Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 13
AÐ UTAN Áframhaldandi skálmöld? Sovétmenn eru á förum frá Afganistan en mujahideen eru margklofnir og sumir telja að stríð milli þeirra innbyröis muni innan skamms brjótast út af fullri heift Liðsmaður í sérþjálfaðri sveit Najibullahstjórnar, sem flestir telja feiga, en ef til vill ekki svo bráðfeiga sem um skeið var álitið. Tæpar tvær vikur eru nú þang- að til síðustu sovésku her- einingarnar eiga að vera farnar frá Afganistan, samningi sam- kvæmt, og næstu dagana leggur her þeirra í Kabúl, um 15.000- 20.000 manns, af stað heim eftir aðalveginum norður yfir Hinduk- ushfjöll. Annarsstaðar en í höfuð- borginni mun nú fátt eftir sov- éskra hermanna. Stjóm Gorbatsjovs virðist sem sé staðráðin í að gera alvöru úr því að slíta sig frá þessu stríði, sem orðið hefur Sovétríkjunum útdráttarsamt og valdið þeim verulegum álitshnekki. En jafn- framt spara Sovétmenn enga fyrirhöfn til að lappa upp á af- ganska skjólstæðinga sína, stjórn Najibullah í Kabúl. Þangað er ný- komin sovésk brynvagnalest með eldflaugafarm til stjórnarhersins. Sovétmenn virðast og hafa kom- ist að einskonar óformlegu samkomulagi við mujahideen, afganska skæruliða, um að þeir láti sovésku hersveitirnar óáreitt- ar á heimleiðinni. Árásir að skiln- aði vilja þeir sovésku endilega vera lausir við, því að annars er hætta á að heimflutningar þeirra líti út sem beinn flótti. 15 mujahideen- samtök En að flestra dómi er ólíklegt að hernaði og blóðsúthellingum linni í þessu stríðshrjáða landi með brottför Sovétmanna. Muja- hideen eru sundurskiptir í ekki færri en 15 samtök, sem bæki- stöðvar hafa í íran og Pakistan, og þar að auki hafa þessi samtök ekki teljandi stjórn á mörgum skæruliðahópa þeirra, sem í orði kveðnu heyra undir þau. Því var lengi spáð að Najibullahstjórnin félli jafnskjótt og síðustu svoésku hermennirnir væru á brott, en nú eru sumir vestrænna fréttaskýr- enda ekki lengur handvissir í sinni sök um það, sundurlyndis skæruliða vegna. Bókstafstrú- aðir mujahideen undir forustu Gulbuddins Hekmatjar og hóf- samari „vopnabræður“ þeirra undir stjórn Áhamds Shah Maso- ud eru fyrir löngu farnir að berj- ast um ráð yfir héruðunum um- hverfis Kabúl. Þessir tveir hafa lengi verið þeir áhrifamestu af skæruliðaforingjunum og báðir eru þeir staðráðnir í að ná Kabúl á sitt vald eftir brottför Sovét- manna. Það hefur verulegt táknrænt gildi að hafa höfuð- b'orgina á sínu valdi, og þar að auki er búist við að Vesturlönd og arabísk olíuríki muni senda neyðarhjálp upp á marga milj- arða króna til landsins að Sovét- mönnum förnum og Najibullah- stjórn fallinni. Sú hjálp myndi fyrst og fremst berast til Kabúl, þannig að þeir skæruliðar, sem réðu borginni, gætu og ráðið hverjir yrðu hjálparinnar aðnjót- andi. Ófarir Amanullah Margir Kabúlbúa, líka þeir sem annaðhvort eru einskonar hlutleysingjar eða andsnúnir Na- jibullah, hugsa með sárum kvíða til þess, sem gerast kynni ef muja- hideen tækju borgina, að minnsta kosti ef það yrðu ofstækismenn Hekmatjars. Þeir minnast líklega þess, sem gerðist 1929 er Aman- ullah Afganistanskonungi, „upp- lýstum" einvaldi