Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 6
Fýkur í skjól fjármagnsins? Fjármálaráðherra hefur skip- að nefnd sem vinnur nú að endurskoðun skattalaga með það markmið í huga að sam- ræma skattlagningu á fjár - magnstekjum.hvortsem um er að ræða arð af hlutafé, verð- bréfum eða aðrar vaxtatekjur. Einn nefndarmanna er Már Guðmundsson efna- hagsráðgjafi fjármálaráð- herra. Við spurðum hann hvaða rök lægju fyrir því að taka nú upp skattlagningu á vaxtatekjur einstaklinga og söluhagnað af verðbréfum. Fyrir þessu liggja tvenn rök, sagði Már. Núverandi skatt- lagning felur það í sér að sumar fjármagnstekjur eru skattskyldar og aðrar ekki. Til dæmis er eignaskattur rétt- lættur sem skattlagning af arði eignarinnar. Þá er arður af hlutafé einnig skattskyldur fyrir ofan ákveðin mörk, en ekki vextir af skuldabréfum. Hlutaféð hefur þannig búið við óhagræði miðað við lánsfé., Þetta misræmi leiðir til óhag- ræðis og óhagkvæmni, og megintilgangur þessarar breytingar er því að koma á samræmi í skattlagningu allra fjármagnstekna. í öðru lagi þá er hér um rétt- lætismál að ræða, þar sem ekkert réttlætir í sjálfu sér að sá sem lifir á arði af eignum sínum sé skattfrjáls á meðan launamaðurinn þarf að borga 37% skatt af sínum tekjum. Leiðir skattlagning til vaxtahækkunar? Við höfum leitað álits nokk- urra fagmanna og hagsmunaaðila um réttmæti þessara áforma. f Ijós kom að skoðanir eru skiptar, en að í raun greinir þá ekki á um að hér sé um réttlætis- eða sanngirnismál að ræða. Hins veg- ar eru mótrökin fyrst og fremst þau að við núverandi aðstæður muni þessar breytingar hafa óheillavænleg áhrif á hagkerfið með því að draga úr sparnaði, spenna upp vexti og auka á verð- bólgu. Ríkisstjórnin hefur uppi áform um skattlagningu á vaxtatekjur og arð afsölu skuldabréfa, hliðstættþvísem á sér stað íöðrum Evrópulöndum. Áform þessi munu draga úr sparnaði ogspenna upp vextina, segjaþeir sem eru þeim andvígir. Það er ekkertsem réttlœtir það að launatekjur séu skattskyldar en fjármagnstekjur skattfrjálsar, segja talsmenn breytingarinnar. Staðreyndin er sú að ísland er eina landið í Evrópu þar sem éigendur fjármagns eru settir skör ofar óbreyttu launafólki gagnvart skattalögunum. Þannig sagði Þorvaldur Gylfa- son prófessor í samtali við Þjóð- viljann að hann teldi skattlagn- ingu vaxtatekna fullkomlega eðlilega ef hér væri um eða innan við 5% verðbólga eins og í flest- um Evrópuríkjum. Við núver- andi aðstæður væri það hins veg- ar forgangsverkefni fyrir stjórn- völd að draga úr verðbólgunni, og í því sambandi væri brýnt að efla sparnað. Og þar sem þjóðin væri nú fyrst að byrja að læra að ávaxta sparifé, þá væri það glapr- æði nú að skattleggja vaxtatekj- urnar, því það myndi draga úr sparnaði, auka eftirspurnina eftir lánsfé og spenna upp vextina. Þröstur Ólafsson stjórnarfor- maður í Kron sagðist alltaf hafa verið því sammála að takast ætti á við þennan vanda, en þetta væri flókið mál sem erfitt væri að framkvæma í einu stökki. Vissu- lega væri hér um réttlætismál að ræða, en jafnframt mætti gera ráð fyrír að skattlagningin myndi draga eitthvað úr sparnaði. Auk þess blönduðust óhjákvæmilega inn í þetta harðar pólitískar um- ræður. En ef nota ætti þetta sem hagstjórnartæki, þá væri þetta spurning um hvort menn vildu leggja meiri áherslu á sparnað eða meira fé í ríkiskassanum. ísland ósambærilegt við útlönd? Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamark- aðs Iðnaðarbankans segir að menn verði að fara varlega í öllum yfirlýsingum um þessi mál. Umfjöllun stjórnvalda um málið hafi þegar leitt til þess að spari- fjáreigendur séu nú varari um sig en áður. Stefán sagði það rétt að verulegt misræmi væri í skatt- lagningu eignatekna innbyrðis og í skattlagningu eignatekna ann- ars vegar og launatekna hins veg- ar. En þetta yrði líka að skoða í ljósi ytri aðstæðna. Aðstæður hér á landi eru ekki sambærilegar við útlönd, sagði Sigurður, þar sem sparnaður er víðast hvar hlut- fallslega margfalt meiri en gerist hér á landi. Það er fyrst við þær aðstæður sem hægt er að líta á slíka skattlagningu sem réttlæt- ismál. Það er því ekki ágreiningur um að þetta þarf að leiðrétta í tímans rás, en við þær aðstæður