Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 11
Eyðni getur bankað upp á hjá öllum Þaö er staðreynd að fólk sem smitað er af eyðni á í miklum erfiðleikum með að halda atvinnu sinni, segir Auður Matthíasdóttir. Mynd: Jim Smart Auður Matthíasdóttir: Þó fólk telji útilokað að það fái sjúkdóminn veit engin nema vinur eða ættingi smitist. Ákveðið hefur verið að stofna samtök áhugafólks um varnir gegn eyðni - Það má segja að kveikjan að stofnun þessara samtaka hafi verið hingað, koma Bandaríkja- mannsins Richarts Rectons, sem Rauði krossinn bauð til landsins fyrr á þessu ári. Richarts er smitaður af eyðni og hélt hér fyrirlestur um sjúkdóminn og af- leiðingar hans. Á þeim fyrirlestri lýstu margir yfir því að nauðsyn- legt væri að stofna samtök áhugafólks um varnir gegn eyðni, sagði Auður Matthíasdótt- ir. Hún hefur ásamt sjö öðrum lagt mikla vinnu á sig til að ýta úr vör samtökum áhugafólks um eyðnivarnir, sem stofna á innan skamms hér á landi. - Aðalverkefni svona samtaka er að fara nýjar leiðir til að upp- fræða fólk um sjúkdóminn og stofna til umræðu- og fræðslu- hópa til að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum eyðni. Markmiðið er að gera sem flest- um ljóst að sjúkdómurinn kemur öllum við. Þó viðkomandi telji öruggt að hann smitist ekki, er aldrei að vita hvenær þessi vá- gestur bankar upp á hjá vinum eða ættingjum, sagði Auður en hún er félagsráðgjafi og starfar hjá borgarlæknisembættinu Heilsuverndarstöðinni í Reykja- vík og sér urn félagslegan stuðn- ing við eyðnismitaða og aðstand- endur þeirra. 45 smitaðir í dag vitað um 45 einstaklinga hér á landi sem smitaðir eru af HIV veirunni, karlmenn eru þar í algerum meirihluta eða 41. Fjór- ar konur hafa mælst með mótefni gegn HIV. Flestir hinna smituðu eru á aldrinum 20 - 29 ára eða 25, 15 eru á aldrinum 30 - 39 ára, einn er innan við tvítugt og fjórir fertugir eða eldri. Tæplega helm- ingur þessa hóps er einkenna- laus. - Annað aðal verkefni svona samtaka er að styðja við bakið á þeim sem hafa smitast, og og þó þeir hafi ekki fengið nein einkenni, þá fylgir því gífurlegt andlegt álag að vita það að einn daginn veikist maður kannski. Það er nauðsynlegt að styðja við bakið á þeim fólki, á sama hátt og þá sem fengið hafa einkenni. Það er kannski ekki síður nauðsynlegt að hjálpa aðstandendum sjúkl- inganna, sem oft eru ráðvilltir og skortir kannski vettvang til að ræða þau vandamál sem þeir standa frammi fyrir, sagði Auður. Áhugahópar á borð við þann sem nú á að fara að stofna hér- lendis eiga sér margar fyrirmynd- ir erlendis og hafa víðast reynst ómetanlegur bakhjal í baráttunni við eyðni. Samtökin hyggjast styðja við bakið á eyðnisjúk- lingum, ma. með fjársöfnun sem verður eitt af megin verkefnum samtakanna. Til að afla fjár hefur verið ákveðið að halda tónleika í Háskólabíói nk. miðvikudags- kvöld. Þar mun koma fram endu- rgjaldslaust þeir Bubbi Mort- hens, Hörður Torfason og Megas, og bera tónleikarnir yfir- skriftina Bubbi, Hörður og Megas - gegn alnæmi.. Allur ágóði af þessum tónleikum renn- ur beint til þessara væntanlegu samtaka sem stofnuð verða á mánudagskvöldið 5. desember í húsi Rauða krossins við Rauðar- árstíg. -sg Rembingskoss eftir forsetakjör. Myndir: Jim. Heyrðu Hermann erekkikominn tími til að grípa (taumana. Jú Snorri, við höfðum nú stjórn á mannskapnum í þá gömlu góðu daga. Tolli í Óperunni Tolli, Þorlákur Kristinsson, hengir myndir sínar upp á ólík- legustu stöðum í veröldinni. Síð- ast fréttum við af honum á Ól- ympíuleikunum í S-Kóreu og nú er hann búinn að skreyta veggi íslensku óperunnar með mál- verkum sínum. Sýningin opnar á sunnudag og stendur til 18. des- ember. Myndin var tekin í gær þegar Tolli var að hengja upp myndirnar. Mynd Jim Smart. Linda fékk heillaskeyti Fyrsta formlega eða öllu held- ur óformlega samþykkt ASÍ- þingsins var að senda Lindu Pét- ursdóttur fegurðardrottingu al- heimsins, heillaskeyti. Það var Sveinn Gamalíelsson úr Dags- brún sem bar erindið upp og Jón Karlsson þingforseti ákvað að koma þessu áleiðis, án frekari umræðu eða atkvæðagreiðslu. Það var greinilegt að ekki voru allir þingfulltrúar hæstánægðir með tillögu þessa. Klipptur, kembdur, þveginn... Hagmælska á ASÍ-þingi Alþýðusambandsþingin ein- kennast ekki bara af þungum, al- varlegum málatilbúningi og pólit- fskum plottum, heldur slá menn þar oft á léttari strengi. Það hefur löngum verið siður á slíkum þing- um að kasta fram stökum til fundarstjóra til upplestrar á þing; unum og vekja þær að jafnaði mikla kátínu ef vel er ort. Þannig urðu úrslitin í forset- akjörinu á miðvikudag mörgum hagyrðingnum tilefni til vísna- gerðar og bárust fundarstjóra fjölmargar stökur. Þessi kom frá ónefndum þingfulltrúa. Hafsteinn Stefánsson, sá mikli hagyrðingur frá Selfossi, afhenti fundarstjóra tvær vísur eftir há- degisferðalag þingkvenna á þriðjudag. Körlum er það mikil mæða mengað líf við þröngan kost. Þegar frúrnar fá að snœða fría kássu, brauð og ost. Kerlingar kviðsettar kjarnafæði tóku. Furðulega framsettar fengu það hjá Jóku. Siðabrotin sutna hrjá, síðan öðrum kenna. Ymsir vildu ekki sjá Ásmund milli kvenna. Þessi vísa eftir ónefndan þing- fulltrúa þótti ein sú besta sem ort var á þinginu. Vísar okkur veginn virtur forsetinn. Klipptur, kembdur, þveginn kom hann hingað inn. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.