Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 14
Aðkoman að fórn-
arlömbum Rippers-
ins varhroöaleg og
óhugnaðurinnmun
meiri en þessi sam-
tímateiknari læturí
Ijós.
PrinsAlbert Victor,
kallaðurEddyaf
vinumsínum. Hefur
fjarvistarsönnun.
frá tveimur Ripper-morðanna og
var á villisvínaveiðum í Skotlandi
þegar hnífurinn var reiddur í
London.
Vitnisburður
Macnaghten
Sannleikurinn kann þó að
beina spjótum sínum nær prinsin-
um en þægilegt getur talist fyrir
aðdáendur fína fólksins f
London. Höfundar nýju bókar-
innar um Ripper-morðin segjast
færa sterk rök fyrir þvf að morð-
inginn sé í raun einn af kunningj-
um prinsins, -Montague John
Druitt.
Nafn Druitts sem morðingjans
grimma kom raunar fram í dags-
Ijósið fyrir tæpum þremur ára-
tugum, þegar sjónvarpsmaður-'
inn Daniel Farson hjá BBC fékk
að róta í góssi dóttur Macnag-
htens þess sem næstæðstur var
lögreglumanna í innanríkisráð-
uneytinu og skrifað hafði um
sjálfsvíg morðingjans.
í nótum sem Macnaghten
skildi eftir sig segir hann að þeir
hjá Scotland Yard hafi haft þrjá
menn mjöe undir smásiá sem
hugsanlega sakborninga, þar á
meðal einmitt pólskan gyðing og
rússneskan lækni sem báðir voru
sannarlega kolruglaðir. Macnag-
hten segist þó eftir mikla yfirveg-
un hafa komist að þeirri niður-
stöðu að hvorugur þessara sé sek-
ur.
Það sé hinsvegar sá Montague
John Druitt „lögfrœðingur af
góðum ættum“ sem „hvarf um
sama leyti sem og morðið í
Miller's Court (þarsem Mary
Jane Kelly var brytjuð sundur)
var framið, en lík hans var slœtt
uppúr Thames 31. desember 1888
- eða um það bil sjö vikum eftir
síðasta morðið. Hann var kyn-
ferðislega geðveikur“ skrifar sör
Macnaghten, „og samkvœmt
upplýsingum sem ég hefaflað mér
er lítill vafi á að fjölskylda Druitts
taldi hann vera morðingjann. “
Þessi uppgötvun sjónvarps-
mannsins vakti nokkra athygli á
sínum tíma, en féll síðan í skugga
annarra kenninga, meðal annars
þeirrar um „Eddy“ sem mest
þótti verð um tíma.
Krikketleikarinn
knái
Montague John var fæddur
1857 og var því 31 árs þegar hann
lauk lífí sínum í öldum Thamesár,
annar í röð sjö barna velstæðra
læknishjóna í Bornemouth á
suðurströndinni, eftirlæti móður
sinnar og bundinn henni óró-
legum en mjög öflugum tilfinn-
ingaböndum.
Hann fékk þrettán ára skóla-
vist á hástéttarskólanum Winc-
hester College, þótti þar afburð-
asnjall íþróttamaður í skólaliðinu
í krikket og vakti einnig athygli
fyrir einarða afstöðu á málfund-
um: til dæmis voru höfð í minni
þau orð skólasveinsins að vax-
andi áhrif járnkanslarans Bis-
marks í Þýskalandi væru til marks
um „bölvunina sem á vorum tím-
um hvílir".
Hann fór síðan til Oxford,
lærði lög og lék krikket, og það
var ekki síst vegna krikket-
leiksins sem hann komst ungur
lögfræðingur í City í kynni við
hóp ungra lögmanna frá
Cambridge-háskóla, sem kölluðu
klíku sína „Postulana". Þeir feng-
ust aðallega við glaum, gleði og
stranglega bannað kynferðislíf,
bæði hver með öðrum og ekki
síður í félagi við eldri verndara
sem launuðu greiðann með hjálp
á framabrautinni. Þeir héldu sig
aðallega í Temple-hverfi í
London en einnig í heimahúsum,
helst í villu Henry Francis Wils-
ons á bökkum Thames.
Einn af heiðursfélögum Post-
ulanna var einmitt góðvinur
Macnaghten lögregluforingi.
