Þjóðviljinn - 16.01.1987, Page 23

Þjóðviljinn - 16.01.1987, Page 23
ÍÞRÓTTIR Flugleiðir/HSÍ Fimm miljónir á þessu ári Landslið nýta um 1400 sœti á árinu og Handknatt- íslands undirrit- Flugleiðir leikssamband uðu í gær nýjan auglýsingasamn- ing, þar sem Flugleiðir verða að- alstuðningsfyrirtæki HSÍ fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988. Á þessu keppnistímabili nemur stuðningur Flugleiða við HSÍ tæpum 5 miljónum króna og er hér um að ræða stærsta auglýs- ingasamning sem íslenskt fyrir- tæki gerir við sérsamband innan íþróttahreyfingarinnar. Öll landslið karla, kvenna, pilta og stúlkna munu leika með merki Flugleiða á búningum sín- um og HSÍ mun leitast við að kynna þjónustu og starfsemi fyrirtækisins heima og erlendis á keppnisferðum. Flugleiðir veita landsliðunum sérstaka afslætti á leiðum sínum og bjóða að auki heimsmeisturum Júgóslava hing- að til lands í næsta mánuði. Jón Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ sagði við þetta tæki- færi að áætlað væri að landslið íslands nýttu um 1400 sæti með Flugleiðum á þessu án. _vs 1. deild Víkingar aftur efsta sætið i Botnlið Ármanns engin fyrirstaða Víkingar voru ekki í vand- ræðum með að endurheimta efsta sætið í 1. deild þegar þeir mættu botnliði Ármanns í gærkvöldi. Þeir náðu strax öruggri forystu og höfðu leikinn i hendi sér, og sigr- uðu 30-21. Víkingar voru einum of bráðir á sér allan tímann og gerðu marg- ar vitleysur en komust upp með þær. Karl Þráinsson var einna skárstur þeirra og Finnur Thorl- acius varði markið ágætlega síð- ustu 20 mínúturnar. Stadan f 1. deild karla I handknattleik: Vlkingur 11 9 1 1 263-230 19 Breiðablik 12 8 2 2 279-263 18 FH 12 8 1 3 300-269 17 Valur 11 6 2 3 278-244 14 Stjarnan 12 5 2 5 306-285 12 KA 12 5 2 5 273-277 12 Fram 12 5 0 7 283-279 10 KR 12 4 1 7 237-263 9 Haukar 12 2 2 8 252-292 6 Ármann 12 0 1 11 235-304 1 Markahæstir: Sigurjón Sigurösson, Haukum........79 Hannes Leifsson, Sfjörnunni........72 GylfiBirgisson.Stjörnunni..........68 ÓskarÁrmannsson, FH................66 KonráðOlavsson, KR.................64 Nú verður gert hlé á 1. deildar- keppninni til 9. febrúar. Laugardalshöll 15. januar Ármann-Víkingur 21-30 (8-16) 1 -3, 3-9, 6-12, 8-16 - 10-17, 12-23, 15-25, 18-28, 21-29, 21-30. Mörk Ármanns: Egill Steinþórsson 4, Einar Naabye 4, Bragi Sigurðsson 3, Haukur Haraldsson 3, Óskar Ás- mundsson 3, Einar Ólafsson 2, Práinn Ásmundsson 1, Björgvin Barðdal 1. Mörk Víkings: Guðmundur Guð- mundsson 6, Karl Þráinsson 6(4v), Siggeir Magnússon 6, Bjarki Sigurðs- son 4, Árni Friðleifsson 3, Ingólfur Steingrimsson 3, Hilmar Sigurgísla- son 1, Einar Jóhannesson 1. Dómarar: Einar Sveinsson og Krist- ján Sveinsson - þokkalegir. Maöur leiksins: Karl Þráinsson, Víkingi. 1. deild Otrúlegar sveiflur en sanngjamt jafntefli KA skoraði ekki í 18 mínútur en var samt nœr sigri í lokin Þó KR-ingar næðu tvívegis fjögurra marka forskoti og væru með undirtökin mest allan tím- ann máttu þeir í lokin þakka fyrir annað stigið, 18-18, í viðureign sinni við KA í gærkvöldi. Leikurinn var ótrúlega sveiflukenndur, KA skoraði ekki mark í 18 mínútur í fyrri hálfleik en gerði síðan fimm á síðustu þremur mínútunum fyrir hlé. KR byrjaði seinni hálfleik á fimm mörkum í röð, þá komu fjögur frá KA en undir lokin var síðan jafnt á öllum tölum. Jóhannes Stefánsson skoraði jöfnunar- mark KR, 18-18, þegar 51 sek- únda var eftir og KA tókst ekki