Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21.-22. janúar 1984 Frjáls friðarhreyfing er forsenda slökunarstefnu Vigfús Geirdal: Stokkhólmsráðstefnan veldur friðarhreyfingunni vonbrigðum að því leyti að þar eru brýnustu öryggisvandamálin ekki á dagskrá. Sú vinátta, sem sprettur af ást, er meira virði heldur en ástin sjálf. Grécourt. Guðmundur Böðvarsson „Ert þú þjóð mín ekki að villast“ Guðmundur Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli var snillingur í orðsins list og hér birtum við nokkrar stökur úr mansöngvum þeirra rímna sem brenndar voru: Blóðugum klafa lœst, í langa lest í grafarslóð, ríms á hafið hélt til fanga höfuðstafaþjóð. Köld og ber, að kæfðum ekka, kafin frerasnœ, bar hún sér á borð að drekka Bláeygs kerasnœ. Glöð og snotur gamla bagan gull í brotum var. Heim í kotið hetjusagan hljóm úr sloti bar. Myrkrið hneig að stafni og stéttum, stormur geigvœnn hvein, en Hnitbergsveigar hrundu létt um hrifineygan svein. Hvílíkt yndi anda fleygum af þeim lindum veitt: rímið sindrar, rósaveigum rist, og myndum skreytt. - Aldarslagur annar sunginn er, og dagur nýr. - Hvað skal sagan hljómi slungin, hvað skal bragur dýr? Glœpabrœður grafa og slæða gullsins vœðum í. - List og fræði fagurkvæða ferst í æði því. Mútur bjóðast, böðlar tryllast, blása í glóðina. Ert þú þjóð mín ekki að viílast út í móðuna? Grimmur heimur hlær og lokkar heiðar- feiminn-álf. En hver mun geyma arfinn okkar ef við gleymum sjálf? segir Vigfús Geirdal, sem sat fund óháðra friðarhreyfinga í Stokkhólmi um síðustu helgi Viðhorf manna til Stokkhólmsráðstefn- unnar um frið og öryggi í Evrópu mót- uðust af vissum vonbrigðum, fyrst og fremst vegna þess að kjarnorkuvopnin eru þar ekki á dagskrá og að margra áliti tekur ráðstefnan ekki á þeim mál- um sem nauðsynlegt er að ræða, sagði Vigfús Geirdal í viðtali við Þjóðviljann á fimmtudag, en hann sat um síðustu helgi ráðstefnu óháðrafriðarhreyfingaí Evrópu og N-Ameríku í Stokkhólmi. Fundurinn í Stokkhólmi var skipulagður af Alþjóia samskiptamiðstöð friðarhreyf- inganna IPCC (International Peace-Communication and Coordination Centre), sem er óformlegt samband óháðra friðarhreyfinga á Vesturlöndum með aðset- ur í Hollandi. Þær miklu fjöldaaðgerðir sem áttu sér stað í um alla Evrópu í kringum 22. nóvember í haust voru meðal annars sam- ræmdar á fundum IPCC. Friðarhreyfing- arnar eru vanar að hittast á samráðsfundum á nokkurra mánaða fresti og var Stokk- hólmur valinn sem fundarstaður að þessu sinni vegna öryggismálaráðstefnunnar sem þar fer fram. Eg sat þennan fund fyrir Sam- tök herstöðvaandstæðinga. Um hvað snerust umræðurnar á þessum fundi? Annars vegar ræddu menn Stokkhólms- ráðstefnuna og gildi hennar, hins vegar var rætt um framtíðarstefnu og stefnumótun friðarhreyfinganna í V-Evrópu og N- Ameríku. Snérist sú umræða að miklu leyti um samræmingu á stefnu friðarhreyfing- anna í Evrópu og „Freeze-hreyfingarinnar“ í Bandaríkjunum. Hvaða munur er á stefnumótun þessara hreyfinga? Munurinn liggur fyrst og fremst í áherslu- atriðum, og friðarhreyfingarnar í Evrópu hafa tekið undir „frystingartillöguna“, þótt okkur sé tamara að tala um stöðvun en frystingu í þessu sambandi. Hins vegar hafa verkefni friðarhreyfinganna í V-Evrópu til þessa verið mikið til bundin við það að koma í veg fyrir uppsetningu bandarísku eldflauganna í Evrópu. Þá hefur vestur- evrópska friðarhreyfingin lagt áherslu á „unilateral" afvopnun, sem felur í sér kröfu um að vestræn ríki taki einhliða frumkvæði í átt til afvopnunar, þannig að til gagn- kvæmrar afvopnunar komi stig af stigi í öf- ugum mæli við þá stigmögnun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Þessi krafa um „unilateral“-afvopnun hefur verið mistúlk- uð sem krafa um að Vesturveldin legðu niður einhliða öll vopn, en það er einfald- lega mistúlkun á þessu hugtaki. Freeze-hreyfingin hefur hins vegar talað um „bilateral" eða „multilateral" afvopn- un, en í raun er hér aðeins um blæbrigða- mun að ræða. ■ Á fundinum sameinuðust menn um að gera þá kröfu til sérhverrar ríkisstjórnar, að hún tæki „sjálfstæð" skref í átt til afvopnunar og slökunar spennu. Þá