Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 18
Poppstjömu draumi
er dauöur
Bubbi Morthens
tónlist sína og annarra, i
Sænskur plötudómur um
„Serbian flower," sem nýlega
kom út í Svíþjóð byrjar á því að
vitna í Keith Richard gítar-
leikara Rolling Stones. Þar er
haft eftir Richard að 97%
allrar popptónlistar séu léleg.
Bubbi fær hins vegar góða
dóma hjá skríbentnum sem
endar dóminn á því að segja
að „Serbian flower" falli í hin
3%. Bubbi Morthens segist
sjálfur hafa séð eitthvað af
þeim dómum sem birst hafa
um plötuna á Norðurlöndum.
Hann segir suma þeirra góða
og aðra slæma. Honum sé
•helst fundið það til foráttu að
vera of meðvitaður og pólit-
ískur. Það sé að vísu ágætis
dómur að hans eigin mati en
öðru máli gegni um þá sem
hugsi út frá markaðssjónar-
miði. Bubbi er nýkominn frá
Svíþjóð þar sem hann og
Cristian Falk úr Imperiet á-
kváðu að stofna hljómsveit
saman sem byrjar að spila í
endaðanjanúar. Þeireru þeg-
ar farnir að undirbúa næstu
plötu og ákveðið hefur verið
að Þorsteinn Magnússon gít-
arleikari verði með um borð.
Þá er að koma út plata með
Bubba og Megasi í næstu viku
þannig að það var ekki út úr
korti að spjalla lítillega við
Bubba.
Cristian Falk ætlar að vera
með þér í bandi, hvenær fer það
af stað?
Já, hann ætlar að vera með en
ég veit ekki alveg hvenær við för-
um af stað. Við ætlum að byrja að
vinna í lok janúar að nýrri plötu.
Þorsteinn Magnússon gítarleikari
verður með okkur á þeirri plötu
og verður líklega með í bandinu
líka. Planið er að túra og kynna
eitthvað af Serbian flower en við
erum spenntari fyrir því efni sem
við erum að vinna núna. Við
erum komnir með 4 lög, þetta
verður svona rokk í þyngri kant-
inum. Utgangspunkturinn verð-
ur „Meskalin“ og „Six a clock in
the morning" á Serbian flower.
Þegar þú varst á ferðinni með
Imeriet í Svíþjóð í sumar tróðstu
upp einn með kassagítar, var það
ekki svolítið djarft?
Jú, en verður maður ekki að
tefla djarft? En annars var þetta
fínt. Fyrstu þrennir tónleikarnir
fóru í það að fatta hvers konar
áhorfendur þetta voru og venjast
þessum fjölda af fólki en síðan
var þetta ekkert mál. Ætli maður
hafi ekki spilað fyrir 150 þúsund
manns í túrnum, sem svarar til
rúmlega helmings íslensku þjóð-
arinnar.
Bláir draumar
Þið Megas eruð að koma með
plötu sem heitir „Bláir draumar,“
hvar seturðu hana inn í þitt kort?
Hvergi, ég hef aldrei gert
svona plötu áður. Það
skemmtilegasta við þessa plötu er
að maður var laus við allt stress,
þetta er plata meira ánægjunnar
vegna. Mig hefur alltaf langað til
að prófa þetta form, jass og blús ■
og er mjög sáttur við útkomuna.
Ég heyrði hins vegar sagt, sem
lýsir kannski einhverju, að sumir
hefðu haldið að þetta væri önnur
„Fatlafólsplata“ og þeir hjá
Steinum hafa sagt að þetta sé
ekki söluplata, þetta sé bömmer-
plata, léleg plata vegna þess að
hún sé ekki dæmigerð söluplata.
Ég held að fólk kunni hins vegar
að meta þetta, að maður sé að
reyna að gera aðra hluti en dæmi-
gert listapopp. Þetta getur verið
erfið plata þannig séð að dreifing-
araðilarnir fíli hana ekki og þá
kemur það til með að bitna illa á
okkur í Gramminu. Ef þeir fí-
l‘ana taka þeir henni betur en
mér skilst að þeir fíli þessa plötu
ekki neitt þannig að hún gæti lið-
ið fyrir það.
