Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984
MOÐVIUINN
Málgagn sósfalisma, verkalýðs-
Ihreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
LJÓsmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
ritstjernargrein
FyrstBlazer, nú Benz
Það stingur í augum víða í þróunarríkjum þar semi
fátækt og hungur herjar, að yfirstéttin og embættis-
menn ríkisvaldsins halda sig ríkulega og láta sér ekkert
minna duga en aka um á Mercedes Benz bílum. Það er
eins og þörf ráðamanna til þess að sýna sinn nýfengna
auð og skyndilegu upphefð með stöðutákni aukist eftir
því sem ástand þjóarbúsins sem þeir stýra versnar.
Eitthvað svipað er á ferðinni hjá sumum ráðherrum í
ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, og þar hefur
forsætisráðherra verið fremstur í flokki. Enda þótt það
hafi eitthvað vafist fyrir Alþingi að afnema ráðherra-
fríðindií bílakaupum er lönguorðiðljóst að þaðþykir
ósiðlegt í hæsta máta að ráðherrar fái eftirgefin aðflutn-
ingsgjöld á bifreiðum. Sérstaklega þykir það siðlaust og
jafnframt spaugilegt að á sama tíma sem ráðherrar
ætlast til mikilla fórna af almenningi séu þeir að auðga
sjálfa sig í krafti úreltra reglna um ráðherrafríðindi.
Það varð töluverður hvellur er Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra varð að viðurkenna það í
haust að hann hefði séð það ráð helst til þess að spara
fyrir ríkið að fá eftirgefin 600 þúsund krónur úr ríkis-
sjóði til þess að kaupa sér Blazer-jeppa. Tómas Árna-
son flokksbróðir hans og fyrrverandi ráðherra hefur
ekki viljað vera eftirbátur forsætisráðherra í sparnaði,
og keypti hann sér því glæsikerru af Mercedes Benz
gerð um sama leyti og Steingrímur keypti Blazerinn.
Tómas fékk Bensann á ráðherrakjörum og svipaða
upphæð og Steingrímur eftirgefna. í stað 1.1 milljón
króna sem vel stæðir borgarar þurfa að greiða fyrir
Mercedes Benz þurfti forstjóri Framkvæmdastofnunar
aðeins að leggja út 500 þúsund krónur. En vegna þeirra
úfa sem risu út af Blazer-kaupum Steingríms hefur
Tómas Árnason talið ráðlegt að geyma Bensann ó-
skráðan inn í bílskúr þar til tæki að fyrnast yfir jeppa-
mál Steingríms. En úr því að upp hefur komist um
strákinn Tómas má gera ráð fyrir að Bensanum verði
hleypt út á götu innan tíðar.
Það er ekki einleikið hvað topparnir í Framsóknar-
flokknum virðast hafa mikla þörf fyrir að sýna sig á
fínum bílum sem fást á ódýran hátt. Eina skýringin sem
fundist hefur á því háttalagi er sú að þeir hafi spillst
vegna þess hvað þeir hafa lengi verið innanbúðarmenn
hjá Sölunefnd varnarliðseigna, þar sem ódýrar glæsi-
kerrur hafa jafnan staðið þeim til kaups eða láns.
Verðbólgan
Þá hefur Vinnuveitendasamband íslands orðið til
þess að fletta ofan af því að stjórnarstefnan hefur ekki
tekið á aðalástæðum dýrtíðarinnar hér á landi. Á fundi
Alþýðubandalagsins sl. þriðjudag á Akureyri vísaði
Svavar Gestsson til nýlegra yfirlýsinga VSI um verð-
bólgu á þessu ári:
„I upplýsingum VSÍ kom fram að verðbólga yrði
170% hér á landi ef lífskjörin verða svipuð og á síðasta
ári, það er í ársbyrjun 1983 og á síðari hluta ársins 1982.
