Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 20
BARNAFRÉTTIR
Jólagjöfin
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefur sent frá sér bókina Jólagjöf-
in eftir Lars Welinder. Þar segir
frá búálfi, honum Grástakki
gamla. Hann átti heima í kofa
sem staðið hafði mannlaus árum
saman og hann var fjarska ein-
mana. Þótt búálfar vilji láta sem
minnst á sér bera, þá líður þeim
samt best í návist fólks. En dag
nokkurn birtist heim fjölskylda í
kofanum. Pabbi, mamma og þrjú
börn voru komin til sumardvalar.
Hvflíkt gleðiefni fyrir gamla bú-
álfinn. Og nú tók eitt ævintýrið
við af öðru uns Grástakki gamla
tókst að gleðja börnin á jólunum
með gjöfunum sínum, segir að
lokum í frétt frá FORLAGINU.
Jólagjöfin er 30 bls., prýdd
fjölmörgum litmyndum eftir
sænska myndlistarmanninn Har-
ald Sonesson. Þorsteinn skáld frá
Hamri þýddi söguna. Bókin er
prentuð í Svíþjóð.
Sagan um sögu
IÐUNN hefur gefið út barna-
bók eftir Sun Axelsson, skemmti-
lega myndskreytta af Sven
Nordqvist, sem er íslenskum
börnum að góðu kunnur fyrir
bækur sínar, Pönnukökutertan,
Hænsnaþjófurinn og Veiðiferð-
in. Þetta er hlý og falleg saga um
vináttu og nærgætni.
Þetta er sagan um hana Soffíu
litlu, sem býr rétt utan við borg-
ina með pabba og mömmu og
fjórum systkinum. Það er stund-
um mikið að gera á stóru heimili
og þá getur verið býsna gott að
hafa einhvern til að heimsækja.
Það finnst Soffíu að minnsta
kosti. Og Anna frænka er nú ekk-
ert venjuleg. Hún á alltaf
eitthvert góðgæti - en hún á líka
annað í pokahorninu sem Soffía
kann að meta, og til eru gjafir
sem glatast aldrei.
Þorsteinn frá Hamri þýddi
bókina.
Alveg milljón
Mál og menning hefur gefið út
nýja unglingabók, Alveg milljón,
eftir hinn vinsæla höfund Andrés
Indriðason.
Sagan er um 14 ára strák sem
verður vitni að ráni á Laugaveg-
inum. Hann hikar við að láta
lögguna vita og tekur málin í
sínar hendur þegar hann kemst á
slóð ræningjanna. Sagt er frá
átökum stráksins við skúrkana en
jafnframt kemur skólalífið og
fjölskyldan við sögu og síðast en
ekki síst vinkona sem hann
eignast óvænt.
Bókin er 190 blaðsíður, unnin í
Prentsmiðjunni Odda. Kápu-
mynd gerði Brian Pilkington.
BARNAKOMPAN
Umsjón:
KRISTÍN VALSDÓTTIR j
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
Smása!jan Mamma kemur úr baði
Það var snemma morguns sem ég vaknaði
ótrúlega snemma, samt voru allir vaknaðir,
mamma var í baði, pabbi var að skipta á litla
bróður. Hann öskraði alveg ótrúlega hátt en svo
hætti hann að gráta. Það létti alveg á mér þegar
hann hætti. Síðan fór pabbi að fá sér kaffi. Þá
skeði það, mamma var að koma fram með bund-
ið handklæði á sér. Litli bróðir kom inn með
krabba og lét hann skríða. Allt í einu beit krabb-
inn mömmu í tána.
- Æ, æ Snorri, sagði hún. - Vont, hvað varst
þú að gera?
- Ekkert, sagði Snorri.
- Jú, sagði mamma, þú lést krabbann bíta í
tána á mér.
Á meðan veltumst ég og pabbi úr hlátri. Loks
fór litli bróðir að hlæja og svo fór mamma að
hlæja og svo hlógum við öll lengi lengi.
Diljá Ámundadóttir 9 ára.
Getur þú
stækkað
I myndina?
Með því að teikna inn í einn
reit í einu átt þú að geta
stækkað myndina og fært
hana yfir á stóru rúðurnar.
Skoðaðu til dæmis reitinn
sem er lengst tii hægri í efstu
röðinni og reyndu síðan að
teikna eins í sama reit á auðu
myndinni.
Það er
nú það
Um þessa helgi hefst
jólafastan því næsti
sunnudagur er fyrsti
dagur í aðventu sem er
annað nafn á þessu
tímabili fyrir jólin. Orðið
aðventa er komið úr lat-
ínu, adventus, sem
merkir koma, í þessu til-
viki koma Jesú Krists.
Með aðventunni hefst
nýtt ár hjá kirkjunni sem
auðvitað byrjar sitt
tímatal á mikilvægustu
hátíðinni jólunum. Jóla-
fastan byrjar alltaf
fjórða sunnudag fyrir jól
og í gamla daga borð-
aði fólk ekki kjöt á föst-
unni. Ávallt hafa menn
unnið að undirbúningi
jólanna með öðrum
verkum á jólaföstu. í
gamla daga var undir-
búningurinn fólginn í því
að búa til einhverja fal-
lega flík handa hverjum
heimilismanni eða með
því að huga að jóla-
matnum. Auk þess var
stundum tekið forskot á
sæluna og borðaður
aukabiti þegar unnið
var langt fram á kvöld í
skammdeginu við að
Ijúka flíkinni.
Jólaföstukrans
Aðventukrans er á mörgum heimilum orðinn fast-
ur þáttur í undirbúningi jólanna. Á kransinum eru
fjögur kerti sem kveikt er á einu í senn á hverjum
sunnudegi í aðventu. Kertin hafa nöfn og tákna á-
kveðna atburði í jólaguðspjallinu. Fyrsta kertið er
Spádómskertið, annað er Betlehemskertið, þriðja
Fjárhirðakertið og það fjórða er kallað Englakertið.
Margar hugmyndir eru til að jólaföstukrönsum og
hérna látum við fljóta með eina einfalda sem ekki
eykur á eldhættu. Takið flatan stóran disk og komið
fyrir á honum fjórum stöðugum kertum. Hellið síðan
dágóðum slatta af hnetum, máluðum steinum eða
einhverju fallegu sem ekki brennur á diskinn og allt í
kringum kertin. Líka má setja steina í álpappír eða
safna mosa til skrauts.
20 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. nóvember 1988