Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 23
miklu víðara, einstök blanda af
gamansemi, undarlegum uppá-
tækjum, skáldskap, heimspeki og
lífsvisku. í sýningunni er þetta
stutt með túlkun Lottu, sem er
létt í lund, skopleg jafnvel, og
úrræðagóð og gjöful í hjálpsemi
sinni, alltaðþví Pollíönnuleg.
Pótt sú túlkun dragi talsvert úr
grimmd leiksins og persónan glati
þunga fyrir bragðið, háði sínu og
svartsýni, þá er túlkunin sam-
kvæm hjá leikurunum og þó eink-
um hjá Önnu Kristínu sem sýnir
hér vel hvað í henni býr. Víða
þróast sýningar á leiknum á þann
veg að Lotta verður stjörnuhlu-
o X
£ *
UU m.
PALL BALDVIN
BALDVINSSON
tverk sem varpar skugga á aðra
leikendur, en hér hefur sýningin
náð fínu jafnvægi og leikendur
allir, tólf í nær þrjátíu hlutverk-
um, vinna sitt af stakri prýði.
Sum hlutverkin eru vissulega
kostulegar steríótýpur og þurfa
því grófa drætti, en önnur rísa
langt yfir það og er ánægjulegt að
sjá örugg og skapandi tök á stór-
um og smáum persónum. Nefni
ég sérstaklega frammistöðu Sig-
urðar, Guðlaugar Maríu, Maríu
Sigurðardóttur, Árna Péturs,
Ellerts og Róberts. En Anna
Kristín ber meginþungann af sýn-
ingunni og hnýtur hvergi í
leiknum, leysir hlutverkið fallega
í hreyfingum og fasi, reynir
hvergi um of á röddina, og þróar
persónuna kórrétt til lykta.
Rýmisnotkun í sýningunni er
til fyrirmyndar og hefur aðstand-
endum tekist að brjóta sviðið upp
á snilldarlegan máta. Útlit allt er
skínandi, leikmynd og búningar
eru með miklum ágætum og lýs-
ingin nýstárleg og dramatísk.
Sýningin er myndræn í ríkulegum
tilbrigðum þótt allt byggi á ein-
faldleika. Það er helst aðfinnslu-
vert hvernig leyst er úr upphafs-
atriðinu, því óneitanlega tapast
framandlegt andrúmsloft á barn-
um í Marokkó og röddunum í
kvöldhúminu.
Nokkur stílbrot koma fyrir í
tónlist með rokkabíllí Langa Sela
og um miðbik leiksins sakna ég
ómþýðari hljóma í andstöðu við
kaldranalega tónlist, svona rétt
til að undirstrika þá þætti í vitund
Lottu, en tónlistina lít ég frekar á
sert hugblæ hennar en áhrifs-
hljóð.
Þá verð ég að finna að léttvægi
þess augnabliks þegar gömlu
hjónin sýna skyggnurnar. Bæði
er að myndirnar eru of stílfærðar
og ekki nógu hversdagslegar og
eins að Árni og Guðrún leika at-
riðið of skoplega.
Það hefur um langan aldur ver-
ið til vansa í íslensku leikhúsi að
verkefnaskrá hefur skort áhersl-
ur á verk sem eiga við okkur er-
indi, verk sem hafa eitthvað að
segja. Þar má kenna um ofbeldi
okkar á hreinni afþreyingu og
minnimáttarkennd gagnvart
markaði í fátækum leikhúsum.
STÓR OG SMÁR er leikrit sem
gerir kröfur til áhorfenda. Þeir
verða að hlusta og sjá og skilja.
Þeir eru ekki mataðir á hláturs-
tauginni. Þeim er ekki hlíft með
kvöldlangri lömun á skynsemi og
skilningi. Þeir verða að veravirk-
ir áhorfendur, sýna þolinmæði,
bíða og sjá. Þessi sýning á verk-
inu gerir slíkar kröfur og stendur
fyllilega undir þeim. Og nú er að
sjá hvort áhorfendur standa sig í
stykkinu og hvort leikhúsið
leggur sitt af mörkum til að kalla
þá til ieiks. í gangi er prófraun
um tilvist nútímaleikhúss á ís-
landi.
