Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Helgin 21.-22. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Áríðandi fundur verður haldinn mánudaginn 23. janúar, kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Rætt verður um atvinnumál og gerð fjárhagsáætlun. Félagar fjölmennið. Garðbæingar Fundur í bæjarmálaráði verður sunnudaginn 22. jan. kl. 10. að Heiðar- lundi 19. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akranesi kemur saman til fundar mánudaginn 23. janúar kl. 20.30 i Rein. Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót ABR \j Árshátíö og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík veröur laugardaginn 28. janúar. Hátíöin veröur haldin aö Hverfisgötu 105 og hefst borð- hald kl. 20.00. Veislustjóri: Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi. Fjölbreytt skemmtiatriði. Meöal þeirra sem fram koma eru: Árni Bergmann, Árni Björnsson, Kristín Á. Ólafsdótt- ir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sveinn Kristinsson og Þráinn Bertelsson sem ávarpar gesti. Sigurður Rúnar Jónsson leikur undir fjöldasöng og diskó- tekið Devo leikur tónlist viö allra hæfi í austursal. Enn eru um 50 miðar til á hátíðina svo að það er rétt að p@nta miða strax í síma 17500. Þeir sem pantað hafa miða eru hvattir til að vitja þeirra Sém fyrst og eigi síðar en fimmtudaginn 25. janúar. s ■" Skemmtinefnd ABR ubandalagsfélag Selfoss og nágrennis ndur um sjávarútvegsmál FUndur um sjáyprútvegsmál verður haldinn að Kirkjuvegi 7 miðviku- daginn 25. janúár kl. 20.30. Á fundinum mæta alþingismennirnir Garð- arTSigurðsson og Skúli Alexandersson. Sgljórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Nú hefjast að nýju spilakvöldin vinsælu. 'Spilað verður 7, og 21. febrúar og 6. mars að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst sjðar. tttfndin. t Alþýðubandalagið í Kópavogi Árshátíð ABK heldur árshátíö sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk. Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur. Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK. Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn 21. janúar nk. í Alþýðuhúsinu og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Að vanda verður glæsileg skemmtidagskrá þar sem gleði, andríki, söngur og hljóðfærasláttur skipa öndvegi. Ræðumaður kvöldsins verður Vilborg Harðardóttirvaraformaður Alþýðubandalagsins. Félagi Steingrímur og félagi Stefán munu verða gestir hátíðarinnar ef guð lofar. Hin gamalkunna hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dunandi dansi mest alla nóttina. Miðaverð kr. 450.- Börn yngri en 12 árafá ókeypis aðgang en aldurs- hópur 12-15 ára greiðir 200 krónur. Félagar, undirbúningsvinna er nú í fullum gangi. Auðveldið okkur hana með því að láta skrá ykkur til þátttöku sem allra fyrst; hjá Ragnheiði í síma 23397, Óttari í síma 21264 eða Guðlaugi í síma 23909. - Skemmtinefndin. Fjárveiting til framkvæmda í Helguvík Verður ákveðin á næstu mánuðum í fréttatíma ríkisútvarpsins í gær var frá því sagt að Bandaríkjaþing hefði synjað bandaríska varnar- málaráðuneytinu um fjárveitingu til framkvæmda í Helguvík fyrir yfirstandandi ár. Af þessu tilefni hafði Þjóðviijinn samband við Sverri Hauk Gunnlaugsson deildarstjóra í utanríkisráðuneyt- linu og spurði hann hvaða áhrif þetta mundi hafa á framkvæmdir. - Ég heyrði ekki fréttina, en mér skilst að hér hafi verið um gamla frétt frá því í fyrra að ræða, sagði Sverrir. Þessi mál ganga þannig fyrir sig að þíngnefndir koma sam- an í mars eða apríl á hverju ári til að ræða fjárhagsáætlanir næsta árs, og þetta er því ákveðið með alllöngum fyrirvara. Nú liggur fyrir að ákveða fjárveitingu til ársins 1985, og það er rétt að bíða með að segja fyrir um áhrifin á framkvæmdirnar í Helguvík þar til þessi fjárveiting verður endanlega afgreidd. í fréttinni í útvarpinu kom jafn- framt fram að Bandaríkjaþing hefði heimilað fjárveitingu til flug- stöðvarbyggingarinnar á þessu ári, en sú heimild mun einnig hafa ver- ið afgreidd fyrir alllöngu