Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 27
KYNLÍF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR Hvernig elska ég? { síðasta pistli fjallaði ég um hinar ýmsu „ástartegundir" sem fyrirfinnast: Eros (rómantísk, blind ást), Agape (fórnfús ást), Philia (vinarást) og Storge (óskilyrt væntumþykju ást). Fleiri tegundir eru til eins og Lu- dus (ást sem hobbý) og Pragma (praktísk ást) en líklega upplifa flestir allar þessar tegundir ein- hvern tímann. Að rata hinn gullna meðalveg krefst heilmik- illar reynslu og sjálfsskoðunar; hvernig elska ég og hvernig vil ég elska? Tilveruást En hvernig elskar þú? Er hægt að hafa sérstakan „ástarstíl" líkt og maður hefur ákveðinn stjórn- unarstfl? Mannúðarsálfræðingur- inn Abraham Maslow rannsakaði fyrir rúmlega tuttugu árum fyrir- brigðið „sjálfsbirtingu" („Self- actualization“) en þannig líður fólki sem hefur öðlast heilmikinn þroska á sjálfum sér og í sam- skiptum við aðra. Ást milli tveggja slíkra einstaklinga kallaði hann tilveruást (T-ást). Sú ást einkennist af óskilyrtri ást til hvors annars. Hjá T-elskendum ber lítið á afbrýðisemi, þeir eru ekki háðir hvor öðrum heldur ber mikið á sjálfstæðishvöt í sam- bandinu. Ef þú hefur T-ástarstfl elskar þú hinn aðilann þannig að hann þroskist á því og þú fagnar hverju því skrefi sem maki þinn nær að taka hvort sem það er í einkalífinu, vinnu eða annars- staðar. T-elskendur kunna að halda sjálfstæði sínu um leið og þeir meta verðleika hvors annars. Maslow áleit að T-ást væri mun heilbrigðari og hjálpaði mikið frekar til við að öðlast sjálfsbirt- ingu heldur en H-ást (háð eða skilyrt ást). H-ást ríkir milli tveggja einstaklinga vegna þess að þeim finnst þeir fullnægja þörfum hvors annars. „Ég hef þörf fyrir þig - ég er háð þér“-ást stuðlar meðal annars að afbrýði- semi og kemur í veg fyrir að fólk þroskist að mati Maslows. Sníkjulífs- elskendur Sálgreinandinn Eric Fromm sem gaf út bókina „Listin að elska“ segir, svipað og Maslow, að það séu aðallega til tvenns- konar ástarstflar: óþroskuð ást og þroskuð ást, óþroskuð ást er ást milli einstaklinga sem lifa eins- konar sníkjulífi á hvor öðrum. Sníkjulífselskendur eru svo háðir hvor öðrum að hvorugur gæti lifað án hins. f þroskaðri ást hins vegar upplifir maður einingu en nær einnig að viðhalda og þróa einstaklingseðli sitt. Þroskuð ást einkennist af virðingu, ábyrgð, umhyggju og þekkingu á þeim sem maður elskar. Ást er list sem hver og einn verður að læra og æfa. Fromm segir ennfremur að ást sé eitthvað sem maður gerir en ekki ástand. Þá segði maður ekki „Ég er ástfanginn" heldur „Ég elska“. Atferli manns er það sem skiptir máli. Ræktaðu sjálfan þig En hvaða gagn er að vita af hinum ýmsu ástartegundum og ástarstflum? Við höfum flestöll heyrt þetta einhverntímann: „Þú elskar mig ekki“ eða „Þú elskar mig ekki nóg“. Kannski er það ekki málið heldur ólíkur ástarstfll hvers og eins. Það sem einum finnst vera sönn ást af sinni hálfu upplifir hinn sem sníkjulíf. Hún vill tilfinningasamband (Storge) en hann vill leika sér (Ludus) - þeirra ástarstfll er ólíkur. Lang- æskilegast er að vera í sambandi með einhverjum sem elskar svip- að og maður sjálfur. Auðveldasta leiðin til þess að komast í slíkt samband er að rækta þá eigin- leika í sjálfum sér sem maður vill finna í öðrum. Ef þú