Ég er búinn að spila mikið und-
anfarið og bæði aðsókn og við-
tökur sýna annað. En við megum
ekki gleyma því að dreifingarað-
ilar eru mjög sterkur hlutur og
þegar til dæmis einn aðili hefur
samninga við stóra markaðinn í
Reykjavík og skammtar honum
plötur getur það auðvitað bitnað
á plötu okkar Megasar, ef hann
fílar ekki plötuna, því miður.
Auðvitað vil ég að platan seljist
en ég vil að hún geri það með
mínum formerkjum en ekki ein-
hverra annarra, sem er það sem
ég hef alltaf reynt að gera og
fengið orð í hausinn fyrir það að
vera hrokagikkur og monthani.
Finnst þér þú vera kominn í þá
stöðu að fólk vilji alltaf fá það
sama frá þér, eins og gerist oft
með vinsæla tónlistarmenn?
Það má vel vera að það sé ætl-
ast til þess en ég geri það ekki.
Hins vegar getur þú fundið
endurtekningar hjá mér alveg frá
byrjun til dagsins í dag í mismun-
andi stílbrigðum. „Aldrei fór ég
suður,“ textinn á Dögunarplöt-
unni hefði þess vegna getað verið
á „ísbjarnarblús". Og ég er að
gera texta núna sem heitir „Sagan
er að endurtaka sig“ og fjallar um
það þegar síldin hvarf. Það er
alltaf ákveðið þema hjá mér,
meira að segja ástartextar mínir,
ef við getum kallað þá það, hafa
haft mjög svipaða liti í gegnum
tíðina. En tónlistarlega séð hef ég
reynt að fara aðrar leiðir í flestum
tilvikum og reynt að gera
eitthvað annað en kannski ætlast
er til af manni.
Nú virðist mikið vera að gerast
hjá íslenskum tónlistarmönnum
erlendis, Sykurmolarnir gera það
gott og Eiríkur Hauksson er að slá
í gegn með sinni hljómsveit.
Hvcrnig sérð þú þessa úthlið á
þér, ertu meðvitað að stefna á
frægð og frama?
ísland verður alltaf númer eitt
hjá mér en ég held að það sé
hverjum og einum hollt að sækja
sér nýja hlustendur og reyna fyrir
sér á nýjum markaði. Ég held að
þetta sé mjög eðlilegt. „Vængja-
sláttur í þakrennu" eftir Einar
Má var að koma út í Svíþjóð svo
ég nefni dæmi, og ég sé því ekkert
til fyrirstöðu ef menn nenna og
geta, að þeir reyni fyrir sér í út-
löndum. Þú verður að sjálfsögðu
að hafa eitthvað fram að færa til
þess að það sé hlustað á þig.
Þannig að ég held að það sé eðli-
legt að maður reyni fyrir sér í út-
löndum, sérstaklega í Skandin-
avíu, spili þar og túri. Ég held að
maður sé nokkurn veginn búinn
að losa sig við poppstjörnu-
draumana sem blunduðu í
manni. Ég held að ég sé ekki
nógu góður söngvari til þess og
hafi heldur ekki útlitið í það. Ég
get hins vegar unnið með markað
og lifað á því. En ég held að þessir
klassísku poppstjörnudraumar
hafi horfið með tíð og tíma. Mað-
ur hefur meira einbeitt sér að því
að vanda það sem maður er að
gera.
Ertu í svartsýniskasti? Þú hef-
ur hingað til verið talinn með
betri söngvurum landsins?
Ja, David Bowie hefur alltaf
sagt að honum þætti hann lélegur
söngvari þó öðrum þyki hann
góður. Mér sjálfum hefur aldrei
þótt ég góður söngvari, ég er
ágætis túlkandi og get skilað því
sem ég geri sjálfur. En frá radd-
legu sjónarmiði held ég að ég sé
enginn afburðasöngvari, svona
hreint út sagt. En það sem ég geri
gerir enginn annar en ég. Þess
vegna hef ég farið út í það að
semja sjáifur, þar sem ég hef ekki
treyst mér til að syngja annarra
lög nema með örfáum undan-
tekningum. Nei, ég held að þetta
sé engin svartsýni, bara raunsæi.
