Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 9
Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Svavar Gestsson alþingismaður: Tryggja þarf um 2500 ný störf á hverju ári Ríkisstjórnin birtist launa- mönnum þessa dagana í formi upp- sagnarbréfa þegar þúsundir og aft- ur þúsundir eru að missa vinnuna um allt land. Stjórnarstefnan veld- ur því ótta og ugg hvarvetna. Þenn- an ótta þarf að yfirvinna með að- gerðum í atvinnumálum og með baráttu í verkalýðshreyfingunni fyrir samstöðu sem dugir til þess að hrinda af sér þrældómsklafa ríkis- stjórnarinnar. Þannig komst Svavar Gestsson að orði á fundi sem Alþýðubanda- lagið efndi til á Akureyri á dögun- um. Svavar lagði áherslu á nauðsyn þess að mynda samstöðu um tafar- laus úrræði í atvinnumálum, það er tillögur sem geta skilað störfum hér og nú. Stóriðjupostularnir vísa fólki á störf sem ef til vill gætu skilað sér eftir mörg ár, en brýnast er nú að tryggja fólki vinnu strax. Það má ekki bíða stundinni lengur. í ræðu sinni á Akureyri minntist formaður Alþýðubandalagsins á eftirfarandi meginatriði í jákvæðri stefnu Alþýðubandalagsins í at- vinnumálum sem komi í stað niðurskurðar- og samdráttarstefnu ríkisstjórnarinnar: „Þegar samdráttur á sér stað í fiskistofnunum er fráleitt að fylgja samdráttarstefnu á öðrum sviðum eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert. Þá er þvert á móti nauðsyn- legt að fylgja alhliða athafnastefnu á öllum sviðum þannig að atvinnan sé tryggð að fullu. í þessum efnum talar Alþýðubandalagið á grund- velli reynslunnar ma. í síðustu rík- isstjórn, en á liðnum árum var Iögð rík áhersla á það að tryggja fulla atvinnu og það tókst á sama tíma og atvinnuleysi herjaði á launa- menn í grannlöndum okkar í vax- andi mæli. Nú þarf enn betur að gæta að en áður ekki síst vegna samdráttar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Nú þarf að skapa trú manna á möguleikana til þess að lifa í landinu á atvinnu- vegum landsmanna sjálfra. Al- þýðubandalagið leggur áherslu á jákvæða stefnu í atvinnumálum. Gera þarf áætlun um að útvega á ári hverju um 2.500 störf - „at- vinnutækifæri". Gera ber ráðstaf- anir til þess við endurskipulagn- ingu stjórnarráðsins að stofnað verði atvinnumálaráðuneyti um leið og ráðuneyti verða sameinuð og þeim fækkað. Til þess að skapa atvinnu hér og nú legg ég áherslu á eftirfarandi meginatriði: 1. Um leið og dregur úr þorsk- veiðum ber að setja sér það markmið að skapa álíka mikil verðmæti úr sjávarafurðum og áður þannig að ekki verði um að ræða minni verðmætasköpun en nú er. Þetta verði gert með því að beina fiskiskipunum að öðr- um fiskistofnum, með því að tryggja betri nýtingu þess afla sem næst að landi og með því að ákveða aflamark með tilliti til atvinnuástandsins í heild. Með markvissum hætti ætti að stefna að því að sem minnst fækkun starfsfólks verði í sjávarútvegin- um. 2. Þegar í stað verði tekin ákvörð- un um að draga úr innflutningi á ýmsum iðnaðarvörum sem unnt er að framleiða hér á landi. Sem dæmi má nefna húsgögn og fleiri slíkar vörutegundir, en einnig má minna á að það er blátt áfram fráleitt við núver- andi aðstæður að flytja inn eitt einasta fiskiskip. Samhliða tak- mörkun innflutnings þarf að gera ráðstafanir til þess að efla lánasjóði iðnaðarins svo þeir geti með beinum aðgerðum ýtt undir þær greinar iðnaðarins sem helst geta tekið við auknum mannafla. 3. Þegar í stað verði hafin könnun á því hvort unnt er að selja mun fleiri iðnaðarvörur í stórum stíl erlendis en þegar er gert. Við höfum góða reynslu af því að framleiða fýrir alþjóðlegan markað og ættum að geta bætt þar enn við frá því sem nú er. 4. Þegar samdráttarástand er og hætta á atvinnuleysi ber að leggja áherslu á að halda áfram framkvæmdum sem stuðla að jöfnun lífskjara í landinu. í þessu sambandi má nefna skóla, sjúkrahús og vegagerð svo nokkuð sé nefnt. Við þessar að- stæður er einnig fráleitt að láta byggingu eins og Þjóðarbók- hlöðu standa óhreyfða eins og Breytum verkalýðs- fé lögunum í lifandi starfsstöð baráttu og bjartsýni sem rekur á dyr svartsýni og ótta semfylgirstefnu ríkis- stjórnarinnar núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið. 5. Ríkisstjórn ætti að setja af stað nefnd sem hafi það hlutverk að skrá og vísa á atvinnu. Gera ber ráðstafanir til þess að efla vinn- umiðlun. Sveitarfélögin verða hvarvetna að vera vel á verði. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um aðgerðir í atvinnumálum sem geta opnað atvinnu strax, en í beinu framhaldi slíkra ráðstafana verður að knýja á um framhaldsað- gerðir sem treysta atvinnustigið til lengri tíma. Ríkisstjórnin hefur brugðist í þessu efni og það sem verra er: Stefna hennar leiðir af sér atvinnuleysi“. „Það má aldrei gerast að hér bresti á allsherjaratvinnuleysi. Það ber að gera allt til að koma í veg fyrir slíkt. Það er ekkert verkefni brýnna um þessar mundir í íslensk- um stjórnmálum. Horfurnar í árs- byrjun 1984 eru svartar. En mögu- leikarnir eru til á öllum sviðum ef þjóðin stendur saman. Það er engra úrræða að leita til annarra en okkar sjálfra; það er enga vinnu að hafa í grannlöndum okkar eins og á síðustu árum viðreisnarstjórnar- innar. Að undanförnu hef ég sótt fundi á fjölmörgum vinnustöðum og hitt að máli hundruð verkamanna og verkakvenna. í viðtölum við þetta fólk kemur greinilega fram að ríkisstjórnin notar atvinnuleysis- vofuna til þess að halda aftur af kaupkröfum þess og á mörgum vinnustöðum, til dæmis á Akur- eyri, ríkir ótti meðal launafólksins vegna þeirrar stefnu sem ríkis- stjórnin fylgir. Forsenda þess að launafólk geti efnt til víðtækrar baráttu eins og nauðsynlegt er hlýtur því að vera sú að skapa skilning og áhuga á tiilögum í atvinnu- og efnahagsmálum, sem fela í sér raunveruleg úrræði. Hér hefur verið bent á nokkur slík at- riði. Auðvitað felst ekki í þeim úr- ræðum nein endanleg lausn. En í þeim felst möguleiki til þess að koma í veg fyrir að fjöldaatvinnu- leysi bresti nokkurn tíma á hér á landi. í atvinnumálum hefur Alþýðu- bandalagið á liðnum áratugum oft haft frumkvæðið og svo er einnig nú. í bæjarstjórnum og víðar eru tillögur okkar á dagskrá. Okkur er yóst að baráttan fyrir fullri atvinnu og bættum kjörum fer saman. Þess vegna viljum við að kröfur um úr- ræði í atvinnumálum verði einnig á dagskrá verkalýðshreyfingarinnar. „Þannig má breyta verkalýðsfé- lögunum í lifandi starfsstöð baráttu og bjartsýni og reka á dyr sam- dráttarstefnu svartsýni og kreppu sem nú grúfir sig yfir þjóðfélaginu öllu eftir að ríkisstjórnin komst til valda sl. vor. Kreppan er ekki óviðráðanlegt náttúruundur - það er á okkar færi að ráða niðurlögum hennar þannig að hún bitni ekki á þeim sem búa við lakasta aðstöðu í þjóðfélaginu.“ Gegn framvísun þessa miða færð þú 12* % kynningar- afslátt á plötum í nýnri og endurreistri STUÐ-búð. Laugavegi 20 Sími27670 Alþýðubandalagið ræðir stefnuna í sjávarútvegi. Svavar Gestsson Jóhann Antonsson Kristján Asgeirsson Engilbert Guðmundsson Ráðstefna um sjávarútvegsmál Haldin dagana 21. og 22. janúar að Hverfisgötu 105 í Reykjavík Alþýðubandalagið gengst fyrir ráðstefnu nú um helgina, 21. og 22. janúar um sjávarútvegsmál. Ráð- stefnan verður haldin að Hverfisgötu 105 Reykjavík og hefst I ;l. 13 á laugardag og kl. 10 árdegis á sunnu- Laugardagur 21. Janúar Kl. 13.00 Setning: Svavar Gestsson, form. Alþýðubandalagsins. Kl. 13.15 Erindi : 1. Eignarhald og skipulag í sjávarútvegi: Jóhann Antonsson, Dalvík. 2. Rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins og framtíðarhorfur: Kristján Ásgeirsson, Húsavík. 3. Stjórnun fiskveiða: Engilbert Guðmundsson, Akranesi. 4. Kjör verkafolks í sjavarutvegi: Þorbjörg Samúelsdóttir, Hafnarfirði, og Hreggviður Davíðsson, Selfossi. Kl. 15.00 Kaffihlé Kl. 15.30 Fjárfesting og arðsemi í sjávarútvegi: Björn Arnórsson, hagfræðingur. Staða sjávarútvegsins í þjóðarbúinu og horfur á árinu 1984: Lúðvík Jósepsson dag. Hún er haldin í samræmi við ákvörðun Lands- fundar Alþýðubandalagsins með hliðsjón af mikil- vægi sjávarútvegsins og þeim erfiðu aðstæðum sem hafa skapast í atvinnugreininni að undanförnu. Kl. 16.45 Avarp: Jóhann J. E. Kúld Kl. 17.15 Umræður og fyrispurnir Kl. 19.00 Ráðstefnu frestað. 3) fí' Sunnudagur 22. janúar Kl. 10.00 Hópumræður Kl. 12.00 Hádegisverðarhlé Kl. 14.00 Almennar umræður og niðurstöður '5' Kl. 18.00 Ráðstefnuslit. ^ I RÁÐSTEFNUSTJÓRAR: ^ Brynjólfur Oddson, Dalvík Skúli Alexandersson, Hellissandi Þátttakendur ráðstefnunnar skrái sig í dag á skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105 - sími 17500. Þorbjörg Samúelsdóttir Björn Arnórsson Lúðvík Jósepsson Jóhann J.E. Kúld Brynjólfur Oddsson Skúli Alexandersson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.