Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984
HFA
Félagsmálaskóli alþýðu
1. önn 12. - 25. febrúar.
1. önn verður haldin í Félagsmálaskóla
alþýðu dagana 12.-25. febrúar nk. í Ölf-
usborgum.
í aðalatriðum verður starfið með hefðbundnum hætti,
en viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfarandi:
Félags- og fundarstörf, ræðumennska, framsögn,
skipulag og starfshættir ASÍ, saga verkalýðshreyfing-
arinnar, vinnuréttur, stefnuyfirlýsing ASI, kjararann-
sóknir og vísitölur, undirstöðuatriði í félagsfræði og
hópefli (leiðbeining í hópvinnu).
Námsstarfið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu, og al-
mennum umræðum. Flesta daga er unnið frá kl. 09.00
- 19.00 með hléum. Nokkur kvöld á meðan skólinn
starfar verða menningardagskrár, listkynningar, upp-
lestur og skemmtanir.
Einungis félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eiga rétt á
skólavist í Félagsmálaskólanum. Hámarksfjöldi á
önninni er 25.
Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA
fyrir 8. febrúar nk.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grens-
ásvegi 16, sími 84233.
Menningar-
og fræðslusamband alþýöu
Húsnæödsstofnun rikdsins
Tæknddedld Laugavegi 77 R Simi28500
Útboó
Hvolsvöllur
Framkvæmdanefnd um byggingu dvalarheimilis fyrir
aldraða, Hvolsvelli, óskar eftir tilboðum í að fullgera
fjölbýlishús að innan.
í húsinu verða 6 hjónaíbúðir, 8 einstaklingsíbúðir auk
sameiginlegs rýmis.
Húsinu skal skila fullfrágengnu að innan, 1. desember
1984.
Afhending útboðsgagna er áskrifstofum Hvolshrepps
og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá mið-
vikudeginum 25. janúar 1984, gegn kr. 5000.00 skila-
tryggingu.
Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðju-
daginn 14. febrúar 1984 kl. 14.00 og verða þau opnuð
að viöstöddum bjóðendum.
f.h. framkvæmdanefndar,
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
Hjúkrunarfræðingur
Óskum að ráða nú þegar hjúkrunarfræðing til
starfa við Heilsugæslustöðina í Grundarfirði.
Gott húsnæði og barnagæsla til reiðu.
Allar nánari upplýsingar veita Hildur Sæ-
mundsdóttir Grundarfirði í síma 93-8711 og
ingibjörg Magnúsdóttir deildarstjóri í heil-.
brigðisráðuneyti í síma 28455.
Heilsugæslustöðin Grundarfirði.
Fagleg ráðstefna verður haldin 17. og 18.
febrúar nk. í Veitingahúsinu Tess, Trönu-
hrauni 8, Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Nefndin
Nýr flokkur 18
Stefanía
Guðnadóttir.
Jakobína
Sigurðardóttir.
Kristján
Sigurðsson.
Guðmundur
Sigurðsson.
Fríða A.
Sigurðardóttir.
Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir.
Halldór
Kristjánsson.
Guðni
Kolbeinsson.
Hælavíkurætt
Þá er hér kominn lokakafli í niöj-
atali Guðna Kjartanssonar (1858-
1931) og Hjálmfríðar ísleifsdóttur
(1860-1935) í Hælavík á Horn-
ströndum. Að þessu sinni er sagt
frá afkomendum Stefaníu í Hæla-
vík. Barna innan við tvítugt er ekki
getið.
le. Stefanía Guðnadóttir (1879-
1973), átti Sigurð Sigurðsson
bónda í Hælavík, síðar símstöðvar-
stjóra á Hesteyri og loks í Keflavík.
Þau áttu 13 böm.
2a. Jakobína Sigurðardóttir (f.
1918) rithöfundur í Garði í Mý-
vatnssveit, gift Þorgrími Starra
Björgvinssyni bónda þar. Börn
þeirra:
3a. Stefanía Þorgrímsdóttir (f.
1950) rithöfundur í Garði í Mý-
vatnssveit, gift Hauki Hreggviðs-
syni vélvirkja.
3b. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
(f. 1952) hjúkrunarfræðingur í
Kópavogi, gift Guðlaugi Jóni
Bjarnasyni sjómanni og mynd-
listarmanni.
3c. Sigríður Kristín Þorgríms-
dóttir (f. 1956) tækniteiknari í
Rvík.
3d. Kári Þorgrímsson (f. 1959)
bóndi í Garði, kv. Jóhönnu Jóns-
dóttur.
2b. Sigurborg Sigurðardóttir (f.
1919) , gift Jóhanni Björgvinssyni
bónda í Grænuhlíð við Reyðar-
fjörð. Barnlaus.
2c. Ásdís Sigurðardóttir (f.
1920) í Rvík, gift Ragnari Jónssyni
bílstjóra (þau voru áður búandi í
Hólabrekku í Laugardal). Börn
hennar:
3a. Guðni Kolbeinsson (f. 1946)
ísienskufræðingur og rithöfundur í
Rvík, kv. Lilju Bergsteinsdóttur.
3b. Ingveldur Ragnarsdóttir (f.
1953) bankamaður í Rvík, gift
Guðmundi Theodórssyni hagfræð-
ingi hjá Iðntæknistofnun.
3c. Hilmar Árni Ragnarsson (f.
1955) vélvirki, starfandi hjá prent-
smiðju R.víkurborgar, kv. Guð-
rúnu Jörgensdóttur.
3d. Stefanía Kolbrún Ragnars-
dóttir (f. 1959) háskólanemi.
3e. Sigurður Ragnarsson (f.
