Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 7
Blaðamaður ræðir við Guðmundu Helgadóttur en hún er ein af fyrstu
búsetunum að flytja inn í búseturéttaríbúð. Myndin er tekin í fjölbýlis-
húsi Búseta í Grafarvogi, í stofunni í þriggja herbergja íbúð á annarri
hæð. Guðmunda fær sjálf afhenta eins íbúð 1. desember nk.
Einkavæðingin
er vitleysa
Heimir Ingimarsson: Fyrstu búsetarnir á
Akureyri gœtuflutt inn á nœsta ári
Búsetamenn hafa gert víð-
reist að undanförnu og kynnt
húsnæðissamvinnufélags-
formið fyrir ráðamönnum víða
á landsbyggðinni og hefur
komið í Ijós mikill áhugi og eru
nú undirbúningsnefndir víða
starfandi við að undirbúa
stofnun búsetafélaga. Á
þremur stöðum á lands-
byggðinni eru þegar starfandi
búsetafélög, á Akureyri, í Árn-
essýslu og í Borgaríirði. Við
höfðum samband við Heimi
Ingimarsson, hjá Búseta á
Akureyri.
Heimir sagði að félagið hefði
verið stofnað árið 1984 og gengu
þá um 130 manns í félagið.
Búseti á Akureyri hefur lagt
inn gilda umsókn fyrir 12 íbúðir
hjá Húsnæðisstofnun og að sögn
Heimis er nú verið að ganga frá
tilskildum gögnum til þess að
senda stofnuninni. Þeir hafa
leitað til byggingaaðila á Akur-
eyri og kannað hvaða íbúðir eru í
framboði núna og á næstunni, því
félagið hyggst ekki ráðast í ný-
byggingu heldur kaupa tilbúið
húsnæði. I ljós hefur komið að
rúmlega 150 íbúðir eru og verða á
sölu á næsta ári, þannig að fram-
boðið er nægilegt. Nú er verið að
kanna það sem í boði er og bera
saman verð og annað svo hægt sé
að gera kaupsamning fljótlega,
með nauðsynlegum fyrirvörum
t.d. um að félagið fái fyrirgreiðslu
hjá Húsnæðisstofnun fyrir þess-
um 12 íbúðum.
Það er vel hugsanlegt að fyrstu
búsetarnir á Akureyri flytji inn á
næsta ári.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
það að búseturéttarfyrirkomu-
lagið hentar landsbyggðinni bet-
ur en kaupleiguíbúðirnar. Kvað-
irnar um fjármögnun í
kaupleigunni eru sveitarfélögun-
um mjög erfiðar, fyrir utan það
að ég á ekki von á að fólk úti á
landi kjósi að kaupa íbúðirnar
eftir fimm ár einsog kaupleigan
býður upp á þar sem markaðs-
verð á íbúðum er mjög lágt á
landsbyggðinni. Hér á Akureyri
er t.d. markaðsverð á eldra hús-
næði um 70% af byggingarkostn-
aði.
Það er því ljóst að kaupleigu-
kerfið verður fljótlega ofviða
sveitarfélögunum. Þá er ljóst að
fyrirtækin munu ekki heldur ráða
við þetta einsog ástandið er í dag.
Búseturéttarkerfið sækir hins-
vegar 15-30% af kaupverðinu til
búsetans. Takist okkur að fá fólk
inn á þá hugsun að það sé ekkert
unnið með því að eiga íbúðina á
pappírnum og undirbyggjum
þetta af skynsemi, þá er ég ekki í
neinum vafa um að búseturéttar-
fyrirkomulagið er komið til að
vera. Það er vissulega engin þörf
á því lengur að geyma peninga í
steinsteypu. Einkavæðing hús-
næðis er vitleysa sem er komin í
ógöngur."
-Sáf
Búseta-
húsið
Hús Búseta að Frostafold
20 stendur efst á Grafarholti
og er útsýni gott til allra átta.
Sérhver íbúð er með svalir í'
suðurátt og lýsingu úr tveimur
áttum. Það var Valdimar
Harðarson, arkitekt, sem
hannaði húsið, en vertakafyr-
irtækið Hagvirki sá um allar
framkvæmdir.
Húsið er níu hæðir og í því eru
46 íbúðir, þar af 16 tveggja her-
bergja íbúðir 62 fermetrar að
stærð, 15 þriggja herbergja íbúð-
ir, 78 fermetra stórar og 15 fjög-
urra herbergja íbúðir 88 fermetr-
ar að stærð.
Á fyrstu hæð hússins eru tvær
íbúðir og geymslur. Sex íbúðir
eru svo á hverri hæð utan á 9. hæð
því þar eru tvær íbúðir, samkom-
usalur fyrir íbúa hússins og þvott-
ahús. Þar eru einnig stórar svalir
og er útsýnið þaðan frábært í einu
orði sagt, Reykjanesið, Bláfjalla-
hringurinn, Mosfellsheiðin,
Esjan, Akrafjall og sundin blá.
Verðið á íbúðunum er mjög
lágt, enda gætt hagkvæmni í alla
staði við byggingu hússins. Þann-
ig kostar tveggja herbergja íbúð
rúmar 3,6 miljónir kórna, þriggja
herbergja íbúð rúmar 4,5 miljón-
ir og fjögurra herbergja íbúð
rúmar 5 miljónir króna.