Þá var verðbólgan um 75%, það er á síðustu 12 mánuð-
um fyrri ríkisstjórnar. Það var erfitt að halda verðbólg-
unni enn meira niðri en tryggja um leið atvinnu, en það
tókst. Núverandi ríkisstjórn hefur skorið kaupmátt
launa svo mikið niður að atvinna er í stórfelldri hættu.
Hinsvegar hefur ríkisstjórnin ekki tekið á meginástæð-
um dýrtíðarinnar og þessvegna fer verðbólgan í 170%
ef lífskjörin yrðu svipuð og í fyrra. Þessi vitnisburður
Vinnuveitendasambandsins um mistök ríkisstjórnar-
innar er ákaflega fróðlegur, ekki síst fyrir þá sök hverjir
bera ábyrgð á þessum upplýsingum. Það var að vísu
ekki ætlun VSI að afhjúpa ráðherrana sem loddara.
Tilgangur þess var sá einn að hræða verkafólk frá því að
gera kaupkröfur. Sú tilætlun mistókst. í staðinn hefur
Vinnuveitendasambandið svipt flíkunum af ráðherrun-
um og þeir standa eftir úti á berangri eins og glópar“.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son fékk einu sinni að taka í
höndina á Milton Friedman.
Fyrir þetta varð hann heimsfræg-
ur á meðal ungra frjálshyggju-
sinna á fslandi, þeir stofnuðu
handa honum tímaritið Frelsið og
Ragnar S. Halldórsson forstjóri
hélt honum þrítugsafmæli í
Kassagerð Reykjavíkur. Sjálfur
varð Hannes ekki samur maður
eftir, og þær blaðagreinar fáar
sem hann hefur síðan ritað þar
sem handartaksins góða sér ekki
staði.
En nú má gera því skóna að
nokkurt lát verði á söngnum í
frjálshyggjumönnum heima og
erlendis, eldklerkur þeirra, Frie-
dman, stendur nú andspænis sín-
um Skaftáreldum og óvíst að jafn
vel takist og hjá Jóni
Steingrímssyni forðum.
Nú hafa nefnilega tvær stofn-
anir enskar sýnt fram á með gild-
um rökum að ekki er flugufótur
Ekki fleiri veisluhöld í Kassagerðinni í bráð
Veisluhöldum lýkur í
Kassagerð Reykjavíkur
fyrir teoríum hins gráspengda
prófessors. En kenningar hans
hafa lagt grundvöllinn að þeirri
stjórnmálastefnu sem á íslandi er
„A number of assertions in
Friedman and Schwartz (1982)
concerning the empirical vali-
dity of their money demand
equation have been tested
using their data series for the
United Kingdom and were fo-
und to be without empirical
support“
(Úr niðurstöðum ritgerðarinnar)
kölluð frjálshyggja en útlend
reynsla sýnir að má allt eins kalla
guðspjall atvinnuleysisins.
Auk heldur er sýnt fram á, að
svokallaðar „sannanir" hins
mæta prófessors fyrir teoríum
sínum eru ekki einasta byggðar á
kolröngum og óleyfilegum töl-
fræðilegum aðferðum, heldur er
hann einnig staðinn að því að fara
allnokkuð frjálslega með opin-
berar hagtölur í reiknikúnst
sinni. Slík gagnavinnsla fer raun-
ar undir öðru nafni meðal alvöru-
vísindamanna og skal hér ósagt
látið af tillitssemi við Hannes og
félaga hans í Eimreiðarhópnum,
sem mun vera sérstakt trúboðalið
guðspjallamannsins á íslandi.
Áður en Morgunblaðið af-
greiðir þetta sem enn einn upp-
spunann úr handbendum komm-
únista þá skal þess getið að þær
stofnanir tvær sem hér um ræðir
hafa að bestu manna yfirsýn
hvorki verið utaní né innaná Al-
þýðubandalaginu fram að þessu,
enda eru þetta háskólinn í Ox-
ford og Englandsbanki.
