Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 8
AÐ UTAN
Skriðdrekaf jöld á Bakústrætum
Fréttir herma að hermenn
standi gráir fyrir járnum við
heimili Armena víðsvegar í bæj-
um og borgum lýðveldisins Azer-
bajdzhans í Sovétríkjunum.
Flokksbroddar í Kírovabad full-
yrða að Armenar flýi unnvörpum
borgina.
Málsvari ermsku fréttastof-
unnar „Armenpress“ greindi Re-
utersmanni frá því að skorist
hefði í odda með Armenum og
Azerum við landamæri lýðveld-
anna. Þar með er ljóst að Azer-
bajdzhan logar sem næst gjörvallt
í þjóðernisátökum.
Gennadí Gerasímov, formæl-
andi utanríkisráðuneytisins í
Moskvu, staðfesti í gær að skrið-
drekar, bryndrekar og hermenn
með alvæpni væru á róli í Bakú.
Þar væri útgöngubann frá sólsetri
til sólaruppkomu.
„The Economist“ spáir
George Bush verður forseti lít-
illa sanda og lítilla sæva, 1992
verður þensluár í efnahagslífi
Vesturlanda og Margrét Thatc-
her mun vinna tvennar kosningar
til viðbótar. Herma völur og
skapanornir enska fréttaritsins
„The Economist". Vikurit þetta
hefur þann hátt á á ári hverju að
segja fyrir um ókomna hluti.
Nýja spáin er birt í síðasta tölu-
blaði.
„Eitt er víst og það er að
heimurinn þarf alls ekki á
ákveðnum og röggsömum leið-
togum að halda. Til allrar ham-
ingju á hann ekki von á neinum
slíkum á næstunni. Fyrst George
Bush sest í forsæti Bandaríkjanna
og hins vestræna heims er ekkert
að óttast.“
Spáhöfundarnir segja að ann-
markar Bush muni draga úr
spennu í alþjóðamálum og
tryggja dáðlaust jafnvægi. „Og
þar eð valdsherrar í Washington
munu ekki eiga frumkvæði að
nokkrum sköpuðum hlut er ólík-
legt að nokkur skapaður hlutur
gerist í millum austurs og vest-
urs.“
En ritstjórar „The Economist “
gangast við því að stundum hafi
sitthvað farið á annan veg en fjöl-
kynngismenn vikuritsins ætluðu.
Þeir biðja menn því gjalda var-
huga við nýju framtíðarsýninni.
Spámenn staðhæfðu eitt sinn
að Elísabet II myndi taka ofan
árið 1982 og víkja úr háum sessi
fyrir Karli syni sínum. Ennfrem-
ur þóttust þeir vita vissu sína um
úrslit bandarískra forsetakosn-
inga árið 1984; Walter Mondale
myndi knésetja Ronald Reagan.
í nýju spánni fullyrða þeir að
efnhagslíf Vesturlanda muni
dafna með ágætum á næsta ári.
Það syrti í álinn árið eftir en árið
1992 verði allt komið í lukkunnar
velstand á ný. Margrét Thatcher
sigri í bresku þingkjöri árin 1991
og 1995.
Hans hátign Mímí I.
AfMímíl
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti sætir um þessar
mundir gagnrýni þegna sinna
fyrir hofmóð og skeytingarleysi
um velferð alþýðu manna.
Fyrrum kallaði landslýðurinn
hann iðulega „frænda" en nú
hermir Reuter að alvarleg
breyting hafi orðið þar á; forseti
sé nú einatt nefndur „Guð“ ell-
egar „Fancois kóngur“ í háðung-
arskyni.
„Hann ríkir sem konungur af
guðsnáð í hátignarveldi sem snýst
eingöngu um krúnuna,“ segir
Thierry nokkur Pfister sem eitt
sinn hafði lífsviðurværi sitt af því
að skrifa ræður fyrir sósíalista.
fhaldsritið „Le Point“ lagði ný-
verið 10 blaðsíður undir þessa
fyrirsögn: „Mitterrand-kóngur-
inn og hirðin“. Var skeytum
beint til jafns að hinum háa herra
og drótt hans.
Gamlir háðfuglar af vinstri
paðreimnum hafa hátignarstand
forsetans í flimtingum. Claude
Sarraute skrifar í „Le Monde“ og
gerir meinta lögerfingja Loðvíks
XVI að umtalsefni.
„Þessir herrar hyggjast berjast
til þrautar fyrir dómstólum vor-
um í þeirri veiku von að einhver
þeirra verði úrskurðaður Loðvík
XVII. Hvílík endileysa! Það er á
vitorði allrar þjóðarinnar að
krúnan prýðir að guðs náð höfuð
landsföður vors, hans hátignar
Mímís I.“
„...er gyðingur er gyðingur.“
Höfuðrabbínar Ísraelsríkis
kosta nú kapps um að ná sáttum
við bandaríska gyðinga sem hafa
tekið það mjög óstinnt upp að
frændurnir í „landinu helga“
hyggjast þrengja mjög Iagalega
merkingu orðsins gyðingur. Hafa
þeir haft á orði að við sjálft liggi
að þeir verði „fyrrum gyðingar"
öðlist nýmælin lagagildi.
