Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 12
Frönsku
diplómatíunni
misboðið
Sem kunnugt er hefur Al-
bert Guðmundsson þekkst
boð Jóns Baldvins um að
gerast sendiherra í Frakka-
landi og hefur því mikið verið
hampað hversu vel liöinn Al-
bert er. Við heyrum hins vegar
að franska diplómatían hafi
verið allt annað en hress með
þennan framgang mála. Ekki
kannski af því að menn væru
á móti Albert sem slíkum held-
ur mislíkaði þeim stórlega
hvernig haldið var á málinu af
hendi utanríkisþjónustunnar
því franska diplómatían var
ekki látin vita né spurð álits á
því hvort hún samþykkti Al-
bert sem sendiherra. Þótti
Frökkum, sem eru nú einu
sinni helstu höfundar að al-
þjóðlegum diplómatareglum í
gegnum aldirnar, sem sveita-
mennska íslendinga keyrði úr
hófi þegar þeir lásu um það
fyrst í íslenskum blöðum hver
ætti að verða næsti sendi-
herra íslendinga í Frakklandi.
Samkvæmt heimildum Nýja
Helgarblaðsins voru Frakkar
komnir á fremsta hlunn með
að bera fram opinber mót-
mæli við íslensk stjórnvöld, en
hættu þó við. Sennilega hafa
þeir tekið sama pól í hæðina
og skilningsrík móðir sem
horfir á óvitann sinn og vini
hans sem nýbúnir eru að
skemma nýja stofuborðið.
„Þeir vita ekki betur,
greyin..."*
En hvað verður
um Harald?
Meira um diplómatíu og Al-
bert Guðmundsson. Sem
kunnugt er tekur Albert við af
Haraldi Kröyer, sem sendi-
herra í París. Nýja Helgar-
blaðið hefur hins vegar fregn-
að að íslenska utanríkisþjón-
ustan viti ekkert hvað gera
eigi við Harald og að Haraldur
viti þar með ekkert hvað um
sig verði. Albert hefur lýst því
yfir að hann ætli að taka við
stöðunni um leið og hún losn-
ar og það verður þann 31.
mars. Þykir mönnum það því
til nokkurs vansa hvernig
utanríkisþjónustan fer með
Harald, sem eðliiega mun allt
annað en ánægður með gang
mála. Þeirri skýringu á þessu
úrræðaleysi utanríkisþjónust-
unnar hefur heyrst hvíslað að
Albert sé eftir allt saman allt
annað en viss um hvort hann
ætli til Parísar og hafi komið
þeim skilaboðum áleiðis til
Jóns Baldvins. Albert tvístigi
nú vegna örlaga Borgaraflok-
ksins og alþingiskosninga
sem sumir þykjast sjá handan
við næsta horn. Því haldi
utanríkisþjónustan að sér
höndum hvað örlög Haraldar
varðar enda þykir ómögulegt
að senda hann burt bara til að
kalla hann aftur til starfa fari
nú svo að Albert hætti við...B
700 vinir
Sandkorn í DV hafa fullyrt
hvað eftir annað undanfarið
að Knut Ödegárd eigi öngv-
an vin á íslandi þegar hann
kveður landið og Norræna
húsið eftir gifturíkt starf. Nýja
helgarblaðið hefur hins vegar
sannfrétt frá manni sem var í
kveðjuveislunni að þar hafi
verið sjöhundruð manns og
biðröðin hafi náð þrjá hringi
kringum Norræna húsið því
allir vildu taka í höndina á
Knut og Þorgerði.B
Er Davíð
húsbrjótur?
Umhverfismálaráð hefur nú
til umfjöllunar hvort rífa skuli
Bergshús eða Skólavörðustíg
10, „hús örlaganna" í lífi Þór-
bergs Þórðarsonar. Eins og
nærri má geta leggst ráðið
gegn því, og spennandi verð-
ur að vita hvað borgarráð ger-
ir þegar málið kemur aftur fyrir
það í næstu viku. Talið er að
Davíð Oddssyni sé meinilla
við að skráð verði á legstein
hans í fyllingu tímans að hann
hafi spillt menningarverð-
mætum í borginni sinni, svo
enn er von...B
Ljósmyndir frá
Seltjarnarnesi
- Seltjarnarnesmyndir -
Við leitum að Ijósmyndum frá Seltjarnarnesi
vegna útgáfu Sögu Seltjarnarness (Seltirninga-
bókar) síðar á þessu ári.
