Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 27
KYNLÍF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR Ný kynlífsbylting? Þessa dagana stendur yfir svo- kölluð Alnæmisvika sem hefur það að markmiði að vekja athygli á þessum sjúkdómi og leiðum til varna. Ég hef í fyrri pistlum fjall- að um „öruggara" eða „hættu- lausara“ kynlíf fyrir þá sem hafa í hyggju að lifa áfram kynlífi en vilja draga úr líkum á smiti hjá sér. Fræðsla og forvarnir í sam- bandi við alnæmi verður ekki síst að fjalla um þá möguleika sem við höfum til að lifa áfram kynlífi. Með aukinni fræðslu er alrnenn- ingur vonandi að átta sig á því að það er ekki kynhneigð sem setur viðkomandi í hættu á að smitast af eyðnivírusum heldur hvað við- komandi gerir í kynmökum. Ég fjallaði um smitleiðir og varnir í samlífi í pistlinum: „Að læra að . vera góður elskhugi" fyrir nokkr- um vikum. Ef þú kynnir þér og ástundar „öruggara kynlíf" ertu nefnilega um leið að læra að verða betri elskhugi eða ástkona hvort sem þú ert hommi, lesbía eða ekki. Kínverska táknið fyrir krísu þýðir jafnframt tækifæri. Alnæm- iskrísan er jafnframt að veita okkur heilmikið tækifæri í að endurmeta viðhorf og gildismat til viðkvæmra málaflokka í lífsreynslu fólks. Frá upphafi hef- ur Alnæmi velt við sterkum tabú umræðuefnum eins og dauða, kynlífi og samkynhneigð. Það sem er sárast í þessu sambandi er samt það að það þurfi lífshættu- legan sjúkdóm til að opna um- ræður um kynlíf og kynhegðun fólks. Ölum við upp skíthrædda kynslóð? Ég ræddi við fjölmiðlamann- eskju í gær sem var að velta því fyrir sér hvort ný kynlífsbylting væri í uppsiglingu á fslandi. Þegar ég spurði hana hvers vegna henni hefði dottið það í hug þá nefndi hún að það væri verið að halda námskeið í kynlífi, það ætti að fara að búa til íslenskar fræðslu- myndir um kynlíf og það væri verð að fjalla í meira mæli en áður um kynferðislegt ofbeldi. Ég var ekki alveg sammála henni að eingöngu þessi atriði segðu til um að „ný kynlífsbylting“ væri í gangi hér á landi. Það á sér alltaf stað viss þróun í sambandi við kynferðismál á hverjum tíma fyrir sig. Hversu áberandi um- fjöllun er í fjölmiðlum segir bara hálfa söguna. Ég hef til dæmis mikið hugsað út í þá mótun sem á sér stað núna meðal barna og unglinga varðandi viðhorf til kyn- lífs. Ég held því fram að við séum að ala upp kynslóð sem verður skíthrædd við að lifa samlífi ef við förum ekki að snúa við blaðinu t.d. í sambandi við alnæmis- fræðslu. Hvað ætli börn og ung- lingar hugsi þegar þau sjá fjólu- bláu satínauglýsinguna sem bendir á að kynmök séu „stund- um banvæn og stundum ekki“? Þessi auglýsing á rétt á sér en það þarf að fara enn nákvæmar ofaní hlutina um leið og segja að blöndun líkamsvökva milli ein- staklinga sé aðalsmitleiðin þ.e.a.s. ef þú vilt ékki smitast af eyðni þá á að forðast að fá í sig sæði eða blóð annars einstaklings (með því að nota alltaf smokkinn við samfarir, gleypa ekki sæði og deila ekki nálum). Það