sem reynt hafði að innleiða umbætur að vest- rænni fyrirmynd, hliðstætt Ata- túrk í Tyrklandi og Reza Shah í íran, var steypt af stóli. Þar voru að verki strangtrúaðir múslímar, þegnar hans, sem vildu ekkert vestrænt tildur fremur en Hek- matjar og héldu m.a. upp á sigur- inn með því að sjóða mennta- málaráðherra konungs lifandi í olíu. Sundrung mujahideen endur- speglar Afganistan eins og það er. Landið hefur aldrei náð því að verða þjóðríki í evrópskum skiln- ingi orðsins, og nú skiptast menn þar sem fyrr í fylkingar eftir trú- flokkum, þjóðernum, ættbálk- um, landshlutum. Og þar að auki hefur bókstafstrúarhyggjan, sem er svo ofarlega á baugi í íslam nú um stundir, náð þar miklu fylgi en vakið andúð bæði tiltölulega hófsamra og íhaldssamra músl- íma. í mujahideensamtökum þeim er bækistöðvar hafa í Pak- istan eru einkum súnnítar, en til þess trúflokks innan íslams telst mikill meirihluti landsmanna. En samtökin með bækistöðvar í íran eru sjítatrúar, og þau krefjast meiri hlutdeildar í stjórn landsins en súnnítasamtökin eru reiðubú- in að veita þeim. Þetta hefur leitt til þess að enn hefur ekki tekist að kveðja saman bráðabirgðaþing, sem mujahideen hugðust stofna til, þar eð sjítar krefjast þar 120 sæta af 480, hálfu fleiri en súnnít- ar vilja láta þá hafa. Friöarsvæði í norðri Um fimm miljónir af um 18-19 miljónum Afgana eru flóttamenn í Pakistan og fran, fyrir utan hundruð þúsunda sem flúið hafa frá landsbyggðinni til Kabúl undan stríði og eyðileggingu. Þetta segir sína sögu um það, hve harðlega ófriðurinn hefur leikið landið, en allstórt svæði í norður- hluta þess, við sovésku landa- mærin, er undantekning þar á. Svæði þetta skiptist í fylkin Fary- ab, Jowzjan og Balkh. Hermenn þaðan, að minnsta kosti frá Jowzjan, þykja duglegastir bar- dagamenn í liði Najibullahstjórn- ar. íbúar þar eru öllu nákomnari Tadsjíkum og Úsbekum sovésku Mið-Asíu en Pústúnunum suð- austan Hindukushfjalla. Fylki þessi eru líka orðin nátengd So- vétríkjunum efnahagslega. Jarð- gas fer þaðan eftir leiðslum norður yfir landamærin, eftir öðrum leiðslum kemur þangað sovésk olía og á síðustu tveimur árum hafa stjórnvöld fylkjanna gert við Úsbekistan samninga um stofnun iðnfyrirtækja og þróun- araðstoð. Mujahideen eru þar að vísu sem annarsstaðar og skiptast í tugi hópa, sem flestir heyra að nafni til undir Hezb-i-Islami, samtök þau er lúta stjórn Hek- matjars, en hafa hingað til verið nánast óháðir honum í raun. Með skæruliðum og stjórnvöldum fylkjanna hefur tram að þessu verið í gildi óformlegt vopnahlé. Mujahideen hafa að mestu haldið að sér höndum, en í staðinn hafa stjórnvöld látið venslafólk þeirra og vini í friði og meira að segja séð skæruliðunum sjálfum fyrir matvælum. Þarna hefur og stuðl- að að friði að margir skæruliða eru tengdir stjórnarliðum ættar- og fjölskylduböndum. Aðstoðar- borgarstjórinn í Mazar-i-Sharif, aðalborginni í Balkh, á þannig bróðurson meðal forustumanna skæruliða og hafa þeir frændur fyrir venju að hittast að næturþeli og ræða málin. „Enginn vorkenndi okkur ..." Margt bendir til að Sovétmenn hafi síðustu árin markvisst stefnt að því að tengja