Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 21
Tpn7¥ r A1> l\/f¥T,l\JlVJTlMán JIVF ilLI A iA rv ÍVI r^l>ll>lll>lvxll>l „oft hef eg klári beitt“ Ljóð Jónasar Hallgrímssonar ný og fersk í væntanlegri heildarútgáfu þarsem staðfastlega er fylgt handritum og frumprentunum. Páll Valsson: Löngu kominn tími til að við fáum að kynnast ljóðum Jónasar einsog hann gekk frá þeim sjálfur Ætli Jónas Hallgrímsson sé ekki sá maður sem flestum ís- lendingum kemur fyrstur í hug þegar skáld ber á góma? Hann er að minnsta kosti það skáld síðari alda sem er hér í sífelldustum metum -og líka í stöðugu endurmati frá kyn- slóð til kynslóðar. Og nú er okkar tímum að opnast ný leið að skáldinu, náttúrufræðingn- um og manninum í fjögurra binda ritsafni sem væntanlegt erfrá bókaútgáfunni Svart á hvítuínæstamánuði. Páll Valsson bókmenntafræð- ingur er einn þriggja ritstjóra verksins, með þeim Hauki Hann- essyni og Sveini Yngva Egilssyni. Páll sagði í spjalli við Nýtt Helg- arblað Þjóðviljans að útgáfa af því tæi sem nú sér dagsins ljós hafi lengi verið draumur þeirra sem gerst þekkja til höfundar- verks Jónasar Hallgrímssonar. Þrátt fyrir vinsældir skáldsins og þá hálfu aðra öld sem liðin er frá andláti þess hafa verk Jónasar nefnilega aldrei verið gefin út í heild sinni með þeim hætti að standist nútímakröfur um vinnu- brögð við útgáfu slíkra texta. -Næst því kemst útgáfa Matt- híasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar, segir Páll, -fimm bindi sem komu út frá 1929 til 1937. Það var mikið og þarft verk á sín- um tíma, og er eina heildarútgáfa af verkum Jónasar hingaðtil, en þessar bækur hafa því miður marga vankanta, og útgáfan er satt að segja sérstaklega gölluð hvað ljóðin varðar -einsog nær allar síðari útgáfur af ljóðum skáldsins. Og vinir berast burt á tímans straumi -Þessa vankanta við útgáfu á ljóðum þjóðskáldsins má rekja til fyrsta ljóðasafnsins, sem Fjölnis- mennirnir Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson gáfu út 1847, tveimur árum eftir lát Jón- asar. Þegar sú útgáfa er borin saman við eiginhandarrit Jónasar og frumprentanir að honum lif- andi, í Fjölni og ýmsu sérprenti, þá sést að þeir Konráð og Brynj- ólfur hafa hnikað til orðum og breytt í fjölmörgum ljóðum án nokkurrar sýnilegrar réttlætingar í handritum Jónasar. Það er ekki gott að segja um ástæður þessara breytinga, enda geta þeir Konráð ekkert um þær. i Sjálfsagt hefur þetta verið velj meint hjá útgefendunum, þeir hafa væntanlega haldið sig vera á einhvern hátt að betrumbæta verk vinar síns nýlátins. Og því má ekki gleyma að menn höfðu á þessum tíma aðra afstöðu til textameðferðar en nú er. Megin- gallinn er hinsvegar sá að þeir fé- lagar gera ekki nokkra grein fyrir vinnubrögðum sínum og breyt- ingum -aðeins í einu tilviki sjá þeir ástæðu til þess. Þeir Konráð og Brynjólfur kunna að eiga sér afsökun fyrir vinnubrögðum sínum -en svo vill til að verk þeirra hefur því miður orðið gagnrýnislaust fyrirmynd allra síðari útgefenda. Matthías Þórðarson stígur skrefið frá út- gáfunni 1847 aðeins til hálfs, tekur stundum mark á eiginhand- arritum Jónasar en metur öðrum stundum meira útgáfu Konráðs og Brynjólfs, og í þeim ljóðasöfn- um Jónasar sem nú eru algengust -útgáfu Tómasar Guðmunds- sonar fyrir Helgafell, og útgáfu Máls og menningar- er í einu og öllu fylgt hinni reikulu stefnu Matthíasar. -Það er kominn tími til að snúa þessu við. Við viljum lesa ljóð Jónasar Hallgrímssonar einsog Jónas Hallgrímsson gekk frá þeim, án þess að málsmekkur og vinnubrögð Konráðs og Brynj- ólfs séu að flækjast fyrir