Der Wendepunkt er náma fróðleiks um
tíðina sem bókin fjallar um, um kynslóð
Klaus Mann og vanda hennar, heimsins vá,
þann voða sem ógnar einstaklingum af hans
tagi; sem fær ekki útrás fyrir atgervi sitt í
réttum farvegi sem dugi til að láta
sannfærast og hljóta einskonar sálarfrið eða
sátt við sjálfan sig; það friðleysi sem knýr
fram á yztu nöf, og að lokum fram af henni.
Þar kemur fyrir urmull af fólki, einkum
andans mönnum í ýmsum löndum. Lista-
menn, skáld, leikhúsfólk. Kvikmyndafólk
og myndlistar; stjórnmálamenn líka, en
öllu fjær.
Klaus Mann segir frá ýmsum vinum sín-
um, ofurnæmum hæfileikamönnum sem
háski tímans og innri voði yfirbugaði, vann
á hægt eða snögglega svo sundin virtust
lokast og ekki vera líft. Einn þeirra var
franska skáldið René Crevel sem var ásamt
öðrum hinna beztu manna meðal alþjóð-
legra skálda, svo sem Malraux, Eluard,
André Gide og Aragon, Heinrich Mann
föðurbróður Klaus, Aldous Huxley,
Auden, Stephen Spender, - að reyna að
samfylkja gegn fasisma, og til að bjarga
friði. Ekki var sú friðarbarátta átakalaus á
þingi sem Klaus segir frá og haldið var í
París 1935; þeim lenti svo illa saman Ilya
Ehrenburg og súrrealistapáfanum André
Breton að blæddi úr öðrum eða báðum.
Je suis dégouté de tout, skrifaði René
Crevel á bréfsnifsi: ég hef andstyggð á öllu,
og skrúfaði frá gasinu og tók inn sterkt eitur
til að örugglega hrifi.
Hann hataði heimskuna og illskuna, segir
Klaus; og lýsir þeirri stund þegar hann sat í
hliðarherbergi á þingstað ásamt sameigin-
legri vinkonu þeirra, Mopsu dóttur þýzka
skáldsins fræga Sternheim sem kemur víða
við sögu hjá Klaus, það var alveg að koma
að honum að fara í ræðustól á þinginu gegn
fasistum og til friðar, þau grétu bæði vininn
sem þau höfðu misst. Hann var sá bezti,
sagði hún í sífellu meðan tárin runnu svört
af augnfarvanum: til hvers að halda áfram
þegar þeir beztu hverfa sjónum, fara.
Eg þurrkaði svörtu tárin úr andliti Mopsu
...og: Ég talaði gegn stríði og fasisma, segir
þar.
Víða kemur fram hjá Klaus Mann hve.
ógnarþung byrði það var þessum gáfuðu
systkinum að vera börn sniílings. f annarri
bók, bernsku- og æskuminningum, sem
komu út 1932: Kind unser Zeit, barn okkar
tíma, segir frá geystu samkvæmislífi þeirra
systkinanna Eriku og hans, þar sem hverri
þekkja gerla sögupersónur í skáldsögunni
Mephisto sem margar eru fluttar í kvik-
myndina eftir Istvan Szabo; sem nú er sýnd í
Regnboganum, og ætti enginn að láta hana
fram hjá sér fara.
Mannfjölskyldan nefnist Bruckner
þarna. Klaus kallar sig Sebastian; en fyrir-
mynd Barböru er Erika systir hans. Nicol-
etta von Niebúhr er byggð á Pamelu Wede-
kind dóttur fræga skáldsins, nánustu vin-
konu Eriku, og var eitt sinn trúlofuð Klaus,
tók um hríð saman við aldrað skáld. sem var
galinn af oflátungsþótta; og endaði sem
eiginkona róttæka leikarans Hendriks Höf-
gen í sögunni; sem var enginn annar en
stórleikarinn Gustav Grúntgens, þess sem
Herman Göring setti yfir leiklistarsperring
nazista.
Um þann mann fjallar kvikmyndin.
Klaus Mann maldar í móinn þegar Herman
Kersten kallar Mephisto lykilskáldsögu.