Fyrir meira en tuttugu árum
hóf Friedman málafærslu fyrir
þeirri töfraformúlu, að með því
einungis að minnka peninga-
magn í umferð í þjóðfélaginu
gætu ríkisstjórnir lagt að velli
þann fúla draug verðbólguna og
þar með atvinnuleysið, sem bók-
vitsbrekkur töldu hana draga á
eftir sér eins og Þorgeirsboli húð-
ina forðum.
Sæmilega skynugt fóik af báð-
um vængjum stjórnmálanna
bentfþó á, að með því að minnka
magn peninga í umferð myndu
Ekki óvirðulegri stofnanir en Ox-
fordháskóli og Englandsbanki
hafa nú flett ofan af svindii Fried-
mans
Össur Skarp
héðinsson
skrifar
ríkisstjórnir að sama skapi draga
úr framkvæmdum í landinu, vext-
ir myndu hækka og eftirspurn
eftir neysluvörum minnka. í
stuttu máli, framleiðsla myndi
hrapa, fyrirtæki verða gjaldþrota
og atvinnuleysið að líkindum
stóraukast. Allt gekk þetta eftir
„ The failure by FS to present
test evidence pertinent to their
main assertions leaves these
devoid of credibility“.
(Úr niðurstöðum ritgerðarinnar)
hér í Bretlandi og þarf ekki fleiri
vitna við um frjálshyggjustefnu
Friedmans, sem Eimreiðarhóp-
urinn hefur nú illu heilli prangað
inná Sjálfstæðisflokkinn.
Á síðasta ári birti svo Fried-
man ásamt Önnu Schwartz gífur-
Iegan doðrant sem hafði að
geyma rannsóknir á tengslum
peningamagns, verðbólgu og
„Despite the manifest in-
sufficiency of even „sophisti-
cated falsificationisma met-
hodology nevertheless, rigor-
ous evaluation of empirical
claims seems a necessary first
step towards taking the con
out of economics“.
(Úr niðurstöðum rigerðarinnar)
vaxta í Bandaríkjunum og Bret-
landi síðustu hundrað árin. Eftir
þessari miklu bók höfðu frjáls-
hyggjusinnar beðið í tvo áratugi,
enda átti hún að sýna fram á að
reynslan sannaði teoríuna.
Aðferðir parsins og gagna-
vinnsla sættu strax harkalegri
gagnrýni úr óvæntum áttum og
runnu tvær grímur á forráða-
menn Englandsbanka. Þeir fólu
einum af efnilegustu hagfræðing-
um þjóðarinnar, prófessor David
Hendry frá Nuffield College við
Oxfordháskóla að endurreikna
þær tölur Friedmans sem Bret-
land varða með nútíma aðferðum
en nota þó nákvæmlega sömu
frumgögn og hann.
Frá því er skemmst að segja að
prófessor Hendry rekur lið fyrir
lið hverja einustu af helstu niður-
stöðum Friedmans og sýnir jafn-
framt fram á að aðferðafræði Nó-
belshafans er ekki uppá marga
fiska. Eða svo vitnað sé til fremur
þurrlegra niðurlagsorða Hend-
rys: „Friedman og Schwartz tekst
ekki að færa viðeigandi sönnur
fyrir helstu staðhæfingum sínum
sem þar með teljast sviptar sann-
gildi“.
Nú er að sálfsögðu ekki ljóst
hvort Sjálfstæðisflokkurinn mun
í nokkru láta Eimreiðarhópinn
gjalda þess að hafa svo svívirði-
lega prettað inná sig röngu fagn-
aðarerindi. En hitt má telja víst,
að Ragnari S. Halldórssyni for-
stjóra mun veitast erfitt að fá
Verslunarráð fslands til að kosta
afmæli Hannesar H. Gissurar-
sonar á næstunni og þess er því að
vænta að veisluhöldum í Kassa-
gerð Reykjavíkur sé lokið í bili.