Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 15
Cheo Cruz og Sigríður Sigurðardóttir. Suður og norður. Myndir Jim Smart. Til Colombíu á farmida aðra leiðina Þangað sem landið er fagurt, fólkið gott og morð kostar frá kr. 500 Hún heitir Sigríður Elfa Sig- urðardóttir, grönn, Ijóshærð, norræn. Hann heitir Cheo Cruz, dökkhærður piltur frá Colombíu í Suður-Ameríku, kattliðugur og brosmildur, suðrænn. Þau eru bæði 27 ára. Við heimsækjum þau í frosti og fannfergi í lítið hús í Elliðaárdalnum þar sem þau mála af kappi litrík málverk í heimskautamyrkrinu og spyrj- um hissa: hvers vegna eruð þið hér? „Við kynntumst í Barcelona á Spáni,“ svarar Sigga. „Það eru líklega þrjú ár síðan. Ég var þar við nám í myndlistarskóla og Cheo var líka í skóla, hafði verið þar í eitt ár að læra myndbanda- gerð. Við kynntumst vorið ‘86, en okkur ber ekki saman um hvernig það gerðist. Ég man eftir að hafa verið á diskóteki þegar hópur af skrítnu fólki kom inn, þar á meðal Cheo og systir hans. Það var einhver suðræn músík á, salsa held ég. Ég var að dansa og hann kom út á gólf og dansaði við mig. Svo fór ég og sá hann ekki aftur fyrr en ég fór að læra að dansa sevillanas með vinkonu minni hjá transvestíta sem kenn- di dansa. Cheo var í heimsókn í húsinu og segir að þá höfum við hist í fyrsta sinn. Hann man ekki eftir diskótekinu. En þarna hjá danskennaranum hafði hann ein- hver orð um dansleikni mína sem mig minnir að hafi ekki verið mjög falleg.“ Cheo fylgist misvel með tali okkar Sigríðar á íslensku, hún þýðir fyrir hann á spænsku en hann talar oftast ensku. „Nei, ég sá hana áreiðanlega fyrst í húsinu hjá danskennaran- um,“ segir Cheo. „Þá var ég með íslenskum kunningja mínum og hann kynnti okkur. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að kynnast fólki frá Islandi. Á ferðum mínum um Evrópu hitti ég Frakka, Englendinga, ítali - en aldrei hélt ég að ég ætti eftir að kynnast fólki frá þessu furðulega landi svona langt í burtu í norðri. Það fyrsta sem ég heyrði um ísland var að þangað hefðu tungl- fararnir farið til að æfa sig áður en þeir fóru til tunglsins.“ Þau kynntust um vor á Spáni og Cheo ákvað að slást í för með Siggu þegar hún fór heim um sumarið til að vinna fyrir visa- skuldunum. Minnti á frystikistu „Ég hafði verið í skartgripa- smíði í skólanum og hafði farið út í að búa til skartgripi úr alls konar dóti og efnum. Cheo fór að gera þetta líka og við ákváðum að skella okkur saman heim og reyna að lifa á skartgripasmíði. Ég fékk aðra vinnu með og á nóttunni sátum við og bjuggum til gripi sem við seldum niðri í Austurstræti, og það gekk svona glimrandi vel þó að hér væri rok og kuldi allt sumarið.“ Þegar ég spyr hvernig Cheo fannst að koma til íslands er hon- um svo mikið niðri fyrir að hann svarar með spænskum orða- flaumi sem styttist talsvert í þýð- ingu Siggu. „Að fara til fslands var eins og að fara aftur til bernskunnar. I Colombíu er alltaf mikill hiti, nokkurn veginn sama hitastig allt árið um kring, yfir þrjátíu gráður! Og það var eins og ævintýri að ímynda sér snjó - eða land þar sem væri kalt. Ég man eftir því að þegar ég var lítill og var í heim- sókn hjá afa og ömmu þá lét ég stundum eins og ég væri að fara í ferðalag, fór með litlu systur að stóru frystikistunni sem þau áttu, Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.