Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 5
Út á Guð
og gaddinn
Tugir nemenda hverfa árlega frá skyldunámi í Reykjavík.
Sumir eru reknir þótt slíkt sé óheimilt samkvæmt
grunnskólalögum, aðrir láta sig einfaldlega hverfa þótt slíkt
sé einnig óheimilt samkvæmt sömu lögum
r
Arlega hverfa að minnsta kosti
40 nemendur í Reykjavík frá
námi án þess að Ijúka skyldunni,
þrátt fyrir að grunnskólalögin
kveði skýrt á um að öllum börn-
um og unglingum frá 7 til 16 ára
sé skylt að sækja skóla. Sumir
þessara unglinga hverfa af sjálfs-
dáðum frá námi en öðrum er vís-
að úr skólum af skólastjórum,
þrátt fyrir að grunnskólalögin
banni slíkt.
Fyrsta grein grunnskólalag-
anna hljóðar svo: Skylt er ríki og
sveitarfélögum að halda skóla
fyriröill börn og unglinga á aldrin-
um 7til 16 ára, eftirþvísem nánar
segir í lögum þessum. Skóli þessi
nefnist grunnskóli og er öllum
börnum og unglingum á nefndum
aldri skylt að sœkja skóla.
Ekki eru til neinar áreiðan-
legar tölur um það hversu margir
unglingar hverfa frá námi áður en
þeir ljúka skyldunni en sam-
kvæmt upplýsingum frá fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur voru
skráð um 40 tilfelli fyrir skólaárið
1987-1988 og álíka mörg tilfelli
fyrir skólaárið þar á undan. Pess-
ar tölur segja þó ekki alla söguna
þvf ekki er talið að öll slík tilfelli
komi inn á borð fræðsluskrifstof-
unnar.
Annarsvegar er hér um að
ræða nemendur sem hreinlega
hverfa frá skólum af sjálfsdáðum
án þess að skólayfirvöld ráði við
það, þeir hreinlega skrópa og
hætta að lokum að mæta. Hins-
vegar er töluvert um að nemend-
um sé vísað úr skóla vegna hegð-
unarvandamála og jafnvel vegna
mikillar fjarveru.
Engar samræmdar reglur eru í
gildi um það hvernig skólar eigi
að bregðast við fjarvistum nem-
enda en flestir skólar hafa tekið
upp svokallað punktakerfi en út-
færsla þess er mismunandi eftir
skólum.
Brottvísanir í
heimildarleysi
Víðir Kristinsson, skólasál-
fræðingur í Réttarholtsskóla, hélt
erindi á fundi skólastjóra sem
haldinn var í Gerðubergi í haust.
Erindið kallaði hann „Um fjar-
vistir nemenda og brottvísanir úr
skóla.“ í erindinu segir m.a. orð-
rétt:
„Og skólastjórar athugið. í
lögunum er ekki að finna neinar
skyldur eða heimildir ykkar til að
vísa nemendum úr skóla fyrir að
mæta ekki, enda væri slíkt hálf-
gerð rökleysa.“ Ég vil einnig
benda á að brottvísun nemenda
vegna þess að fjarvistir þeirra
borið saman við eitthvert punkta-
kerfi sem búið hefur verið til í
skólanum sjálfum stenst heldur
ekki við lög og er í reynd í and-
stöðu við þau.
Og þá eru það nokkur orð um
brottvísunarástæður og lögmætt
brottvísunarferli.
54. gr. grunnskólalaganna
fjallar um þennan þátt. Sé hegð-
un nemanda ábótavant, eða ef
hann veldur verulegri truflun í
kennslustund, getur kennari vís-
að nemanda úr kennslustund.
Athugið að engin heimild er
fyrir kennarann að vísa nemand-
anum nema úr þeirri tilteknu
kennslustund. Kennari getur til
dæmis ekki sagt nemanda að
nemandinn eigi ekki að koma í
tíma til sín oftar.
