Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 25
mu voru haldnir
serstakir minningartonleikar i
Tunglinu um Steinþór
Stefánsson bassaleikara, sem
varfrægasturfyrir veru sína i
Fræbbblunum. Tónleikarnir
báru yf irskriftina ,Minni
syngurEllýúr
Q4U. En i síðasta Helgarblaði
var birt mynd af Mike Pollock
frá sömu tónleikum, en
myndatexti féll út. Mynd Jim
Smart.-hmp
Rúnar Þór Pétursson heitir
maður og kom fyrst fram fyrir
sjónir og heyrnir alþjóðar þegar
hann kynnti plötu sem fangar á
Litla Hrauni gáfu út fyrir 6 árum
og hann átti mestan þátt í að
hrinda úr vör. Síðan þá hefur
Rúnar gefið út 2 plötur undir
eigin nafni, eina með hljómsveit
sinni Exsplendid og nú plötu sem
er afmælisgjöf til SAÁ, sem Rún-
ar hefur átt mikið við að sælda í
gegnum tíðina. Sú plata kom út
fyrir rúmum tveim mánuðum, og
nefnist Eyðimerkurhálsar, sem
má segja að sé hlýlega kald-
hæðnislegt nafn.
Eyðimerkurhálsar hafa að
geyma 10 lög, þarf af 8 eftir Rún-
ar, 1 eftir Axel Einarsson, sem
auk þess spilar á gítar í tveim
lögum og er upptökumaður
Eyðimerkurhálsa, og loks er eitt
lag eftir Örn Jónsson bassa-
leikara, sem er að vestan eins og
Rúnar. Textarnir eru eftir Rún-
ar, Jónas Friðgeir, Sverri Storm-
sker, Heimi Má og loks ljóð eftir
Davíð Stefánsson, Höfðingi
smiðjunnar. Textarnir flestir eru
um áfengisbölið, þótt ekki sé
beinlínis verið að syngja um
brennivínið sjálft, og því heldur í
dapurlegri kantinum... ekki er
þar með sagt að platan sé einn
grátur og gnístran tanna - frekar
að hún sé alvarleg, en boðskapur-
inn er mannbætandi. Platan hefst
reyndar með því að vekja upp í
okkur ógeð í laginu í fylgd með
fullum þar sem þeir kyrja saman
ógeðfelldan en sannverðugan
texta Jónasar Friðgeirs, Rúnar og
Sverrir Stormsker en textinn á ör-
ugglega eftir að standa vinsæld-
unt þessa ágæta lags fyrir þrifum.
Að lokinni þessari smámynd um
„skemmtanalíf1 fullorðinna á
börum úti, koma tvö bestu lög
plötunnar að mér finnst, Ekkert
rásmark og Tveir menn, ein
kona. í því síðarnefnda syngur
með Rúnari Bubbi Morthens í
ljúfa essinu sínu og Tryggvi Hú-
bner spilar þarna salla vel á gítar-
inn eins og víðar á þessari plötu.
Pétur Kristjáns er líka traustur
með Rúnari í laginu Bara maður,
en of mikið finnst mér lagt á Rak-
el dóttur Axels, og þótt laglínan
sé ágæt, stendur hún ekki undir
lengd Iagsins, og má reyndar
segja það sama um fleiri lög á
þessari plötu, og er þetta reyndar
orðinn algengur kvilli meðal ís-
lenskra poppara... en áfram með
Eyðimerkurhálsana: Hvað snert-
ir lagið FeluSiggi, þar sem líka
eru notaðar barnaraddir, finnst
mér það ekki ganga upp - þar
kemur reyndar líka við sögu
óvandaður söngur þeirra Sverris
og Rúnars; enda þótt lagið sé
fjörugt gengur ekki að sleppa svo
fram af sér beislinu að allur agi
hverfi... Ekki má svo gleyma að
nefna Claydermann-framlag
Rúnars á plötunni - alveg mátu-
lega væmin og falleg píanóball-
aða sem heitir 1.12.’87 og mun
vera fæðingardagur dóttur Rún-
ars. Þá finnst mér Höföingi smiðj-
unnar koma ágætlega út, en það
syngur Egill Ólafsson með Rún-
ari. Því lagi háir þó eitt, sem mér
finnst einmitt vera gegnum gang-
andi galli á plötunni; það er
hljómborðsbakgrunnurinn
hljóðgervði. Rúnar er ábyrgur
fyrir honum í þessu lagi, en í öðr-
um sér um hljóðgervilinn Birgir
Birgisson. Það er ekki endilega
leikurinn sjálfur sem er að pirra
mig, heldur frekar „sándið“ sem
mér finnst hljóma heldur ódýrt...
