Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 13
Hclgiti 2\.-22. \iiniiav 1984 ÞJÓÐVILJJNJV - 13 um. Ásamt nemendunum, sem námið á að gagnast, er hér um að ræða helstu uppsprettur (eða við- mið) námsmarkmiða. Vitaskuld er þess ekki að vænta að einhlítar ályktanir verði dregnar af jafn- almennum viðmiðum, en vandséð er á hinn bóginn hver geta talist rétmætari þegar leitað er að rökum fyrir tilgangi kennslu í einstökum greinum. Hið skipulega átak sem hófst í grannlöndum okkar fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi til að endurbæta námsskrá og námsefni almennings- skóla, spratt ekki hvað síst af því að mönnum þótti augljós nauðsyn á að brúa bil fræðigreina og samsvar- andi kennslugreina. Var víða svo komið að hinar síðarnefndu höfðu staðnað innan skólaveggjanna og orðið viðskila við þá stefnu sem vís- . indi og þjóðfélagsþróunin yfirleitt höfðu tekið. Sú þekking er skól- arnir veittu svaraði ekki sem skyldi þörfum einstaklinga og samfélags- heildar. Því var hafist handa um víðtæka endurskoðun á inntaki og aðferðum kennslunnar. Saga og aðrar félagsgreinar voru hér ekki undanskildar. Hefðir í sögukennslu Sú sögukennsluhefð sem hafði lengi ráðið ferðinni hér á landi er flestum kunnari en svo að um hana þurfi að fjölyrða. Hún mótaðist á fyrstu áratugum aldarinnar á grundvelli fræðslulaganna frá 1907 og kennslubóka Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Fyrstu fræðsluiögin kváðu á um að skólabörn öðluðust nokkra vitneskju um „merkustu menn vora, einkum þá er lifað hafa á síðustu öldum.“ Þetta ákvæði klæddi kennarinn Jónas frá Hriflu holdi með því að segja nemendum sínum sögur um menn og málefni, eins og hann orðaði það sjálfur. Frásagnirnar voru gefnar út 1915- 16 og hafa orðið lífseigustu kennslubækur í íslenskri skólasögu a.m.k. á þessari öld. Hér sem víðast annars staðar helgaðist markmið sögukennslu í skyldunámi upphaflega af hinum þjóðernislega málstað. Eins og þetta markmið var útfært fékk sag- an í reynd eindregið viðhorfsmót- andi hlutverk; hún varð í með- förum skólanna tæki til þjóðlegrar vakningar. Val og túlkun efnisins- sem var að nokkru leyti á mörkum sagnfræði og þjóðsagna - réðust að meira eða minna leyti af þessu hlut- verki (sjá grein Gunnars Karls- sonar: Markmið sögukennslu. 'Saga 1982). Skv. hinni þjóðernis- ilegu túlkun mátti sjá hvernig iblóma- og hnignunarskeið höfðu ( skipst á í aldanna rás eftir því hve íslendingar voru samhentir og óháðir erlendu valdi. Lýsingin á i„niðurlægingarskeiðinu“ (frá 13,- 14. öld) stuðlaði að þeim skilningi að stjórn og afskiptum útlendinga mætti kenna um flestallt sem aflaga hefði farið með þjóðinni; útlenskir hefðu orðið henni einhliða til óþurftar þar sém íslenskir oddvitar þjónuðu aftur á móti undantekn- ingarlítið hagsmunum hennar. Gengi þjóðarinnar bæði í verald- legum og andlegum efnum kom þannig fyrir sjónir sem bein af- leiðing af stöðu hennar gagnvart hinu erlenda valdi og innbyrðis samstöðu andspænis þessu sama valdi. Hjá þessu var lítið gert úr öðrum áhrifavöldum sögulegrar þróunar eins og náttúru- og efna- hagslegum skilyrðum, stéttarhags- munum og samþjóðlegum hug- myndastefnum. Hin einlita þjóð- ernislega túlkun Jónasar frá Hriflu •var sannarlega ekki til þess fallin að vekja skilning á tvíræðni og afstæði sögulegra fyrirbæra. Kennsluhefð íógöngum Eins og Gunnar Karlsson hefur bent á eignaðist íslensk þjóðernis- stefna ekki dæmigert sögukver fyrr en um það bil sem grundvöllur vekjandi sögu var að hrynja hér á landi: „Aðeins tveim til þrem árum síðar lauk sjálfstæðisbaráttunni í raun ' með sambandslögunum 1918.