Brynjar Kvaran varði mark KA af prýði í gærkvöldi, m.a. tvö vítaköst. Laugardalshölt 15. janúar KR-KA 18-18 (7-8) 1-0, 1-2, 4-3, 7-3, 7-8- 12-8, 12-12, 14-12,15-13,15-15,16-17,17-18,18- 18. Mörk KR: Konráð Olavsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Guðmundur Pálmason 2, Jóhannes Stefánsson 2, Ólafur Lárusson 2, Friðrik Þorbjörns- son 1, Guðmundur Albertsson 1. Mörk KA: Pétur Bjarnason 4, Jón Kristjánsson 3, Guðmundur Guð- mundsson 3, Axel Björnsson 3, Eggert Tryggvason 3(3v), Friðjón Jónsson 1, Hafþór Heimisson 1. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvaldur Erlingsson - misjafnir. Maöur leiksins: Konráö Olavsson, KR. að skapa sér færi til að skora sigurmarkið þrátt fyrir nægan tíma. Þótt lítið væri skorað í fyrri hálfleik var sterkur varnarleikur liðanna ekki höfuðorsökin fyrir því. Það var sóknarleikurinn sem var máttlaus, einkum hjá KA sem vantaði alla ógnun langt frameftir leik. Hjá KR var Sverr- ir Sverrisson hinsvegar hættu- legur í sínum skemmtilegur upp- stökkum og KR-ingar voru mun betri í hálfleiknum, þar til alveg í lokin. Gísli Felix Bjarnason varði auðveldlega máttlaus skot KA- manna en hinum megin hélt Brynjar Kvaran sínum mönnum á floti, varði m.a. tvö vítaköst. í seinni hálfleik var það fyrst og fremst Konráð Olavsson, horna- maðurinn ungi, sem var norðan- mönnum skeinuhættur og skoraði þá 5 mörk. Sóknarleikur KA varð þá loksins beittari og Jón Kristjánsson náði sér á strik á þýðingarmiklum kafla og skoraði þrjú mörk í röð. Undir lokin mátti ekki á milli sjá og þegar upp var staðið voru úrslitin sann- gjörn. -VS Ármenningar börðust allan tímann en áttu samt aldrei mögu- leika á að ógna Víkingum. Egill Steinþórsson átti bestan leik ásamt Hauki Haraldssyni sem lék ágætlega í seinni hálfleiknum. -MHM Kvennahandbolti KR nálægt sigri í lokin Víkingur oftast yfir en jafnaði á lokamínútunni Eftir að hafa verið undir allan leikinn gegn Víkingi komst KR í fyrsta skipti yfir, 18-17, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Vilborg Baldursdóttir skoraði jöfnunarmark Víkings þegar mínúta var eftir, 18-18, og það urðu lokatölurnar. Leikurinn fór rólega af stað og baeði lið spiluðu af öryggi. Ása Ás- grímsdóttir markvörður KR varði oft vel. Víkingur hafði yfir í hálfleik, 8-7, og komst síðan í 15-12. KR náði að jafna, 16-16 og Elsa Ævarsdóttir kom liðinu síðan í 18-17. Bæði lið sýndu ágætan handknatt- leik og hjá báðum var liðsheildin í fyrirrúmi. Dómararnir, Þórður Sig- urðsson og Þorsteinn Einarsson, stóðu sig vel. Mörk Víkings: Inga Lára Þórisdóttir 7(4v), Vilborg Baldursdóttir 4, Eirika Ás- grímsdóttir 4, Sigurrós Björnsdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir 1. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 8(3v), Elsa Ævarsdóttir 4, Karólína Jóns- dóttir 2, Arna Garðarsdóttir 2, Anetta Sche- ving 1, Aldís Arthúrsdóttir 1. Staðan í 1. deild: Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR......65 MargrétTheodórsd., Stjörnunni.....60 Katrin Fredriksen, Val............54 ÍBV og KR mætast á laugardag, FH og Stjarnan á sunnudagskvöldið en á mánudagskvöld leika Ármann- Fram og Víkingur-Valur. -MHM Fram 11 10 0 1 241-183 20 FH 11 8 0 3 237-167 16 Stjarnan 10 7 0 3 227-172 14 Víkingur 11 5 1 5 216-187 11 KR 11 4 2 5 191-218 10 Valur 10 4 1 5 211-188 9 Ibv 8 1 0 7 107-179 2 Ármann 10 0 0 10 145-291 0 Markahæstar: GuðríðurGuðjónsdóttir, Fram.........87 Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni........73 Úrvalsdeildin Watford Úr frostinu til íslands! „Knattspyrnuliðið Watford ætlar sér að sigrast á frostinu og kuldanum í Englandi á óvenju- legan hátt - með því að fara til íslands!