gu menn
velja kysi ég þó hiklaust séra
Heimi Steinsson. Ég er algerlega
ósammála þeirri skoðun gamallar
frænku minnar á Skaga að hann
sé til orðs og æðis eins og mont-
rass á þjóðveldisöld. Þvert á móti
tel ég séra Heimi hárréttan mann
í kórrétt embætti. Enda hefur
hann verið orðaður við biskups-
dóm árum saman án þess að fá
rönd við reist. Það tók meira að
segja enginn mark á honum þeg-
ar hann opinberlega á dögunum
frábað sér slíkan heiður og kvaðst
í hjartans auðmýkt og lítillæti
aldrei hafa dottið þvílík fjarstæða
í hug. En þá fóru vinir og aðdá-
endur að þrýsta mjög fast á hann.
Og nú er svo komið, sem betur
fer, að biskupsefnið hefur látið
undan þeim háþrýstingi og gefur
glæstan kost á sér til biskups-
kjörs. Ég vona að hann verði val-
inn einróma. Þá fáum við þéttan
biskup á velli og pottþéttan í
lund. Og í bónus má búast við að
byrjað verði að gjöra veðurat-
huganir í þjóðgarðinum á Þing-
völlum, þar sem frá var horfið er
biskupsefnið gerði þar garðinn
víðfrægan. Verður æsispennandi
fyrir klímatólóga að fylgjast með
hitanum á völlunum þegar
gróðurhúsaáhrifin ná sér virki-
lega á strik. Sem sagt: Endilega
Heimi Steinsson sem biskup
gervallra íslendinga. Ekki verður
skárri þessi Ólafur Skúlason.
Eins og furðulostnum landslýð er
í glöggu minni froðufelldi sá mikli
kennimann af illsku þegar hann
skfttapaði síðustu biskupskosn-
ingum. Formælti hann við það
kærkomna tækifæri öllu og öllum
eins og Hjaltastaðafjandinn. Sá
held ég rjúki í vonda fýlu þegar
hann verður burstaður í annað
sinn. Kannski fer hann að urra og
bíta En þetta kemur blessunar-
lega allt í ljós áður en yfir lýkur.
Að lokum sting ég upp á (til að
vera nú einu sinni ofurlítið já-
kvæður og uppbyggjandi) að við
vígslu hins spánýja biskups verði
sungnir aftur á bak og áfram lát-
laust í fjörutíu daga og fjörutíu
nætur þeir meistarar Palestrina,
Monteverdi, Schútz, Bach og
Bruckner. Það ætti að vera sæmi-
leg trygging fyrir því að við fáum
sannkristinn og háheilagan bisk-
up, sem með bænheitu andríki
fari létt með að breyta saltkjöti
og baunum í túkall í hvert sinn
sem hann stígur í stólinn til að
kenna og uppfræða kristna kind.
S. Þ. G.
Þegar eitthvað
hrekkur til!
Ég var yfir mig hrifinn þegar
umsjónarmaður hins nýja helgar-
blaðs Þjóðviljans hafði samband
við mig og fór þess á leit að ég
skrifaði fjóra pistla í jafn mörg
blöð. Ég suðaði í honum að fá að
gera það oftar, sérstaklega þar
sem aðrir eiga líka að skrifa fjóra
og ég vil vera öðruvísi en aðrir, en
það kom ekki til mála svo nú
vona ég að hann og aðrir á Þjóð-
viljanum verði það hrifnir að mér
verði allavega úthlutað stærra
plássi en hinum er ætlað.
í þessum fyrsta pistli af fjórum
sem ég skrifa fyrir nýja helgar-
blaðið að beiðni umsjónarmanns
þess ætla ég að fjalla um nokkuð
sem hefur verið undarlega afskipt
í málgagni landfrelsis og stétta-
baráttu, ég skrifa undarlega af-
skipt þyí hér er um að ræða tæki
sem ætti að vera öllum frelsisunn-
endum hugleikið og um það ætti
að rita langar og lærðar greinar
og um það ættu menn að skiptast
á skoðunum og helst ætti umfjöll-
unin að fara fram á sömu síðu og
útvarps- og sjónvarpsdagskráin,
kvikmyndahúsaauglýsingar, aug-
lýsingar frá hinu opinbera, flóa-
markaðurinn og leiðarinn, (eins
og ykkur er nú farið að gruna
kallar þetta á stórfelldar
breytingar á blaðinu, bæði þyrfti
að stækka brotið og það yrði bæði
fallegra og vinsælla, og öflugra
vopn bæði í verkalýðs- og stétta-
baráttu), en hér á ég við hrckkinn
sem leið til að breyta heiminum
eitthvað í þá veru sem ég held að
ég viti að lesendur Þjóðviljans
vilji. Ekki svo að skilja að hér sé á
ferðinni enn ein árásin á blaðið
og það úr hópi eins af stuðnings-
mönnum þess, þvert á móti, hér
er á ferðinni pistill um hrekkinn
sem afl í virkri hagsmunabaráttu.