í erindisbréfi kennara 13. gr. er
sagt hvert eigi að vísa nemandan-
um sem vísað er úr tímum, en það
er til skólastjóra eða yfirkennara,
en ekki bara fram á gang. Og sé
hegðun nemandans verulega á-
fátt ber kennaranum að ræða við
nemandann og forráðamenn
hans.
Dugi það ekki vísar kennarinn
málinu til skólastjóra sem athug-
ar allar hliðar þess og reynir að
ráða bót á því. En dugi aðgerðir
skólastjóra ekki, getur hann vís-
að málinu til sérfræðilegrar með-
ferðar fræðsluskrifstofu (en þar
er átt við Sálfræðideild skóla).
Meðan rnálið er í sérfræðilegri
athugun getur skólastjóri, en þarf
ekki, vísað nemanda úr skóla, en
þá ber honum tafarlaust að til-
kynna þá ákvörðun forráða-
mönnum og fræðslustjóra.
Skólastjórar athugið. Þið hafið
enga heimild á þessu stigi máls til
að vísa nemanda úr skóia nema
um stundarsakir. Ef þið farið út
fyrir heimild ykkar, þá er það
bæði ólöglegt og gefur aðstand-
endum höggstað á ykkur og gerir
lausn málsins erfiðari. Foreldrar
gætu þá kært ykkur samkvæmt
55. gr. laganna."
Ekki hægt að
fframffylgja lögunum
Að sögn Víðis eru töluverð
brögð að því að skólastjórar vísi
nemendum úr skóla þrátt fyrir að
þeir hafi enga heimild til þess.
Einnig er töluvert um að nem-
endur hverfi úr skóla án þess að
afskipti af þeim beri árangur.
Einkum er þetta algengt í efstu
bekkjum grunnskólans, 9. og 8.
bekk en einnig þekkist það í 7.
bekk.
„Ef krakkarnir ætla sér að
hætta er takmarkað hægt að
gera.“
Víðir sagði að ekki væri alltaf
við skólastjórana að sakast, þó
stundum vísi þeir nemendum úr
skóla í óþarfa bráðræði, því í öðr-
um tilfellum er kannski ekki hægt
að bregðast öðru vísi við.
„Það er álitamál hvort hægt er
að skikka alla unglinga til að
sækja skóla hvað sem tautar og
raular einsog lögin gera ráð fyrir.
Stundum er hægt að áfellast
skólastjórana fyrir of mikla fljót-
færni en stundum er ekki um
marga kosti að velja því skóla-
stjórarnir bera líka ábyrgð
gagnvart hópnum sem eftir
stendur. Málið er bara það að
grunnskólarnir sitja uppi með lög
sem ekki er hægt að framfylgja
við núverandi aðstæður í skólun-
um. Það er því annaðhvort að
breyta lögunum eða gera skóla-
kerfinu f<*rt að fara eftir þeim.“
Vantar úrræði
En hvernig á að gera skólakerf-
inu slíkt fært? í 2. gr. I. kafla
grunnskólalaga segir m.a.:
„Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu
samræmi við eðli og þarfir nem-
enda og stuðla að alhliða þroska,
heilbrigði og menntun hvers og
eins.“
Það er langt því frá að grunn-
skólinn uppfylli þessa lagagrein
og kvarta skólamenn sáran
undan því að þegar grunnskóla-
lögin gengu í gildi var verknám
svotil aflagt. Verklegt nám hent-
ar sumum nemendum betur en
bóklegt nám en framboðið af
verklegu námi í grunnskólanum
er mjög takmarkað og þar sem
það er þá er það bara hluti af
náminu.
Þá benti Víðir á að það vantaði
tilfinnanlega sérskóla fyrir ung-
linga sem eiga erfitt uppdráttar í
skólakerfinu: „Það má segja að
nú ríki ómögulegasta aðstaðan.