og skyggir á margt það góða sem
er að finna á plötu þessari. En
ekki er rétt að þusa út í gervi-
hljóðfærið án þess að geta að
góðu þeirra hljóðfæraleikara sem
enn eru ónefndir og koma fram á
Eyðimerkurhálsum: Ásgeir Ósk-
arsson trommar, Jón Ólafsson
spilar á bassa, Hans Þór Jensson
á góðar saxófónrispur og
Steingrímur Guðmundsson fram-
leiðir umhverfishljóð fyrir Höfð-
ingja smiðjunnar.
Það sem verið hefur helsti galli
á plötum Rúnars Þórs fram að
þessu er óvandvirkni á tæknilega
sviðinu og í textagerð. Á Eyði-
merkurhálsum hefur því síðar-
nefnda verið kippt í liðinn, en
eins og áður sagði má kíkja betur
á tæknilegu málin.
-A
Föstudaaur 25. nóvember 1988 wýtt mpi carri afi _ sfna
ANDREA
JÓNSDÓniR
Velkominn
aftur
Jóhann G.
Það er greinilegt að Jóhann G.
Jóhannsson hefur verið að pæla
eitthvað þau ár sem liðin eru frá
því hann gaf út plötu síðast. Nýja
platan hans „Myndræn áhrif“ er
fyrsta rökrétta framhaldið af
„Langspil“ sem kom út árið 1974.
Sú plata var þá og er enn ein af
bestu plötum sem gerðar hafa
verið á klakanum. Þær plötur
sem seinna komu, „Mannlíf" og
„íslensk kjötsúpa" voru engan
veginn í samhengi við Langspil,
þótt vissulega hefði mátt finna á
þeim ágæt lög.
„Myndræn áhrif“ er á allan
hátt vönduð plata og gefur ís-
lensku rokklífi vídd sem ekki hef-
ur verið fyrirferðarmikil á þeim
bæ. Lög sem virka strax vel eru
„Um vin“, „Þjóðfélagsblús“ og
„Smá jákvæðni". „Um vin“ er
stórborgarrokkari í anda Brian
Ferry. Textinn gæti orðið væm-
inn við rólegra lag en sleppur í
þessu lagi með taktinum.
„Þjóðfélagsblúsinn" er þéttur og
skemmtilegur og sú þjóðfélags-
greining sem í honum felst er eins
og sprottin út úr sólbrenndum
skallanum á timbruðum íslend-
ingi nýkomnum frá Spánar-
strönd. „Mönnum er refsað fyrir
dugnað og þor/á flestum sviðum
stigin ógæfuspor/meiri skattar og
hærri gjöld/einu úrræði þeirra
sem sitja við völd.“ Þessi hending
úr textanum minnir á fjárlaga-
ræðu Ronals Reagan og kvöld-
bæn Þorsteins Pálssonar. Sem-
sagt ágætur blús.
Fleira er gott á þessari plötu,
hún er skemmtileg viðbót við það
litróf sem hefur verið að myndast
undanfarin ár hér á klakanum.
Helsti veikleiki plötunnar eru
að mínum dómi textarnir sem
sleppa þó ansi oft vegna lagsins.
Kannski er það vegna þess að í
þeim er oftar en ekki lýst bömm-
erum sem trufla mitt andborgara-
lega hjarta. En þegar Jóhanni
tekst best til í textagerðinni er
hann einlægur, fjallar um sjálf-
sagða og almenna speki, eins og
til dæmis í „Sláð’ ekki á útrétta
hönd“. Sleypt kommbakk hjá Jó-
hanni. -hmp
1 + 1 = Sólskin
HEIMIR MÁR
I PÉTURSSON
Síöan skein sól er hljóm-
sveit sem hefur verið til um
nokkurt skeiö í hugarfylgsn-
um þeirra sem stunda tón-
leika. Eitt er líka nokkuö ör-
uggt aö unnendur fjörugra
tónleika koma sjaldan sviknir
af tónleikum Sólarinnar.
