Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 7
Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Eitt af hraðast vaxandi menningar- fyrirbærum borgarinnar í dag ertví- mælalaust Stúdentaleikhúsið. Fyrir rétt rúmu ári var það nánast óþekkt fyrirbæri, einskonar hugarfóstur nokkurra háskólanema sem voru óánægðir með tilbreytingarleysið sem hefðbundnu ieikhúsin buðu uppá. Þegarþetta fólkfóraðtakatil hendinni og vinna úr hugmyndum sínum kom í Ijós að ekki voru það aðeins örfáir sérvitringar úr Há- skóla íslands sem vildu tilbreytingu í leikhúslíf ið því aðsókn að sýning- um þeirra fórfram úröllum vonum. 1 Núna, aðeins um ári frá stofnun þess hefur leiklistargagnrýnandi HP, í yfirliti sínu yfir Leikárið ’83gef- ið því umsögnina „Stúdenta- leikhúsið bar af “. Vart er hægt að vænta meiri viðurkenningar. Nýlega frumsýndi Stúdentaleikhúsið undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur, „Svívirtir áhorfendur" eftir austurríska leikritaskáldið Peter Handke. Afar sér- kennilegt og skemmtilegt verk og lýsandi fyrir dirfsku þeirra sem að þessu leikhúsi standa. Forvitni á þessu fyrirbæri rak okk- ur, eitt napurt vetrarkvöld, niður í Tjarnar- bæ, þ.e. gamlaTjarnarbíó, þarsem við hitt- um þá Arnór Benónýsson og Helga Björns- son og spurðum hvað væri á döfinni þarna næst: Við erum að koma af æfingu á „Jakob og Meistarinn“ eftir Milan Kundera sem er næsta verk Stúdentaleikhússins hér í Tjarn- arbæ og er undir stjórn Sigurðar Pálssonar. - Hver er Milan Kundera? - Kundera er fæddur árið 1929 í Tékkó- slóvakíu, hrökklaðist frá námi árið 1948 við byltingu kommúnista. Eftir það stundaði hann ýmsa vinnu, síðast kennari við kvik- myndaháskólann í Prag. Hann var rekinn þaðan 1968 þegar Rússarnir gerðu innrás og árið 1975 flutti hann til Parísar og hefur verið þar síðan. Hann hefur verið franskur ríkisborgari síðan 1981. Síðustu árin hefur hann orðið einn merkasti rithöfundur í Evr- ópu, skrifar aðallega skáldsögur og hafa þær verið þýddar á um 20 tungumál. Hann gaf fyrstu verk sín út í Tékkóslóvakíu árin 1967 og 1968, en eftir það hafa bækur hans komið fyrst út í frönskum þýðingum. Skáld- sögur hans eru, svona eins og Jakob og Meistarinn, léttar kímnisögur. - Hvað getið þið sagt mér um þetta verk, Jakob og Meistarann? - Kundera skrifaði það strax eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu árið 1968. Handrit- inu var komið úr landi 1971 af sama manni og setti það fyrst upp í París árið 1981, Georges Werler. Fyrsta uppsetningin á því var þó í Zagreb í Júgóslavíu u.þ.b. ári áður. Síðan hefur það verið flutt víða um lönd, síðast í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi í fyrra haust. - Þið sögðuð að Kundera skrifaði kímni- sögur, er þetta einhverskonar farsi? - Nei. Kundera notar verk Diderots „Jakob örlagatrúar" sem skrifað var á árun- um 1770-1780 og hefur sjálfur kallað þetta tilbrigði við Diderot. Þetta eru þrjár litlar ástarsögur, sem vefjast hver inn í aðra og snúast í kringum spurninguna um frelsi mannsins, hvað er fyrirfram ákveðið í lífi manns og hverju hann ræður sjálfur. Þetta þema er sótt til Diderots úr„Jakobörlaga- trúar“ en Kundera bætir við. Hann býr til líkingu um örlagatrúna og færir yfir á leikhúsið þar sem persónurnar eru fyrir- fram ákveðnar, leikritahöfundurinn ákveð- ur gerðir þeirra. Þessar persónur eiga í al- veg sérstökum erfiðleikum, því Diderot var búinn að skapa þær fyrst og þær eiga sér því tvo skapara og eru ekkert yfir sig glaðar af því að þurfa að lúta fleiri en einum meistara. Atburðirnir í verkinu gerast á 18. öld, en um er að ræða 18. öldina eins og við sjáum hana á okkar dögum. Vegna þessara tveggja meistara lenda persónurnar í fyndnum „sitúasjónum" oft á tíðum og samræður þeirra og úrlausnir verða þræl-skoplegar, svona meiriháttar, eða „more hats“ eins og Sigurður, leikstjórinn okkar vill kalla það. - Hver eru svo ykkar hlutverk í þessu verki? - Það er að styrkja fæðuöflun andlega hungraðs heims. Nei, svona að öllu gamni slepptu, þá erum við Jakob og Meistarinn. - Hvor er hvor? - Helgi: Ég er Jakob og Arnór er Meistarinn. Við erum að fást við þessar tvær persónur sem Kundera hefur skapað upp úr sköpun Diderots. Þetta er eiginlega að verða þreföld sköpun. Við köstum okk- ar eigin ham og tökum á okkur ham tveggja meistara