Við sitjum uppi með lög sem ekki
er hægt að framfylgja.“
Punktakerfiö
En hversvegna hverfa nem-
endur frá námi? Sumir eiga við
hegðunarvanda að etja, eru bald-
nir í tímum og eyðileggja fyrir
öðrum nemendum. Það er ekki
algengt að ráðist sé á kennara og
þeir beittir ofbeldi af nemendum
sínum en það hefur þó komið
fyrir að sögn Víðis. Þessir nem-
endur eiga helst á hættu að vera
vikið úr skóla.
Aðrir eru einfaldlega haldnir
námsleiða og mæta stopult í tíma.
Fyrir það er þeim refsað með
punktakerfinu, en það virkar í
mörgum tilfellum þannig að eftir
að þeir hafa safnað ákveðnum
fjölda af punktum þá er þeim vik-
ið tímabundið úr skóla. Þetta
telja margir skólamenn að sé út í
hött því nemendur sem nenna
ekki að sækja tíma sjá það ekki
sem refsingu að vera meinað að
sækja skólann.
Þá hræða samræmdu prófin
enn og gugna sumir á því að fara í
þau og láta sig því hverfa. Áður
féllu um 30% nemenda á sam-
ræmdu prófunum. Það hlutfall
hefur lækkað og er nú um 20%.
Það eru ekki bara lakir nem-
endur sem eru haldnir skólaleiða.
Það geta líka verið nemendur
sem standa sig ágætlega á prófum
og jafnvel afburðanemendur sem
þurfa lítið fyrir hlutunum að
hafa. Punktakerfið er því talið
hafa marga ókosti í för með sér og
bitna kannski á þeim sem síst
skyldi.
Hjá fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur fengust þær upplýsingar að
það hafi verið rætt um nauðsyn
þess að samin yrði reglugerð um'
fjarvistir nemenda en úr því hefur
ekki orðið enn þó lögin um
grunnskóla hafi gilt síðan 1974.
Skráningar-
kerffinu ábótavant
Einsog fram kom þá eru ekki til
neinar áreiðanlegar töiur um
fjölda þeirra nemenda sem
hverfa frá námi á meðan á skyld-
unni stendur. Fræðsluskrifstofan
getur einungis gefið upp fjölda
þeirra mála sem koma inn á borð
til þeirra. Hversu margir hverfa
frá námi án þess að fræðsluskrif-
stofan fái upplýsingar um það er
hinsvegar óvíst, en talið er að það
sé einhver hópur.
Víðir bendir á að skráningar-
kerfi skólanna sé á höndum ailtof
margra aðila og því erfitt að fá
heildaryfirsýn yfir ástandið.
Skólaskrifstofan á að sjá um
skráningu nemenda í Reykjavík
en flutningar á milli hverfa eða
fráhvarf irá námi er ekki alltaf
tilkynnt til skólaskrifstofunnar.
Vítahringur
Það getur verið erfitt fyrir
nemanda, sem vísað hefur verið
úr skóla, að fá inni í öðrum skóla
því skólastjórar eru ekki hrifnir
af því að þurfa að taka við nem-
anda sem aðrir hafa úrskurðað
óalandi. í einstaka tilfellum hefur
nemanda kannski verið vísað frá
mörgum menntastofnunum. Þó
eru sumir skólar viljugri en aðrir
tilþess að taka við slíkum nem-
endum, en þeir skólar eru
kannski ekkert betur í stakk bún-
ir til þess en skólinn sem nemand-
anum var vísað frá. Hér verður
því oft um vítahring að ræða.
Og hvað verður um þessa nem-
endur sem flæmast út úr grunn-
skólanum? Margir hafa farið að
vinna en að undanförnu hefur
þrengt um á þeim vettvangi. Aðr-
ir hafa lent í einhverju rugli.
Annars er erfitt að segja neitt
ákveðið um hvað verður um
þessa unglinga, því engin rann-
sókn hefur verið gerð.
-Sáf
Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5