Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984 bsjjarröH Við sem lifum í borg Við sem lifum í borg fylgjumst með ásýnd hennar frá degi til dags. Hlustum eftir andardrætti hennar eins og bóndi hlustar á land sitt. Við erum viðkvæm fyrir( breytingum á henni en fylgjumst stolt með framförum hennar. Nýtt hús getur breytt ásýnd heillar götu eða hverfis og það sama getur gerst þegar hús hverf- ur. Mér sýnist t.d. nýja húsið við hlið Hótel Borg ætla að falla vel inn í umhverfi sitt, það myndast eins konar brú milli Dómkirkju, hornhússins við Skólabrú og Hót- el Borgar og skapar nýja vídd í þessa þyrpingu, fyllir hana. Sama verður ekki sagt um hús það er fyrir nokkrum árum var reist við Lækjartorg þar sem áður stóð Hótel Hekla og Smjörhúsið. Litur þess og lögun eru í hróplegu ósamræmi við næsta nágrenni, og það á sinn þátt í að gera Lækjar- torg ljótt. Hús sem hverfa geta líka breytt miklu. Engin eftirsjá var í Sænska frystihúsinu. Það á eftir að koma í ljós. Eftirsjá var í Amtmannshús- inu sem stóð fyrir enda Amtmannsstígs og setti svip á þá götu. Það var rifið að þarflausu - til að rýma fyrir breiðstræti sem aldrei verður. Eftir stendur opið skarð. Eftirsjá var í Aðalstræti 12. Innviðir þess brunnu en það var rifið í stað þess að endurreisa það. Við það gliðnaði húsaþyrp- ingin í Grjótaþorpi enn meira en orðið var. Svo er líka verið að breyta hús- um. Við sem búum í borginni, erum viðkvæm fyrir breytingum, fögnum því sem vel er gert en hörmum lýti. Bláa tvílyfta timb- urhúsið við Skólastræti er orðið eins og perla í miðbænum. Verið er að timburklæða það í uppruna- legum stíl. Litli steinbærinn við Bókhlöðustíg, sem smekkfólk hefur nýlega endursmíðað, er líka perla. En svo höfum við verri dæmin. Við Laugaveg hvflir gamalt og þungt timburhús með ýmsum til- brigðum, m.a. virðulegum hús- gafli sem snýr út að Smiðjustíg með krossgluggum, skágluggum og mánaglugga upp undir mæni. A húsinu er virðulegt þakskegg og það býður af sér góðan þokka sé horft upp eftir því. Á neðstu hæðinni, sem vísar út að Lauga- vegi, eru verslunargluggar sem eru ekki í samræmi við útlit húss- ins að öðru leyti. Það verður þó líklega að fyrirgefast því að versl- unin við Laugaveg verður að hafa sinn gang. Hitt er verra að nú fyrir jólin lét kaupmaðurinn klæða húsið upp fyrir miðjar hlið- ar með stórum, heiðgulum flek- um sem byrgja krossgluggana á annarri hæð að verulegu leyti. Þar er nafn verslunarinnar letrað með áberandi stöfum. Flekarnir bera vott um litla tilfinningu fyrir fegurð og samræmi og eru hrein nauðgun á gamla húsinu. Borgin er viðkvæm og við sem Iifum í henni erum viðkvæm fyrir henni. - Guðjón. Veistu.. ? að Baldur Möller ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu varð skákmeistari Norður-' landa árin 1948 og 1950. að árið 1946 bar Jónas frá Hriflu fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að drykkjulæti einstaklinga yrðu kvikmynduð og síðan sýnd hlutaðeigendum í betrunar- skyni. að veðurfregnum var aldrei út- varpað á árunum 1940-1945 vegna hernámsins. að Jóhann Pétursson „risi“ frá Svarfaðardal, sem nú er ný- fluttur á æskuslóðir er 2.25 metrar á hæð. að fyrsti íslenski leikarinn sem gerði leiklistina að ævistarfi var Bjarni Björnsson. Hann var m.a. mörg ár í Bandaríkj- unum og lék þá í kvikmynd- um. að Árnasafn í Kaupmannahöfn er nú í húsnæði sem stendur við Njalsgade. að Bessastaðir á Álftanesi voru gefnir ríkinu af Sigurði Jónssyni forstjóra með það fyrir augum að þar mætti vera bústaður þjóðhöfðingjans. Það var árið 1941. að í mars 1941 lýstu Þjóðverjar ísland í hafnbann. að árið 1941 var söngkonan Mar- ía Markan ráðin að Metropol- itanóperunni í New York og var hún þá í hópi fjögurra sem komust að þessari heims- frægu óperu, en 723 þreyttu inntökupróf. að á stríðsárunum var framleitt áfengt öl af ölgerð Egils Skallagrímssonar handa breska setuliðinu. að á stríðsárunum var áfengi skammtað handa íslending- um og gat hver maður, 21 árs og eldri, f engið tvær flöskur af sterku á mánuði og fjórar af léttu víni. Voru prentaðar sérstakar skömmtunar- eða áfengisbækur fyrir fólk. að vorið 1940 urðu allsherjar-^ slagsmál á knattspyrnuleik'' milli Fram og Víkings á Mela- velli og lauk þeim svo að lög- reglan handtók 30 manns. sunnudagskrossgátan / 2 3 V- S (s? ? 9 9 ~r~ 9 s s? 10 /i 11 Qp 12 )3 ?? 1 7- IV 7 á? JS 3 V 13 !Z )b V $ /? 13 )S 3 V 18 /9 3 8 20 13 )6 2! 7 V ie 22 (o )S 3 V )S 21 7 3 ? 23 )3 T~ /9 2/ d 2S 7 /5 9 V ie 26 2? 3 ¥ 1 )3 /S 2/ 2/ S )É 2/ £ 2V 2/ 2/ 5~ (? )5' ¥ T' 20 7 3 19 7 2o 20 21 s? sr )3 ¥ 2 <3 26 / S 2S 21 28 7 V )3 2? 19 7 3 S 1 27 S /V S2 /6 3 S? 5 (? s 2S V /2 19 /7 3 2? / 3o 2-f "s 2/ 7 ¥ 3/ 26> /9 ? 3 is 3 3 w~ 32 ,3l S V 2? S 21 IS 3 ¥ )S 3 (p 7 3 2 *ó /3 9 S 3 2 3 ? 9 9 21 9 AÁBDDEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ nr. 407 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á'' kaupstað. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 407“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. /7 3 5 15 3/ 7 H 29 /9 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 403 hlaut Helga Sveinsdóttir, Grjótá, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu, 801 Selfoss. Þau eru bókin Faðir minn skólastjórinn. Lausnarorð- ið var Holberg. Verðlaunin að þessu sinni eru skáldsaga Heinrichs Böll: Og sagði ekki eitt einasta orð. I Helrrich BOLL ■0€ ^■"sagöi w .ekkieitt einastaord

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.