Þjóðviljinn - 02.12.1988, Side 27

Þjóðviljinn - 02.12.1988, Side 27
KYNLÍF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓnift Breytingaskeið karla og áhrif öldrunar á kynsvörun Um daginn fékk ég spurningu frá karlmanni um hvort breytingaskeið karla væri til. Því má svara játandi þó svo að það sé ekki algengt. Með hugtakinu „breytingaskeið" er átt við líkam- legar og lífeðlisfræðilegar breytingar sem eiga sér stað hjá konum og körlum milli fertugs og sextugs. Breytingaskeið kvenna hefst með tíðahvörfum og gerist hjá öllum konum. Breytinga- skeið karla er ekki eins skýrt af- markað og aðeins um fimm pró- sent karla yfir sextugt upplifa það. Meirihluti karlmanna upp- lifir semsagt ekki „breytinga- skeið“ þar sem einkennin eru svipuð og hjá konum. En hver eru einkennin hjá þessum fimm prósentum karlmanna sem upp- lifa það? Einkennin geta verið eitt eða fleiri: slappleiki, þreyta, minni matarlyst, minni kynlöng- un, stinningarerfiðleikar, pirr- ingur og minni einbeitingarhæfi- leikar. Talið er að breytingarnar tengist lítilli framleiðslu testo- sterón kynhormónsins og er hægt að slá á einkennin með hormóna- gjöf- Stinning tekur lengri tíma Hitt er svo annað mál að kyn- svörun (það sem gerist í líkaman- um við kynferðislega örvun) karla breytist eðlilega með aldr- inum og þá aðallega hjá mönnum sem nálgast sextugsaldurinn. Eftir fertugsaldurinn hægir á sæðisframleiðslu hjá körlum en hún heldur áfram fram á gamals aldur. Framleiðsla testosterón kynhormóns fer minnkandi hjá körlum uppúr fimmtíu og fimm eða sextíu ára aldri. Vegna van- þekkingar halda sumir karlmenn að þessar eðlilegu breytingar séu upphaf að endalokum samlífs hjá sér en svo er yfirleitt ekki. Þessi eðlilegu öldrunaráhrif sem gætir á mismunandi tíma og á mismun- andi hátt hjá hverjum karlmanni lýsa sér m.a. í því að það tekur lengri tíma fyrir tippið að verða stinnt og örvun kynfæra þarf að vera sterkari og beinni en áður. Stinningin gerist síður „bara af sjálfu sér“ og þarf þá maki, ef hann er til staðar, að hjálpa meira til við örvunina. Einnig er tippið ekki eins stinnt og áður. En líkamlega séð er ekkert sem kem- ur í veg fyrir stinningu tippis hjá eldri karlmanni þó svo að eitthvað af áðurnefndum breytingum eigi sér stað. Þetta veldur sumum körlum áhyggjum en er skiljanlegt því fantasíumód- el karla í kynlífi segir að tippið eigi að „vera hálfs metra langt, hart eins og stál og vera að alla nóttina“. Fantasíumódelið veld- ur því að karlmenn eru að hafa áhyggjuraf því sem þeirhafaekki í staðinn fyrir að njóta þess sem þeir hafa. Hjá sumum karl- mönnum lengist einnig sá tími sem það tekur að fá aðra stinn- ingu eftir sáðlát. Aðrir fara að taka eftir minni þörf fyrir að fá sáðlát í hvert skipti og sáðlátið er ekki eins kröftugt. Svo getur það tekið lengri tíma að upplifa sáðlát og finnst sumurn það í rauninni