1962) nemi í tölvunarfræði, starf-
andi hjá Seðlabankanum.
2d. Sigríður Sigurðardóttir (f.
Í922) verslunarmaður í Keflavík,
gift Björgvin Árnasyni skrifstofu-
manni. Börn þeirra:
3a. Sigurður Björgvinsson (f.
1950) kennari í Hafnarfirði, kv.
Þórdísi Guðjónsdóttur hjúkrunar-
fræðingi.
3b. Svala Björgvinsdóttir (f.
1952) félagsráðgjafi í Keflavík, gift
Baldri Kristjánssyni sálfræðingi.
3c. Árni Björgvinsson (f. 1953)
bankamaður í Keflavík, kv. Friö-
björgu Helgadóttur.
3d. Sveinn V. Björgvinsson (f.
3. hluti
1958) húsasmiður, kv'. Margréti
Reynisdóttur húsgagnasmið.
2e. Sigurður Kristinn Sigurðs-
son (1923-1934).
2f. Kristján Sigurðsson (f. 1924)
yfirlæknir í Keflavík, kv. Valgerði
Halldórsdóttur. Börn þeirra yfir
tvítugt:
3a. Hildur Kristjánsdóttir (f.
1950) ljósmóðir í Rvík, gift Ingi-
birni Hafsteinssyni kaupmanni í
Hamrakjöri.
3b. Halldór Kristjánsson (f.
1952) rafmagnsverkfræðingur í
Rvík, kv. Jenný Ágústsdóttir tann-
lækni.
3c. Sigurður Kristjánsson (f.
1955) læknir, kv. Önnu Daníels-
dóttur hjúkrunarfr.
3d. Hjalti Kristjánsson (f. 1958)
læknanemi, kv. Veru Björk Ein-
arsdóttúr hjúkrunarfr.
29. Ingólfur Sigurðsson (1926-
1971) trésmíðameistari í Rvík, kv.
Svanfríði Símonardóttur starfs-
stúlku á Borgarspítala. Börn
þeirra:
3a. Birgir Ingólfsson (f. 1949)
verkamaður í Rvík.
3b. Hrafnhildur Ingólfsdóttir (f.
1952) snyrtisérfræðingur, gift
Guðmundi Ársælssyni trésmið í
Rvík.
3e. Örn Ingólfsson (f. 1958) sjó-
maður í Rvík, kv. Oddnýju Jóns-
dóttur.
2h. Baldvin Sigurðsson (f. 1928)
verkamaður í Rvík, kv. Halldóru
Guðmundsdóttur. Börn þeirra:
3a. Anna María Baldvinsdóttir
(f. 1952), gift Hrafni Karlssyni bif-
vélavirkja í Rvík.
3b. Garðar Baldvinsson (f. 1954)
bankamaður í Rvík.
3c. Baldvin Baldvinsson (f. 1956)
sjómaður á Reyðarfirði.
3d. Hafþór Baidvinsson (f. 1957)
verkamaður í Rvík.
3e. Sigurður Baldvinsson (f.
1958) verkamaður í Rvík.
3f. Þórir Baldvinsson (1963-
1980).
2i. Guðmundur Sigurðsson
(1929-1979) skipasmiður í Kefla-
vík. Ókv.
2j. Guðrún Sigurðardóttir (f.
1930), gift Hirti Guðmundssyni
kaupmanni í Kópavogi. Börn:
3a. Kjartan Baldursson (f. 1951)
starfsmaður Námsgagnastofnunar.
3b. Lilja Hjartardóttir (f. 1953)
starfsmaður leikskólá á Hvamms-
tanga, gift Magnúsi Aðalsteinssyni
bílstjóra.
3c. Sigrún Hjartardóttir (f.
1954) kennari á Ólafsfirði.
3d. Guðmundur Hjartarson (f.
1955) skipasmíðameistari á Akra-
nesi.
3e. Stefanía Hjartardóttir (f.
1956) hjúkrunarfræðingur á Akra-
nesi.
3f. Gunnhildur Hjartardóttir (f.
1957) starfsmaður Gefjunar á Ak-
ureyri, átti Júlíus Kristjánsson, þau
skilin. Býr með Gunnari Friðjóns-
syni starfsmanni Gefjunar.
3g. Ingibjörg Hjartardóttir (f.
1962) verslunarm.
3h. Skarphéðinn Hjartarson (f.
1963) nemi.
2k. Guðni Kjartans Sigurðsson
(1931-1935). ^
21. Fríða Á. Sigurðardóttir (f.
1940) cand.mag., rithöfundur í
Rvík, gift Gunnari Ásgeirssyni
yfirkennara í Réttarholtsskóla.
Eldri sonur þeirra:
3a. Ásgeir Gunnarsson (f. 1959)
líffræðinemi.
2m. Guðný S. Sigurðardóttir (f.
1945) skrifstofumaður í Rvík, gift
Hallbirni Björnssyni rafvirkja.
-GFr
Orlofsbúðir
Umsjónarmaður
Rekstrarfélag Orlofsbúða, Svignaskarði, vill
ráða umsjónarmann við orlofshús verka-
lýðsfélaga í Svignaskarði, Borgarfirði.
Starfið er fólgið í umsjón með húsunum og
umhverfi þeirra. Móttöku orlofsgesta og að-
stoð við þá eftir atvikum.
Starfstími er frá 1. apríf til 1. október ár hvert.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Iðju, sími 12537 og 16438. Skriflegar um-
sóknir sendist á skrifstofu Iðju, félags verk-
smiðjufólks, Skólavörðustíg 16, Reykjavík,
fyrir 5. febrúar 1984.
Orlofsbúðir, Svignaskarði.