Auglýsi ekki
kartöfluflögur
Þú kemur hér inn á samstarf
með öðrum. Ég hef einmitt tekið
eftir því að þú hefur ekki gert
mikið af því, eins og algengt er á
Islandi, að troða upp á plötum
annarra. En þú hefur tvívegis
verið með Rúnari Þór, Sverri
Stormsker og Gauja, af hverju
þessir aðilar?
Mér finnst þeir bara miklu
merkilegri en obbinn af popp-
bransanum, með fullri virðingu
fyrir öllum hinum. Ég vel auðvit-
að persónulega þá menn sem ég
tel að sé einhvers virði að vinna
með. Ég veit að hálfur bransinn
hefur hlegið að Rúnari Þór en ég
tel hann oft á tíðum vera að gera
miklu merkilegri hluti en margir
aðrir. Sverrir Stormsker er frík
og sérkennilegur karakter, ég
kann mjög vel við Sverri og hafði
gaman af því að syngja þetta lag
með honum. Ég hef líka sungið
með Bjarna Tryggva og Gauja en
þessir fjórir aðilar hafa aldrei
meikað það að Sverri undan-
skildum, kannski vegna þess að
ég hef sungið með þeim.
Þessir strákar standa mínum
heimi nær. Ég hef gert eina svona
popparaundantekningu þegar ég
söng „Braggablús" eftir Magnús
Eiríksson. Gunni Þórðar sá um
það og gerði vel en hefði þetta
verið annað lag hefði ég sagt nei.
Braggablús var alltaf uppáhald
hjá mér í gamla daga, þannig að
ég sló til. En almennt reyni ég að
forðast þessa hluti alveg eins og
ég auglýsi ekki myndbandstæki,
kartöfluflögur eða eitthvað í
þeim dúr sem ég held að eyðileggi
ferilinn hjá manni. Þó ég geti
sennilega haft betur upp úr því en
tónlistinni en þá getur maður líka
bara hætt að búa til tónlist og far-
ið að auglýsa.
Hvernig finnst þér tónlistarlífið
vera í dag eftir að vera búinn að
vera á fuliu gasi í 9 ár í þessu
sjálfur?
Ég er voðalega ánægður með
Ham og Risaeðlurnar sem mér
þykir ferlega góð hljómsveit. Ég
er kannski mest ánægður með
Langa Sela og skuggana. Syk-
urmolarnir eru búnir að sýna sig
og sanna, ég er ánægður með þá.
Nú Gildran, ég gef henni plús al-
veg óhræddur og Svarthvítur
draumur var í miklu uppáhaldi
hjá mér. Þetta sýnir kannski
hversu þröngsýnn ég er. Ég
hlusta ekki á hitt. Mér finnst
Sverrir hafa verið að gera góða
hluti, stundum. Og gleymum
ekki Bjartmari, hann er að gera
góða hluti. Hann er glúrinn laga-
smiður og textarnir hans eru
skemmtilegir.
Með Rúnari Þór söngstu síðast
inn á plötu sem hann gefur SÁÁ?
Ég var bara að borga mína
skuld.
En þessi plata hefur ekki
gengið eins vel og aðrar góðgerð-
arplötur sem hafa verið gefnar út
hér á landi?
Það er af því að þetta er Rúnar
Þór, ég staðhæfi það. Menn virð-
ast bara ekki ffla Rúnar Þór.
Þessi plata er heldur ekki spiluð.
Kanr.ski er bara hallærislegt að
vera edrú, ég veit það ekki, ég á
enga skýringu á þessu. Þetta er
miklu meira en furðulegt, það
eru mörg fín lög á þessari plötu.
Ég held að Rúnar Þór eigi ekki
upp á pallborðið hjá þessum 12
tommutöffurum á útvarpsstöðv-
unum. Sólóplötur Rúnars Þórs
hafa ekki verið sterkar, en allt í
lagi. En þessi plata er mjög góð,
ekki bara af því að þetta er SAÁ-
plata, heldur vegna þess að hún
er vönduð. Kannski vantar þenn-
an hittara sem virðist þurfa að
vera á öllum plötum til að fá spil-
un, því miður.
Hvar fínnst þér að þér hafi tek-
ist best til á þínum ferli?
