Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Tölurumtré Stærsta tré í veröldinni stendur í Kaliforníu í henni Ameríku. Hæö þess er 83 metrar og ummáliö er rúmlega 24 metrar. Hæsta tré heims er líka í Kaliforníu en það er svo mikið sem 112 metrar á hæö. Og svo eiga þeir líka elsta tré heims sem er um 4600 ára. Þetta gamla tré er reyndar ald- ursforseti allra lífvera. Risas- kjaldbökur verða allra dýra elstar en ná þó aðeins 152 ára aldri svo vitað sé. Alfa saga Halló! Ég heiti Njalli og er álfur. Ég og fjölskylda mín búum í álfaborg sem heitir Stekkjarborg. Bestu álfavinir mínir heita Dofri og Snöggur. Þegar við erum í skólanum gerum við oft prakkarastrik. Nú ætla ég að segja ykkur eitt þeirra. Einu sinni fengum við forfallakennara sem var bæði strangurog leiðinlegur. Hann hét Hrólfur. O-O- Oj ég fæ gæsahúð þegar ég heyri það nafn nefnt. Eftir tvo til þrjá daga vorum við búin að fá nóg af Hrólfi. Við byrjuðum daginn vel, með því að Dofri setti brenninetlur, sem hann fann bak við skólann, í kennarastólinn. Greyið Dofri var rekinn út úr kenns- lustofunni það sem eftir vartímans. En þegarfrímín- útur komu fékk Dofri að koma aftur inn. Allt í einu fengum við æðisgengna hugmynd. Við þóttumst vera hálf veikir svo að við kæmumst ekki út í frímínútur. Allir krakkarnirog kennarinn voru farin út ur kennslustofunni. Við vorum búnir að taka allt til sem við þurftum. Um leið og hringt var inn þustu krakkarnir inn í kennslustofuna. Hrólfur var dálítið seinn úr kaffiteríunni. Á meðan Hrólfur var á leiðinni drifum við okkur að búa til gildruna. Við klíndum tannkremi á hurðarhúninn, tókum fiskabúrið sem var í stofunni og stilltum því yfir hurðina. Að lokum sett- um við spennta músagildru fyrirframan hurðina. Svo snerist hurðarhúnninn og við heyrðum eitthvert blót og ragn hinum megin við dyrnar. Síðan opnaðist hún mjög hægt og þá hrundi fiskabúrið Krass! Áææ! og þarna fór músagildran en hvað var nú þetta? Einn af krökkunum hafði farið fram á klósett og hann hafði lent í gildrunni og ó ó, nú kom Hrólfur og leit ekki neitt sérlega blíðlega út. Aumingja við vorum strax sendir til skólastjórans. Baldur Bjarnason 11 ára Cc) ✓ A efri myndina af stígvélaða kettinum vantar sex lítil atriði tilþess að myndirn- ar verði eins. Gosflaskan Hæ! Ég er gosflaska og ég ætla að segja sögu. Nú byrjar sagan. Ég er í kæli, það er mjög kalt. Nú kemur einhver og hann talar. - „Góðan dag, ég ætla að fá Sinalkó". Gott að ég er Sprite. Kemur einhver. Það er lítil stúlka. Hvað segir hún? - „Hæ ég ætla að fá bland í poka.“ Ekki ég en nú kemur einhver. - „Góðan dag ég ætla að fá Sprite." Ó nei, það er tekið í mig og ég látin ofan í poka. Nú hristist ég og nú er ég látin inn í ísskáp. Ég er búin að bíða inní ísskáp í klukkutíma. Bara að Coca Cola eða Pepsi Cola væru hérna. Nú opnar einhver ís- skápinn og tekur mig og opnar mig og drekkur mig. Sara Óskarsdóttir 8 ára J >1 [ • j • Æ 1' I/f 1 # [• §fl 1» [/ !• 1f i li \ 1 \J |i te | vj w. o 0 i * \ . r r • - '— 7 1 ! \% \ V 1 \* Jk % V Teiknaðu spegilmynd dýrsins. Hver rúða á sér spegilmynd á hinni hlið blaðsins. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.