Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.11.1988, Blaðsíða 15
hneyksli þegar blöðin hefðu sagt með stríðsletri frá tengslum morðingjans við leyniklúbb sam- kynhneigðra lögfræðinga í City, - þarsem einn heiðursfélaganna var sjálfur Albert Viktor prins og sonarsonur Viktoríu drottningar. Að ekki sé minnst á það ef hann hefði í réttinum farið að segja náið frá félagsstarfi í klúbbnum og skýra hvatir sínar til morðanna. í East End. Bókarhöfundar efast um sjálfs- jnorð Druitts. Peir telja að Post- ularnir hafi komið morðingjan- um undan armi laganna með því að myrða sjálfan hann, og kasta síðan líkinu í Thames. Peir benda á ýmsar líkur gegn sjálfsmorði, til dæmis þær að Druitt hafi verið flugsyndur og því ólíklegt að hann hefði valið drukknun sér til förgunar. Aðeins eina vísbendingu nefna þeir þó sem bent geti til þess að Druitt hafi verið drepinn af fé- lögum sínum Postulunum, en hana nokkuð styrka: illa farið og steinum þyngt lík Druitts fannst á árrifi einmitt undan bakkanum þarsem enn stendur villan „The Osiers“, heimili Henrys Francis Wilsons, góðvinar prinsins Eddy. Þessi staðreynd kemur fyrst í dagsljós í bók þeirra félaganna, - sem segja að hún ein nægi til að skýra hversvegna vofa kviðristis- ins gefi þeim enga ró sem eftir lifa. (Endursagt úr Spiegel. „The Ripper Legacy“ eftir Martin Howells og Keith Skinner er gcfin út af forlaginu Sidgwick & Jackson í London. / -m) „Jack the Ripper“ - tímanna letur á vegg? Glæpir Kviðristu-Kobba hafa orðið öðrum viðlíkum frægari. Kannski var hann „fyrstur“ á nýrri fjölmiðlaöld. Eftil vill áttu morðin einhvern samhljóm við einfeldni og hræsni Viktoríutímans: lok sakleysisaldar? Af hverju er Ripperinn svona víðkunnur, - hvernig öðlaðist hann gríðarlega frægð sína? Glæpirnir haustið 1888 vekja við- bjóð, en gríðarleg frægð þessara atburða skýrist þó ekki að fullu af fjölda fórnarlamba og þeim langa tíma - hálfur þriðji mánuður milli fyrsta og síðasta morðsins - sem Lundúnir voru í uppnámi vegna þeirra. Þrír geðveikir kvennamorðingjar á tuttugustu öld hafa verið stórtækari en „Jack“. „Böðullinn í Boston" myrti 13 á 20 mánuðum, Peter Kúrten var tekinn fastur í Dúss- eldorf 1930 eftir sjö morð á 14 mánuðum, og landi Jacks, Peter Sutcliffe, drap tólf konur og lim- lesti lík þeirra á fimm ára bili. Hann situr nú áttunda ár sitt í fangelsi. En „Jack the Ripper“ stendur þessum öllum framar að frægð, - og ein af ástæðunum er auðvitað sú að hann fannst aldrei, og hefur leit að honum með aðferðum rannsóknarlögreglunnar því staðið yfir heila öld. Það er líka ljóst að morðhrina Kviðristisins á frægð sína að þakka því að fara fram innan landamæra ríkisins sem þá var helst forystuland í heiminum, - og ekki síður því að morðin eru framin nokkur steinsnör frá að- setri voldugs nýiðnaðar sem þreifst ekki síst á blóðæsingi og kynferðisóhugnaði: hin æsilegri Lundúnablöð tóku „Jack the Ripper" með innilegum fögnuði einsog hverri annarri himnasend- ingu. Enn eina ástæðu fyrir frægð kvennamorðingjans í White- chapel má að öllum líkindum finna í þeirri athygli sem hann vakti og vekur enn sem hvortt- veggja í senn, - andstæða og af- leiðing þeirrar veraldar sem hann heyrði til. Að iðka krikketleik England hafði seint á níunda tug síðustu aldar lotið drottningu sinni Viktoríu í rúma hálfa öld, og stóð á hápunkti heimsveldis- tíma síns. Sólin settist aldrei í enska heimsveldinu, ensk áhrif bárust um allan hnöttinn, ensk menning var á leiðinni frammúr þeirri frönsku í kapphlaupinu um forsæti á þessari glæstu öid í Evr- ópu. Síðasta stríð sem Englendingar höfðu haft af að segja - fyrir utan einskonar lögregluaðgerðir í ný- lendunum - var Krímstríðið fyrir þremur áratugum og langt í burtu. Efnahagslíf stóð í blóma. Einstaka uppreisnarmenn, stjórnleysingjar og aðrir barbarar gerðu að verkum