Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 32
FORLAGIÐ KYNNIR
Guðbergur Bergsson
TRÚIN, ÁSTIN OG EFINN
Minningar sr. Rögnvalds Finnbogasonar
á Staðastað.
Séra Rögnvaldur hefur komið víða við í lífinu
og séð tímana tvenna. Hér rifjar hann upp
æsku sína í Hafnarfirði, háskólaárin og fyrstu
prestskaparár sín í tíð kalda stríðsins. Séra
Rögnvaldur segir frá af hispursleysi - hvort
heldur hann ræðir þær róttæku lífsskoðanir
sem hann hlaut í veganesti í foreldrahúsum eða
efasemdir sínar og innri togstreitu þegar hann
stendur reynslulaus frammi fyrir ábyrgð
prestsins. Inn í þessa margslungnu sögu
fléttast ástir og tilfinningamál næmgeðja
manns og tæpitungulausar lýsingar á samferða-
mönnunum - ávirðingum þeirra og mann-
kostum. Frásögnin ólgar af fjöri og kankvísi
þótt undiraldan sé þung og þrungin alvöru.
Toni Morrison
ÁSTKÆR
Sethe er strokuþræll sem flúið hefur með
börnum sínum undan kvölurum þeirra. Til að
forða dóttur sinni frá því að hljóta örlög
þrælsins, deyðir hún hana. En frelsi kaupir
enginn með dauðanum og minningin ásækir
Sethe alla tíð - minningin um dótturina sem
ekki á sér annað nafn en það sem letrað var á
legstein hennar - Ástkær. Bókin hlaut
Pulitzer-verðlaunin á þessu ári og sjaldan hefur
bandarískt skáldverk hlotið jafn einróma lof
gagnrýnenda sem telja söguna einstætt
listaverk. Hún er ógleymanlegur vitnisburður
um hugrekki, baráttu og kvöl undirokaðra
manna, borin uppi í senn af djúpri heift og
óvenjulegri, ljóðrænni fegurð. Úlfur Hjörvar
þýddi.
Sigurður Á. Friðþjófsson
ÍSLENSKIR UTAN GARÐSUN GLIN G AR
Vitnisburður úr samtímanum.
Frásagnir af lífsbaráttu óharðnaðra unglinga
sem kiknuðu undan ofurálagi í lífinu. Sum
hafa farið of geyst, ætt beint af augum án þess
að huga að stefnunni, þar til þau voru komin í
blindgötu sjálfseyðingarinnar. Önnur urðu
fórnarlömb ofbeldis og skeytingarleysis, enn
önnur guldu þess að vera öðruvísi en fjöldinn.
Rætt er við heimilislausa unglinga, kornunga
vímuefnaneytendur, fórnarlömb kynferðis-
ofbeldis, samkynhneigða unglinga, fatlaða
unglinga og ungt fólk sem leiddist út á
afbrotabrautina. Einnig er rætt við þá sem
vinna ráðgjafar- og hjálparstarf. Áhrifamikil
bók sem skírskotar til allra þeirra sem láta sig
mannleg örlög einhverju varða.
LJÓÐ
OGSÖGUR
SIGURÐUR
PÁLSSON
Nína Björk Ámadóttir
HVÍTI TRÚÐURINN
Nína Björk hefur fyrir
margt löngu skipað sér í
fremstu röð íslenskra
ljóðskálda. Hér yrkir
skáldkonan á nærfærinn
og persónulegan hátt um
samband mannanna og
sambandsleysi, hina eilífu
baráttu við óttann og það
óskiljanlega sem býr innra
með hverjum manni. í
heimi óvissunna'r grípur
hún minningar um
augnablik liðins tíma og
leggur þær í ljóð til að
kveikja líf og gleði á ný.
Guðbergur Bergsson
MAÐURINN ER
MYNDAVÉL
Fá skáld eru Guðbergi
snjallari í þeirri list að
varpa nýju og óvæntu ljósi
á veruleikann. Hér
blandast myndir og
minningabrot bernskunnar
sýn skáldsins á íslenskan
samtíma, tíma tilfinninga-
doða og upplausnar, þar
sem sjálfsvirðingin er létt
fundin og lítils metin.
Þessar sögur eru leiftrandi
áminning til þeirrar þjóðar
sem leitar langt yfir
skammt og reynist ófær
um að koma auga á
ævintýrið hið næsta sér.
Sigurður Pálsson
LJÓÐ NÁMU MENN
Skáldið velur sér hvers-
dagsmyndir að yrkisefni og
bregður á leik með þær.
En það er skapheitur og
alvöruþrunginn leikur.
Hér er fjallað um mannlegt
hlutskipti og mannleg
samskipti og höfuðviðleitni
skáldsins er að gefa
orðunum skarpa merkingu
- vinda hvers konar vana-
viðjar utan af tungumálinu.
Ljóð Sigurðar eru árás á
sljóleika hversdagsins,
áskorun um að vakna til
lífsins - vakna til
fegurðarinnar.
Patrick Suskind
ILMURINN
Saga af morðingja
Hann var snillingur í
ilmvatnsgerðarlist en
útskúfaður úr mannlegu
samfélagi og einsetti sér að
skapa þann ilm sem vekur
ást og hylli. Ilmurinn
vakti heimsathygli þegar
hún kom fyrst út á þýsku,
enda í senn sérstætt
bókmenntaverk og
mögnuð spennusaga.
Endurútgáfa í kilju.
4)
FORLAGIÐ
ÆGISGÖTU 10, SÍMI 91-25188
AUK/SlA K507-13