Fjölskyldan vissi um glæpina...
Wilsons villueiganda, Prins Al-
bert Victor, og var til þess tekið
að Druitt þótti líkjast allmikið
heiðurspostulanum konung-
borna.
Einhvernveginn lá leiðin þó
heldur niðrávið hjá Druitt. Hann
þótti skera sig úr Postula-
hópnum í kvenhatri og ofstopa
ýmsum, og fáir urðu til að fá þess-
um unga lögfræðingi verk að
vinna. Föðurarfurinn reyndist
klénni en til stóð - systurnar voru
hin verstu flögð við að eiga - og
eyddist fljótt við að halda uppi
veglegri lögfræðingsíbúð og
sæmilega almennilegu félagslífi
með kollegum í anda og holdi.
John Montague Druitt fékk sér
þessvegna vinnu við íþrótta-
kennslu í heimavistarskóla og
þjálfun í nærliggjandi klúbbi, og
hélt með þeim tekjum lög-
mannsíbúð sinni, sem brátt varð
fyrst og fremst tákn um óupp-
fylltar framavonir hans.
Störf hans á þessu nýja sviði,
við íþróttir og leiki innanum ung-
lingsstráka, kann hinsvegar að
hafa verið lögfræðingnum mis-
heppnaða einskonar uppbót,
afturhvarf til bernskunnar úr því
vaxinslífi orðins sem hann aldrei
náði að lifa að fullu.
Druitt framaðist mjög í nýja
starfinu, varð vel þokkaður í
skólanum og fljótt pottur og
panna í íþrótta- og félagsstarfi
klúbbsins í Blackheath, féhirðir
og heiðursritari félagsins og sátu
með honum í stjórninni ýmsir
kunnir íþróttamenn og leiðtogar.
Og hann missti sumarið 1888
ekki úr einn einasta krikketleik
með Blackheath. Ekki einusinni
eftir áfallið mikla þegar ástkær
móðir hans, Ann Druitt, varð al-
varalega geðveik og sett á hælið
Brooke Asylum í London.
Höfundar bókarinnar segja
soninn hafa heimsótt móður sína
af kappi, - en hvort sem hann
lagði upp frá íbúð sinni- eða frá
íþróttaklúbbnum lá leiðin gegn-
um fátækrahverfið í Whitechap-
el, og var sennilega í fyrsta sinn
sem læknissonurinn frá Bourn-
emouth komst í kynni við helvíti
borgarslömmanna.
Afdrif hinnar geðsjúku móður
- einu konunnar í lífí hans - og
ferðirnar gegnum Whitechapel
tendruðu kveikiþráðinn að
sprengjunni í undirvitund Dru-
itts, segja þeir Howells og
Skinner. Þeir telja að hin sterku
móðurbönd hafi slegið út í óvið-
ráðanlegu hatri og viðbjóðs-
kennd, ekki síst vegna þess að á
viktoríutímum voru geðrænir erf-
iðleikar taldir stafa ekki síst af
frávikum frá kórréttu kynlífi, -
frá sjálfsfróun til sárasóttar.
Höfundarnir telja að hórurnar
í Whitechapel hafi orðið krikket-
leikaranum einhverskonar speg-
ilmynd móður sinnar, - ljóma-
lausar, gamlar og sídrukknar, og
'þeir draga fram þá geðsýkislegu
vísbendingu að Ripper-
morðinginn skar móðurlífið úr
fórnarlömbum sínum við limlest-
ingarnar.
í hvítri
krikketpeysu
Ann Druitt var flutt úr húsi
eldri sonar síns í Bournemouth á
hælið í London hinn 5. júlí fyrir
rúmum hundrað árum. Um
fjögurleytið aðfaranótt 5. ágúst
var fyrsta kviðristumorðið framið
og drepin Polly Nichols, 42 ára
ógæfukona, sem vegna sjúk-
dóma, drykkju og vannæringar
leit út fyrir að vera hérum
tveimur áratugum eldri.
Leikskýrslur Blackheath-
félagsins sýna að Montague John
Druitt var mættur á krikkettvöll-
inn í hvítri peysu og hvftum bux-
um fyrir hádegi þann 5. ágúst.
