Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 11
Myndir Jim Smart „Það má segja að þessi tími og hugsanaháttur 68 kynslóðarinnar sé háifgerð forneskja í hugum unglinga í dag. í dag verða allir að eiga allt og mötunin er allsráð- andi í þjóðfélaginu. Á þeim tím- um sem Hárið gerist skipti engu máli hvað þú áttir, það nægði að eiga í næstu pípu,“ sagði Björgvin Kristinsson, féhirðir nemenda- mótsnefndar Verslunarskóla Is- lands, en í gær frumsýndi nem- endafélagið söngleikinn Hárið á Hótel ísiandi. „Með með því að taka Hárið til sýningar nú erum við að reyna að fríska upp á nemendur í skólan- um. Við þekkjum flest tónlistina og viljum að ungt fólk í dag kynn- ist hugsanahætti og klæðnaði þessa tíma; tíma kynlífsbyltingar- innar, stúdentamótmæla og Ví- etnamsstríðsins," sagði Björgvin. Alls taka um 80 manns þátt í sýningunni. Leikstjóri er banda- ríski dansahönnuðurinn Tracy England Jackson og tónlistar- stjóri Jón Ólafsson. Auk hans leika flestir meðlimir Bítlavinafé- lagsins undir sýningunni að við- bættum fjórum blásurum. 14 einsöngvarar koma fram auk kórs. Eitt lag úr sýningunni hefur verið hljóðritað í hljóðveri en það er lagið Easy to be hard, sem Alma María syngur. Einnig hefur verið gert myndband við lagið. Sýningin í gær var fyrir nem- endur í Verslunarskólanum en kl. 20 á sunnudagskvöld verður önnur sýning á söngleiknum á Hótel ísíandi og verður hún opin almenningi. Drekktu „diet“ vertu ruglaður tapaðu minninu FLÖSKUSKEYTI Allir kannast við horrenglurn- ar í sundbolunum, sem koma hlaupandi eftir sandströndinni í blóðrauðu sólarlagi og slengja svo í sig heilli flösku af „diet“drukk. Samkvæmt rannsóknum eiga þeir sem svolgra slíka drykki ótæpi- lega á hættu að tapa minninu, missa sjón, þjást af alvarlegum sljóleika og fá hausverk. Þetta kom fram við rannsókn á 551 einstaklingum sem voru látn- ir neyta sætuefnisins „aspart- ame“ sem markaðssett er undir vörumerkinu „Nutra Sweet“. 157 þátttakendur í rannsókninni fundu fyrir alvarlegum vanda- málum. Tímaritið New scientist skýrði frá þessum niðurstöðum. Ellefu misstu sjón á öðru eða báðum augum, þriðjungur þjáðist af al- varlegum sljóleika, helmingurtil- kynnti mikinn höfuðverk. Átján ára karlmaður, sem drakk nærri 2 lítra af „diet“gosi daglega rataði stundum ekki heim til sín. Ef neyslunni var hætt kom í ljós að áhrifin, sérstaklega minnis- leysið og ruglið, hvarf. t*á kom í ljós að konur virtust þrisvar sinn- um næmari fyrir alvarlegum áhrifum sætuefnisins. Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur fengið hundruð kvartana vegna sætunn- ar frá neytendum en þrátt fyrir það hefur efnið ekki verið bann- að. 14 miljóna mistök Sovéska flugfélagið Areoflot hefur sent vestur-þýska Rauða- Krossinum afsökunarbeiðni vegna reiknings upp á 14 miljónir króna sem félagið hafði áður sent R-Krossinum fyrir flutninga á hjálpargögnum frá V-Þýskalandi til jarðskjálftasvæðisins í Armen- íu. Areoflot segir mistök hafa átt sér stað, en það hafi aldrei verið ætlunin að græða á náttúruham- förunum. Þjórfé eða lífið Þjónn nokkur í Connecticut var svo óánægður með þjórfé sem hann fékk hjá feðgum nokkrum að hann réðst á þá með hníf og særði þá þegar þeir yfirgáfu veitingahúsið. Að sögn lögregl- unnar höfðu feðgarnir skilið eftir 3 dollara í þjórfé en reikningur- inn hljóðaði upp á 50 dollara eða 2.500 krónur. Hugsunarlaus miskunnsemi Ferðamenn í Kenya urðu vitni að því að ljón réðst á tólf ára gamlan dreng og fótbraut hann. Þeir brugðust fljótt við og fóru með drenginn á nýtísku sjúkra- hús í nágrenninu. Nú hefur faðir drengsins fengið reikning frá sjúkrahúsinu og hljóðar hann upp á 200 þúsund krónur. Faðir- inn, sem á fjórar konur og fjórtán börn segist alls ekki hafa ráð á að borga reikninginn. Skóþjófur Þjófur nokkur í Genova á ítal- íu hefur gert konum þar lífið leitt því hann rænir af þeim skónum. Þokkapilturinn hendir sér fyrir fætur kvennanna og klæðir þær úr skónum án þess þær komi nokkr- um vörnum við. Áður en þær vita af er þjófurinn horfinn sjónum en þær standa eftir berlappaðar. Þjófurinn virðist bara hafa áhuga á háhæluðum skóm því þær kon- ur sem ganga á flatbotna skóm hafa alveg losnað við kynni af honum. Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.