Rabbínarnir sögðu þetta allt á
misskilningi byggt. „Því fer fjarri
að við föllumst ekki á að Um-
bótagyðingar og íhaldsgyðingar
séu gyðingar. Gyðingur er gyð-
ingur er gyðingur,“ sagði Avra-
ham Shapira á fundinum en hann
er oddviti rabbína Askenazi-
manna sem eiga rót að rekja til
Evrópu.
Forystumenn bandarískra gyð-
inga héldu heimleiðis frá ísrael í
gær. Voru þeir vonsviknir við
brottförina og létu svo ummælt
að heimshreyfing gyðinga gæti
sundrast ef ísraelsmenn sæju
ekki villu síns vegar hið snarasta.
Vetrarhörkur á Italíu
Mikið fannfergi hefur valdið
vegleysum í sumum héraða
Suður-Ítalíu og við liggur að blóð
frjósi í æðum manna er norðan-
kaldinn æðir ofan hlíðar Alpa-
fjalla.
Bifreiðar sitja víða fastar í
snjónum í Apiliu og Calabríu í
suðri en í Aldo Adige og fjalla-
þorpinu Trepalle við landamærin
að Sviss hefur frostið á köflum
verið 23 mínusgráður á selsíus.
Fregnir herma að engin sé von á
sólstrokum og þíðviðri í bráð.
Reuter/-ks.
Dauðasveitir svokallaðar á vegum stjórnarhers Salvadors hafa undanfarið gerst athafnasamari á ný. Þeirra
siður er að slengja líkum þeirra, sem þær nema á brott og drepa, einhversstaðar á almannafæri.
Bush og Mið-Ameríka
Stefnan verður sveigjanlegri
en meginmarkmiðin þau sömu
Ekki er við því að búast að
stefna Bandaríkjanna gagn-
vart Mið-Ameríku breytist í meg-
inatriðum frá þvi sem nú er, þeg-
ar George Bush flytur í Hvíta hús-
ið eftir áramótin. En einhverjar
áherslubreytingar kunna að
verða. Reagan er hugsjónamaður
á sinn hátt og leit á málin út frá
þvf sjónarhorni. Eitt innilegasta
áhugamál hans var að sigra hina
marxísku skæruliðahreyfingu í
Salvador og steypa stjórn sandin-
ista í Níkaragva. Hvorugt hefur
tekist, sem kunnugt er.
Salvadorskir skæruliðar virðast
heldur vera að magnast á ný og
vígamóður níkaragvönsku kont-
ranna er mjög á þrotum.
En hafi Reagan litla ástæðu til
að gleðjast, þegar hann lítur yfir
farinn veg sinn í Mið-Ameríku-
málum, þá hefur gangur málá á
ríkisárum hans í þeim heimshluta
enn síður verið íbúum landanna
þar til fagnaðar. Lífskjör almenn-
ings þar, sem allt frá komu Spán-
verja þangað hafa aldrei verið
góð, hafa undanfarin ár farið
versnandi og eru nú að sumra
mati eitthvað svipuð og var á
fyrstu árum áttunda áratugar.
Þar hjálpast margt að: gífurleg
fólksfjölgun, stríð, óstjórn, spil-
ling og sumsstaðar náttúruham-
farir.
Óáran og óöld
í Níkaragva var verðbólgan um
1500% í ársbyrjun og er sam-
kvæmt sumum heimildum miklu
meiri nú. Hagvöxtur hefur þar
verið minni en enginn s.l. tvö ár.
Bandaríkjamenn kenna þetta
stjórn sandinista, sem þeir segja
óstjórn hina verstu í efna-
hagsmálum. En möguleikar
sandinista á að færa efna-
hagsmálin hjá sér til betri vegar
hafa vægast sagt verið takmark-
aðir. Þeir tóku við landi í rústum
eftir óstjórn Somozafjölskyld-
unnar og borgarastríð og hafa
síðan verið að sligast undir gífur-
legum herkostnaði vegna stríðs-
ins við kontrana. Það stríð hefur
valdið miklu eignatjóni auk
manntjóns, sem nemur nærri
29.000 manns, að sögn Níkar-
agvastjórnar. Auk þess hafa
Bandaríkin Níkaragva í
viðskiptabanni síðan 1985 og eru
með fleiri spjót úti til að koma því
ríki á kné í efnahagsmálum. Með
hliðsjón af því, hve öflug Banda-
ríkin eru í viðskipta- og fjármál-
um heimsins segir sig sjálft að það
hefur ekki lítið að segja.
Hondúras hefur, gegn efna-
hagslegri og hernaðarlegri að-
stoð, látið Bandaríkjamönnum
og kontrum í té land undir bæki-
stöðvar til hernaðar gegn Níkar-
agva. En ekki er ástandið betra í
því landi, sem jafnvel á miðamer-
ískan mælikvarða hefur lengst af
verið mikið fátæktarbæli.
