Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 17
síst á óvart ef Sigurbjörn reyndi
nú að hverfa aftur með mein-
lausum hætti að sinni fyrri rót-
tæku, upphöfnu og andlegu for-
tíð - að minnsta kosti í orði el-
legar á prenti. Hinn andlegi doði
samtímans og þráin eftir fortíð
sem hafði yfir sér baráttuanda
býður upp á slík hamskipti.
Skömmu eftir að andblásturs
fór að gæta gegn Sigurbirni og
hann hafði verið tekinn á beinið í
Mogganum, boðaði hann til
fundar í Mjólkurstöðinni gömlu
og sagðist verða að hætta, börnin
sín fengju engan frið í skólanum
og það væri farið að veitast að
heimili sínu. Skyndilega var hann
orðinn píslarvottur. En kannski
var þetta píslarvætti hans sprottið
af innri þörf eða áhrifum frá Kaj
Munk, sem hann hafði verið að
þýða á þessum árum.
í ræðugerð hans kom fram ým-
islegt sem mér fannst vera
ósmekklegt, en ég vissi að það
átti að hrista upp í fólki. Hann gat
notað gróf orð og görótt og hrært
þeim saman við guðsorðið. Orð-
unum skaut allt í einu upp úr
djúpum, kristilegum hugleiðing-
um. í bland við þessa smekkleysu
örlaði annað veifið á tilhneigingu
til væmni. Ýmsir yngri prestar
hafa reynt að stæla ræðustíl Sig-
urbjarnar, en fæstir komist þar
með tærnar sem hann hafði hæ-
lana, vegna þess að andagiftina
skorti. En öllum hefur þeim tek-
ist eitt, að ná væmninni og smek-
kleysunum. Hvað um það, á sín-
um tíma var séra Sigurbjörn einn
af bestu ræðumönnum okkar.
- 0 -
Að koma til starfa sem prestur,
beint frá prófborði, hlýtur að
verða mikil þoranraun ungu
fólki. Það er ekki nægilega vel
undir það búið að takast á við
þann margvíslega vanda sem
mætir því, ekki nógu þroskað eða
lífsreynt til þess að geta horfst í
augu við harm lífsins, kvöl og
sorg annarra, og er oft ófært um
að hugga syrgjendut'við missi ást-
vina. Það hefur ekki reynsluna
sjálft sökum æsku sinnar. Þannig
stendur ungi, nýútskrifaði prest-
urinn andspænis hinu óþekkta
með ekkert í höndunum annað
en prófið sitt og þann bóklega
lærdóm sem er á bak við það.
Auðvitað væri hægt hér, eins og
víða erlendis, að senda prestsefni
til starfandi presta og láta þá
vinna undir leiðsögn þeirra sem
hafa reynsluna. Það væri að sjálf-
sögðu ágætt áður en þeir tækjust
starfið á hendur einir og hjálpar-
laust. Það hlýtur að koma að því
hér, eins og annars staðar, að sú
fræðsla verði veitt.
Ég hef kannski fundið í mér
vanmátt minn, æsku og getuleysi
andspænis þessum ógurlega
vanda, heiðarleika samviskunn-
ar, þegar ég ákvað að fara aldrei
út í prestskap og taldi að hann
yrði mér ofviða. Eitt starf ógnaði
mér öðrum fremur - það að þurfa
að jarðsyngja menn. En það var
líka margt annað í tengslum við
prestskap sem var mér fjarlægt,
og þess vegna fannst mér að ég
væri eins og þjófur sem hefði ver-
ið staðinn að verki, þegar ég kom
inn í kirkju. Eitthvað í mér hvísl-
aði að ég hefði ekkert leyfi til að
vera þarna, starfið sjálft væri ætl-
að öðrum en mér, mönnum guði
kærari og honum handgengnari,
sem hefðu verið einslags innan-
búðarmenn hjá honum frá blautu
barnsbeini. Ég á hér við þá ágætu
pilta úr K.F.U.M. og aðra sem
höfðu fengið trúarlegri mótun en
ég í æsku. En vegir guðs eru ór-
annsakanlegir og ég held að hann
hafi einmitt ríka þörf fyrir furðu-
menn líka, eins og mig og okkur
sem vorum ekki úr hinni iöggiltu
guðsvinasveit.
Kannski fannst mér ég fjar-
lægur prestastéttinni vegna upp-
eldis míns, vegna þess að ég var
alinn upp við aðstæður sem verða
ekki beinlínis kallaðar kirkju-
legar. Ég hafði farið sárasjaldan í
kirkju sem barn og var í þokka-
bót haldinn bæði fordómum sós-
íalista og andstæðinga sósíalism-
ans - þótt það kunni að virðast
fáránlegt að einhver sé haldinn í
senn eigin fordómum og and-
stæðings síns, sem er þó algengt -
þeim að sannur, einlægur sósíal-
isti megi hvorki né geti trúað á
guð eða þjónað kirkju og guði,
þótt hann megi rannsaka eðli
guðs og trúar, stunda trúar-
bragðasögu.