fylki þessi sér sem nánast efnahagslega með það fyrir augum að afganskir skjólstæðingar þeirra gætu haft þar fótfestu þótt mujahideen tækju landið að öðru leyti. En takmarkaðar líkur eru á að það takist. Fyrir nokkrum dögum gerði einn skæruliðahópurinn harða eldflaugaárás á Balkh, smáborg í samnefndu fylki sem talin er vera meðal elstu borga heims. Ástæðan var að skæru- liðaflokkurinn, sem árásina gerði, var öfundsjúkur út í annan mujahideenhóp, sem Balkhbúar höfðu séð fyrir nauðsynjum. Sá tiltölulega mikli friður, sem fylki þessi hafa notið, er sem sé harla ótryggur. Bandaríkin byrgja mujahideen enn sem hingað til upp af vopn- um, og er sú atha(nasemi þeirra arfur frá þeirri tíð, er Reagan var sem mestur krossfari gegn kom- múnismanum. Þótt undarlegt kunni að virðast hafa Banda- ríkjamenn engu að síður stjórnmálasamband við stjórn af- ganskra skjólstæðinga Sovét- manna. Bandarfska sendiráðið í Kabúl hefur verið mannað hörð- um kaldastríðssinnum, sem ákaft eggja skæruliða að herja sem mest á sovésku hersveitirnar á leið þeirra úr landi. Sendiráðs- menn þessir láta einskis ófreistað til að undanhald Sovétmanna frá Afganistan líti út sem hin mesta hrakför í augum heimsins.. „Eng- inn vorkenndi okkur, þegar við fórum frá Saigon,“ sagði Banda- ríkjamaðureinníKabúl. Hann er ekkert einsdæmi í sögunni; hé- gómaskapurinn hefur átt í henni ríkan þátt. Hafa Bandaríkin magnað upp „nýtt íran“? En sagt er að nýju mennirnir í Washington, praktískir og lítið fyrir ævintýri, séu efins um að eindreginn stuðningur Banda- ríkjamanna við mujahideen sé með öllu af hinu góða. Þeir kvíða því að sigur þessara bandamanna þeirra kunni að leiða til þess, að Afganistan verði strangíslamskt ríki (eins og Hekmatjar vill) á borð við íran. Einn fréttaskýr- andinn kemst svo að orði, að með stuðningnum við mujahideen mætti vera að Bandaríkin væru að magna skrímsli, sem snúist gæti gegn þeim sjálfum. Þá kváðu menn Bushstjórnarinnar óttast, að Bandaríkjamenn kunni með sama áframhaldi að flækjast illi- lega í borgarastríði því meðal mu- jahideen innbyrðis, sem raunar má segja að þegar sé hafið og margir búast við að brjótist út af fullum krafti, ef þeim tekst að gersigra Najibullahstjórnina. Á diplómatískum vettvangi eru menn allmjög á ferð og flugi á þessum örlagadögum Afganist- ans. Ali Akbar Velayati, utan- ríkisráðherra írans, er í heim- sókn í Pakistan og er erindið að samræma afstöðu ríkjanna gagnvart mujahideen. íran vill efalaust styrkja trúbræður sína sjíta til sem mestra áhrifa í grann- landinu, og þótt ráðamenn Paki- stans séu súnnítar eins og Hek- matjar skjólstæðingur þeirra, er heldur ólíklegt að Benazir Bhutto kæri sig um að fá svo ófyr- irleitinn ákafamann á valdastól í grannlandinu, síst með hliðsjón af því að Pústúnar (öðru nafni Pathanar) þjóðbræður Hekmatj- ars, eru fjölmennir og áhrifamikl- ir í Pakistan. Og í dag er von á Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, til Paki- stans til viðræðna við þarlent stórmenni. Dagur Þorleifsson. Mujahideen á bæn - nú sundrar trúin fremur en sameinar. Föstudagur 3. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.