okkur. Hjarðir á beit með lagði síðum -Raunar bendir ekkert til þess að breytingar Konráðs og Brynj- ólfs hafi átt sér stoð í vilja Jónas- ar. Undantekningin sannar vænt- anlega regluna -þeir Konráð og Brynjólfur segja nefnilega sér- staklega frá því að Jónas hafi vilj- að breyta einu orði í ljóði sem áður hafði verið prentað, og það er eina breytingin frá frum- gögnum sem þeir gera grein fyrir. I okkar útgáfu förum við eftir þeim Konráði um þetta atriði. Þetta er í ljóðinu til Páls Gaim- ards, Pú stóðst á tindi Heklu hám..., -þar er bæði í eiginhand- arriti og í prentuðum veislutexta talað um hjarðir kátar, en þeir Konráð segja að Jónas hafi breytt þessu í hjarðir á beit. Full ástæða er til að fylgja þeim í þessu, því að hér gera þeir grein fyrir sínu verki. Engin önnur breyting þeirra félaga er hinsvegar skýrð eða rökstudd, og höfðu þeir þó undir höndum öll frumgögn, eigin- handarrit og þegar prentuð ljóð. Þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekkert ábyggilegra í höndunum en handrit skáldsins sjálfs. -Við erum alls ekki að breyta neinu, við viljum einungis prenta ljóð Jónasar Hallgrímssonar einsog þau liggja fyrir frá hans hendi. Og það eru breytingar í nánast hverju ljóði, sem betur fer flestar smávægilegar, en aðrar þýðingarmeiri. f upphafi Gunn- arshólma er til dæmis talað um Eyjafjallajökul sem gnæfir hátt yfir sveit og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtœru lind. Hér skrifa þeir Konráð: í him- inblámans fagurtœrri lind. Kannski vegna þess að málfræð- ingnum Konráði Gíslasyni hefur fundist vanta ákveðinn greini? Matthías prentar fagurtœrri eftir bók þeirra Konráðs, og það er líka gert í útgáfum Máls og menningar og Helgafells. Sigurð- ur Nordal fór hinsvegar eftir frumprentuninni í Fjölni 1838 í Lestrarbók sinni. Eiginhandarrit er ekkert til, en sjálfsagt að fylgja frumprenti, enda enginn vafi á því að Jónas gekk sjálfur frá kvæðinu til prentunar í Fjölni. Þá er til ferðar fákum snúið tveimur -í sama ljóði er lýst hlíðinni fögru, meðal annars svona: Blikar í laufi birkiþrasta sveimur og skógar glymja, skreyttir reyni- trjám. En af einhverjum ástæðum prenta þeir Konráð Blikar í lofti, sem er illskiljanleg breyting. -f ljóðaflokknum Ánnes og eyjar er ein breyting í frægri hendingu, sem flestir kunna svona: Efst á Arnarvatnshœðum oft hef eg fáki beitt, þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. -í því handriti kvæðisins sem greinilega kemst næst því að vera lokafrágangur Jónasar á ljóða- flokknum hefur hann skrifað fyrst fáki en strikað síðan greini- lega yfir það orð með blýanti og skrifað klári í staðinn. Konráð og Brynjólfur hafa tekið mark á öllum blýantsleiðréttingum í handritinu nema þessari einu, og prentað fáki. -Menn þurfa ekki að liggja lengi yfir þessu ljóði til að sjá ástæður Jónasar -það á miklu betur við bæði Arnarvatnshæð- irnar og anda kvæðisins að nefna fararskjótann klár en fák. Orðið fákur gefur til kynna einhvers- konar glæsireið, sem er í algerri andstöðu við þá blöndu af angur- værð og kaldri íroníu sem ein- kennir þennan bálk. Eins og þegar álftir af ísa grárri spöng -Dæmi um breytingu frá Konr- áði og Brynjólfi sem menn kunna að sjá eftir er svo í Heine- kvæðinu Álfareiðinni, -Stóð eg úti í tunglsljósi, sem allir þekkja og kunna. í miðerindinu einsog það er prentað hjá þeim Konráði og alltaf síðan er álfareiðin sögð vera einsog þegar svanir fljúga suður heiði, en í frumprentun, í Fjölni 1843, er erindið svona: Hleyptu þeir á fannhvítum hest- um yfir grund, hornin jóa gullroðnu blika við