“ Þá þegar hafði „stéttaskipt- ing landsmanna rutt sér til rúms með stofnun Framsóknarflokks og Alþýðuflokks..." (G.K.: Tilv. gr., bls. 191). Eftir að sjálfstæði var fengið að fullu kom „danahatrið“ í sögukverum Jónasar fyrir sjónir sem hver önnur tímaskekkja: í uppeldisumhverfi nemendanna, barna eftirstríðsáranna, var sjálf- stæðisbaráttan gegn Dönum út- kljáð mál; í staðinn voru komin pólitísk úrlausnarefni af nýjum toga varðandi stöðu íslands í reipdrætti „austurs og vesturs". Þrátt fyrir þetta héldu Jónasar- kverin einokunarstöðu sinni í barnaskólum landsins allt fram til 1970, líkt og þau geymdu óhaggan- leg sannindi sem rás tímans fengi ekki hróflað við. unnar" kenndir þar við persónur - í samræmi við Jónasarhefðjna). í undangenginni umræðu hafa margir orðið til þess að mæla fyrir þeirri skoðun að viðhalda beri hefð hinnar „samfelldu sögukennslu". Virðist þá gengið út frá því að kennarar hafi til skamms tíma fjall- að með nemendum um samfellda „atburðarás" fslandssögunnar. Raunar er óljóst hvað átt er við með slíku orðalagi: líklega er hér enn verið að vísa til merkisatburð- anna og merkispersónanna sem svo eru nefnd. Sé rétt til getið, býr hér að baki sá skilningur sem gagnrýndur var að framan, að for- tíðin sé safn slaðreynda, nánast gefinna fyrirfram, og það sé hlut- ar tillit er tekið til allra aðstæðna er engin von til þess að slík kennsla vekti almennan áhuga hjá nemend- um og skilaði þeim merkingarbærri reynslu. Hún mundi að vanda verða ágrips- og yfirborðskennd og þar með óhæf til þess að veita ung- um nemendum innsýn í flókið or- sakasamhengi sögulegra fyrirbæra. Það hefur einmitt verið einkenni hefðbundinnar sögukennslu að at- burðarásin birtist nánast sem röð tilviljana. Hér ristir lýsingin svo grunnt að athafnir persónanna skiljast einatt ekki sem svar við til- teknum sögulegum kringumstæð- um; þegar best lætur öðlast þær einhverja merkingu í vitund nem- andans að því tilskildu hann leggi nánast því sjálfkrafa sama gildis- menningarsamfélagi á tslandi; en hinu er ekki að leyna að okkur greinir mjög á um hvaða leiðir henta best þessu marki. Við slíkar aðstæður er með öllu óraunhæft að gera ráð fyrir því, að eining geti orðið um það sem Arnór Hanni- balsson kallar „höfuðverkefni ís- lenska ríkisins... að skapa sam- stöðu allrar þjóðarinnar í ævarandi baráttu þess fyrir fullveldi og sjálf- stæði.“ Stjórnmálaflokkar leitast eðlilega við að vinna almenning til fylgis Við lausnir sínar á þessu verk- efni; en útilokað er að skólastofn-- anir ríkis, sem byggist á meginregl- um lýðræðis og umburðarlyndis, taki að sér slíkt innrætingarhlut- verk t.d. með því að innprenta nemendum úrræði þeirra flokka sem hafa meirihluta á Alþingi á hverjum tíma. Söguöldin var það tlmabil sem skipti mestu máli á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Eins og einatt vill verða um mannanna verk, mun hafa verið farið nokkuð öðruvísi með þessi sögukver en höfundurinn ætlaðist til. Frá hendi hans geymdu kverin lifandi frásögn sem áttu að „vekja lestrarlöngunina og fróðleiksfýsn- ina, löngun til sjálfstæðrar vinnu og sjálfhjálpar", eins og sagði í for- mála að frumutgáfunni. í reynd munu kverin hafa verið notuð mest til þess að innprenta nemendum ákveðnar staðreyndir og viðhorf. Að þessu stuðluðu ekki síst reglur sem voru snemmasettarumbarna- próf. í endurnýjaðri útgáfu þeirra frá 1937 sagði að nemendur skyldu „vita nokkuð um merkustu menn þjóðar vorrar að fornu og nýju og um höfuðdrætti í sögu þjóðarinn- ar.“ { námsskránni sem sett var 1960 kóm fram viðlíka áhersla á persónubundna yfirlitssögu (skv. námsefnisyfirlitinu voru flestir „merkustu atburðir íslandssög- verk kennara að sjá til þess að nem- endur leggi það á minnið skref fyrir skref. Nú verður ekki dregið f efa að rétt sé og nauðsynlegt að nem- endur tileinki sér tilteknar stað- reyndir í sögunámi; en hitt er víst að einbert staðreyndastagl er ekki til þess fallið að „efla skilning þeirra... á sögu og sérkennum ís- lensks þjóðfélags", svo sem grunnskólalög mæla fyrir um. Slík- ur skilningur er ekki líklegur til að vakna nema nemendur fái-tækifæri til