Þjóðviljinn - 16.01.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Síða 11
ÚT VIL EK Þannig líta breskir tollarar og yfirráðasvæði þeirra út í augum bresks skopteiknara Tollurinn I rauðu og grænu hliði Yfirráðasvæði tollvarðarins er sumum ferðalöngum ill en nauðsynleg fyrirstaða á leiðinni á áfangastaðinn. Öðrum er hann hápunktur ferðalagsins Þeir eru margir ferðalang- arnir sem einhvern tíma hafa gæit við þá freistingu þegar þeir fóru um græn- rauðu hlið- in í tollinum að svindla, með allt frá litlum skinkupakka yfir í kíló af kókaíni. Flestir láta þetta eiga sig en margir slá til - og eru gripnir. En það eru líka margir sem sleppa. Erlendis er talið að tollvörðurinn hefji vinnudag sinn með þá staðreynd fyrir framan sig að þeir muni aðeins ná einum af hverjum tíu sem eru með eitthvað sem þeir ættu að láta vita um. Það er einmitt þessi staðr- eynd sem kitlar marga. Ævintýr- ið, spennan. En eitt vandamálið fyrir þá sem sem ætla að taka áhættuna, er að þeir geta ekki reitt sig á neitt kerfi til að notast við. Við þau heiðarlegu, höfum eflaust heyrt um nokkur ráð í biblíu smyglaranna: - Að horfa djarflega og stíft í augu tollvarðanna (Svo segja aðrir að maður skuli alls ekki horfa í augu þeirra) - Tala hátt um versnandi heilsu Kornelíusar frænda á Þor- lákshöfn - Klæðast á hlutlausan og snyrtilegan hátt. En í öllum þessum tilfellum er gengið út frá því að tollarinn sé tölva, eða stofnun. Sem hann er alls ekki. Hann er mannvera með skarpt innsæi. Það er í raun engin regla um það hvernig blessaður maðurinn bregðst við. Bob Jon- es, tollstjóri á Heathrow flugvelli í Lundúnum, segist hreint undr- andi á því hvað tollarar í stórum flugstöðvum á meginlandi Evr- ópu endast í starfi sínu. Jones viðurkennir að starfið sé oft hrikalegt. Tengsl þeirra við hreint loft séu svipuð og hjá nám- averkamönnum. En Jones þessi segir það taka enn meira á taugar og þol tollvarða að ná svo til aldrei verulegum árangri í starfi. „Það er niðurdrepandi,“ segir Jones „að vita af smyglvarningn- um fara fram hjá fyrir framan nefið á sér.“ Og ekki er beint hægt að segja að þetta sé þakklátt starf, að tollvörðurinn fái mörg hrósyrði, nema frá yfirmanni fyrir góða veiði. Úr hinni áttinni eru um leið ekkert hughreystandi hugskeyti. Og ekki er þetta með öllu hættu- laust starf. Breskir tollverðir lenda t.d. í því með reglulegu millibili að þeir eru bitnir. „Allt er reynt,“ segir Jones. „Nú, ég hélt þetta væri rauða hliðið,“ er eitt dæmið. Annað dæmið er: „Er þetta ekki græna hliðið? Nú, það hefur einhver verið fyrir merk- inu, ég hélt þetta væri það græna.“ Svo er fólk sem heldur að með því að gefa upp eitthvert lítið magn, eina viskí, ilmvatnsg- las, verði ekkert leitað í tö- skunum. Fyrir nokkru voru t.d. menn hérna sem voru grunsam- lega ákafir í að gefa upp koní- aksflöskuna sína. Þegar málið var athugað reyndist koníakið heróín og herramennirnir afplána nú sjö ára fangelsisdóma“, segir Jones En það kemur breskum tollvörðum alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið er um vanmat almennings á þeim. Þeir lenda t.d. hvað eftir annað í því að fólk kemur til þeirra með Rollex úr eða Nikkon ljósmyndavél og segir: „Sjáðu, þetta lítur út fyrir að vera ekta en það er gervi. Þetta kostaði mig aðeins 6000 krónur.“ (Á meðan Rollex úr kostar í raun 36 þúsund krónur) Og fólk gerir þetta hvað eftir ann- að eins og engum hafi dottið það í hug áður. Berum virðingu fyrir tollaran- um. Hann vinnur erfitt og oft mjög þreytandi starf og er um leið skarpari sálfræðingur en við gerum okkur almennt grein fyrir. -IH Jahúartiíboð IN ú eru hinar vinsælu helgarferðir okkar innanlands komnar i fullan gang. Þetta eru ódýrarferðirsem innihalda flug til Reykjavik- ur frá tuttugu stöðum á landinu en einnig frá Reykjavik til Akureyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og Vestmannaeyja. Gist erá völdum hótelum og sumstaðar er morgunverður einnig innifalinn. Þessi skemmtilegi ferðamáti gefur einstakling- um, fjölskyldum og hópum möguleika á að ReykjBV/k: Flug frá öllum áfangastöðum Flug- leiða, Fluglélags Norðurlands og Flugfélags Auslurlands. Gisting á Hótel Esju, Hótel Loltleiðum, Hótel Borg, Hólel Óðinsvéum og Hótel Sögu. ' estmannaeyjar: Gisting á Hótel Gestgjafan- um. í satjörður: Gisting á Hótel Isalirði. kureyrl: Gisting á Hótel KEA, Hólel Varðborg, Hótel Akureyri, Hótel Stetaniu og Gistiheimilinu Ási. gilsstaiir: Gisting í Vataskjállog Gistihúsinu EGS. H ornafjördur: Gisting á Hótel Höfn. I lúsavik: Gisting á Hótel Húsavik. breyta til, skipta um umhverfi um stundarsakir. Áhyggjur og daglegt amstur er skilið eftir heima meðan notið erhins besta sem býðst í ferðaþjónustu hér á landi - snætt á nýjum matsölustöðum, farið í leikhús eða kunningj- arnir heimsóttir. Helgarferð er ómetanleg upplyfting. FLUGLEIDIR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.