Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 17
■uir.iv ít nhi&fí ‘■W'f * '• AVÍ?V í/
Helgin 21.-22: járiúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA'
Inngangur
Að undanförnu hafa líffræðing-
arnir Jón Gunnar Ottósson, Jón
Kristjánsson, Sigurður Snorrason
og Tumi Tómasson varpað fram
fullyrðingum og spurningum um
fræðilegan grundvöll þeirrar fisk-
veiðistefnu sem Hafrannsókna-
stofnunin hefur mælt með. Hafr-
annsóknastofnunin og Líffræðifé-
lag íslands efndu til fundar 13. jan-
úar s.l. um þetta efni. Hugmyndir
líffræðinganna hafa verið reifaðar í
fjölmiðlum og orðið tilefni forystu-
greina, þar sem grundvöllur fisk-
veiðistefnunnar hefur verið dreg-
inn í efa. Hefur komið fram alvar-
legur misskilningur varðandi rann-
sóknir og niðurstöður Hafrann-
sóknastofnunarinnar og þar með
fiskveiðistefnunnar. Stofnunin tel-
ur því rétt að koma á framfæri eftir-
farandi leiðréttingum og athuga-
semdum.
Grundvöllur
fiskveiðistefnunnar
Meginkenning líffræðinganna
Jóns Gunnars Ottóssonar og Sig-
urðar Snorrasonar er að ekki séu
líffræðilegar forsendur fyrir þeirri
fiskveiðistefnu, sem Hafrann-
sóknastofnunin hefur mælt með,
enda sjái þeir engin merki um of-,
veiði þorskstofnsins. Þessa kenn-
ingu byggja þeir einkumá því, að
ekkert samband sé milli hrygning-
arstofns og niðjafjölda. Þess vegna
standist ekki að hægt sé að byggja
upp stofninn með því að stækka
hrygningarstofn, og ennfremur að
ekki sé hægt að byggja upp stofn
sem gefi af sér jafnan og góðan afla
ár eftir ár.
Hér kemur fram sá meginmis-
skilningur að gert hafi verið ráð
fyrir beinu sambandi milli hrygn-
ingarstofns og niðjafjölda. Auk
þess hefur því verið haldið fram að
hér væri um ný sjónarmið að ræða
varðandi þorskstofninn. Þessu fer
að sjálfsögðu fjarri. í því sambandi
má t.d. benda á eftirfarandi tilvitn-
un í skýrslu Hafrannsóknastofnun-
arinnar um ástand nytjastofna á ís-
landsmiðum og aflahorfur 1978
(sjá Hafrannsóknir, 13. hefti,
1978).
„Ort minnkandi hrygningarstofn
hefiir leitt til vaxandi líkinda á því,
að klak þorsksins misfarist. Enda
þótt ekki hafi verið sýnt fram á
samhengi milli stærðar hrygningar-
stofns og niðjafjölda, er þó
augljóst, að einhver eru þau stærð-
armörk hrygningarstofnsins, þar
sem hann verður ófær um að gegna
líffræðilegu endurnýjunarhlut-
verki sínu.
Lítill hrygningarstofn samsettur
af tiltölulega fáum aldursflokkum,
kemur til hrygningar á takmörk-
uðu tímabili og veltur því á miklu,
að umhverfisaðstæður séu hag-
stæðar einmitt þá. Þegar hrygning-
arstofn er stór og í honum eru
margir aldursflokkar, dreifist
hrygning yfir Iengri tíma sem stuðl-
ar að því að einhver hluti stofnsins
hrygni við hagstæðar aðstæður.
Líta má á stóran hrygningarstofn
sem aðlögun tegundarinnar að
breytilegum umhverfisaðstæðum
og tryggingu fyrir viðhaldi henn-
ar.“
í framhaldi af þessu má benda á
að hrygningarstofninn hefur
minnkað ört síðustu 3-4 árin og er
nú um 300 þúsund tonn samanbor-
ið við um 700 þúsund tonn árið
1980. Fyrir þann tíma var stofninn
minnstur um 400 þúsund tonn árið
1975.