bara ágæt breyting, sérstaklega ef þeir voru vanir að fá of fljótt sáð- lát á yngri árum. Að þessu leyti geta öldrunarbreytingarnar stuðlað að betra samlífi. Þörf fyrir munúð eykst Þegar aldurinn færist yfir hefur fólk samfarir sjaldnar en áður. Það eru til margar ástæður fyrir þessu svo sem leiði, minni kyn- löngun, sjúkdómar eða trú á goð- sagnir um að samlíf sé bara fyrir ungt og fallegt fólk. Viðhorf al- mennings til kynlífs aldraðra er í stuttu máli neikvætt og ein- kennist af gálgahúmor og van- þekkingu. Sú kynhegðun sem gerir þrítugan karlmann að kvennagulli gerir sjötugan mann að „saurlífissegg". Sumir fyllast jafnvel ógeði þegar þeir hugsa til þess að foreldrar þeirra hafi sam- farir. Aldraðir taka því miður stundum mark á þessum viðhorf- um og þora ekki að láta í ljós eðlilegar kynþarfir sínar. Kyn- hvötin hverfur ekki um leið og þú færð ellilífeyri. Frá fæðingu til dauða höfum við þörf fyrir að upplifa munúð og innileika - kannski ekki síst á efri árum þeg- ar einmanaleiki og einangrun vill oft verða hlutskipti aldraðra. SKAK Sovétmenn bestir Sovétmenn sigruðu örugglega á ólympíumótinu sem lauk nú í vik- unni. Næstir komu Englendingar og Hollendingar og síðan Ung- verjar og Bandaríkjamenn. Is- lenska sveitin náði ekki að sýna sínar réttu hliðar og var aldrei í baráttu um efstu sætin. Sovéska sveitin með þá Kasparov, Karp- ov, Beljavsky, Ivanchuck, Jusup- ov og Ehlvest tefldi skínandi vel allt mótið og sýndi fram á þá ótrú- legu yfirburði sem Sovétríkin hafa í skákinni. Allt frá brauðbyltingunni 1917 hafa yfir- völd þar í landi verið sannfærð um að eiginleikar þeir sem skák- menn þroska með sér séu þeir sömu og góður og gegn bylting- arsinni hefur. Eru þessir menn því skínandi dæmi sem ber að efla sem mest. Kannski breytist þetta allt í glasnostinu. Röð efstu sveita kemur ekki á óvart, allt eru þetta stórþjóðir í skákinni. Þetta mun þó vera besta útkoma Hollendinga síðan í Haifa 1976, og það án Timmans. Árangur íslensku sveitarinnar veldur að vonum nokkrum von- brigðum. Miklar vonir voru bundnar við sveitina þar sem hún var nú sterkari en nokkru sinni fyrr auk þess sem hún hafði náð frábærum árangri á síðasta móti. Ég ætla ekki að fjölyrða um ástæður en ljóst er að menn þurfa að skoða dæmið vandlega. Ár- angur einstakra manna varð þessi: Jóhann Hjartarson 6/12, Jón L. Áranson 7/12, Margeir Pétursson 71/2/12, Helgi Ólafsson 7/12, Karl Þorsteins 2W5 og Þröstur Þórhallsson 2/3. Þetta var fyrsta ólympíumót Þrastar og stóð hann fyllilega fyrir sínu. I Islendingar fjarri sínu besta kvennaflokki gerðist það í fyrsta sinn sem Sovétmenn senda sveit að gull vannst ekki. Þetta er geysilegt áfall fyrir sveitina en eins og menn sem lesa fréttir vita gekk á ýmsu hjá henni. Ein þeirra gekk í átt til meira frelsis og óska ber henni velfarnaðar í hinu nýja og spennandi lífi