þess að meðhöndla efnið þannig að þeir geti dregið af því rökstudd- ar ályktanir. Því verður ekki betur séð en að sú tilætlun að nemendur læri atburðarás íslandssögunnar í samfellu stangist á við bæði þekkingar- og leiknimarkmið grunnskólalaganna. En það er fleira en lagabókstaf- urinn sem mælir gegn hugmyndinni um „samfellda" sögukennslu. Þeg- mat og höfundurinn á eðli þeirra (þær hafi verið góðar eða slæmar eftir atvikum, t.d. miðað við hagsmuni þjóðarheildarinnar). Sé slíku sameiginlegu gildismati ekki til að dreifa, er afar hætt við að mikill hluti nemenda leiði hjá sér persónurnar og gerðir þeirra, þ.e. sýni ekki lit á að setja sig í spor þeirra. Hvort sem mönnum er það ljúft eða leitt, blasir við að hið sameigin- lega gildismat, sem þjóðernissinn- uð persónusaga 3 la Jónas frá Hriflu hafði að' bakhjarli, er fyrir bí. Við héfur tekið tímabil fjöl- hyggju þar sem ólík lífsviðhorf og hugmyiidafræðileg sjónarmið tog- ast á. Þessu fylgir ágreiningur um túlkun á fyrirbærum fortíðar og um æskileg markmið í framtíð. Þar ineð er ekki sagt að það sé ekki lengur sameiginlegur vilji lands- manna að viðhalda sjálfstæðu - o O o - Af þeim sjónarmiðum sem reifuð eru að framan má álykta eftirfarandi: • Sögukennsla í grunnskóla er nauðsynlegur þáttur í viðleitni skólans til þess að efla þekkingu nemenda á mannlegu samfélagi. Hún er ekki síst mikilvæg með tilliti til þess markmiðs skólans að nemendur verði búnir undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfé- lagi okkar. Kennslunni ber að * haga með tilliti til þess að fortíð og nútíð eru í reynd tengd órjúf- anlega í vitund manna. Á hverj- um tíma er skilningur þeirra á sjálfum sér og samfélaginu háð- ur m.a. viðhorfi til fortíðarinnar og öfugt. í þessari víxlverkan felst kveikja að sögulegum áhuga og forvitni. Þennan sjálfkvæma áhuga ber að rækta í kennslunni og efla eftir því sem nemendur þroskast að samfé- lagsskilningi og reynslu. • Fræðsla um íslenskt þjóðfélag í fortíð og nútíð þarf að haldast í hendur við vaxandi þekkingu nemenda á umheiminum. Sér- kenni þess verða því aðeins ljós’ að nemendum gefist kostur á samanburði við önnur samfélög, nær og fjær. Eins verða sögu- legar breytingar á lífsháttum og menningu á Islandi lítt skiljan- legar nema hliðsjón sé höfð af straumum og stefnum sem gengið hafa yfir menningar- svæði okkar. Tengsl íslands við umheiminn hafa aldrei verið nánari en á okkar dögum eins og sjá má á því að það sem hæst ber í þjóðmálaumræðu líðandi stundar er milduð útgáfa af þeim gífurlega vanda sem allt mannkyn stendur nú andspænis. Brýnt er að skólinn leggi sitt af mörkum til þess að upprennandi kynslóð kynnist þessum vanda, sögulegum rótum hans og dæm- um um ólík viðbrögð við hon- um. • Ef sögukennsla á að gagnast al- mennum markmiðum skóla- starfsins, verður hún að bjóða nemendum upp á áhugaverð og þroskavænleg viðfangsefni. Að- eins með því móti fá þeir hvöt til að auka af sjálfsdáðum við sögu- þekkingu sína. Hvað efnisvalið áhrærir, er þroskaforsendunum vel lýst með þessum orðum Guðmundar Finnbogasonar (í Lýðmenntun, bls. 66): „Sagan verður að leiða fram sannar og skýrar myndir af mannlífinu... hún verður að sýna hugsánir manna og hvatir, daglegt líf þeirra og störf, venjur, híbýli, klæðnað, áhöld, samgöngufæri, stjórnarhætti o.s.frv., því án þess að þekkja þetta er ekki unnt að skilja rás viðburðanna, orsakir þeirra og afleiðingar." Af þessu leiðir aftur að láta verður af því að fara „gandreið um allar aldir...“ í staðinn ber að velja úr sögunni eftirminnileg dæmi sem geta hjálpað nemend- um að finna svör við áleitnum. sammannlegum spurningum, t.d.: Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert ber mig? Loftur Guttormsson er lektor í sagn- fræði við Kennaraháskóla íslands. Fyrri greinar birtust 18: des. og 15. jan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.