að stórveldis- himinn Englands var ekki altær, en borgarastétt landsins hafði gripið framfarahyggju aldarinnar tveimur höndum: allt var á réttri leið, tækniþróun og aukin sið- menning mundu að lokum skapa hinn besta heim mögulegan og útrýma öllum hráum og dýrs- legum dráttum í mannlífinu. Eða einsog segir í Gísl Bre- hans, sem Jónas Arnason þýddi: Það er ekkert unaðslegra en að iðka krikketleik meðan blessuð sólin brosir gegnum breskan kola- reyk. Lýsingin hér áður er auðvitað einföldun, einsog ýmsir samtíð- armenn og landar „Jacks“, - til dæmis skáldin og rithöfundarnir Oscar Wilde, og Arthur Conan Doyle, og ekki síst Robert Louis Stevenson - gætu borið um. Allir þessir þrír könnuðu í ensku samfélagi þann heim sem fínt yfirstéttarfólk vildi sem minnst um vita, - bæði ömurleik stéttasamfélagsins á Bretlands- eyjum og þær kenndir og fýstir Frá East End í London um 1890. Skuggahlið heimsveldisins. sem Viktoríuþegnar vildu bæla sem harðast: allan þann aldarinn- ar tvískinnung sem á sér til dæmis spegil í sögu Óskars af Dorian Gray. Jekyll og Hyde Tíðarandanum má eins kynn- ast við ævintýralegar glæpaflétt- urnar sem Sherlock Holmes, söguhetja Doyles, leysir úr. Holmes er að sönnu einkenni- legur og svolítið vafasamur náungi sem rétt er að lileypa ekki langt útfyrir bókarspjöldin án samfylgdar hins siðprúða Wats- ons læknis, - Holmes var kókaín- isti og lék á fiðlu í þokkabót, en snillingum leyfist ýmislegt. Holmes er á sinn hátt til vitnis um enskar gáfur og yfirburði, - og ekki síst dæmi um sigur réttlætis- ins og vísindanna á hinu illa sem var vinsæl framtíðartrú langt frammá á okkar daga. Öðru gegnir aftur um þann hefðarmann sem spratt úr penna Stevensons tveimur árum áður en morðinginn hræðilegi reiddi upp hníf sinn: hinn tvíeina doktor Jekyll og mister Hyde þarsem undir yfirborði á dagfarsprúðum lækni býr morðóður öfuguggi og leysist úr læðingi þegar kvölda tók. Þarna var barátta góðs og ills háð, komin á vettvang einnar mannssálar og lítil von um bata. Kannski voru þeir Hyde og Jekyll síðustu fulltrúar í langri röð eðlisvondra náttúruskrímsla frá því dulúðug rómantík var við völd, - en geta menn ímyndað sér uppistandið þegar söguhetjan var komin á stræti Lundúna undir breyttu nafni? Það eykur kannski skilning á frægð kviðristumorðanna að á sama tíma og Ripperinn er við sundurlimun á Thames-bökkum er Sigmund Freud í Vín að byrja að hugleiða geðveiki og afleið- ingar bældrar kynhegðunar, - og kemst að því að viktorísk um- gengni við kynhvötina er ekki að- eins í litlu samræmi við mannlegt eðli heldur í mörgum tilvikum stórhættulegur andskoti. Ef mönnum sýnist má þannig gera „Jack the Ripper“ að tím- anna tákni á ýmsan veg, kannski þeim fingri sem ritar letur á vegg. Með hans athæfi má hefja lok- akaflann í sögunni um siðprúð- asta fólk í heimi, þegna Viktoríu drottningar. Og vel má hugsa sér villimennsku Kobba sem for- leikinn að falli enska heimsveld- isins, þess sem eilíft skyldi, og þarmeð hinnar ungu og vígreifu borgarastéttar sem það veldi hafði skapað. Frá morðunum í East End er ekki langur tími í Búastríðið, Víetnam Bretanna, og þaðan stutt í Stríðið sem átti að binda enda á öll stríð, en batt helst enda á bjartsýnan lífsmáta nýhafinnar yfirstéttar á Vestur- löndum. Og einmitt síðla árs 1888 fór að þykkna undir belti í Braunau í Austurríki Klara Schicklgruber, síðar frú Hitler. -m VV'J AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR BIIAÞVOTTASTOÐVAR í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVÍK, AKRANESI OG AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirku bílaþvottastöðvum á fimm stöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Þjóðbraut 9, Akranesi Veganesti, Akureyri Tjöruþvottur og bón kr. 475,-. Olíufélagið hf NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.