Sérstaklega væri kærkomið að fá myndir frá því
fyrir 1950.
Vinsamlega hafið samband við Helgu Björgvins-
dóttur á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austur-
strönd 2, sími 612100.
Við munum að sjálfsögðu skila öllum innsendum
myndum.
Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi
Allsherjaratkvæða-
greiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs starfsárið 1989-1990. Tillögum ber
að skila til skrifstofu F.S.V., Ingólfsstræti 5, fyrir
kl. 12 á hádegi föstudaginn 10. febrúar 1989.
Kjörstjórn
ÍÞRÓTTIR
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
Fram-stúlkurnar hafa verið svotil
ósigrandi en nú eiga nánast öll lið
deildarinnar möguleika á sigri.
inn ávallt í sviðsljósinu og er ekk-
ert nema gott um það að segja.
Nú þegar nær dregur B-
keppninni velta menn því fyrir
sér hverjir muni skipa 16 manna
hópinn sem heldur til Frakk-
lands. 19 menn eru nú í hópnum
þannig að þrír falla út þegar hóp-
urinn verður kunngjörður í næstu
viku.
Ljóst er að einn ef ekki tveir
markverðir munu sitja heima og
er Einar Þorvarðarson sá eini
sem getur talist öruggur með sæti
sitt. Brynjar Kvaran er ekki inni í
myndinni „vegna áhugaleysis“,
að sögn þeirra sem gerst þekkja.
Guðmundur Hrafnkelsson hefur
örugglega sjaldan leikið eins illa
og í vetur og því skyti nokkuð
skökku við ef hann yrði valinn,
enda þótt hann hafi leikið fleiri
landsleiki en þeir Hrafn Mar-
geirsson og Leifur Dagfinnsson.
Hvort Hrafn eða Leifur verður
fyrir valinu er erfitt að segja en
hafa ber í huga að Leifur er nýliði
í landsliðinu og Bogdan hefur
hingað til ekki notast við nýliða í
stórkeppnum.
Fari þrír markverðir til Frakk-
lands verða tveir útileikmenn að
víkja. Guðjón Árnason er, eins
og Leifur, nýliði og gæti því dott-
ið út, auk þess sem margir leik-
menn hafa verið reyndir í stöðu
leikstjórnanda í miðjunni. Þá
hefur Bogdan venjulega látið sér
nægja tvo línumenn sem verða
örugglega þeir Þorgils Óttar
Mathiesen og Geir Sveinsson, en
breyti hann út af því fær Birgir
Sigurðsson farseðilinn. Það er þó
fremur ólíklegt því þá yrði Páll
Ólafsson, Héðinn Gilsson eða
Júlíus Jónasson að víkja því aðrir
eru nokkuð öruggir með sín sæti.
Páll hefur mikla reynslu og þeir
Héðinn og Júlíus hafa staðið sig
með prýði að undanförnu og fara
því að líkindum með landsliðinu
á B-keppnina.
En svo vitnað sé í Bogdan sjálf-
an þá skiptir það ekki máli hverjir
fylla þessi „krítísku" sæti. Hann
mun keyra á þetta 9-10 mönnum
og það er fyrst og fremst þeirra að
standa sig í leikjunum.
Ólafur
Lárusson
Við spilum því spaða upp á ás og
meiri spaða, en ekkert gerist.
Báðir fylgja lit. Hvað gerist, eftir
að við trompum síðari spaðann?