vilt komast í gott tilfinningalegt samband þarftu að rækta með þér þá eigin- leika sem nauðsynlegir eru fyrir tilfinningaleg sambönd s.s. traust, kærleika, hreinskilni, kjark og virðingu. Karpov er of erfiður Eftir sigurinn í þriðju skákinni þarf Anatolíj aðeins einn vinning úr þremur skákum Frá Helga Ólafssyni í Seattle Aðstaða Jóhanns Hjartarsonar er nú orðin harla vonlítil eftir ófarirnar í þriðju skákinni. Karp- ov gernýtti ónákvæman 23. leik Jóhanns og jók forskot sitt í ein- víginu. Hann þarf aðeins einn vinning úr þremur skákum til að innsigla sigur sinn, og ætti undir flestum kringumstæðum að eiga auðvelt með að fylgja þessari byrjun eftir. Taflmennska Jóhanns olli von- brigðum. Hann byggði upp góða stöðu og var greinilega stað- ráðinn í að jafna metin. Hann var ágætlega undir byrjun Karpovs búinn, hafði margsinnis teflt þannig áður gegn Nigel Short með góðum árangri en nú brást honum bogalistin. Fannfergi gerði mótshöldurum gramt í gerði og örfáir áhorfend- ur mættu til leiks. Naprir vindar blása frá Alaska og þar fer frostið niður í 50 stig á Celsíus. Þetta myndi sennilega kallast hunds- lappadrífa heima á íslandi en hér í Seattle var lýst yfir neyðar- ástandi. Mörg hundruð árekstrar út um borg og bý settu svip á frétt- ir fjölmiðla. Að meðaltali snjóar tvo daga á ári í Seattle, og elstu menn þóttust vart muna annað eins. Sá frægi liðsstjóri, John Donaldsson, sagði að ekki hefði snjóað svo hrikalega í meira en 20 ár. Af öðrum einvígjum berast þær fréttir að allt sé í járnum hjá Júsúpov og Spraggett í Québec. Að loknum sjö skákum er staðan y/i-.VA. Eftir sex skákir var jafnt en Spraggett komst yfir með sigri í annarri skák. Þá hafa tvær skákir verið tefldar hjá Portisch og Timman í Antwerpen. Þeir gerðu jafntefli í 2. skákinni en sú fyrsta fór í bið og hefur Timman betri stöðu. Fjórða skák Jóhanns og Karp- ovs verður tefld á laugardaginn og hefur Karpov hvítt. Margir eru sjálfsagt búnir að afskrifa Jó- hann en það er of snemmt. Að- staða Korchnois var ekki glæsileg í Saint John í fyrra en hann jafn- aði með tveim sigrum í röð. 3. einvígisskák: Jóhann Hjartarson - Anatolíj Karpov Spænskur leikur 1. e4-e5 2. RO-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4-Rf6 5. 0-0-Be7 6. Hel Jóhann endurtekur ekki hið óvænta framhald í fyrstu skák- inni, 6. Bxc6. 6. ..b5 7. Bb3-d6 8. C3-0-0 9. h3-He8 10. d4-Bb7 Þetta afbrigði er stundum kennt við Zaitzov, helsta aðstoð- armann Karpovs hin síðari ár. Fáir leikir hafa verið lengur í vopnabúri Karpovs, og m.a. tefldu þeir Jóhann þannig í Dubai 1986. 11. Rbd2-Bf8 12. a3 I skák þeirra á ólympíumótin- um í Dubai 1986 lék Jóhann 12. a4 sem á þeim tíma var talinn skarpasti leikurinn í stöðunni. Framhaldið varð: 12. ..h6 13. Bc2-Hb8 með flókinni baráttu. Niðurstaðan varð jafntefli eftir 73 leiki. 12. ..h6 13. Bc2-Rb8 Þessa riddaratilfærslu þekkja menn úr Breyer-afbrigðinu, sem kemur upp eftir 9. ..Rb8, sbr. eina stórkostlegustu viðureign Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972, 10. einvígisskákina. 14. b4-Rbd7 15. Bb2-a5 Jóhann þekkir þessa byrjun vel. Hann hefur teflt þannig þrisvar gegn Nigel Short. Leikur Karpovs er sennilega nýr af nál- inni og án efa undirbúinn sérstak- lega fyrir þetta einvígi. 16. Bd3-c6 17. Rb3-axb4 Tíminn: Jóhann 50 mínútur - Karpov 10 mínútur. 