Hann segist hafa byggt persónuna á kynn-
um sínum af leikara sem hann hafi þekkt
mjög vel, tekið þaðan ákveðna drætti og
notað. Ekki þó algerlega. Því Höfgen sé að
ýmsu leyti annar heldur en fyrrverandi
mágurinn. Erika var skamma hríð gift
Grúntgens. Annars segir Klaus um sögu-
persónuna að hann hafi haft hæfileika, en
annars hafi ekki verið margt sem mælti með
honum. Einkum hafi hann skort siðferði-
lega eiginleika sem menn eru vanir að draga
saman undir hugtakið karakter, segir
Klaus. í staðinn fyrir karakter hafi hjá þess-
um Hendrik Höfgen aðeins verið metnaður
Krystyna Janda og Ildikó Bánsági í Mefístó
bannhelgi var ógnað í tryllingi upplausnar
og kreppu kringum 1923 þegar þau eru um
tvítugt, sóttu svallból og blendinn félags-
skap, og bókin endar á hugleiðingu Klaus
um aðstöðu sína í skugga risans, töfra-
mannsins sem börnin kölluðu föður sinn:
der Zauberer. Að vísu hafi hann fengið
nokkurt forskot á rithöfundarferli vegna
frægðar föðurins; en síðan hafi það alltaf
verið sér til trafala.
Faðirinn virðist hafa verið bömum sínum
fjarlægur og nálægur í senn. Einhvers stað-
ar iýsir Klaus því að hann er að fara aftur að
heiman í heimavistarskóla; það var á miðj-
um hádegishvíldartíma föðurins sem hóf
ætíð skriftir klukkan níu á morgnana og brá
aldrei háttum sínum um vinnutíma né ann-
að. Ekki mátti trufla til að kveðja. Honum
verður litið upp í gluggann á vinnustofu
föðurins á miðjum síestutímanum, bíllinn
beið. Sýndist honum þá ekki gluggatjöldin
titra svolítið eins og einhver stæði á bak við
og horfði út á eftir honum.
Reyndar talar hann annars staðar um
kaldhæðnislega umhyggju föðurins í sinn
garð, og hann hafi treyst vitsmunum sonar
síns. Hatursmenn og öfundar vegna frægð-
ar föðurins beindu að þeim feðgum spjót-
um, svo sem skopteikning vitnar af þeim
feðgum þar sem berst í tal að sonur senís
geti ekki verið það líka, og þá er Klaus
látinn segja: Þá ert þú sem sagt ekki sení
pabbi.
Ástalíf þeírra systkina hinna elztu og vina
þeirra þótti æði flókið, og lék á orði að fleira
væri með þeim systkinum í þeim efnum en
þætti eðlilegt. Til er smásaga eftir Thomas
Mann: Wálsungenblut, Völsungablóð, þar
sem segir með napurri samúð frá ástum
tvíburasystkina, og höfð þau orð um að þau
ynnu hvort öðru vegna víðlesins ónytjungs-
háttar.
Skáldsagan
og kvikmyndin
Af því að lesa Der Wendepunkt má
og aðrir skyldir eiginleikar... Hann er ekki
maður heldur bara leikari. Mephisto er,
segir Klaus: skáldsagan um framaferil í
Þriðja ríkinu.
Hver var Mephisto? Hann kemur bæði
fyrir hjá Marlowe í Doktor Faustus, og hér
er hann náttúrulega kominn frá Goethe.
Hinn slóttugi töfrandi sendiboði skrattans
sem er á höttunum eftir sál hins mikla lær-
dómsmanns. í myndinni sjáum við leikar-
ann í hlutverki Mephisto, sem er hans stóra
hlutverk, og við sjáum hvernig hann túlkar
hann með tvennu móti, fyrst sem marg-
ræðan freistara og hættulegan þess vegna;
seinna í leikhúsi nazistanna er gríma hans
orðin næstum eins og glansandi plastandlit,
einskær og tvímælalaus ásjóna illskunnar,
með nokkrum svip af djöflum úr austur-
lenzku leikhúsi, þýðir eitt; og ekki lengur
annað í senn. Hann er orðinn drýsill í þjón-
ustu hinnar afdráttarlausu illsku þessa
heims. Öll túlkun er orðin grynnri, en
íþróttin fullkomnuð.
En hann hefur selt sál sína líka eins og
Faust, veðdregið sig Djöflinum fyrir glys og
prjál, samkvæmisframa ástir og múghylli,
svikið list sína, og einhæft sína íþrótt til
tæknilegrar fullkomnunar. Hann lætur nota
sig til að slá ryki í augun á lýðnum, og villa í
þágu hinna nýju herra sem hampa honum
svo hann fyllist ofmetnaði; unz Göringseft-
irmyndin öskrar á hannen kjassaði og dill-
aði honum mest annars: Skiptu þér ekki af
því sem þér kemur ekki við, þú ert ekki
neitt. Þú ert ormur sem við getum kramið
undir hæl okkar þegar okkur sýnist. Út! Út!