Hvort er betra að treysta á spað-
ann 4-3 í vörninni eða einfalda
tígulíferð. Við getum sameinað
báða kostina. Spilum laufa-
drottningu að heiman. Ef Austur
á kónginn fyrir framan okkur,
eru 12 slagir núna upplagðir, með
meira laufi inn á gosa, og spaðinn
enn 4-3. Ef Vestur tekur hins veg-
ar á kónginn, þá þarf hann að
spila tígli í stöðunni (ef hann gerir
það ekki, aukast líkurnar um
7%) og þá þurfum við að taka
ákvörðun. Liggur spaðinn enn 4-
3? Ef svo er, þá stingum við upp
ás, trompum þriðja spaðann, inn
á laufagosa og trompum fjórða
spaðann (hátt) og inn á hjartaníu
og 12 slagir mættir á svæðið.
Hver sagði að engin stærðfræði
væri í bridgeíþróttunni?
Tekið úr Advanced Play at Bri-
dge eftir Kelsey. Eftirmáli: Ef
spaðinn liggur í hei og laufakóng-
ur í Austur, og tígulkóngur í
Vestur og við töpuðum spilinu,
félagi rífst og skammast yfir
glötuðum samning, þá hentu spil-
unum í hann.
Konur ern
annars flokks
Enda þótt mikil spenna sé í 1. deild
kvenna eru þær hafðar útundan í allri
umfjöllun. Hverjir skipalokahóp
karlalandsliðsins?
r
Ovenju mikil spenna er nú á
toppi 1. deildar kvenna í
handknattleik en sem kunnugt er
hafa Fram-stúlkur verið nánast
ósigrandi um langt árabil. Nú
eiga hins vegar flest lið deildar-
innar möguleika á sigri og geta
greinilega allir unnið alla. Sigur
FH-inga á Frömurum kom mjög á
óvart, sérstaklega þar sem átta
mörk skildu liðin að í lokin.
Annars flokks efni
En það er sama hversu mikla
athygli stúlkurnar eiga skilda,
þær eru ávallt annars flokks frétt-
aefni íþróttafréttamanna. Það er
sama hvort litið er í dagblöðin
eða fylgst með íþróttaþáttum
sjónvaipsstöðvanna, stórleikjum
í 1. deild kvenna eru ekki gerð
nægjanleg skil.
Gott dæmi er leikur Framara
gegn sovésku meisturunum
Spartak Kiev fyrir skömmu en
liðið er án efa besta félagslið sem
leikið hefur í kvennahandbolta
hér á landi. Kynning fjölmiðla
fyrir leikinn var ekkert lík því
sem gerist hjá körlunum og um-
fjöllunin eftir leik var eftir því.
Og nú í vikunni urðu stórvið-
burðir í 1. deildinni þegar þrír
þýðingarmiklir leikir fóru fram.
Öll liðin sex eru nefnilega í topp-
baráttunni og eiga möguleika á
sigri í deildinni, sérstaklega nú
eftir hin óvæntu úrslit í leik FH og
Fram. Sem fyrr greindu fjölmiðl-
ar frá þessum leikjum eins og
hverju öðru annars flokks efni en
vonandi sjá þeir ástæðu til að
bæta ráð sitt.
„Krítísk“ sæti
Karlalandsliðið er á hinn bóg-
Að ná 12 slögum í samning og
hafa skriðið upp á sjötta sagnstig-
ið (af sjö) er slemma í bridge.
Alslemma er að ná öllum slögun-
um 13 og hafa nýtt sér sagnþrepin
öll sjö. Og vitanlega er alslemm-
an það alskemmtilegasta í leikn-
um. En slemmur geta verið
skemmtilegar, sérstaklega þegar
þær vinnast. Lítum á eina:
ÁG743
943
ÁD9
G6
6
ÁKDG852
54
ÁD8
Eftir sterka opnun í Suður á 2
hjörtum, enduðu sagnir í 6 hjört-
um. Útspil Vesturs, smátt hjarta.
Einhver spilaáætlun?
Tökum trompið tvisvar og
stöldrum við. 11 slagir sjáanlegir
og sá 12. gæti komið með íferð í
tígli eða laufi. Fljótt á litið 75%,
eða hvað? Getum við bætt líkurn-
ar eitthvað? Ef spaðahjónin eru
tvíspil, aukast líkur okkar um
1,5% og heildárlíkur um 0,4%.
BRIDDS
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989