Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 5
„Án tillits til mála- vaxta íí Hrafn og Illugi Jökulssynir grafa upp umdeilanleg afskipti hérlendra stjórnvalda afdómiyfir „íslenska böðlinum" íNoregi ístríðslok. Fengu ekki aðgang að málsskjölunum í utanríkisráðuneytinu fyrr en vorið 1947 og hafði hann þá verið í haldi í tæp tvö ár. ís- lenska ríkisstjórnin - nýtilkomin Stefanía - og utanríkisráðuneytið tóku þann pól í hæðina að beita sér af miklum þunga fyrir lausn Ólafs og byggðu kröfur sínar á því hvernig staðið hefði verið að handtöku hans. Birta bókarhöf- undar í þessu sambandi afrit af símskeyti ráðuneytisins til sendi- ráðs íslands í London, sent 8. maí 1947, en íslendingar höfðu ekki starfandi sendiráð í Noregi um þessar mundir; það tók til starfa snemmsumars þetta sama ár. í skeytinu segir meðal annars að ráðuneytið sé þeirrar skoðunar að því beri skylda til að sjá um réttarvernd íslenskra borgara og verði því án tillits til málavaxta að krefjast þess að hinn íslenski ríkisborgari verði látinn laus. Þá segir í skeytinu að þrátt fyrir þetta vilji íslenska ríkisstjórnin ekki fegra verknað Ólafs og þyki afar leitt að íslenskur ríkisborgari skuli við slík mál riðinn, og verð- ur að teljast fremur hógværlega til orða tekið miðað við málstað skjólstæðingsins. Réttarhöldin höfðu síðan sinn gang og var „Það virðist fyrst og fremst hafa verið kotungslegur þjóðern- isrembingur sem rak ráðamenn íslands í árdaga lýðveldisins til þess að knýja Norðmenn til að láta Ólaf Pétursson lausan. Norð- menn voru þá í sárum eftir stríðið og hernám Þjóðverja; og það var ekki beiskjulaust af þeirra hálfu þegar Ólafur Pétursson fór frjáls ferða sinna." Þetta er niðurstaða Hrafns og llluga Jökulssona, höf- unda rétt óútkominnar bókar, „íslenskir nasistar", um mál þessa tiltekna ínanns, en á stríðs- árunum gekk hann til liðs við leyniþjónustu Þjóðverja í Noregi og var dæmdur til 20 ára þrælk- unarvinnu að stríðinu loknu en látinn laus vegna þrýstings ís- lenskra stjórnvalda. Ólafur hélt til Noregs til náms skömmu fyrir stríð og komst í ág- úst 1940 í kynni við Þjóðverja sem störfuðu fyrir leyniþjónustu þýska hersins, og tæpu ári séinna gekk hann þeim á hönd. Hann kom sér í kynni við félaga í norsku andspyrnuhreyfingunni og upplýsingarnar sem hann aflaði leiddu til þess að margir voru handteknir og lentu sumir í hinum illræmdu fangabúðum Þjóðverja og nokkrir drepnir. „Áður en yfir lauk," segir í bók- inni, „sat hinn ungi íslendingur á bekk sakbornings í Gulaþings- dómi í Bergen. Ákærandinn krafðist dauðarefsingar." Eins og höfundarnir rekja í sinni samantekt kom Ólafur eftir nokkurri krókaleið á sakborn- ingsbekk þennan. íslensk stjórnvöld létu málið enda til sín taka á þeim forsendum að ófært væri að ákærði færi á mis við rétt- arvernd, en hana töldu þau hafa borið undan á þessari vegferð. Málið var þannig vaxið að Ólafur var á leið til síns heimalands frá Kaupmannahöfn með Esjunni í júnílok 1945 ásamt fjölda ann- arra fslendinga sem höfðu orðið innlyksa í Evrópu á stríðsárun- um. Áður en skipið Iét úr höfn barst breskum hernaðaryfirvöld- um í Danmörku orðsending frá norskum lögreglufulltrúa þess efnis að Ólafur væri nauðsynlegt vitni í máli sem hann hafði með höndum. Réttarvernd og stríðsglæpir Því varð það að breskir her- menn handtóku Ólaf Pétursson um borð í íslensku skipi í Dan- mörku og komu honum til Nor- egs. Það var þessi gangur mála sem átti eftir að vefjast fyrir ís- lenskum stjórnvöldum, jafnt rík- isstjórn sem utanríkismálanefnd, og er svo að sjá að menn hafi brætt með sér hvort lögsaga norskra dómstóla yfir Ólafi skyldi viðurkennd eða framsals hans krafist. Mál Ólafs var ekki tekið fyrir Ólafur Pétursson. Dæmdur í tut- tugu ára fangelsi fyrir njósna- starfsemi og upplióstranir í Nor- egi í stríðslok. Islenska ríkis- stjórnin - Stefanía- gekkst í aö fá hann látinn lausan. Ólafur dæmdur til 20 ára hegn- ingarvinnu eins og áður sagði, en slapp við dauðadóminn sem ákærandi hafði krafist yfir hon- um. Hinn 1. júlí tók sendiráð ís- lands til starfa og segja þeir Hrafn og Illugi að eitt af fyrstu verkum sendiráðsmanna hafi verið að vinna að lausn Ólafs Péturssonar. Héldu þeir þar áfram verki Sig- urgeirs Sigurjónssonar, hæstaréttarlögmanns, en við rétt- arhöldin hafði hann í senn verið sérlegur fulltrúi Bjarna Bene- diktssonar, utanríkisráðherra, og umboðsmaður ættingja Ólafs Péturssonar. Sat hann við hlið verjandans sem gat þess sérstak- lega að fulltrúi " íslenskra stjórnvalda væri