Atvinnuleysi í Hondúras er um
40%. Verst er ástandið þó að lík-
indum í Salvador, þar sem tiltölu-
lega fleiri höfðu það áður tiltölu-
lega gott en í Hondúras og Nfkar-
agva. Kolgrimmt borgarastríðið
þar er nú á níunda ári og virðist
um þessar mundir færast í aukana
enn á ný. í því hafa um 65.000
manns verið drepnir, að sögn
mannréttindasamtaka. Lífskjör-
um hrakar stöðugt þarlendis og
sífellt fleira fólk þar þjáist af nær-
ingarskorti. Þó hafa Bandaríkin
veitt Salvadorstjórn efnahagsað-
stoð upp á fjóra miljarða dollara
síðan 1980, og hefur ekkert ríki á
þeim tíma fengið meiri efnahags-
aðstoð frá Bandaríkjunum að til-
tölu við fólksfjölda nema ísrael.
Uggur út af
„fleiri Kúbum“
Bandaríkin hafa verið áhrifa-
mikil í þessum heimshluta frá því
um miðja 19. öld og flestir banda-
rískir stjórnmálamenn líta á það
nánast sem sjálfsagðan hlut, að
þau hlutist til um innanlandsmál
rfkja þar og stýri þeim í farvegi í
samræmi við sína hentugleika.
Meðal Bandaríkjamanna er það
almennt að skynja það sem óþol-
andi ósvífni, ef miðamerískir
valdhafar fara sínu fram í trássi
við vilja Bandaríkjastjórnar. í
samræmi við þetta kemur vart til
greina frá almennu bandarísku
sjónarmiði að sætta sig við það að
ríki í Mið-Ameríku eða Vestur-
Indíum taki upp stjórnarfar, sem
samkvæmt þessu sjónarmiði er
„kommúnismi". í því sambandi
eru Bandaríkin uggandi út af sov-
éskum ítökum á svæðinu og þó
líklega enn frekar því að „komm-
únisminn“ kunni að verða að óst-
öðvandi bylgju, sem flæði ekki
einungis yfir Mið-Ameríku og
Vestur-Indíur, heldur og suður
þaðan og jafnvel norður.
í fullu samræmi við þessi við-
horf hafa Bandaríkin ekki enn
sætt sig við Castrostjórnina á
Kúbu og þaðan af síður hefur
komið til greina af þeirra hálfu að
umbera „nýjar Kúbur,“ eins og
Níkaragva er orðin í þeirra
augum og vissar líkur eru á að
Salvador verði.
Kontrar duglitlir
Reagan kallaði kontrana
„göfugmenni á við stofnendur
Bandaríkjanna." Það var sér-
kennileg kurteisi við t.d. Thomas
Jefferson, einn af merkustu
mönnum mahnkynssögunnar.
Kontrarnir hafa reynst einkar
iðnir við hryðjuverk, og þau oft
af sóðalegasta tagi, á óbreyttu
fólki, en duglitlir til víga gegn her
sandinista. Það var einkum þess-
vegna, sem þing Bandaríkjanna
stöðvaði efnahagsaðstoð þeirra
til kontranna fyrir næstum níu
mánuðum, með þeím afleiðing-
um að hernaðaraðgerðir þeirra
skruppu mjög saman, þótt ekki
sé þeim lokið enn. Ekki er talið
líklegt að Bush muni í bráð reyna
að fá þingið til að samþykkja fjár-
veitingar til kontranna. Þótt
stefna Bandaríkjanna gagnvart
Mið-Ameríku komi varla til með
að breytast til muna við hús-
bóndaskiptin í Hvíta húsinu, þá
má ætla, með hliðsjón af því að
Bush er enginn hugsjónamaður á
við Reagan, að á þeim vettvangi
muni nýi Bandaríkjaforsetinn
sýna af sér meira raunsæi og
sveigjanleika en fyrirrennarinn.
Það kemur trúlega t.d. til greina
að Bush reyni að fá sandinista til
að veita kontrum og/eða öðrum
, níkaragvönskum stjórnarand-
stæðingum hlutdeild í völdum
þarlendis, gegn ívilnunum eins og
afléttingu viðskiptabannsins og
jafnvel efnahagsaðstoð.
í Salvador hafa Bandaríkja-
menn, vegna álits síns á alþjóða-
vettvangi, reynt að styðja við
bakið á tiltölulega hófsömum og
lýðræðissinnuðum aðilum meðal
stjórnarliða, og því heldur Bush
að líkindum áfram. En þar kann
að reynast erfitt um vik, því að
þessir hófsömu Salvadorar eru
sundraðir og harðlínumenn á
hægri kantinum eflast að sama
skapi. Þar að auki gildir það um
Salvador og fleiri Mið-
Ameríkuríki að líklegt er að
versnandi lífskjör leiði til þess að
róttækar vinstrihreyfingar eflist
þar að fylgi. Það kynni því svo að
fara að Bush yrði ekki síður fyrir
vonbrigðum með Mið-Ameríku
en fyrirrennari hans á forseta-
stóli.
Dagur Þorlcifsson.
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988