Þjóðviljinn - 21.01.1984, Blaðsíða 11
Helgin 21.-22. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Það eru einkum tvö atriði í ára-
mótaávarpi forsætisráðherra, sem
hafa leitt huga minn að því hversu
mikill hugsjóna- og mannkærleiks-
maður hann er. Að vísu læðist sá
grunur að mér, að Steingrímur hafi
ekki samið ávarpið, heldur skotið
inn fáeinum atriðum frá eigin
brjósti. Enda var það í hefðbundn-
um stíl, þar sem talað var um: nóg
landrými, auðlindir lands og sjávar
og bla, bla, bla. En það er ljóðelsk-
ur maður, sem vitnar í Einar Ben.
og Grím Thomsen.
Steingrímur Hermannsson er
mikill sportmaður, sem tengist
hugsjónum hans. Atriðin tvö, sem
ég hef verið að velta fyrir mér og tel
ver innsk. ráðherrans, fjalla ein-
mitt um sport og lækkun hæstu
launa. Stefán Jónsson, fyrrv. alþm.
og rithöfundur kemur þar við sögu
með einum eða öðrum hætti.
í bók Stefáns, Roðskinnu
(1969), segir á bls. 22.: „Ég fiskaði í
sumar með tveimur ungum verk-
fræðingum, Steingrími Hermanns-
syni og Vilhjálmi Lúðvíkssyni...
Steingrímur kastar flugu inni með
fyrirhafnarlausri og alþýðlegri, ef
ekki beinlínis kæruleysislegri ná-
kvæmni, einsog hann vilji þar með
segja: Hér er fluga, gerið þið svo
vel...“
Ég bið lesendur að athuga þessa
mannlýsingu: „kæruleysislegri ná-
kvæmni“. Hún kemur m.a. heim
við annað sport Steingríms, rall-
akstur.
f grein, sem Kristján Bersi Ól-
afsson skólameistari reit í DV, 27.
okt. sl., er þessi vísupartur.:
Enginn breytir sjálfum sér
svo að heitið geti.
Kristján Bersi segir frá því, er
hann vann á snærum Steingríms
Hermannssonar fyrir aldarfjórð-
ungi við rafmagnslínulögn frá
Reykjavík uppí Hvalfjörð og
Steingrímur hafi verkfræðilegt eft-
irlit með. Þekktu þeir hann í mikilli
fjarlægð á aksturslaginu, rykmekk-
inum og hraðanum, þar sem eftir-
litsmenn geystust utan vegar á
amrískri drossíu.
Ég fæ ekki betur séð en þetta lýsi
framsýni hugsjóna- og mannkær-
leiksmannsins, Steingríms Her-
mannssonar, að hafa stundað rall-
akstur fyrir aldarfjórðungi. Víkur
þá sögunni að fjallasporti.
í áramótaávarpi sagði forsætis-
ráðherra frá því er hann dvaldi
daglangt á fjöllum og „vandamálin
hurfu og svörin urðu augljós".
Þetta er mjög athyglisvert og sann-
ar, að sagan endurtekur sig og ætti
forsætisráðherra alltaf að vera á
fjöllum, enda kemur hann oftast af
þeim ef spurt er.
í kjördæmi forsætisráðherra er
fjörður sá, sem kenndur er við
Steingrím nokkurn, ogíLand-
námabók segir: „Steingrímur nam
Steingrímsfjörð allan og bjó í
Tröllatungu." í þjóðsagnaskáld-
skap síðari alda er frá því sagt, að
landnámsmaðurinn hafi átt sér
viðurnefnið „Trölli“ og bústaður
hans heitin eftir því. Þessi tilbún-
ingur er eflaust tilraun til skýringar
á nafni jarðarinnar. Munnmæli
skráð um miðja 19. öld, segja haug
landnámsmannsins vera á Staðar-
fjalli og á hann að hafa mælt svo
fyrir, að sig skyldi heygja þar, því
Steingrímur: „Iinginn breytir sjálfum sér/svo að heitið geti“
Sportmaðurinn
Steingrímur
Hermannsson
(eða „Tröllanagli“)
að þau skip kvað hann eigi farast
mundu er hann fengi augum litið
frá haugi sínum.
Það skiptir raunar ekki máli þótt
Steingrímshaugur sé einungis
klettaholt, en hitt skiptir máli, að
frá hauginum sér aðeins á innri
hluta fjarðarins. Er það í samræmi
við stefnu nafna landnámsmanns-
ins Hermannssonar, að sjá einung-
is sumt en loka augunum fyrir öðru
í þjóðfélaginu. Það er hugsjón! Ég
vænti þess, að lesendur séu mér
sammála, að forsætisráðherrann
eigi alltaf að vera á fjöllum uppi og
gæti verkfræðileg kunnátta hans
komið í góðar þarfir við gerð
Steingrímshaugs hins nýja.
Einsog alþjóð veit, þá er sími í
hinum „ódýra og sparneytna"
Bleiserjeppa. Því er engum vand-
kvæðum bundið, að ráðherrann
geti ávallt verið í sambandi við
hjörð sína í borginni, þar sem
menn dunda sér við að hræra í
pennasettum eða horfa fráneygir
yfir ögurhólma móðurmálsins.