er hægt að lifa öllu því kynlífi sem maður vill svo framarlega sem maður fram- fylgir þessum einföldu fyrirmæl- um. Þetta þarf líka að heyrast en gerir það í mun minna mæli en önnur fræðsla. Aukum skilning með alnæmi Við getum tekið virkan þátt í að snúa alnæmiskrísunni upp í tækifæri ef við notum hana til að auka umburðarlyndi og skilning manna á milli. Alnæmi olli því að „öruggara kynlíf“ er núna að kenna okkur að njóta kynlífsins betur með því að verða betri elsk- hugar. Alnæmi hvetur okkur til gagnrýni varðandi alla óformlegu kynfræðsluna (vinir, fjölmiðlar). Við verðum að skoða hvaðan við fáuin núverandi viðhorf og þekk- „Hvað ætli börn og unglingar hugsi þegar þau sjá fjólubláu satín- auglýsinguna?" ingu með því að auka formlegri kynfræðslu (í skólum og heima) svo það geti leitt til aukinnar víð- sýni og þekkingar. Alnæmi og önnur „vandamál“ varðandi kynlíf fólks er li'ka að kenna okk- ur að missa ekki sjónar á þeirri. yndislegu tjáningu og upplifun sem samlíf er. Alnæmi er einnig að benda okkur á, að gagnslaust sé að draga kynhneigð fólks í dilka. Við eigum frekar að spyrja okkur að því hversvegna við séum að afneita kynferðislegum tilfinningum sem búa innra með okkur öllum. Við megum ekki hræða líftóruna úr okkur sem kynverum heldur kynna okkur möguleikana. Alnæmi er bæði sársaukafull staðreynd en gagn- leg lexía í því að vera mann- leg(ur). Hvort um „nýja kynlífs- byltingu“ sé að ræða er undir okkur sjálfum komið. Örugg forysta Sovétmanna Sovétmenn hafa nú örugga for- ystu á ólympíumótinu með 29 vinninga eftir 10 umferðir. Næstir eru síðan Englendingar með 25,5 vinninga eftir frekar lé- lega byrjun. íslendingar hafa 23 vinninga og eru nú í kringum 20. sæti. Það þykir nokkuð Ijóst að Sovétmenn verja titil sinn en síð- ustu umferðirnar verða æsi- spennandi varðandi næstu sæti. Ljóst er að við verðum að taka á honum stóra okkar ef við ætlum okkur að endurtaka dæmið frá síðustu leikum þar sem við lent- um í fímmta sæti. Að sögn Jóns L. Árnasonar voru menn lúnir eftir umferðir undanfarinna daga og var að heyra á honum, er blaða- maður talaði við hann í gær að menn væru frídeginum fegnir. Ekki var Ijóst á þeirri stundu hverjir yrðu andstæðingar okkar í 11. umferð. Jón var á því að nú yrðu menn að fara að taka sig saman og ná góðum endaspretti. Það er útlit fyrir að þeir félagar Kasparov og Karpov ætli að tryggja gullið fyrir Sovétmenn. Þeir hafa teflt afskaplega vel þó að stíllinn sé ólíkur eins og marg- talað er. Skákir þeirra úr umferð- inni við Englendinga eru þarna dæmigerðar. Við skulum gera þessar tvær skákir að meginefni dagsins. Hvítt: Kasparov Svart: Short Drottningarbragð 1. c4-eó 5. Bf4-c6 2. Rc3-d5 6. Dc2-g6 3. d4-Be7 7. e3-Bf5 4. cxd5-exd5 8. Dd2 Hugmynd Petrosjans, eftir 8. íslendingar gætu skotist upp með góðum endaspretti 17 Þeir kumpánar Kasparov og Karpov hafa teflt manna best í Þessalón- íku. Annars yrði d-peðið skotspónn hvíts eftir dxc5, Bg7, Bxfó osfrv. 