hennar. Auðvitað voru það litlu Polg- arsysturnar sem stálu gullinu. Sú yngsta þeirra virðist á góðri leið með að láta Kasparov éta oní sig ummælin um að konur séu eitthvað verri í höfðinu til listar- innar. En hann er nú svo ósköp nútímalegur. Hvað um það, syst- ur þessar eiga svo gáfaða foreldra að þær ganga ekki í skóla eins og ég og þú heldur kenna foreldr- arnir þeim allt sem boðlegast þykir og væri nú fróðlegt að fá að glugga inn í svo sem eins og eina kennslustund. Snúum okkur að skákum dags- ins, en þær verða fjórar. Þrjár skákir Kasparovs þar sem er ým- ist allt í háalofti eða stilla og loks kemur skák baunans Höi við Gulko þar sem bregður fyrir einni glæsilegustu fléttu sem ég hef séð. Hvítt: Ghcorghiu Svart: Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4-Rf6 6. Be3-e5 2. c4-g6 7. d5-c6 3. Rc3-Bg7 8. Dd2-cxd5 4. e4-d6 9. cxd5-Rbd7 5. 13-0-0 10. Rge2-a6 11. Rcl-Rh5 12. Bd3-f5 13. Rle2-Rdf6 14. cxf5-gxf5 15. Rg3 15. -e4 16. Rxh5-Rxh5 17. fxe4-f4 18. Bf2-Bg4 19. h3-Bd7 20. 0-0-0-Be5 21. Kbl-Df6 22. Be2-Rg3 23. Bxg3-fxg3 24. Bf3-Hac8 25. Re2-Dg6 26. Hcl-Hxcl 27. Dxcl-Hc8 28. De3-Df6 29. Dd2-Hc5 30. Rcl-Bf4 31. Db4-Bb5 32. Rb3-Bd3 33. Kal-Hc2 34. Hbl-Be5 35. Rcl-Bxb2! 36. Dxb2-Dxb2! og hvítur gaf. Hvítt: Torre Svart: Kasparov Drottningarpeðsby rj un 1. d4-Rf6 2. Rf3-g6 3. Bg5-Bg7 4. c3-d5 5. Rbd2-Rbd7 6. e3-0-0 7. b4-c6 8. Be2-He8 9. 0-0-e5 10. a4-h6 11. Bh4-a5 12. b5-c5 13. dxe5-Rxe5 14. Rxe5-Hxe5 15. Bxf6-Bxf6 16. Hcl-b6 17. Bg4-Bb7 18. Bf3-De7 19. c4-Hd8 20. Dc2-d4 21. Bxb7-Dxb7 22. cxd4-Hxd4 23. Hcel-Hxel 24. Hxel-Dd7 25. Rfl-h5 26. g3-h4 27. Re3-De6 28. De2-He4 29. gxh4-Bc3 30. Hdl-Hxh4 31. Df3-Bd4 32. Rg2-Hh3 33. Dd5-Df6 34. Re3-HD 35. Khl-Hxf2 36. Rg4-DD 37. DxD-HxO 38. Hcl-Ha3 39. He8-Kg7 40. Hb8-Hxa4 41. Hxb6-Hxc4 42. Ha6-Hb4 og hvítur gafst upp. Hvítt: Kasparov Svart: Campora Drottningarbragð SB it— » f 14 A * m umm ■ ba b WÍk ílll ílfe 25. f4-gxh5 26. f5-h4 27. fxe6-fxe6 28. g5-He7 29. Rg4-Hg7 30. Rh6-Db6 31. g6-hxg6 32. Rf7-Kg8 33. Dh6-Hh7 34. Hxg6-Hg7 35. Dh8 mát. Hvítt: Höi Svart: Gulko Drottningarpeðsbyrjun. 1. d4-e6 2. RD-c5 3. e3-Rf6 4. Bd3-b6 5. 0-0-Bb7 6. Rbd2-cxd4 7. exd4-Be7 8. Hel-0-0 9. c3-d6 10. De2-He8 11. Rfl-Rbd7 12. Rg3-Bf8 13. Bg5-h6 14. Bd2-Dc7 15. Bc2-Bd5 16. b3-Db7 17. Rh4-b5 18. Dd3-g5?! 19. RD-BxO 20. gxf3-Bg7 21. h4!-gxh4 22. Re4-Dc6 23. Khl-Rh5 24. Hgl-Kf8 SKAKi LÁRUS JÓHANNESSON 1. c4-Rf6 2. d4-e6 3. Rc3-d5 4. cxd5-exd5 5. Bg5-Bc7 6. C3-0-0 7. Bd3-Rbd7 8. Rge2-He8 9. Dc2-Rf8 19. Rg3-Rg6 20. Rg2-Rd7 21. Hhgl-Hee8 10. 0-0-0-Be6 11. Kbl-Rg4 12. Bxc7-Dxe7 13. Rf4-Rf6 14. f3-c5 15. g4-cxd4 16. exd4-Dd6 17. Dd2-a6 18. Rce2-He7 22. Hdfl-Rgf8 23. Re3-Kh8 24. Rh5-g6 25. Hxg7!-Kxg7 29 Rxd6!!-Dxd6 26. Bxh6!-Kxh6 30 Dd3-Rf8 27. Hgl-f5 31 Dh7!! 28. De3-f4 og Gulko gafst upp. Föstudagur 2. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.