Þess konar rísl þykir afar mikil-
vægt, en afkoma láglaunafólksins
Hjalti
Jóhannsson
skrifar
er aukaatriði, því er keppst við
skattlagningu eins og t.a.m. á sjúk-
linga. I öllu þessu felst mannicær-
leikur landsfeðranna, sem ríkastur
er þó hjá Steingrími forsætisráð-
herra, enda „hurfu vandamálin og
svörin urðu augljós" uppi á fjöll-
um.
Það er rétt að rifja upp, að lægstu
laun eru 10.961.00 á mánuði. Þús-
undir manna hafa þó aðeins 8 þús.
kr. á mánuði. Þetta eru auðvitað
alltof lágar tölur til þess að há-
tekjumenn skilji raunir þessa fólks
og máski ekki rétt að ætlast til þess.
En í ávarpinu „góða“ minntist for-
sætisráðherra á breiðu bökin og
lækkun hæstu launa. Þetta innskot
ráðherrans er eitt dæmi um
mannkærleik hans, enda fann hann
upp svigrúmið. Er Stefán Jónsson
þá aftur á dagskrá.
Á Alþingi mælti hann fyrir frum-
varpi þess efnis, að hæstu laun
skyldu aldrei vera hærri en tvöföld
laun verkamanns á Dagsbrúnar-
taxta. Frumvarpið dagaði auðvitað
uppi, enda lítt í anda auðvaldsins.
Nú virðist hafa orðið hugarfars-
breyting á þeim bæ og a.m.k. for-
sætisráðherra tilleiðanlegur að
rýna í þetta gamla frumvarp. Ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu, að
hækka lægstu laun í 25 þús. á mán-
uði og ráðherra þá ánægður með 50
þús. á mánuði. Þetta virðist vera
sanngjarnt, þegar þess er gætt, að
krísa er í þjóðfélaginu og fyrr-
greind ummæli forsætisráðherrans
lýsa einstakri velvild í garð þeirra,-
sem minna mega sín.
Stjórnarblöðin skýra okkur frá
að nú sé verðbólgan einungis 9%
enværi 2.5% ef skollans brenni-
vínið hefði ekki hækkað! Það má
nú eiginlega líkja þessu við stjörnu-
hrap. Hinsvegar er hækkun vöru-
verðs og þjónustu um 60-100% lík-
ust flugeldasýningu, sem er þó í
þágu láglaunafólksins af hugsjóna-
ástæðum! Það getur hver maður
séð. Nema hvað!
Mig rámar í það, að forsætisráð-
herra hafi einhverntíma tæpt á því í
viðtali, að trésmíðar væru eitt af
áhugamálum hans. Þær geta hæg-
lega fallið undir sport og eigi mun
smíðatólin skorta. En hvað gerir
maður, sem hefur tekið sér hamar í
hönd? Hann neglir! Svo sannarlega
hefur forsætisráðherra verið iðinn
við neglingarnar af sportlegum
hugsjónaástæðum. I. Hann hefur
neglt verðbólguna. II. Hann hefur
neglt kaupið. III. Hann hefur neglt
fólkið með atvinnuleysi auk dýrtíð-
ar. Er þetta ekki stórkostlegur ár-
angur? Tvíllaust. En þá kemur
Stefán Jónsson enn einu sinn í hug-
ann.
{ fyrstu bók Stefáns, Krossfisk-
um og hrúðurkörlum (1961), segir
frá manni er Steingrímur hét Tóm-
asson og var þýskur í aðra ættina.
Faðir hans hét Thomas Nagel oj
Steingrímur því kallaður nagli.
fjórðu málsgrein kaflans um
Steingrím nagla segir:
„Steingrímur heitinn bjó þá í
Norðurmýrinni og við urðum sam-
ferða í strætó á hverjum degi. Við
ræddum pólitík á biðstöðinni.
Hann var mjög neikvæður maður í
pólitík og vildi ekki heyra minnst á
sannleikann í neinu máli“.
Þetta stemmir allt við hugmyndir
mínar varðandi ríkisstjórnina.
Öðru máli gegnir um sport-
hugsjóna- og mannkærleiksmann-
inn, Steingrím Hermannsson. Það
er bara verst, að hann meinar ekki
það sem hann segir. Þess vegna á
hann ýmislegt sameiginlegt með
nöfnum sínum „Trölla" og „nagla
og fyndist mér vel til fundið, að hér
eftir bæri hann auknefnið „Trölla-
nagli“.
Þar sem í áramótaávarpinu var
vitnað í stórskáldin, lýk ég
pistlinum í þeim anda, Steingrími
Hermannssyni til hugarhægðar í
byrgi sínu á fjöllunum, Steingríms-
haug hinum nýna. Og Bólu
Hjálmar kvað svo:
Ríkur búri ef einhver er,
illa máske þveginn,
höfðingjar við síðu sér
setja hann hœgra megin.
Fátœkur með föla kinn
fœr það eftirlæti.
á hlið við einhvern
hlandkoppinn
honum er ætlað sæti.
Hjalti Jóhannsson