Þjóðviljinn - 10.03.1984, Blaðsíða 3
Helgin 10. - 11. mars' 1984 'ÞJÓÐVFLíjlNN - SÍÐA 3
Frá fréttaritara Þjóðviljans i Lundún-
um.
Blóðkrabbi í börnum í næsta ná-
grenni við kjarnorkuver í Bretlandi
hefur að undanförnu beint kast-
jjósinu að mögulegum tengslum
milli geislavirkrar mengunar og
vaxandi tíðni nokkurra tegunda
krabbameins í íbúum í námunda
við verin. í ljós hefur komið að
geislavirk mengun frá kjarnorku-
verunum er meiri en áður var talið.
Opinberir aðilar hafa freistað þess
að draga út hættunni en orðið upp-
vísir að því að fara með villandi
upplýsingar.
I Windscale á strönd Kumbríu er
kjarnorkuver sem vinnur úr geisla-
virkum úrgangi sem fellur til við
framleiðslu kjarnavopna og frá
öðrum verum. Windscale er að því
leyti frábrugðið venjulegum kjarn-
orkuverum að úrgangur sem þar
fellur til að lokum er losaður beint í
sjóinn, þrátt fyrir harðvítug mót-
mæli nágrannaþjóða.
Alltof há geislun
Um þrjátíu mismunandi geisla-
virk efni eru losuð frá Windscale í
hafið. Meðal þeirra eru efni á borð
við amcrískum og plútoníum, en til
marks um skaðleika þess síðar-
nefnda má nefna, að vtsinda-
mönnum í Karlsruhe í Þýskalandi
tókst ekki að einangra svo smáan
skammt af efninu að hann ekki ylli
krabbameini í hundum og rottum,
sem tilraunir voru gerðar á.
Svo mikil er mengunin orðin í
nágrenni við verið að bæði amerík-
um og plútoníum má mæla í lofti,
grænmeti sem framleitt er á ökrun-
um, fiskinum utan við ströndina og
meira að segja í mjólkinni úr kún-
um.
Alþjóðastofnanir hafa sett regl-
ur um hversu mikið magn geislunar
hver einstaklingur má fá í sig yfir
æviskeiðið án þess að verða meint
af. Margir hafa gagnrýnt þessi op-
inberu hámörk, talið þau alltof há.
Eigi að síður hefur sá íbúahópur,
sem fyrir mestri geislun hefur orð-
ið, fengið á síðastliðnum átta árum
meira magn geislunar en nemur
æviskammtinum.
Pess má geta að við stofnun
Windscale kjarnorkuversins var
því lofað af breskum stjórnvöldum
að magn geislavirks úrgangs sem
losað var í hafið myndi ekki aukast
frá fyrsta árs losuninni. Magnið
hefur nú hundraðfaldast.
Mengunarinnar
vart við ísland
Þessar upplýsingar ollu nokkru
uppnámi meðal íbúa í nágrenni
Windscale, því sum hinna geisla-
virku úrgangsefna frá verinu setj-
ast í setið á botni sjávarins undan
Kumbríu. Setið berst svo uppá
ströndina og safnast þar fyrir, sér-
staklega við lón. Börn að leik í fjö-
runni eða sólbaðendur eru því í
nokkurri hættu. Þetta hafa nú
stjórnvöld viðurkennt einsog sést
af því að sérfræðingar þeirra hafa
uppá síðkastið ráðlagt fólki að
halda sig fjarri ströndinni.
Sömu sérfræðingar hafa enn-
Geislavirk mengun
veldur krabbameini
Tíðni krabbameins eykst
Opinberir aðilar halda því frant
að geislamengun frá Windscale
hafi ekki aukið tíðni krabba. Ný-
legar tölur frá Kumbríu sýna liins
vegar að í vesturhluta Kumbríu
hefur krabbamein í körlum vaxið
frá því að vera tíu prósent undir
landsmeðaltali árið 1969 til að vera
17 prósent yfir því árið 1980. Sömu
sögu er að segja unt konur. í fólki
yfir 45 ára aldri hefur krabbamein í
meltingargangi skotist uppí að vera
tvöfalt hærra en landsmeðaltal.
Eftir því sent nær dregur Winds-
cale eykst tíðni krabbanteins, og í
Seascale, næsta þorpi við sjálft ver-
ið, er tíðni blóðkrabba f börnum
undir tíu ára aldri tífalt hærra en á
landsmælikvarða.
Yfirvöld hafa svarað með því að
segja að ekkert sé hægt að byggja á
einum slíkum hnappi blóðkrabba í
börnum, því hnappdreifing
meinsins væri þekkt fyrirbæri. Til
stuðnings nefndu þau þrjú önnur
dænti unt óeðlilega háa tíðni blóð-
krabba í smáum þorpum.
Til að vekja athygli á geislavirkri
inengun frá kjarnorkuverinu í
Windscale, þá losuðu nágrannar
versins geislavirka lcðju frá strönd
um Kumbríu framan við Downing
Street 10, aðsetur Margrétar
Thatcher, forsætisráðherra Breta.
En þar voru stjórnvöld óheppin
nteð rök: tvö þessara þorpa eru
nefnilega í námunda við önnur
kjarnorkuver.
Ossur Skarphéðinsson.
frentur kontist á þá skoðun að
Kumbría sé ekki heppilegur staður
til að ala upp börn, sem hefur að
vonum ekki veitt foreldrum mikla
huggun.
Eitt af-þeim efnunt sern losuð eru
frá Windscale er Sesíum-137. Ný-
birtar skýrslur herma að þess hafi
fundist merki við Grænland og
norður af íslandi. Sesíum-137 er
tekið upp af fiski, og gegnunt fisk-
neyslu gefur Sesíum-137 gervallri
bresku þjóðinni smáan, en þó
mælanlegan geislunarskammt. Að
órannsökuðu máli virðist fráleitt
nema tímaspursmál hvenær Græn-
lendingar og íslendingar verða því
undirorpnir líka.
Geislaryk
í íbúðarhúsum
Opinberir aðilar sem eiga að
gæta þess að geislamengun frá
Windscale fari ekki úr böndum
hafa verið gagnrýndir fyrir að
kanna ekki hversu mikil geislam-
engun safnast fyrir í híbýlum fólks í
námundavið verið. Náttúruvernd-
arsamtök á borð við Grænfriðunga
tóku því höndum saman við íbúa á
svæðinu og fengu óháða sérfræð-
inga frá Bretlandi og Bandaríkjun-
um til að mæla geislavirkni í ryki
sem safnað var í ósköp venjulegar
ryksugur í húsunum. Geislavirkni
fannst í sýnum frá öllum húsunum.
Hinir opinberu sérfræðingar
reyndu að draga úr mikilvægi
geislaryksins með því að reikna út
að til að skaðast að ráði þyrftu
menn að éta sem svaraði tíu kílóum
á ári af rykinu. Þessu var svarað
með því að benda á, að það væri
ekki magnið sem fólk fengi ofaní
maga sem skipti máli, heldur það
sem andað væri ofaní lungu.
Ekki mun þurfa nema örfá
grömm af ryki sem er
jafngeislavirkt og strandryk sums-
staðar af Kumbríu til að valda
meini, andi fullorðnir því að sér.
Þegar þess er gætt að börn taka
yfirleitt upp um hundrað sinnum
meir en fullorðnir, þá sést hvílík
hætta er á ferðum.
Fílsterkur f rarrvtíðarbíll!
Uno þessi galvaniseraöi meö
6 ára ryövarnarábyrgö
Ekki sœtta þig viö
annaö en þaö besta.
í FLA.T UNO íinnur þú ílesta þá kosti sem
góóan bíl mega prýða. Kostirnir eru
raunar svo margir að þeim verða ekki
gerð nein tœmandi skil í stuttu máli en
hér veröa taldir nokkrir þeir helstu:
HVERGI ..
BETRIIUOR
Rými
Gottpláss fyrir ökumann og íarþega
jaínvel betra en gerist í stœrri og miklu
dýrari bílum,
4.3 lítrar/lOO km.
Aksturseiginleikar,
UNO er írábœr í akstri, íisléttur í stýri,
vióbragðsíljótur, kraítmikill og í óíœrð-
inni heíur hann staðiö sig írábœrlega
vel, svo vel að við höíum geíið honum
naínið SKAFLAKLJÚFURINN,
FIAT UNO er sérstaklega sparneytinn,
og má neína aö í sparakstursprófi sem
íram íór á Ítalíu á s.l. sumri var meðal-
eyðsla hjá UNO ES 3.9 lítrar á hundraði.
Á 90 km. meðalhraða eyðir UNO ES 4.3
lítrum og UNO 45 Super 5 lítrum á
hundraði.
1929
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202
1984