Sögum fer því miður ekki af
frammistöðu hans í leiknum.
Annie Chapman var myrt 8.
september og 30. sama mánaðar
drap morðinginn tvær konur á
sama klukkutímanum. Hann var
truflaður eftir að hafa murkað
lífið úr Elizabeth Stride, náði því
ekki að limlesta hana, og lék
þeim mun svakalegar lík Cather-
ine Eddowes sem næst varð á vegi
hans. Síðan Iiðu sex vikur að síð-
asta morðinu, sundurlimun Mary
Jane Kelly.
Þremur vikum eftir þann glæp,
30. nóvember, var Montague
John Druitt rekinn án skýringa úr
starfi í heimavistarskólanum þar-
sem hann hafði nýverið forfram-
ast til yfirkennara. Slíkur brott-
rekstur, skyndilegur og skýring-
arlaus, getur á þessum tímum
-55
varla átt sér aðra ástæðu en meiri-
háttar hneyksli, og telja Howells
og Skinner sennilegast að uppvíst
hafi orðið um kynferðissamband
Druitts við einhvern nemenda
sinna í drengjaskólanum.
Einsog mamma
Druitt fór heim í íbúð sína og
sást ekki til hans síðan fyrren
uppúr Thames-á um áramótin.
Vinir hans úr Postula-hópnum
söknuðu Druitts og skrifuðu
bróðurnum William til Bournem-
outh. Bróðirinn kom 11. desemb-
er, og rannsakaði íbúðina í
London og fann þar ódagsettan
bréfmiða. Á honum stóð þetta:
„Síðan á föstudag hefur mér
fundist að það sé að farafyrir mér
einsog mömmu, og það besta sem
geti komiðfyrir mig sé að deyja. “
Hér er eitth vað gruggugt, segj a
bókarhöfundamir. Þessi sjálfs-
morðsnóta skýrir dauðdaga Dru-
itts fullvel án þess Ripper-morðin
blandist við. Og af hverju sagði
þá lögreglumaðurinn Macnag-
hten að hann þættist vita að fjöl-
skyldu Druitts væri kunnugt um
ódæðisverk hans?
Höfundarnir geta sér þess til að
William Druitt hafi eytt sönnun-
argögnum ýmsum um leið og
hann fann bréfið í íbúðinni.
Bróðurinn kynni að hafa byrjað
að gruna sitthvað við heimsókn
sem Montague John gerði honum
til Bournemouth milli fjórða og
fimmta morðs, en eftir hvarfið og
húsrannsóknina hafí William sagt
Postulunum frá grun sfnum - eða
vissu. Þeir hafi síðan sameinast
um að kippa í þræði sína innan
kerfisins til að vernda frá
hneykslinu bæði sjálfa sig, fjöl-
skyldu Druitts og ekki síst sjálft
rykti máttarstólpa siðmenningar-
innar, yfírstéttar breska
heimsveldisins.
Hæg heimantökin, segja How-
ells og Skinner: Sérlegur aðstoð-
armaður innanríkisráðherrans
hét Evelyn Ruggles-Brise, krikk-
ettleikari úr bæði lagadeildinni í
Oxford og Winchester College,
skólabróðir Druitts og liðsfélagi.
Ruggles-Brise hefur svo snúið
sér til lögregluforingjans Monro,
og þaðan kom Macnaghten
auðvitað öll vitneskja, þótt aðrir
rannsóknarmenn morðanna hafi
verið blekktir og allur almenn-
ingur um leið í heila öld.
Var morðinginn
myrtur?
En hvað gerðist frá hvarfi Dru-
itts 30. nóvember þangaðtil lík
hans var slætt upp á gamlársdag?
er spurt í bókinni nýju.
Og nú fara þeir Howells og
Skinner að minna á einhverja af
þeim ótal spennumyndum sem,
hafa haft Kobba kviðristi að upp-
istöðu.
Setjum svo að „Jack the Ripp-
er“, það er Montague John Dru-
itt, hafi allsekki framið sjálfs-
morð, segja þeir, - hlytu Postul-
arnir félagar hans ekki að hafa
litið á það sem skyldu sína að
koma honum undan, að forða því
að hið opinbera hefði hendur í
hári hans?
Það hefði þá fyrst orðið megin-
14 SÍÐA- NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988