Samband hrygningarstofns og
niðjafjölda er enn óþekkt og að lík-
indum breytilegt eftir umhverfis-
aðstæðum á hverjum tíma. Slíkt
samband getur hæglega verið fyrir
hendi enda þótt það sé ekki sjáan-
legt af fyrirliggjandi gögnum.
Reynsla bæði hérlendis og erlendis
hefur jafnan verið sú að hrun fisk-
stofna hefur verið afleiðing þess að
hrygningarstofn hefur farið niður
fyrir svokölluð hættumörk. Þau
hafa ekki verið greind fyrr en eftir
að skaðinn er skeður. Markmið
Hafrannsóknastofnunarinnar við
þessar aðstæður hefur mótast af því
að halda stærð hrygningarstofnsins
innan sögulegra marka og er þar
m.a. höfð hliðsjón af samstarfi og
reynslu á vettvangi Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins.
Verulegs misskilnings virðist
gæta hjá líffræðingunum tveimur
um að ekki sé hægt að búa til stofn,
sem gefi af sér jafnan og góðan afla
ár eftir ár. Hér er til umræðu eitt af
meginmarkmiðum fiskveiðistjórn-
unar víða um lönd, þ.e. að stjóma
fiskveiðum þannig að hámarksaf-
rakstur (varanlegur) fáist úr til-
teknum fiskstofni.
Hugtakið um varanlega há-
marksafrakstur er engan veginn
gallalaust og hefur raunar sætt Jón Jónsson
Greinargerð
um grundvöll fiskveiðiráðgjafar
Hafrannsóknarstofnunarinnar
gagnrýni á síðustu árum. í skýrsl-
um Hafrannsóknastofnunarinnar
er vissulega gengið út frá forsendu
varanlegs hámarksafraksturs og
reyndar tiltekið hver hann sé. Þar
með er þó engan veginn litið fram
hjá því að sá afrakstur ræðst veru-
lega af styrk þeirra árganga, sem
veiðin byggist á hverju sinni svo og
öðrum ytri skilyrðum. Eftir því
sem veiðin byggist á fleiri ár-
göngum ættu aflasveiflur að verða
minni. Hugtakið varanlegur af-
rakstur er einkum gagnlegt til að
meta ávinning mismunandi fisk-
veiðistefna. Stjórn fiskveiða á
þessum grundvelli hefur gefið góða
raun hjá ýmsum nytjastofnum hér
við land t.d. sfld og humri.
Stjórn fiskveiða felst í raun í því
að nýta tiltekinn stofn þannig að
ekki komi til ofveiði, sem skil-
greina má á eftirfarandi hátt:
1. Ofveiði sem leiðir til minnkandi
viðkomu eða viðkomubrests
þegar hrygningarstofn fer niður
fyrir viss mörk. Eins og að fram-
an greinir hefur ekki verið sýnt
fram á slíka ofveiði í íslenska
þorskstofninum.
2. Ofveiði sem hlýst af því að sókn í
smáfisk er það mikil að fiskurinn
gefur ekki hámarksafrakstur.
Þyngd tiltekins þorskárgangs
vex ört til 6-7 ára aldurs ef ekki
er gert ráð fyrir fiskveiðidauðs-
föllum. Vöxtur hvers einstakl-
ings á þessu aldursskeiöi gerir
því betur en að hafa við náttúru-
legum afföllum. Þetta hefur
ekki breyst á síðustu árum enda
þótt vöxtur hafi minnkað.
Stækkun möskva í togveiðarfær-
um 1976 og 1977 og fleiri að-
gerðir höfðu að markmiði að
sporna við ofveiði af þessu tagi.
Otvírætt er af gögnum Hafrann-
sóknastofnunarinnar að þessar
aðgerðir hafa borið umtalsverð-
an árangur sérstaklega á tíma-
bilinu 197-80.
3. Ofveiði, sem leiðir af því að
meira er veitt úr stofninum á til-
teknu tímabili en sem nemur
viðbót vegna nýliðunar og vaxt-
ar, þannig að stofninn minnkar.