viðstaddur. Að dómi gengnum hafði Sigurgeir staðið í viðræðum við norsk stjórnvöld um að fá Ólaf lausan úr haldi, og kemur þetta fram í skýrslu sem Sigurgeir gaf utan- ríkisráðuneytinu nokkrum dögum eftir að hann sneri til ís- lands í júnílok 1947. Sendiráðs- menn sáu snemma árangur síns erfiðis; þegar hinn 8. júlí tilkynnti norska utanríkisráðuneytið í samráði við dómsmálaráðuneyt- ið að unnt væri að fallast á að vísa Ólafi úr landi án sakaruppgjafar, og varð sú niðurstaðan. Endaslepp refsivist Ólafur kom til íslands 17. ágúst og voru þá liðnir 78 dagar síðan hann var dæmdur til 20 ára refsi- vistar á Gulaþingi og gat þakkað það þrýstingi íslenskra stjórn- valda að hann slapp við að afp- lána sinn dóm. Vöktu hin óvæntu málalok mikla athygli í Noregi, og er fyrirsögn á borð við „fs- lenskur njósnari með mörg norsk líf á samviskunni. Var látinn laus eftir kröfu íslensku stjórnarinn- ar", til marks um viðbrögðin. Meðan Ólafur var enn í haldi áfrýjaði hann dóminum yfir sér til Hæstaréttar Noregs. Stjórnvöld þar í landi munu hafa litið svo á að með lausn málsins yrði áfrýj- unin dregin til baka, en Ólafur var ekki á því. Hann taldi niður- stöðu dómsins í Gulaþingi ranga. Ekki vegna þess að hann væri saklaus af ákæruatriðum, heldur hefði handtakan verið ólögleg. Ekki fékk Ólafur stuðning í þessu máli og fékk utanríkisráðuneytið hann til að draga áfrýjunina til baka. Þessu málavafstri var þar með lokið og Ólafur frjáls maður í sínu heimalandi. Það voru svo ekki smærri atburðir en deilurnar um inngönguna íslands í NATÓ sem komu Ólafi Péturssyni aftur í sviðsljósið. Þjóðviljinn fullyrti þremur dögum fyrir atkvæða- greiðsluna 30. mars að hann ætti sinn þátt í að þjálfa hvítliða- sveitirnar, en í blaðinu segir: „Lið þetta er m.a. skipulagt og þjálfað af morðingjanum Ólafi Péturssyni, sem ríkisstjórnin leysti úr 20 ára tukthúsi í Noregi, þar sem hann hafði á samvizk- unni á þriðja tug mannslífa." Viku síðar er fjallað um þátt Ólafs með þessum orðum: „...hershöfðinginn er fenginn beint frá Gestapo. „íslenski böðullinn" var hann kallaður í Noregi... dæmdur glæpamaður fluttur frá Noregi til að gæta laga og réttar á íslandi." Ólafur tók þessum árásum ekki með þegjandi þögninni og fór í mál við blaðið. Áki Jakobs- son, verjandi ritstjóra Þjóðvilj- ans, Sigurðar Guðmundssonar, fór fram á það við utanríkisráðu- neytið við réttarhöldin að það legði fram öll skjöl sem vörðuðu Ólaf Pétursson, en afrit af máls- skjölum höfðu skilað sér frá Nor- egi á sínum tíma. Utanríkisráðu- neytið hafnaði beiðninni og þar á bæ töldu menn að skjölin væru málaferlum þessum óviðkom- andi. Hæstiréttur úrskurðaði í framhaldi af þessu að dómari í málinu skyldi fara yfir skjölin og vega það og meta hvort þau skyldu lögð fram. Um var að ræða 54 skjöl og úrskurðaði dóm- arinn að tvö skyldu gerð opinber en öll hin, 52 talsins, fóru óséð í skjalageymslur utanríkisráðu- neytisins. ...um alla éilífið Hrafn og Illugi segja að sú ákvörðun ráðuneytismanna að neita í fyrstu að leggja fram skjöl sem vörðuðu Ólaf Pétursson hafi ekki einungis mótast af því að þeir hafi viljað halda hlífiskildi yfir honum, heldur miklu fremur vegna mjög umdeilanlegrar framgöngu íslenskra stjórnvalda. Og sjálfir höfðu þeir ekki er- indi sem erfiði er þeir beiddust aðgangs að skjölum þessum við samningu bókar sinnar um ís- lenska nasista, en í formála segja þeir að utanríkisráðuneytið hafi reynt að leggja'stein í götu þeirra með því að meina þeim aðgang að málskjölunum. I samtali við blaðamann sagði Hrafn að þeir hefðu fengið neitun ráðuneytis- stjóra, Hannesar Hafstein, vegna þess að skjölin vörðuðu persónu- lega ógæfu einstaklings og færu þau því ekki út úr ráðuneytinu um alla eilífð. Helgi Ágústsson, skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, staðfesti þetta í gær í samtali við blaðið. Hann sagði að engar almennar reglur giltu um meðferð slíkra mála, en að ráðuneytismenn hefðu sett sér þær reglur að að- gangur fengist ekki að skjölum sem vörðuðu persónuleg vanda- mál fólks eða erfiðleika. Hann sagði að hann og ráðuneytisstjóri hefðu því ákveðið í sameiningu að verða ekki við þeirri mála- leitan Hrafns og Illuga að fá að- gang að þessum skjölum. Það kom þó fyrir ekki eins og höfundar segja í sínum formála. Þeir höfðu önnur ráð með að komast yfir skjölin, og er bókar- kafli sá sem helgaður er Ólafi Péturssyni, og þar með þessi samantekt hérna, að sjálfsögðu til marks um það. HS Föstudagur 25. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.