Heraus!
Og í lokasenu myndarinnar stendur hann
aleinn á nýbyggðum risaleikvangi um nótt í
helvíti ljóskastaranna, örsmár í angist, níst-
ur og lostinn ljóssöxunum sem koma úr
öllum áttum, krossast í eyðandi punkti þar
sem er hann, sem hélt hann væri stór; en
þeir sem hófu hann og hömpuðu hlæja á
hápalli og spotta eftirlæti sitt.
Krystyna Janda sem við þekkjum úr
myndum Wajda leikur Barböru; en Gör-
ingsgervinginn leikur austurþýzkur leikari,
frábærlega. Þegar myndin var sýnd í Cann-
es lá í loftinu að Brandauer fengi verðlaun
fyrir bezta leik, og var allt miðaðað því af
hálfu þeirra sem sýndu myndina. Svo fór þó
ekki að sú snilldartúlkun nyti þess. Né að
Szabo fengi verðlaun fyrir stjórn sína. Hins
vegar var rokið til og Szabo fékk verðlaun
fyrir bezta handritið. Vissulega er það vel
sniðið, einkum þegar á líður; efniviðurinn
er þó fenginn allur frá Klaus Mann, tilsvör
mörg orðrétt, atvikslýsingum fylgt vand-
lega, jafnvel lýsingum á svipbrigðum, alls
kyns blæbrigðum í fasi og framkomu sögu-
persóna og andrúmslofti, sumt gefið fínlega
í skyn sem segir gerr frá í sögunni.
Ólafur Jónsson
Sá maður var framsýnn sem réð Ólaf
Jónsson fyrstan manna hérlendis til að
helga sig dagblaðaskrifum um menning-
armál, enda gekk það eftir að hann varð
áhrifamestur allra þeirra sem skrifuðu að
staðaldri um þau mál í dagblöð. Áratugum
saman hélt hann uppi frjóum umræðum um
listir og menningarmál, einkum um bók-
menntir og leiklist.
Engum duldist að Ólafur var skarpur að
viti, kjarnsær og vel lesinn, sérvitur ágæt-
lega og hæfilega þverlyndur; en hafði það
umfram marga aðra að hann var svo stór að
hann gat játað missýni ef hann fann efni til,
leiðrétt fyrri umsagnir sem fáum er gefið,
svo réttsýnn var Ólafur og vammlaus.
Erika Mann og Pamela Wedekind
Þessi góði drengur er öllum harmdauði
sem óraði fyrir því hver hann var, hvað þá
þeim sem þekktu hann, og þeim vitanlega
sárast sem þekktu hann bezt.
Nú þegar Ólafur er horfinn sjónum er
mér vant að sjá hvernig skarð hans verði
fýllt, þótt sagt sé að maður komi í manns
stað. Ólafur hlýtur að verða ógleymanlegur
okkur; við sjáum hann áfram þrátt fyrir
framansagt, að hann væri horfinn sjónum,
hann er ljóslifandi hugsjónum, við heyrum
rödd hans enn; og gleymist ekki þetta fas
sem var oft ögrandi til að kalla fram við-
horf, ertnin til að örva umræðu og skoðana-
skipti.
Ólafur var löngum umdeildur, naut ekki
sannmælis af skammsýnum mönnum sem
kenna sig við list; ég veit sá tími kemur að
hann verður metinn að verðskuldun, verð-
ur þakkað af þeim sem hafa metnað fyrir
íslenzka menningu. Enginn gagnrýnandi
þessa tímabils, sem að vissu leyti má kenna
við Ólaf í þeirri grein, átti meiri þátt í að
herða kröfurnar til íslenzkra listamanna,
auka metnað; og kveinuðu ýmsir undan; en
það þakka honum þeir sem vilja íslenzka
menningu sem ríkasta, hvort sem menn eru
sammála einstökum dómum hans, eða að-
hyllast smekk. Hann lét engari segja sér
fyrir verkum; ævinlega þegar Ólafur stakk
niður penna sínum mátti vita að þar kæmi
fram hans eigið mat; hans vammlausi
heiðarleiki stýrði ævinlega ferðinni; hann
byggði alltaf á sínu eigin viti. Og hann hafði
heilagan rétt til að skrifa það sem honum
sýndist hvort sem manni líkaði niðurstaðan
eða ekki.
Ég þakka fyrir mitt leyti að við áttum
Ólaf, og harma að við fæst gerðum okkur
fyllilega grein fyrir því hve mikilvægur hann
var, - unz sæti hans gín nú við okkur autt.