kom fram vilji evrópsku hreyfinganna til að taka upp kröfu Bandaríkjamanna um „frystingu" í breyttri mynd, þar sem lögð er áhersla á „frystingu og fækkun“ kjarnorku- vopna, og eigi þessi krafa einnig að ná til Bretlands, Frakklands og Kína. Þá var einnig lögð áhersla á þá kröfu að öll kjarn- orkuvopn á erlendri grund yrðu fjarlægð - bæði í Áustur- og Vestur-Evrópu. Umræð- um um þessa stefnumótun var þó ekki endanlega afgreidd á þessum fundi, en Samtök herstöðvaandstæðinga lögðu áherslu á það í þessari umræðu að kröfurnar um frystingu nái einnig til úthafanna. Hvaða vonir bundu menn við Stokk- hólmsráðstefnuna? Viðhorf manna mótuðust fyrst og fremst af vonbrigðum með að þar skyldi ekki tekið á brýnustu öryggisvandamálum álfunnar, sem eru kjarnorkuvopnin. Hins vegar von- ast menn til að ráðstefnan geti orðið til þess að byggja upp á ný gagnkvæmt traust á milli austurs og vesturs að einhverju marki, og að slökunarstefnan verði endurvakin í enn róttækari mynd en áður, þ.e. að hún taki ekki bara til yfirvalda, heldur verði opnað fyrir gagnkvæm samskipti almennings, og þá einnig á milli óháðra friðarhreyfinga í austri og vestri. Hafa samskipti friðarhreyfinganna á Vesturlöndum við hliðstæð samtök og hópa í A-Evrópu verið torvelduð af þarlendum stjórnvöldum? Já, það kom fram á þessum fundi að stjórnvöld og hinar opinberu friðarhreyf- ingar í A-Evrópu, sem eiga aðild að Heims- friðarráðinu, hafa reynt að leggja stein í götu IPCC. Þeir viðurkenna ekki IPCC sem samband friðarhreyfinga á Vesturlöndum og hafa m.a. komið í veg fyrir að IPCC fengi fulltrúa sem slíkt á ráðstefnu um kjarnorku- vopnalaus svæði sem halda á í Aþenu innan skamms. Þá hafa talsmenn opinberu friðar- hreyfinganna í A-Evrópu ráðist að einstök- um leiðtogum evrópsku friðarhreyfingar- innar eins og Edward P. Thompson og sakað þá fyrir að veraCIA-njósnara. En þrátt fyrir þessi stirðu samskipti útilokar IPCC ekki samskipti við hinar opinberu friðarhreyfingu í A-Evrópu, enda þótt gengið sé til þeirra af mikilli varfærni. Hvað telur þú að ráði þeirri tortryggni sem ríkir í A-Evrópu gagnvart vesturevr- ópsku friðarhreyfingunni? Sovétmenn virðast líta á óháðu friðar- hreyfingarnar sem ákveðna ógnun við ríkj- andi ástand. Það stafar af því að friðar- hreyfingarnar stefna að því að brjóta niður skiptingu álfunnar í tvær blokkir, en það gæti ógnað forræði Sovétmanna í Austur- álfunni. Þannig falla sjónarmið Sovét- manna að því er virðist saman við hug- myndir hernaðarsinna hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum, sem trúa á NATO og blokkakerfið. Hafa óháðir friðarhópar átt erfitt upp- dráttar í A-Evrópu? , Jú, það var einmitt eitt þeirra mála sem komu upp á þessum fundi. Fulltrúi friðar- hreyfingarinnar í Þýskalandi, sem nýlega var vísað úr landi í A-Þýskalandi, mætti á fundinn og lýsti því hvernig tvær austur- þýskar konur voru handteknar í Berlín fyrir að dreifa bréfi sem hafði að geyma boðskap friðarhreyfingarinnar. Gerði fundurinn samþykkt í formi opins bréfs til Erichs Honeckers, þar sem handtaka þeirra Ul- rike Poppe og Bárbel Bohley þann 12. des- ember s.l. er hörmuð, sem og þær ákærur sem á þær voru bornar. Er i bréfinu skorað á forsetann að beita sér fyrir því að þær verði látnar lausar, sem og aðrar sem fang- elsaðir hafa verið fyrir friðarstarf í Weimar, Potsdam, Karl Marx Stadt og Leipzig. Var bréf þetta afhentausturþýskusendinefnd- inni á Stokkhólmsráðstefnunni. Þá var einnig kosin sérstök nefnd á fundinum, sem var falið það verkefni að beita austurþýsk stjórnvöld þrýstingi vegna þessa máls. Hvað er næst á döfinni í alþjóðlegu sam- starfi friðarhreyfinganna? Þann 6.-9. febrúar næstkomandi verður haldin ráðstefna í Aþenu um kjarnorku- vopnalaus svæði og kjarnorkuvopnalausa Evrópu. Þar verður fjallað enn frekar um möguleikana á kjarnorkuvopnalausum Balkanskaga, kjarnorkuvopnalausu belti í Mið-Evrópu og kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd. Þá er hafinn undirbúningur að al- þjóðlegri ráðstefnu um vígvæðingu í N- Atlantshafi sem hugsanlega verður haldin hér í Reykjavík næsta haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.