18. cxb4-exd4 19. Rfxd4 Karpov leitast við að gersneyða stöðuna öllu lífi með uppskiptum og sigla þannig fleyi sínu í jafnteflishöfn. 19. leikur Jóhanns er vitaskuld sá eðlileg- asti í stöðunni en gefur varla mikið í aðra hönd. Þess vegna kom sterklega til greina að skjóta inn 19. Ra5!? sem nánast knýr Karpov til að fórna skiptamun: 19. ..Hxa5 20. bxa5-c5 21. Bxb5- Bxe4 og geysilega flókin staða er komin upp. Svartur hefur vissu- lega bætur fyrir skiptamuninn en eftir t.d. 22. a6 hefur hvítur allgóð færi og snörp barátta er framundan. Það kann að vera að Jóhann hafi verið undir áhrifum síðustu skákar, en þá fórnaði Karpov skiptamun með góðum árangri. Þess ber að geta að tíma- notkun Karpovs benti til þess að fátt hafi komið honum á óvart og skiptamunsfórnin kann að hafa verið rannsökuð ofaní kjölinn í herbúðum hans. 19. ..c5 Leiðir til enn frekari upp- skipta. 20. bxc5 Hinn möguleikinn var vita- ’ skuld 20. Rxb5 en Jóhanni hefur vart geðjast að stórfelldum upp- skiptum: 20. ,.cxb4 21. axb4- Hxal 22. Bxal (eða 22. Dxal)- Bxe4 með jafnri stöðu. 20. ..dxc5 21. Rxb5-Rxe4 Karpov var geysilega lengi að ákveða hvernig hann ætlaði að endurheimta peðið og þegar hann loks drap með riddara var Jóhann með heldur betri tíma. Hv.: 1.05 Sv.: 1.10. 22. Dc2?! Hér átti Jóhann mun sterkari leik, 22. Df3!, og aðstaða svarts er allt annað en auðveld. 22. ..Rd6 strandar á 23. Hxe8 og hvítur vinnur mann! Best virðist 22. ..Hb8,hugsanlegaeinileikur- inn en eftir 23. Df4 hefur hvítur sterka pressu, til dæmis23. ..Dg5 24. Dxg5-Rxg6 25. a4 ásamt -Ra5 o.s.frv. 22. ..Rdf6 23. Rc3?? Hér missir Jóhann þráðinn. Þetta er tvímælalaust afar slakur leikur og óvæntur því Jóhann átti kost á ágætum leikjum sem hefðu tryggt honum örlítið betra tafl. Helsti galli leiksins er sá að hvítur hörfar með vel staðsettan riddara og menn hans hrúgast á drottn- ingarvænginn. Kóngsmegin er staða hans hinsvegar veik og Karpov nýtir alla möguleika sína þar út í ystu æsar. Eftir 23. a4 eða 23. He3 með hugmyndinni 24. Hael og hvítur hefur örlítið þægi- legra tafl í báðum tilvikum. 23. ..Rg5! Þessi leikur kom að bragði og nú var Jóhann kominn í vægt tímahrak. Svartur hefur náð að hrifsa til sín öflugt frumkvæði vegna alls kyns hótana á kóngs- vængnum. 24. Bb5 í raun og veru er afar erftitt að finna haldgóða varnaráætlun fyrir hvítan. Jóhann vill með þessum leik hindra aðgang svarts að d7-reitnum. Það er hinsvegar spurning hvort 24. Bfl strax hefði ekki verið betra. 24. ..Hxel+ 25. Hxel-Dc7 Svartur hótar nú 26. ..Bxg2! o.s.frv. 26. Bfl-Dc6 27. He3-Bd6 Hótar 28. ..Bf4 28. Df5 stoðar lítt vegna 28. ,.g6! 29. Dxf6- Bh2+ og vinnur drottninguna. Þá strandar 28. Re2 á 28. Rd5 með myljandi hótunum. 28. h4-Re6 29. Rdl-Rg4 30. Hxe6 Jóhanni hefur sést yfir einfald- an svarleik Karpovs. Hugmynd hans byggist á 30. ..fxe6 31. Dg6 með gagnfærum þótt svartur haldi velli eftir 31. ..Re5 32. Dxe6+-Rf7 o.s.frv. Skást var e.t.v. 30. Hh3 t.d. 30. ,.Rf4 31. Hg3 og svartur á engan rakinn vinning í stöðunni. 30. ..Bh2+! 31. Khl-Dxe6 32. 13 Eða 32. Rxc5-Del! 33. De2- Dxdl og vinnur. 32. ..Del Jóhann gafst upp vegna 33. fxg4-Dxh4 34. Rf2-Bg3+ 35. Rh3-Dxh3+! og mátar. Snögg umskipti og nú er staðan orðin erfið: Karpov 2Vi- Jóhann Vl. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.