11. cxd4-a6?! Heldur hægfara leikur. Til greina kemur 11. -Rc6 t.d. 12. g4 Be6 13. Bg2 Db6 14. Rge2 0-0- 0!? 12. g4-Be6 15. b3-Hc8 13. Rge2-Rbd7 16. 0-0-Hc6 14. Bg2-Rb6 Svo virðist sem þessi uppbygg- ing Shorts bjóði afhroð hér. Hvít- ur hefur hinsvegar einfalda áætl- un sem er að leika f4-f5. f fram- haldinu er hvítur ekkert að hugsa sig um tvisvar heldur einbeitir sér að kóngsvængnum. í áðurnefndri skák Karpovs og Kasparovs fór hvítur að reyna að vinna meira rými á drottningarvæng sem varð til þess að Kasparov fékk nægi- legt spil. Svo virðist sem Kaspar- ov hafi dregið ályktanir af þeirri skák. h3-Rfd7 Ekki er það glæsilegt en svart- ur hyggst leika f5 18. Rdl! Riddarinn er á leið til d3 eftir atvikum. 18. -Hg8 19. Rf2-f5?! 20. Hael!-g5 Hvað annað? Hvítur hótaði Rf4. Svartur gælir einnig við það að hvíti biskupinn á h6 lokist inni. 21. gxf5!-BÍ7 Ef21. -Bxf5þá 22. Rg3Be623. Rg4 Bxg4 24. fxg4 Hxh6 25. Rf5 og vinnur. 22. Rg4-Bh5 23. Rg3! Bd3 Bxd3 9. Dxd3 Rf6 er staðan jöfn. 8. -Rf6 í sjöundu einvígisskákinni í London 1986 lék Kasparov með svörtu hér 8. -Rd7 og eftir 9. ö Rb610. e4 Be611. e5! stóð hvítur betur. 9. £3-c5 Til greina kemur að leika 9.-h5 til að hindra g4 en þannig hefur Geller haft háttinn á. Hvítur gæti þá leikið 10. Bd3 Bxd3 11. Dxd3 og Rge2 0-0 og e4 og mundi þá standa aðeins betur. 10. Bh6!? Athyglisverður leikur. í skák milli Petrosjans og Beljavskys árið 1982 lék hvítur hér 10. Bb5 og eftir 10. -Rc6 11. dxc5 Bxc5 12. Ra4 Be7 lék hann loks 13. Bh6 en fékk einungis jafnt tafl eftir 13. -Bd7. 10. -cxd4 að það er mjög erfitt fyrir hvítan að tefla þessar stöður upp á mikla vinningsmöguleika. 7. -d5 H. Rxd5-Bxd5 8. cxd5-Rxd5 12. d4-Hc8 9. Bb2-c5 13. Dd2-cxd4 10. Hcl-Rd7 14. Hxc8 Áður hefur sést hér 14. Bxd4 Hxcl 15. Hxcl Da8! og hægt er að svara 16. Hc7 með Hd8. 14. -Dxc8 15. Dxd4-Rf6! Annar möguleiki var 15. -Bf6 16. Dd2 Bxb2 17. Dxb2 Db7 og staðan er jöfn. 16. Hcl-Da6 20. Dd4-Ba3! 17. e3-Dxa2 21. Bxa3-Dxa3 18. Rd2-Bc5 22. Hc7-Bxg2 19. De5-Bd6 23. Kxg2-h6 Hvítur hefur nú fórnaö peöi án þess að hafa sýnilegar bætur fyrir. Staða Shorts kann að hafa knúið á þessa lausn. 24. Rc4-Dxb3 25. Hxa7-Dc2 26. Re5 Ekki 26. Rxb6 Re4 og vinnur létt. LÁRUS JÓHANNESSON í abcdefgh Opnar e-línuna með tempói. 23. -Bxg4 24. Bxg5! o.sfrv. Svartur gafst því upp. Á næsta borði tefldu saman Speelman og Karpov. Sú skák þróaðist á allt annan veg. Hvítt: Speelman Svart: Karpov Drottningarindversk vörn 1. Rf3-Rf6 5. 0-0-Be7 2. c4-b6 6. Rc3-0-0 3. g3-b6 7. b3 4. Bg2-Bb7 Eftir 7. d4 er komin upp hefð- bundin staða í þessari byrjun en hana þekkir Karpov mjög vel. Speelman reynir að sniðganga þekktar leiðir, vandinn er bara sá 26. -Re4 27. Rd3-Rd2 28. Re5-b5 29. h4-Re4 30. Rd3-Dc4 31. Dd7-Rd2 32. Hc7-De4 33. Kh2-Rf3 34. Kh3-g5 35. hxg5-hxg5 m A abcdefgh Og Speelman gafst upp. Svart- ur hótar g4 og ef 36. g4 þá Rh4 o.s.frv. Föstudagur 25. nóvember 1988 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.