Tillaga Hafrannsóknastofnun-
arinnar um þorskafla á árinu
1984 miðast við að koma í veg
fyrir slíka ofveiði. Þar sem stærð
stofnsins er nú í lágmarki og ár-
legur vöxtur því einnig og nýlið-
un síðustu ára auk heldur léleg,
er aflamarkið óhjákvæmilega
lágt.
3. Hagræn ofveiði. Síðast en ekki
síst er mikilvægt að stofninn sé
sem stærstur af hagrænum
ástæðum. Þá er unnt að ná þeim
afla sem stofninn gefur af sér
með minnstum tilkostnaði. Stór
stofn sem er samsettur úr mörg-
um árgöngum er auk þess minni
sveiflum háður í stærð og þar
með afrakstri, vegna tiltölulega
minni áhrifa einstakra árganga á
stofninn í heild.
Um áratuga skeið hefur verið
Ijóst að stærð árganga sjávarfiska
er mjög breytileg og að aflabrögð
eru óhjákvæmilega háð stærð ár-
ganganna á hverjum tíma. Einnig
hefur lengi verið talið ljóst að stærð
árganga réðist að mestu af um-
hverfisaðstæðum á fyrsta æviskeiði
ungviðisins.
Þær hugleiðingar, sem fram
komu í erindi líffræðinganna
tveggja í þessu sambandi eru hluti
þeirrar umræðu, sem fram hefur
farið á þessu sviði um langt árabil,
án þess að hjá þeim hafi nokkuð
nýtt komið fram.
Minnkandi
vöxtur þorsks
Fram hefur komið hjá fiskifræð-
ingnum Jóni Kristjánssyni og
Tuma Tómassyni, að samdráttur í
vexti þorsks á síðustu árum stafi af
fæðuskorti, sem orsakaðist af of
mikilli mergð smáfisks í kjölfar
þess að möskvi togveiðarfæra var
stækkaður 1976 og 1977.
í þessu sambandi má nefna að
mergð uppvaxandi þorskungviðis
hefur verið með minnsta móti á
uppeldisstöðvunum undanfarin ár,
þar sem nýliðun þorsks hefur verið
með lakasta móti allt síðan 1977,
að árinu 1980 undanskildu.
í annan stað sýna fæðurannsókn-
ir að magafylli hefur verið óbreytt
hjá smáþorski (u.þ.b. 2 ára og
yngri) síðan 1976. Magafylli virðist
á hinn bóginn hafa minnkað hjá
stærri fiski, en fæðurval þessara
tveggja stærðarflokka er mjög mis-
munandi.
Loks sýna gögn Hafrannsókna-
stofnunarinnar að minnkandi vaxt-
ar tekur ekki að gæta að marki hjá
þorski fyrr en árið 1979 og þá eink-
um hjá 3 ára fiski og eldri.
Með hliðsjón af þessum atriðum
verður að teljast ólíklegt að of
mikil mergð smáfisks sé orsök
þeirra breytinga sem orðið hafa á
vexti þorsksins.
Ýmsar aðrar skýringar eru hugs-
anlegar á minnkandi meðallengd
þorsks:
í fyrsta lagi getur aukin sókn
hafa valdið lækkun á meðallengd
þorsks. Fiskar úr sama árgangi
vaxa mishratt. Lengd 5 ára fisks er
t.d. á bilinu 45-80 sm. Stærstu fisk-
arnir úr hverjum árgangi koma að
jafnaði fyrr inn í veiðina en þeir
sem vaxa hægar. Við venjulegar
aðstæður veiðist því tiltölulega
meira af hraðvaxta fiski en þeim er
hægar vex. Þetta breytist þó ef
sóknin eykst því að hægvaxta fiskur
veiðist þá í auknum mæli. Við slík-
ar aðstæður lækkar meðallengd
hvers árgangs.
í öðru lagi verður ástand þorsk-
stofnsins vart skoðað án tillits til
ástands ioðnustofnsins á hverjum
tíma, þar sem loðna er mikilvæg-
asta fæða þorsks 40-100 sm að
lengd. Ástand loðnustofnsins
versnaði mjög ört 1979-82 í kjölfar
ört vaxandi sumar- og haustveiða á
loðnu. Sú þróun er samstiga
minnkandi vexti og minnkandi
magafylli hjá þessum þorski. Á síð-
asta ári stækkaði loðnustofninn
hins vegar verulega, en áhrif þess á
þorskstofninn liggja enn ekki fyrir.
Loks ber að nefna að ástand sjá-
var hefur verið mjög breytilegt síð-
ustu árin og almennt með lakara
móti síðan 1975 og raunar allt síðan
1965, með skammvinnu „hlýsk-
eiði“ árin 1972-74 og 1980. Einnig
hefur minnkandi vöxtur á síðustu
árum engan veginn takmarkast við
þorsk, heldur er um slíkt að ræða
hjá ýmsum öðrum fiskstofnun,
t.a.m. hjá uppsjávarfiskum eins og
loðnu og síld. I þessu sambandi m{i
og hafa í huga að efnaskipti fiska
verða hægari við lækkandi hitastig.
Rannsóknir
í sjávarvistfrœði
Þeir líffræðingar sem hér hafa
verið nefndir hafa lagt sérstaka
áherslu á að taka þurfi meira tillit
til samspils fiskstofna innbyrðis og
við aðra þætti lífríkisins í tengslum
við stjórn fiskveiða og mat á af-
rakstri íslandsmiða. Ennfremur
hafa þeir lagt áherslu á nauðsyn
aukinna rannsókna á þessum svið-
um, þ.e. á sviði sjávarvistfræði.
Hafrannsóknastofnunin tekur ein-
dregið undir þessi sjónarmið.
Ljóst er að þær spurningar sem
vaknað hafa á síðustu misserum og
árum um ástand og þróun þorsk-
stofnsins eru að verulegum hluta
vistfræðilegs eðlis. Þeim verður því
ekki svarað til hlítar nema til komi
stórlega auknar rannsóknir á vist-
fræðilegu samspili nytjastofna inn-
byrðis sem og við aðra hluta lífrík-
isins og ólífræna umhverfisþætti.
Stefna Hafrannsóknastofnunar-
innar í vistfræðirannsóknum kem-
ur fram í Langtímaáætlun
Rannsóknaráðs ríkisins fyrir tíma-
bilið 1982-87. Þar segir á bls. 98 og
103:
„Með vaxandi þekkingu á nytja-
stofnum hefur komið sífellt betur í
ljós hversu náin tengsl eru milli
þeirra og annarra lífvera hafsins
svo og ólífrænna umhverfisþátta.
Jafnframt er ljóst að þessi vist-
fræðilegu tengsl verða ekki könnuð
til hlítar nema rannsóknum sé
beint að öllum þeim þáttum sem
um er að ræða. Aukin þekking á
sviði vistfræði hafsins er því fors-
enda fyrir betri skilningi á lífinu í
hafinu í heild svo og afkomu og
hegðun nytjastofna á hverjum
tíma“.
„Gert er ráð fyrir að mannafli
verði aukinn talsvert á ýmsum svið-
um umhverfis- og vistfræðirann-
sókna. Alls er hér um að ræða ár-
sverk 2.5 sérfræðinga og ársverk
4.4 rannsóknamanna. í heild er
aukinn mannafli til umhverfis- og
vistfræðirannsókna eingöngu ætl-
aður til þess að efla undirstöðu-
rannsóknir á þessum verkefnasvið-
um.“
Ljóst er að sjávarvistfræðirann-
sóknir hafa ekki hlotið þann með-
byr sem þeim er hér ætlaður og
stjórnvöld hafa formlega staðfest. I
raun hafa fjárveitingar til hafrann-
sókna lækkað á fyrri helmingi þess
tímabils sem Langtímaáætlunin
nær til. Hlutdeild vistfræðirann-
sókna í þeim fjárveitingum hefur
ekki stækkað.
Hér þarf að verða breyting á ef
áform um auknar vistfræðirann-
sóknir eiga að ná fram að ganga.
Hafrannsóknastofnunin 19.1. ’84.
Jón Jónsson