lund, eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga austur heiði með fjaðra- þyt og söng. Jónas stefnir álftunum austur, ekki suður. Af hverju vitum við auðvitað ekki. Þegar farið er í ljóð Heine á þýskunni kemur í ljós að þar er engin áttatáknun, þannig að austurflugið er frá Jónasi. Varla er kvæðið sett niður á heimaslóð- um Jónasar einsog swðwr-villan kynni að gefa tilefni til að halda, en við höfum verið að velta því upp að gamni okkar hvort hægt er að skýra þessa austurátt með því að Jónas setji kvæðið niður á fornum skólaslóðum sínum á Bessastöðum -þarsem einmitt heitir Álftanes og nóg er af ísa grárri spöng á vetrum. Á þessum slóðum er rökrétt að álftir fljúgi austur heiði, inn í landið. Þessi tilgáta er auðvitað einsog hver önnur leikfimi, en sýnir þó að réttur texti getur skipt miklu um túlkun og upplifun, segir Páll Valsson. -Það er engin tilviljun hvaða orð skáldið Jónas Hallgrímsson velur í ljóð sín, og suður er annað en austur hvort sem hugað er að hugsanlegri staðfræði eða tákn- legu gildi. Þetta dæmi sýnir vel að það er löngu kominn tími til að við kynnumst ljóðum Jónasar nákvæmlega einsog hann gekk frá þeim sjálfur. -m Rítverk Jónasar í f jórum bindum Skáldskapur, fræði, ræður, ritgerðir, bréf og dagbækur. Sumt áður óbirt, annað í upprunalegum búningi Ritverk Jónasar Hallgríms- sonar frá bókaforlaginu Svart á hvítu verður í fjórum bindum. Fyrsta bindið kallast „Ljóð og lausamál“ og er þar skáldskapur hans allur, ljóð, smásögur og fleira, ræður og ritgerðir um stjórnmál og bókmenntir, til dæmis hinn frægi ritdómur um rímur Sigurðar Breiðfjörð. Annað bindið heitir síðan „Bréf og dagbækur“. Þar verða meðal annars mörg bréf sem aldrei hafa farið á prent áður, en rúmfrekastar eru dagbækurnar, og ef til vill sæta mestum tíðind- um ferðadagbækur hans frá leiðöngrum um landið. Þær skrif- aði Jónas á dönsku, en hér eru þær birtar á íslensku í fyrsta sinn í traustri þýðingu Hauks Hannes- sonar. Þriðja bindið er kallað „Nátt- úran og landið“ og geymir öll skrif Jónasar á íslensku um nátt- úrufræði. Hér eru drög hans að íslandslýsingu, þættir um dýra- fræði og jarðfræði, og fræg þýð- ing Jónasar á alþýðlegri stjörnu- fræðibók eftir Danann G.F. Urs- in, sem prentuð var í Viðey 1842 og hefur ekki komið út síðan. Þýðingin er ekki síst merk vegna nýyrðasmíðar Jónasar, en þar koma fyrst fyrir ýmis heiti og hugtök sem síðan eru á hvers manns vörum: sjónauki, ljós- vaki... Fjórða bindið hefur síðan ítar- legar skýringar við texta í hinum bindunum þremur og að auki ýmis gögn tengd Jónasi. Þar verð- ur meðal annars æviskrá Jónasar, ítarleg ævisaga sögð á sem hlut- lægastan hátt, og ýmsir textar sem tengjast sögu Jónasar, vott- orð, umsagnir, ummæli samtíðar- manna og annarra um hann -og Páll Valsson, einn þriggja rítstjóra nýju Jónasarútgáfunnar. prentaður „sjúrnall“ hans af spít- alanum. Einnig skrifa tveir raun- vísindamenn og háskólaprófess- orar um framlag Jónasar til ís- lenskrar náttúrufræði, þeir Sig- urður Steinþórsson jarðfræðing- ur og Arnþór Garðarsson líffræð- ingur. Þeir ritnefndarmenn Haukur, Páll og Sveinn segjast við útgáf- una hafa notið ráðgjafar Hannes- ar Péturssonar skálds sem hvað best núlifandi fslendinga þekkir til verka Jónasar, og þeir hafa einnig stuðst við rannsóknamið- urstöður Ólafs Halldórssonar handritafræðings. Prentsmiðjan Oddi annast lokafrágang allan. Verkin eru prentuð með nú- tíma stafsetningu, en orðmynd- um frá Jónasi er að sjálfsögðu haldið, hvort sem fyrnt er eða tal- að alþýðumál frá fyrri hluta 19. aldar. -m NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.