síðan. ólg. Almenn vaxtalækkun Stjórn Seðlabanka íslands hefur ákveðið að lækka vexti frá og með 21. janúar 1984. Nemur lækkun ávöxtunar um 6 prósentum af óverðtryggðum innlánum og um 6,6 prósentum af óverðtryggðum útlánum. Tilefni lækkunarinnar segir bankastjórnin vera sú mikla hjöðnun verðbólgunnar, sem átt hefur sér stað, en í samanburði við verðbólgu og tekjuþróun séu vextir nú mun hærri en þeir voru fyrir nokkrum mánuðum. Almennar sparisjóðsbækur munu eftir lækkunina bera 15 prós- ent vexti á ári, 3ja mánaða spari- reikningar 17 prósent vexti og 6 mánaða sparireikningar 19 prósent vexti. Auk lækkunar almennra vaxta eru nú gerðar aðrar breytingar í vaxtamálum. Er í fyrsta lagi um að ræða breytingar á reglum um vísi- tölubindingu lána, þannig að hún nái einkum til samninga til langs tíma. Sem skref í þá átt hefur verið ákveðið að lánstími verði IV2 ár hið minnsta til að binda megi höfuðstól við vísitölu, en fram að þessu hefur styttri lánstími verið leyfður eða allt niður í 6 mánuði. Vextir slíkra lána sem verið hafa 2 prósent eru jafnframt hækkaðir í 2Vi prósent. í öðru lagi hefur bankastjórnin ákveðið að veita innlánsstofnunum nokkurt svigrúm til eigin vaxta- ákvarðana í þeim tilgangi að þær reyni að halda rekstrarkostnaði niðri og bjóða sparendum hagstæð ávöxtunarform. Það skal tekið fram vegna fyrir- spuma, sem Þjóðviljanum hafa borist, að vextir á skuldabréfum sem samið hefur verið um fyrir þessa vaxtalækkun munu ekki lækka. Algengt er t.d. í fasteigna- viðskiptum að slík skuldabréf hafi verið tekin með 20 prósent vöxt- um, og eru þeir nú orðnir hinir hæstu í landinu. Lánskjara- vísitalan hækkar meðan kaupið stendur í stað Stjóm Seðlabanka íslands hefur reiknað út lánskjaravísitöluna fyrír febrúarmánuð 1984 og mun hún verða 850. 1. október gilti lánskjaravísital- an 797 og hefur hún því hækkað um 53 stig. Kauphækkanir hafa engar verið á þessu tímabili. Samtök kvenna á vinnumarkaði Á sunnudaginn 22. janúar kl. 13.30 verður haldinn framhalds- stofnfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaði í menningarmið- stöðinni við Gerðuberg. í fréttatilkynningu kemur fram að á fundinum verður m.a. fjallað um það alvarlega ástand sem er að skapast í atvinnumálum þjóðarinn- ar. Mótmæla samtökin því harð- lega að aðeins á einu sviði, - þegar uppsagnir dynja yfir verkafólk, - skuli konur látnar ganga fyrir. Yfir 200 konur sóttu ráðstefnuna í Gerðubergi í haust þar sem ákveðin var stofnun Samtaka kvenna á vinnumarkaði. Þessi mynd er tekin í kaffihléi. Mótmæla uppsögnum Framhaldsstofnfundur í Gerðubergi á morgun kl. 13.30 Samtökin eru stofnuð með það í huga m.a. að berjast fyrir jöfnum launum kvenna og karla, - félags- legum úrbótum, svo sem aukningu dagvistarrýma, - að kjör kvenna verði ætíð miðuð við það sem best gerist varðandi lífeyrismál, veikindarétt, fæðingarorlof og uppsagnarfrest, - að endurheimta kjaraskerðingar síðustu mánaða og koma í veg fyrir frekara kauprán. Samtökin átelja harðlega að ekki skuli enn hafa verið kosið í samninganefnd ASÍ og beina þeim tilmælum til launþega að þeir stuðli að því að konur veljist í auknum mæli í samninganefndir. Allar konur eru velkomnar á fundinn, - oft var þörf en nú er nauðsyn á að standa saman um kjörin, segir í fundarboði. Verðlagsstofnun Varið ykkur á útsölunum! Vegna hinna fjölmörgu útsala á hvers konar varningi, sem nú standa sem hæst hefur Verðlags- stofnun sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Þar segir að ekki megi auglýsa útsölu nema þar sé um raunverulega verðlækkun á vörum að ræða og að þess sé jafn- framt gætt að á verðmerkingu sé getið um upprunalegt verð vö'runn- ar jafnframt því niðursetta. Þá segir einnig í tilkynningu Verðlagsstofnunar að á útsölu skuli eingöngu selja eldri vöru- birgðir, að það teljist ekki útsala ef aðeins fáar vörur eru seldar á lækk- uðu verði og að útsöluvarning skuli aðgreina vel frá öðrum vörum svo neytendur geti áttað sig vel á því hvaða vörur eru á útsölunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.