Búseturéttur í tveggja her-
bergja íbúð er 543 þúsund og
mánaðargjaldið er rúmar 11 þús-
und krónur. Búseturéttur í
þriggja herbergja íbúð er 685
þúsund krónur og mánaðargjald-
ið er 14 þúsund krónur. Búsetur-
éttur í fjögurra herbergja íbúð er
761 þúsund krónur og mánaðar-
gjaldið 15,6 þúsund krónur.
-Sáf
Draumurinn
sem rættist
Rœtt við Guðmundu Helgadóttur, sem er einn þeirra búseta
semflyst inn ífjölbýlishúsið í Grafarvogi í byrjun desember
Það var mikið um að vera í
blokk Búseta að Frostafold 20
í Grafarvogi, þegar okkur bar
að garði, enda fáir dagar þar
til fyrstu búsetarnirfá afhentar
íbúðir sínar. Ein lyfta er í hús-
inu og var hún á ferð og flugi.
Málarar, dúklagningamenn,
rafvirkjar, smiðir og fulltrúar
annarra iðngreina þutu íbúð
úr íbúð að leggja síðustu hönd
á fráganginn. Alls munu um
sjötíu manns hafa verið að
störfum í húsinu þessa síð-
ustu daga, en húsið verður af-
hent fullfrágengið á morgun,
laugardag.
Við vorum þarna staddir til
þess að spjalla við Guð-
mundu Helgadóttur, en hún er
einn þeirra búseta, sem fá
íbúð afhenta um mánaðar-
mótin. Guðmunda hefur verið
með í Búseta frá stofnun hús-
næðissamvinnufélagsins fyrir
fimm árum og setið lengst af í
stjórn þess. Nú er hún í undir-
búningsstjórn húsfélagsins
að Frostafold.
„Við erum að vinna að því
að setja saman húsreglur,
auk þess sem við erum að
koma saman reglugerð um
búseturéttarformið, en slík
reglugerð er ekki til.“
Enginn íburður
Guðmunda sýndi okkur eina
íbúðina í húsinu, en sú íbúð hafði
verið innréttuð með húsgögnum
frá IKEA til bráðabirgða. „Það
er enginn íburður hérna, en eins-
og sjá má er þetta mjög þokkaleg
íbúð.“
Það er hverju orði sannara.
íbúðirnar eru 2ja, 3ja og fjögurra
herbergja að stærð og öllu hagan-
lega fyrirkomið. Það sem þó vek-
ur mesta eftirtekt er útsýnið sem
íbúarnir munu njóta, því húsið
stendur hátt og ekkert sem
skyggir á.
Guðmunda sagði að vonleysi
hefði oft gripið um sig meðal fé-
laganna á þeim 5 árum sem liðin
eru frá því að Búseti var stofnað-
ur 26. nóvember 1983.
„Okkur finnst einsog núna sé
draumurinn, sem stundum var
líkastur martröð, að rætast. Það
að þetta skuli vera svona langt
komið er eingöngu að þakka
ótrúlegri seiglu og fórnfúsu starfi
þeirra einstaklinga sem hafa ver-
ið í forsvari fyrir Búseta og ég
held að ég halli ekki á neinn þó ég
nefni Reyni Ingibjartsson sér-
staklega."
Óöryggi
leigjandans
Guðmunda hefur búið í leiguí-
búð fram til þessa fyrir utan stutt
skeið áður en hún skildi við eigin-
mann sinn, en þá áttu þau íbúð í
verkamannabústað.
„Það skiptir mig engu máli
hvort ég á íbúðina á pappírnum ef
ég fæ að vera í friði heima hjá
mér. Ég hef búið í leiguhúsnæði
obbann af minni ævi. Eftir að ég
skildi hef ég nokkrum sinnum
sótt um íbúð í verkamannabústað
en ætíð fengið synjun.
Það fylgir því mikið óöryggi að
búa í leiguhúsnæði. Áður fyrr,
þegar börnin mín voru enn ung,
þurfti ég að flytja mjög oft,
jafnvel árlega, þannig að þetta
var gífurlega erfitt og fylgdi því
mikið öryggisleysi, einkum fyrir
börnin. Nú vona ég að ég fái að
vera í friði hér til elliáranna og
reikna fastlega með því, þar sem
munurinn á búseturéttarforminu
og sjálfseignarforminu er lítill
sem enginn. Eini munurinn er sá
að þú átt ekki íbúðina á pappírn-
um heldur bara búseturéttinn og
sá réttur erfist til barnanna,"
sagði Guðmunda Helgadóttir.
-Sáf
DAIHATSU VOLVO
VETRARSKOÐUN
í Þjónustumiðstöð, Bíldshöfða 6
Vetrarskoðun frá kr. 4.515,- til kr. 5.343,-
Ný símanúmer Skrifstofa & söludeild 68-58-70 ★ Vélarþvottur ★ Hreinsuð geymasambönd ★ Mæling á rafgeymi ★ Mæling á rafhleðslu ★ ísvari settur í rúðusprautu ★ Stillt rúðusprauta ★ Skipt um kerti ★ Skipt um platínur ★ Mæling á frostlegi ★ Vélarstilling ★ Ljósastilling Ný símanúmer Skrifstofa & söludeild 68-58-70
Verkstæði 673-600 ★★★ Efni ekki innifalið Verkstæði 673-600
Varahlutir 673-900 Varahlutir 673-900
Brimborg hf., Bíldsh öfða 6
Daihatsu — Volvo
Nýtt símanúmer: 673-600
Föstudagur 25. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA7