Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 10
LEIÐARI
FYRR
• • •
Að vera í friði
heima sjá sár
í hátíðaræðum tala landsfeður gjarnan um að fjöl-
skyldan sé einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Oft gætir
hjá þeim nokkurs ótta um að þessi hornsteinn geti moln-
að vegna þeirra djúptæku samfélagsbreytinga sem hér
hafa orðið undanfarna áratugi. En því er verr að bjargráð
þeirra flestra taka mið af þeim félagslega veruleika sem
var og henta því ekki því fjölskyldufólki sem þarf að heyja
sína lífsbaráttu í nútímanum.
Þótt samsetning íslenskrar meðalfjölskyldu hafi breyst
mikið á þessari öld, tekur langstærsti hluti landsmanna
þátt í einhvers konar kjarnafjölskyldulífi. í kjarnafjölskyldu
nútímans er að minnsta kosti'einn uppkominn einstakl-
ingur, mjög oft tveir, sem aflar tekna en auk þess mis-
munandi fjöldi fólks á því aldursskeiði sem talið er mestur
þroskatími í lífi hvers manns. Langur vinnutími og stopular
samverustundir hafa síður en svo dregið úr þeirri kröfu að
hver fjölskylda eigi sitt heimili.
Frumskilyrði þess, að dæmigerð íslensk kjarnafjöl-
skylda splundrist ekki, er að hún hafi þak yfir höfuðið,
einhvern fastan samastað þar sem ekki er aðeins skjól
fyrir veðri og vindum heldur líka griðastaður í því daglega
amstri og erfiðleikum sem óhjákvæmilega fylgja þátttöku
í samfélaginu. Ef landsfeðurnir hefðu í raun og veru þung-
ar áhyggjur af fjölskyldulífi íslendinga, væri fyrir löngu
búið að þoka húsnæðismálum í annan og skynsamlegri
farveg en þau eru nú í.
Hver einasti íslendingur, sem kominn er til vits og ára,
getur haft á hraðbergi ótal hryllingssögur af tilraunum
manna við að finna einhvern samastað fyrir sig og fjöl-
skyldu sína. Ungt fólk, sem stofna vill heimili, finnur ekki
íbúð og dvelur um árabil heima í foreldrahúsum. Fari það
út á leigumarkaðinn, hverfur stór hluti ráðstöfunartekna í
húsaleigu og það þarf að standa í stöðugum flutningum
milli leiguíbúða. Börnin þurfa aftur og aftur að skipta um
skóla og vinna sér sess í nýju félagslegu umhverfi. Þá er
brugðið á það þrautaráð að reyna að eignast eigið húsn-
æði. Biðin eftir húsnæðisláni er löng og það dugar ekki
nema fyrir hluta af kaupverðinu og því þarf að snapa eftir
skammtímalánum og bæta á sig eins mikilli yfirvinnu og
tök eru á. Himinháir vextir valda því að þeim, sem reyna
að eignast eigið húsnæði, reynist nær ómögulegt að
komast á frían sjó í peningamálum. Heimilislífið ber keim
af erfiðleikunum og hættan á að fjölskyldan splundrist
vofir stöðugt yfir.
Margir stjórnmálamenn halda að íslendingar séu
þannig gerðir að þeir verði að eiga sitt eigið húsnæði, að
sjálfseignarstefnan sé þjóðareinkenni. Staðreyndin er þó
sú að heitasta ósk flestra er að heimili þeirra sé ekki
aðeins hornsteinn þjóðfélagsins heldur einnig hornsteinn
í lífi hverrar fjölskyldu, að heimilislífinu sé ekki stöðugt
ógnað vegna húsnæðisvandræða. Sú ósk er miklu ofar
sett á blað en formlegur eignarréttur á íbúðarhúsnæði.
í Nýju helgarblaði Þjóðviljans er í dag sagt frá 5 ára
afmæli Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta. Búseta-
menn hafa lengi barist fyrir því að húsnæðisnmál væru
leyst með það meginsjónarmið í huga að réttur til að búa í
húsnæði væri almenningr meira virði en eignarhaldið.
Það er gleðilegt að á þessum tímamótum skuli vera flutt
inn í fyrstu íbúðirnar á vegum Búseta, en á morgun verður
vígð 46 íbúða Búsetablokk í Grafarvogi. Og Búsetamenn
ætla að halda áfram að byggja, bæði í Reykjavík og víða
úti um land.
Einn þeirra, sem hlotið hafa búseturétt í nýju Búseta-
blokkinni, segir í viðtali við Nýja helgarblaðið í dag: „Það
skiptir mig engu hvort ég á íbúðina á pappírnum, ef ég fæ
að vera í friði heima hjá mér.“ Þarna er án efa lýst sjónar-
miði almennings, sjónarmiði sem landsfeðurnir þyrftu að
taka tillit til ef þeir vilja íslenskum fjölskyldum vel.
ÓP
Við erum stödd, ásamt Sigfúsi Eymundssyni, vestast í Kirkjustræti um 1890, þótt ekki sé margt
í þessu umhverfi nú, sem segir okkur að svo sé. En Alþingishúsið og Dómkirkjan eru þó öruggir
leiðarsteinar. Og líkfylgdin, sem þokast eftir götunni, er trúlega að koma frá Dómkirkjunni. Húsið
næst til hægri á myndinni er Klúbburinn, sem þá var aðalveitingahús bæjarins og þótti þar oft
glatt á hjalla, því Reykvíkingar reyndu að skemmta sér þá eins og nú, þótt færri kosta væri völ. Þó
fara ekki sögur af því, að neinum hafi, með eftirminnilegum hætti, skrikað fótur á timburpallinum
yfir göturæsið framundan Klúbbdyrunum. - Næst Klúbbnum er svo Þerneyjarhús, reist 1847, af
Sigurði Arasyni frá.Þerney, og snýr stafni að götunni. Fyrir enda götunnar er hús Teits Finnboga-
sonar, Ijóst að lit, ein hæð og ris. Vinstra megin götunnar, hið næsta okkur, er autt svæði og mun
þar vera gamli kirkjugarðurinn. Myndin er úr Ijósmyndabók Sigfúsar Eymundssonar, sem
Almenna bókafélagið gaf út.
... OG NÚ
Ef við berum saman mynd Sigfúsar Eymundssonar af Kirkjustræti frá því um 1890 og þá, sem
Ijósmyndari Þjóðviljans, Jim Smart, tók af sama umhverfi í tyrradag, verður Ijóst, að það hefur
heldur betur breytt um svip á þessum hartnær 100 árum, sem þarna liggja á milli. Klúbburinn
hefur fyrir löngu safnast til feðra sinna ásamt þeim, sem þangað lögðu leið sína, en Herkastalinn
kominn í staðinn. Þerneyjarhúsið hans Sigurðar Arasonar hefur orðið að þoka fyrir bílastæðum.
Og húsin, sem voru á milli þess og Alþingishússins, eru nú ekki lengur sjáanleg, a.m.k. ekki í
sinni gömlu mynd. En kirkjugarðurinn heldur kyrru fyrir. Ekki sést lengur tangur né tetur af
langhúsinu handan hans. Og hús Teits Finnbogasonar hefur nú verið flutt upp íÁrbæjarsafn, en
margra hæða höll komin í þess stað og við hlið hennar sést svo hluti af Hótel Borg. - Líkfylgdin
hefur fyrir löngu lokið sinni göngu. Aðeins einn maður er eftir. Og gatan sjálf, Kirkjustrætið?
Ihaldssamir menn myndu segja að hún væri ekki lengur nema svipur hjá sjón.
Viljið þið ekki lesendur góðir, vera nú svo vænir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið
kunnið að eiga ífórum ykkar? Allar40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel
þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur, af hvaða húsi
eða húsum myndin er, myndatökumann ef hann er kunnur o.s.frv. Myndina skal senda til
umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík.
Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í
þokahorninu.
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
UtgefandiíÚtgáfufélagÞjóöviljans.
Rit8tjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Ottar Proppé.
Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Siguröur A. Friðþjófsson.
Fróttastjóri: Lúövík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur
Gíslason, Páll Hannesson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurOmars-
son(íþr.). .
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmy ndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri:Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotogsetning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í Iau8asölu: 70 kr.
Nýtt helgarblaö: 100 kr.
Askriftarverð á mánuði: 800 kr.
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988