Það sem mér hefur tekist best
er að halda mínu og því sem ég er,
en ég á mér enga uppáhalds plötu
sem slíka. Mér leiðist að vinna í
stúdíói og þykir skemmtilegast að
spila. Það er aldrei að vita nema
ég setji saman band hérna heima
en það er ekki ólíklegt að ég komi
með bandið í Svíþjóð hingað
heim.
Samstarf ykkar Cristians Falk,
hvernig gengur það?
Við erum mjög líkir en um leið
ólíkir. Hann ér „alt mulig man,“
getur spilað á öll hljóðfæri, er
klár í stúdíói og góður útsetjari.
Ég kem með grunnana, textana
og syng. Við höfum meira að
segja mjög svipaðan bakgrunn þó
hann hafi aldrei verið frystihúsa-
þræll. Cristian er einn ljúfasti
maður sem ég hef kynnst, mjög
heiðarlegur strákur og mikil
manneskja. Hann er einn af fáum
mönnum sem ég hef kynnst sem
hefur meira af því góða en hinu.
Það er ekkert of mikið af slíku
fólki. Þetta er greindur strákur og
klár og hefur þennan hæfileika að
geta gert alla þessa hluti, sem er
ekki lítið.
Ég fór og heimsótti Imperiet á
hótel hér í Reykjavík þegar þeir
voru að spila hér. Þeir voru allir
illa þunnir nema Cristian. Við
fórum saman í bæinn og dópuð-
um heilan helling í eina viku.
Hann varð eftir og þá ákváðum
við að vinna saman, það yrði bara
að finna stað og stund. Ég tek
skýrt fram að hann er edrú í dag
og er búinn að vera það lengi og
er jurtaæta. Þannig að samstarf
okkar gæti ekki verið betra hvað
þetta varðar líka, þar sem við
erum báðir streitistar og vinnum
út frá þeirri formúlu.
Við kynntumst á sukki en svo
þróaðist þetta og ég fór að fara út
og fór síðan á samning hjá fyrir-
tæki Imperiet og við Cristian fór-
um að vinna saman og gera músík
saman.
Leiðist í stúdíói
Friðrik Þór hefur verið að
filma þig í heimildarmynd,
hvernig gengur sú mynd?
Hann er búinn að vera að því í
4-5 ár og þeir eru orðnir margir
klukkutímarnir sem hann hefur
filmað. Síðast tók hann upp heila
tónleika á Hótel íslandi. Ég
skipti mér ekkert af þessu. Hann
filmar og filmar og kannski verð-
ur myndin til eftir 10 ár og þá á
hann 15 ára efni og þá sjá menn
hvernig ég hef elst og hvernig ég
hef þróast. Ég veit ekkert hvað
hann er að pæla enda er þetta
alfarið hans. Þetta er efni alveg
frá því hann gerði Rokk í Reykja-
vík.
Þú varst að skrifa Ijóð fram
eftir morgni, hefur þér aldrei
dottið í hug að gefa út bók eða
skrifa þína eigin sögu?
Jú, jú það kemur sjálfsagt að
því einhverntíma að ég skrifa
mína sögu. En ég hef aldrei hugs-
að um að gefa út ljóðabók. Eg
skrifa svolítið af prósa fyrir sjálf-
an mig. Ég gef kannski út texta-
bók með nótum og gripum.
Popp, dóp
og skítkast
Samræmist það ímynd á
popparans að vera edrú?
Já, ég hef trú á því að poppara-
ímyndin sé að breytast. Ég vona
það alla vega. Því miður virðist
það þó vera hefð, alla vega úti í
heimi, að dóp og poppmúsík fari
saman. En mér virðist þetta vera
að breytast, sérstaklega hérna
heima. Það hefur átt sér stað
mikil breyting hér síðustu tvö
árin. Menn í poppbransanum
virðast leggja meira upp úr heilsu
og því að fara vel með sig. Það er
alla vega mín reynsla.
Þú dópaðir andskotanum
meira að eigin sögn, hvernig leið
þér?
Yfir höfuð var þetta fínn tími.
Ég skemmti mér mjög vel og sé
ekki eftir mínútu. Ég var bara í
þessu og það var full vinna. Svo
kom sá tími að ég gat ekki dópað
meira og sá tími var bölvanlegur.
Maður getur dópað í einhvern
tíma í góðum fíling, en ef þú gerir
það daglega og mikið þá fyrr eða
seinna kemur þú að þeim
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988