Og alls ekki má skilja þessa við-
leitni mína til að minna á þennan
þátt í stríðinu við gereyðingaröfl-
in sem svo að mér finnist Þjóð-
viljinn hrekklaust blað, nei,
Þjóðviljinn er ekki hrekklaust
blað og það sem meira er Þjóð-
viljinn hefur margoft hrekkt mig,
vini mína og jafnvel nánustu ætt-
ingja.
Til dæmis birtist fyrir nokkrum
árum ljósmynd af Braga Ól-
afssyni, ljóðskáldi og bassa-
leikara, þar sem hann var ný-
klipptur og með sundgleraugu en
undir myndinni stóð skýrum stöf-
um: SJÓN. Á þessum tíma höfðu
Sykurmolarnir ekki öðlast þær
vinsældir sem þeir hafa í dag og
ég óneitanlega mun frægari en
Bragi Ólafsson, þess vegna var
það fyrsta sem hvarflaði að mér
að maðurinn á bak við hrekkinn
væri enginn annar en Bragi sjálf-
ur (ég vissi að hann hafði aðgang
að ákveðnum öflum á blaðinu og
meira að segja fengið að lesa upp
á afmælishátíðinni) og fyrir utan
að hrekkja mig ætlaði hann að
notfæra sér misskilninginn til að
ná sér í stelpur. Tveimur dögum
síðar birtist klausa í blaðinu þar
sem við vorum beðnir velvirðing-
ar á nafna- eða myndaruglingn-
um. Þá hringdi ég í Braga og við
hlógum að öllu saman.
Af þessu er augljóst að ég veit
að vitneskjan um hrekkinn sem
samfélagsbætandi aðferð er til
staðar á Þjóðviljanum. Og þessi
pistill er ekki hugsaður sem
gagnrýni á Þjóðviljann! Ég
endurtek, hann er ekki gagnrýni
á blaðið okkar! Ég hef ekki reynt
að fá hann birtan annars staðar
og hann hefur ekki verið lagður
til hliðar um lengri eða skemmri
tíma af tillitssemi við einn eða
annan. Þetta er ekki leiðari
blaðsins í dag, þetta er ekki bók-
menntagagnrýnin, þetta er ekki
fréttaskýring og þessu hefur ekki
verið snúið úr dönsku. Ég er ekki
að bæra mér upp að ég annað-
hvort týndi eða fékk ekki eyðu-
blað í lesendakönnuninni. Ég er
að reyna að verða við beiðni um-
sjónarmanns hins nýja helgar-
blaðs Þjóðviljans um að skrifa
einn pistil í fjögur næstu blöð.
Þessi er um hrekkinn. Ég er ekki
enn búinn að ákveða hvað þeir
næstu eiga að fjalla um en ég mun
örugglega nota þá til að koma á
framfæri hugmyndum mínum um
lífið og veginn. í þennan pistil
hafa farið pappír, límband,
„tippex“-vökvi, tannstönglar,
tími og rafmang, og ég hef flett
upp í símaskránni; og notað
símann; en allt þetta ásamt ein-
hverju hugviti ætti að duga til að
framkvæma góðan hrekk.
Hrekknum ætti að beina gegn
þeim sem eiga það skilið. En
munið að það er bannað að hrek-
kja minnimáttar! Að lokum er
hérna ein góð saga af því þegar ég
og ónefndur vinur minn fórum í
skjóli myrkurs niður á...
!r 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23
BAÐINNRETTINGAR - ALLAR STÆRÐIR'
Sjáirðu
aðra betri
þá kaupirðu
hana!!
STILHREIN
^ífilUöi^níssoif
DUGGUVOGI23
S35609
TIGULEG