sem við búum nú með 4-5% við- skiptahalla að meðaltali síð- astliðin 10 ár og sívaxandi er- lenda skuldabyrði, þá er var- hugavert að grípa til ráðstafana sem hafa neikvæð áhrif á sparn- að. Því með minnkandi inn- lendum sparnaði neyðast stjórnvöld til þess að auka er- lenda lántöku, og það er rétt að hafa í huga að vaxtatekjur út- lendinga af lánsfé hér á landi eru ekki skattlagðar í ríkissjóð. Er- lendar skuldir þjóðarinnar eru nú um 120 miljarðar sem er talsvert hærri upphæð en allur frjáls sparnaður í landinu. Aðspurður um hvort skýringar á erfiðleikum hlutafélaga hér á landi í að ná í hlutafé gætu að einhverju leyti falist í því að arður hlutabréfa væri skattskyldur en vextir skattfrjálsir, sagði Sigurð- ur að hluti skýringarinnar kynni að felast í þessu. Hitt skipti þó meira máli að sparnaður í þjóðfé- laginu byggðist á trausti. Hér á landi væru nokkur traust hlutafé- lög eins og Eimskip, Flugleiðir, Hampiðjan, Iðnaðarbankinn o.fl. sem ættu greiðan aðgang að hlutafé á markaðnum ef þau vildu. Hins vegar vildu menn ógjarnan hætta sparifé sínu í nýj- um og ótryggum atvinnurekstri. Sparnaöur ríkisins veg- ur móti hugsanlegum samdrætti í sparnaöi al- mennings En hverju svara stuðnings- menn skattlagningar á vaxtatekj- ur þessum efasemdum? Már Guðmundsson efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra segir að verðbólgustigið skipti ekki máli í þessu sambandi. Hins vegar geti það verið rétt, að skatt- lagning fjármagnstekna kunni að draga úr sparnaði almennings og hækka þannig vexti fyrir skatt. Flest bendi þó til þess að þessi áhrif verði veik, því heildarsparn- aður sé lítið næmur fyrir vöxtum. Vextir ráði meiru um form sparn- aðar, til dæmis um skiptingu í peningalegan sparnað og annan sparnað. Þá verði einnig að taka með í reikninginn að skatt- heimtgn komi annað hvort fram sem tekjuaukning hjá ríkinu, og auki þannig framlag þess til sparnaðar þjóðarbúsins, eða leiði til lækkunar á öðrum sköttum, t.d. eignasköttum. Þetta geti jafnvel vegið að fullu upp á móti hinum áhrifunum, þannig að samanlagður sparnaður almenn- ings og hins opinbera minnki ekki, en það sé heildarsparnaður þjóðarbúsins sem skipti máli varðandi viðskiptahalla og er- lendar skuldir. Hve mikill er sparnaöurinn á íslandi? En hversu hár skattstofn er það sem verið er að tala um? Hve mikill er sparnaðurinn í íslenska efnahagskerfinu, og hvar á hann sér einkum stað? Yngvi Örn Kristinsson hag- fræðingur hjá Seðlabankanum tjáði okkur að nýjustu tölur um þetta væru frá því í septemberlok s.l. og væru að hluta áætlaðar. En samkvæmt útreikningi þeirra í Seðlabankanum var heildar- sparnaðurinn í íslenska hagkerf- inu þá um 229 miljarðar króna. Þessum sparnaði er síðan skipt í frjálsan sparnað annars vegar og kerfisbundinn sparnað, sem bundinn er í lögum og reglugerð- um, hins vegar. Frjáls sparnaður var í heild um 111 miljarðar, en honum er síðan skipt niður í 4 þætti: 1) Innlán í bönkum og sparisjóð- um (að frátöldum innlánum lán- astofnana): 80,7 miljarðar. 2) Spariskírteini: 15,2 miljarðar 3) Önnur verðbréf í verðbréfa- sjóðum og fjárfestingarsjóðum: 8,2 miljarðar. 4) Annað (einkum varasjóðir tryggingafélaga): 6,8 miljarðar. Kerfisbundinn sparnaður er fyrst og fremst eigið fé lífeyris- sjóða og lánastofnana eins og Byggingarsjóðs ríkisins og Fram- kvæmdasjóðs. Kerfisbundinn sparnaður var samtals 117,7 milj- arðar og skiptist þannig: 1) Eigið fé lífeyrissjóðanna: 72 miljarðar. 2) Skyldusparnaður ungmenna: 2,7 miljarðar. 3) Eigið fé lánastofnana: 43 milj- arðar. Hve hár er skattstofninn? Yngvi Örn Kristinsson á sæti í þeirri nefnd sem nú vinnur að endurskoðun skattalaganna. Við spurðum hann hversu stór sá skattstofn væri, sem menn hefðu í huga við skattlagningu vaxta- tekna? Svarið var á þá leið að málið væri nú í undirbúningi, en varlega áætlað þá myndi skattstofninn ná til um 60-70% af frjálsum sparn- aði sem væri í eigu einstaklinga, og ef frjálsi sparnaðurinn væri um 111 miljarðar, þá mætti ætla að vaxtatekjur af 70-80 miljörðum yrðu þannig skattskyldar. Aðspurður um hvað það væri sem mælti með þessari breytingu á skattakerfinu sagði Yngvi Örn 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.