Fyrstu breiöskífu hljóm-
sveitarinnar hefur verið beðiö
meö nokkurri eftirvæntingu
og nú hefur hún litið dagsins
Ijós.
Síðan skein sól er skipuð
tveimur fyrrum meðlimum Graf-
íkur og má víða heyra óm þeirrar
fortíðar á plötunni en þeir Helgi
Björnsson söngvari og Jakob
Magnússon bassaleikari hafa
unnið vel úr þessari fortíð sinni.
Sólin er mun hrárri en Grafík og
nýtur Jaggerísk geggjun Helga
sín betur með Sólinni en hún fékk
að gera eða gerði með Grafík. En
lengra nær samlíkingin við Grafík
ekki.
Sólin er bræðingur úr fleiri
hljómsveitum. Jakob hittir hér
fyrir æskuvin sinn Eyjólf Jó-
hannsson sem spilaði á gítar með
Jakobi í Tappa tíkarrassi.
Trommuleikarinn Ingólfur Sig-
urðsson lamdi áður húðir með
Rauðum flötum og gerir það með
ágætum á nýju plötunni.
Tónlistin á Síðan skein sól er
ferskt hressileika rokk. Ég hef
gjarnan kennt Helga við Jagger
og kannski er tími til kominn að
skýra þá kenningu. Á sviði
ntinnir Helgi á þetta gamla rokk-
tröll. Hann þeytist um svið og sali
og hefur uppi látbragð sem þeir
einir geta sem hafa gaman af því
sem þeir eru að gera. Helgi er
heldur ekki raddmikill söngvari
en það veit sjálfsagt enginn betur
en hann sjálfur. Eins og rokkt-
röllið notar hann hins vegar það
sem hann hefur og gerir það vel.
Það er líka auðheyrt að Rolling
Stones hljómar hafa oft leikið um
hamar og steðja innra eyra
Helga.
Frá vinstri: Eyjólfur, Ingólfur, Helgi og Jakob, öðru nafni Síðan skein sól.
En Helgi er ekki einn undir sól-
inni. Lagasmíðarnar eru skrifað-
ar á hljómsveitina alla og án allra
málalenginga eru þetta vel-
heppnaðar smíðar. Rokkið er
Jakobi í blóð borið. Bassaleikur
hans er öruggur og hann er ekk-
ert að fara Krísuvíkurleiðina að
hlutunum með óþarfa slaufum.
Gítarleikur Eyjólfs er smekk-
legur og yfirkeyrir aldrei eins og
svo oft vill koma fyrir hjá jafnvel
bestu gítarleikurum. Eyjólfur
lítur greinilega á sig sem einn af
hljóðfæraleikurum hljómsveitar-
innar en ekki sem guðsútvalinn
sólóbrjálæðing. Ingólfur er
sömuleiðis trommuleikari í fram-
för. Þau skipti sem ég heyrði
hann spila með Rauðum flötum
var hann fullur af krafti æsku-
mannsins, en barði húðirnar þó
af öruggum djöfulmóð. Á þessari
plötu sýnir hann að fágun
reynslunnar er farin að lauma sér
í kjuðana.
Upptökustjórn er í höndum
Tony nokkurs Clarks. Hann á
feril að baki í hinu fræga Abbey
Road stúdíói, hvar the Beatles
tóku upp meistarastykki sín.
Hann hóf sín störf í stúdíóinu
tveimur árum fyrir andlát The
Beatles. Það er af hinu góða þeg-
ar íslenskir tónlistarmenn sækja
aðstoð út í heim. Þeir sem fást við
upptökustjórn hér á landi eru
ekki svo margir og mér sýnist
Clark hafa skilað af sér upp-
tökum sem eru „opnari“ en
gengur og gerist hér á landi og
hann lætur alla meðlimi hljóm-
sveitarinnar njóta sín. Þannig á
það að vera.
í heild er Síðan skein sól á ferð-
innimeðgóðaplötu. Þeireruhin-
ir skemmtilegustu á tónleikum og
því ekki úr vegi að skella sér í
Tunglið í kvöld þar sent sveinarn-
ir verða með tónleika. Þar ntunu
grundvallaratriði stærðfræðinnar
vafalítið hljóma úr barka Helga;
1 + 1 eru jú ennþá 2.
-hmp
Eyðimerkurhálsar
kveða sér hlióðs
D/íGURMAL