“, segir í fréttaskeyti frá Reuter í gær. Leik liðsins við QPR í 1. deild sem fram átti að fara á morgun, laugardag, hefur verið frestað. í staðinn mætir Watford úrvali úr KR, Val og Fram á gervigrasvellinum í Laugardal á morgun kl. 14. -VS/Reuter KR-ingar malaðir! Gífurlegir yfirburðir ÍBK í seinni hálfleik og 38 stiga sigur Keflvíkingar möluðu KR-inga mélinu smærra í seinni hálfleik fyrsta leik úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á þessu ári sem fram fór í Keflavík í gærkvöldi. Þá skoruðu þeir 56 stig gegn að- eins 27 stigum KR-inga, voru komnir með 43ja stiga forystu skömmu fyrir leikslok en lokatöl- urnar urðu 92-54. Annar stærsti sigurinn í deildinni í vetur, hinn er 40 stiga sigur ÍBK á Fram. Fyrri hálfleikur var í rólegra lagi og lítill munur á liðunum. En Keflvíkingar mættu tvíefldir til síðari hálfleiksins, stungu strax af og þá gáfust KR-ingar hreinlega upp - alltof snemma, og virtist vanta vilja og kraft til að standa í sterku liði Keflvíkinga. Guðjón Skúlason lék sinn 100. leik með ÍBK, góður árangur þar sem hann er aðeins tvítugur síðan á nýársdag, og hann hélt uppá Keflavík 15. janúar ÍBK-KR 92-54 (36-27) 6-4, 10-9, 15-18, 17-20, 28-22, 36- 27 - 46-32, 53-34, 61-43, 73-43, 91- 48, 92-54. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 24, Jón Kr. Gislason 20, Sigurður Ingimundar- son 16, ÓlafurGottskálksson 10, Matti Ó. Stefánsson 10, Hreinn Þorkelsson 4, Gylfi Þorkelsson 4, Ingólfur HarsKfis- son 4. Stig KR: Guðni Guðnason 25, Ást- þór Ingason 10, Guðmundur Jóhanns- son 9, Garðar Jóhannsson 4, Matthías Einarsson 4, Þorsteinn Gunnarsson 2. Dómarar: Jóhann Dagur Björnsson og Jón Bender - ágætir. Maður leiksins: Guðjón Skúlason, IBK. það með stórleik, var besti maður vallarins. Jón Kr. Gíslason lék einnig vel, Sigurður Ingimundar- son skoraði drjúgt þegar hann fékk tækifæri, Ólafur Gottskálks- son hirti fráköst með tilþrifum að vanda og Matti Ó. Stefánsson kom meira við sögu en oftast áður. Guðni Guðnason hélt KR- liðinu uppi, var þar yfirburða- maður, og til viðbótar voru það aðeins Ástþór Ingason og Guð- mundur Jóhannsson sem eitthvað sýndu. Hinir hættu að mestu í byrjun seinni hálfleiks, þá gekk ekkert upp hjá liðinu, hver mistökin ráku önnur og KR-ingar virðast hreinlega æfingalausir eftir jólafríið. -SÓM/Suðurnesjum Staðan i úrvalsdeildinni f körfuknattleik: UMFN 11 9 2 895-769 18 IBK 12 9 3 899-745 18 Valur 11 7 4 750-728 14 KR 12 5 7 828-918 10 Haukar 11 4 7 795-794 8 Fram 11 0 11 639-852 0 Stigahæstir: Pálmar Sigurðsson, Haukum.........250 Guðni Guðnason, KR................232 Valurlngimundarson, UMFN..........222 ÞorvaldurGeirsson, Fram...........205 Guðjón Skúlason, (BK..............183 Á sunnudagskvöld mætast Fram- Valur og UMFN-Haukar. Knattspyma Guðmundur til Hugins Akureyringurinn Guðmundur Svansson hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildariiðs Hugins á Seyðisfirði og þjálfar einnig alla flokka félagsins. Guðmundur hefur þjálfað mikið hjá Þór und- anfarin ár, mest kvennalið félags- ins en kom 5. flokki í úrsiitaleik íslandsmótsins sl. sumar. -K&H/Akureyri Föstudagur 16. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.