manna, gefum þessum persónum líkama og sál. Nei, í alvöru, þetta er auðvit- að spursmálið hvað leikari er yfirleitt að gera í leikhúsi. Rœtt við Meistarann og Jakob hjá Stúdentaleikhúsinu „Miðjarðarför“, eftir Sigurð Pálsson, birt- ust allskyns verur. Þar var m.a. ein í þjóns- líki sem hafði þessi expressionisku element sem Jakob hefur. Nú, eitt sinn lék ég ref hjá Litla leikklúbbnum á ísafirði, sem hafði í sér ýmsa tilburði ýkjunnar, þ.e.a.s. refur- inn. - Arnór: Nei, ég hef ekki fengist við neitt hlutverk líkt þessu, enda kannski ekki mörg hlutverk í leikbókmenntunum lík Meistar- anum. Ég var að leika með Leikfélagi Ak- ureyrar s.l. vetur og var þar í Atómstöðinni t.d. - Nú er Stúdentaleikhúsið áhugamanna- leikhús, er algengt að atvinnufólk í leiklist starfi þar? - Þar virðist vera útbreiddur misskilning- ur að þetta leikhús sé aðeins fyrir Há- skólann, sé einhverskonar skóla-leikfélag. Hjá okkur hefur komið við sögu fólk sem hefur starfað og er enn starfandi við önnur leikhús í bænum, bæði leikarar og leik- stjórar. Þetta er því einskonar blandað leikhús fólks sem hefur áhuga á tilraunum sem rammi hins hefðbundna leikhúss leyfir ekki. Stúdentaleikhúsið er opið öllum sem hafa áhuga á að starfa við leikhús, lærðum sem ólærðum og það á ekki bara við í leikhúsfræðum eða háskólafræðum. - Eru ekki háskólastúdentar ykkar aðal- áhorfendur? - Nei - við vildum gjarnan sjá meira af þeim, þótt við stefnum ekki að því að ein- skorðaokkurvið Háskólann. Fjölbreytniní starfseminni er svo mikil að flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Þetta er ekki leikhús neinnar mennta- mannaklíku. Raunar sækir allskonar fólk á öllum aldri sýningar okkar. - Þið sýnið bæði í Félagsstofnun stúdenta og í Tjarnarbæ. Hafið þið mannskap í þetta? - Já, vegna þess að þetta er opið leikhús geta allir, sem hafa áhuga á að starfa komið til okkar. Við erum nánast eini vettvangur- inn í Reykjavík fyrir það fólk. Margir af félögunum hafa starfað með áhugaleikhús- um úti á landi og í skólum og hafa mikinn áhuga og einmitt í þessu fólki felst aðalkost- ur Stúdentaleikhússins, krafturinn og gleð- in. Það er í rauninni styrkur okkar því margt fólk kemur hér inn með mikla og víðtæka reynslu, auk áhugans. - En svo við snúum okkur aftur að ykk- ur, er þetta ykkar aðalstarf, eða eruð þið að fást við eitthvað annað? - Helgi: Ég hef tekið þátt í sýningu ís- lensku óperunnar á „La Traviata" sem var frumsýnd í haust. Um þetta leyti tek ég þátt í „Tilbrigði við önd“ hjá Alþýðuleikhúsinu og síðan er ég starfandi í Rokkhljóm- sveitinni Grafík, er þar söngvari. - Arnór: Eins og stendur er ég nætur- vörður í Sundlaug Breiðholts, þannig að núverandi starfsheiti mitt er í rauninni næt- urvörður en ekki leikari. í haust hef ég verið að leikstýra hjá Stúdentaleikhúsinu og hef hugsað mér að starfa þar eitthvað áfram. - Hvenær á svo að frumsýna Jakob og Meistarann? - Fimmtudaginn 26. janúar. Með það kveðjum við þá félaga og óskum þeim góðs gengis. Súsanna Svavarsdóttir Helgi Björnsson og Arnór Benónýsson í hlutverkum sínum í Jakobi og Meistaranum. Ljósm.: eik. Manstu eftir háaloftinu? - En hver er Jakob og hver er þessi meistari? - Jakob - ja, það stendur skrifað hið efra. Eða eins og hann segir er hugsanlegt að hann sé ekki til. Kannski er hann einhver annar. Annars vinnur Jakob fyrir sér sem skemmtikraftur og er að vinna sér fyrir lífs- viðurværi í ellinni með því að þóknast meistara sínum sem gleðigjafi og félagi. Meistarinn er svona yfirstéttarhryggðar- mynd, húsbóndi og herra Jakobs. Hann er maður, sem á sér fortíð sem hann vill gleyma. Það er eiginlega stærsti munurinn á þeim tveimur, því Jakob er að reyna að skapa sér framtíð. Sálarlíf Meistarans er flókið og ekki ástæða til að lýsa því með orðum. Það skapast á sviðinu í augnablik- inu. Þegar lífsleiðinn grípur hann, hefur hann Jakob til að skemmta sér. Jakob er því einskonar vasadiskó þessa tíma og mesta ánægja Meistarans er fólgin í því að láta Jakob segja sér kvennafarssögur. - Hafið þið fengist við eitthvað svipað þessu áður? - Helgi: Já. Ég útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands s.l.vor og í lokastykki okkar, Stúdentaleikhúsið. Til vinstri á myndinni má sjá leikstjórann Sigurð Pálsson. Ljósm.: eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.