Þess vegna var mér mikil hjálp
að kynnast manni eins og Sigfúsi
Sigurhjartarsyni. í honum sá ég
fyrir mér mann sem hafði samein-
að hvort tveggja, að vera guð-
fræðingur og sósíalisti. Hann
hafði ekki hafnað trú sinni, þegar
hann aðhylltist sósíalisma, og allt
virtist falla í ljúfa löð í huga hans,
þannig að úr varð meira jafnvægi
og innri tengsl við umhverfi, al-
heiminn, trú, félagsmál og menn
en virtist vera hjá flestum. Ég
kynntist Sigfúsi og við ræddum
um þessi mál. Einnig kynntist ég
séra Gunnari Benediktssyni sem
var sósíalisti en afar ólíkur Sigfúsi
í flestu.
Hjá mér fór mikill tími í að
sætta þetta sem virtust ósættan-
legar andstæður: sósíalismi, upp-
reisn og róttækni í þjóðfélagsmál-
um og svo trúin og guð og undir-
gefni við trúna, trúarlotningin.
Því að það er staðreynd að á þess-
um árum í lífi mínu og íslenska
samfélagsins, bæði í huga sósía-
lista og afturhalds, var guð hvergi
nema á himnum og í Sjálfstæðis-
flokknum eða öllu heldur aðeins í
honum, af því að með stefnu sinni
veitti flokkurinn víst svipað skjól
og himnarnir. Flest það fólk sem
var handgengið kirkjunni í Hafn-
arfirði á mínum uppvaxtarárum
var í þeim flokki, svo hið fátæka,
róttæka sósíalistastóð varð að
standa með trú sína og trúarþörf
fyrir utan kirkjuna og gat sjálfu
sér um kennt. En kannski var
misskilningurinn gagnvart
flokkslegri stöðu guðs í íslensk-
um stjórnmálum gagnkvæmur
misskilningur ríkra og snauðra,
eins og oft vill verða í mann-
heimum, en vill fara alveg fram
hjá mönnum í hita umræðna eða í
blindum deilum.
Mér fannst Sigfús vera heill og
óklofinn í viðskiptum sínum við
mannlegt samfélag og viðhorfum
sínum til guðdómsins. Aftur á
móti verður það ekki sagt um
Gunnar Benediktsson, hann hef-
ur kannski aðeins náð því að
verða heill með því að kljúfa sig
með hörku frá kirkjunni. Hann
var kaldari og sjálfumglaðari.
Ýmsum samherjum Gunnars
þótti nóg um „kennimennsku“
hans og umvöndun og fannst illt
að sitja undir slíkri typtan á
stundum. Einn þeirra var Jó-
hannes vinur minn úr Kötlum.
Það var eitt sinn að séra Gunnar
hafði skrifað eina af sínum ádrep-
um vegna nýútkominnar bókar
eftir ungan höfund og réðst
heiftarlega á þessa ritsmíð og
höfund hennar. Þorgeir Þorgeirs-
son rithöfundur tók upp hansk-
ann fyrir bókina og dró hvergi af
sér að venju. Skáldinu úr Kötlum
fannst lítið til um hógværð þess-
ara snillinga og kastaði fram eftir-
farandi stöku í tilefni ritdeilunn-
ar:
Herra Gunnar hann er maður
heldur betur sjálfumglaður,
hœrra kemst þó herra Þorgeir,
hann er ekkert nema gorgeir.
einna best geymdir
í rílcisvíxlum
vegna öryggis þeirra
. ' og hárrar
ávöxfunar
‘Eftirá greiddir véxtir;
‘!t t
. í
Rrkisýíxlar eru mjög gotf tæki,í '
peningastjóriiun fyrirtækja, sfofnana
og sjóða, sem þurfa að ávaxta laust fé á
öruggan og arðbæran hátt til skémmri
tíma.-Að sjáifsögðu'geta einsta^dingar
einnig nýtt sér þessá hágstæðú leið tíl
fjárfestingár. •
Ríkis'víxlar bera nú
. 14% forvex.ti á ári, sem-
jafngildir 15-,32% eftirá
greiddum vöxtum á ári
miðað við 90 daga lánS-
tíma í senn.
Lágmarksfj.árhæð
ríkisvíxla er 500.000 kr.;'
en getur Verið hvaðá
fjárhæð se’m er umfram
þáð. ; . • ,
15,32%
• 15,27% *
• 15,22%
15,17%
45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar
■ Einnig.er hægt að veljá gjalddaga frá
4’5 dögum - 90 dága: - ’ •
. Ríkisvíxiar béra ekkert stimpilgjaid
og um skattalega meðferð þeirra giida
• sömu reglur og um sparifé í þönkum og
spárisjóðum. .
Ríkisvíxlar eru til sölu í Seðjabanka
íslands. Einnjg er hægt
að panta þá í .síma
91-099863, greiðá með
C-gíróseðli og fá þá
síðan senda í ábyr'gðar
pósti. .. . .
Léitaðu upplýsipga
um fíkisvíxla í •
Seðlábarika íslands í
síma 91-699863.
V .
RIKISSJOÐUR ISLANDS
W
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17