Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 7
að frá réttlætissjónarmiði þá væri ekkert sem gæti réttlætt það að maður sem ynni fyrir iaunum sín- um þyrfti að greiða 37% tekju- skatt á meðan sá sem lifði af vöxt- unum einum væri skattfrjáls. Sér vitanlega væri mönnum ekki mis- munað að þessu leyti í öðrum löndum. Meginatriðið væri hins vegar hvernig til tækist með þessa skattlagningu, þannig að sam- ræmi yrði. Til dæmis fæli þetta í sér endurskoðun á eignáskattin- um líka, því skattur af eignatekj- um hlyti að koma í stað hans að einhverju leyti. Hver er medalávöxtun á íslandi? Þá spurðum við Yngva Örn hvort vitað væri hver væri meðal- ávöxtun sparifjár hér á landi. Svarið var að Seðlabankinn hefði um það grófar upplýsingar og samkvæmt þeim mætti áætla að innlánsfé á bankareikningum væri með 2-3% raunvexti um þessar mundir, spariskírteini gæfu um 6-7% arð og önnur verðbréf væru með 8-13% raun- vexti. Hvað varðaði arð af hlutabréfum þá sagði Yngvi Örn að þær upplýsingar lægju ekki fyrir. Yngvi Örn sagði að menn gerðu sér þá hugmynd að skatt- lagning vaxtatekna yrði miðuð við raunvexti og að skattlagning- arprósentan yrði hliðstæð tekju- skattsprósentunni. Skattlagning í Evrópubandalaginu í framhaldi þessarar umræðu er fróðlegt að líta út fyrir land- steinana og sjá hvernig þessum málum er þar háttað. Nýverið birti ítalska dagblaðið Corriere della sera töflu er sýndi fyrir- komulag á skattlagningu fjár- magnstekna í nokkrum Evrópu- ríkjum og í Japan. Taflan sýnir okkur að ísland er sér á parti í þessum efnum og að vaxtatekjur eru alls staðar skattskyldar eins og aðrar eignatekjur og yfirleitt með stighækkandi skatti eins og tekjuskattur. Alls staðar er mið- að við nafnvexti, en frádráttar- bært hlutfall viðgengst sums stað- ar til þess að færa skattstofninn nær raunvöxtum. Það er athyglisvert að ítalska ríkisstjórnin hefur nú í hyggju breytingar á sinni skattalöggjöf sem eru að sumu leyti hliðstæðar því sem hér er áformað. Hingað til hefur skattlagning á arð verð- bréfa og hlutabréfa þar í landi verið bundin við skráð bréf. Nú á t.d. að taka upp skattlagningu á söluhagnað af öllum verðbréfum (sem hugsanlega hafa verið keypt með afföllum). Á Ítalíu fara ein- ungis um 20% verðbréfavið- skipta fram í kauphöllinni, og því ræða menn nú endurskipulagn- ingu allra verðbréfaviðskipta þar í landi með skráningarskyldu í huga. Það er athyglisvert að í um- fjöllun blaðsins kemur fram að samtök atvinnurekenda og ann- arra hagsmunaaðila hafa ekki gert athugasemd við réttmæti þessara skattalagabreytinga út frá réttlætissjónarmiði. Vanda- málið sé hins vegar hvernig fram- kvæma megi breytinguna með réttlátum hætti, þannig að sam- ræmi sé í skattlagningunni og komið verði í veg fyrir leka. Ein af hættunum sem menn sjá fyrir sér í því sambandi er skatt- lagning á sölutekjur og arð af handhafaskuldabréfum, sem hvergi eru skráð. Þar sjá menn helst þá leið að gera öll verð- bréfaviðskipti skráningarskyld. Það er athyglisvert að þetta er einmitt meginatriði í því lagafr- umvarpi sem núverandi ríkis- stjórn hefur lagt fyrir Alþingi um verðbréfamiðlun og fjárfesting- arsjóði hér á landi. Það er að sönnu ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvernig koma megi böndum á fjármagns- markaðinn meðal miljónaþjóða, en það ætti að vera þeim mun auðveldara hér á landi. í þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga að meðal ríkja Evrópu- bandalagsins er nú rætt um að samræma þurfi skattlagningu fjármagnstekna milli ríkjanna fýrir 1992. Væri ekki eðlilegt að við íslendingar samræmdum líka okkar reglur miðað við það sem tíðk meðal þjóða Evrópu? -ólg. Skattlagning fjármagnstekna í nokkrum Evrópulöndum Land Hlutafjár- arður Verðbréfa- vextir Söluhagnaður* (Capital gain) Hagnaður Tap Belgfa Val á milli fastrar álagsprósentu með 25% frá- dráttarheimild eða stigvaxandi tekjuskatts Sömu reglur og um hlutafjárarð 3% skattur á skyndiveltu, 16% af öðrum hagnaði. Við bætist útsvar Frádráttarbært Oanmörk Stigvaxandi tekjuskattur með 30% frádráttar- heimild Stigvaxandi tekjuskattur Stigvaxandi tekjuskattur eða föst 50% áiags- prósenta Ekki frádráttar- bært Frakkland Stigvaxandi tekjuskattur Stigvaxandi tekjuskattur eða föst álagspró- senta með 26- 46% frádráttar- heimild 16% skattálagn- ing Ekki frádráttar- bært Þýskaland Stigvaxandi tekjuskattur með 25% frádráttar- heimild Stigvaxandi skattur Stigvaxandi skattur á skyndi- veltu, 50% frá- dráttarheimild á annan hagnað Frádráttarbært Grlkkland Stigvaxandi tekjuskattur eða föst álagspró- senta með 42- 53% frádráttar- heimild Stigvaxandi skattur nema af rlkisskuldabréf- um Skattfrjáls írland Stigvaxandi tekjuskattur Stigvaxandi tekjuskattur með 35% frádráttar- heimild 30-60% álags- prósenta eftir tímalengd fjár- festingar Frádráttarbært (að meðtöldum kostnaði) (taiía Stigvaxandi skattur með 10% frádráttar- heimild 12,5 eða 30% frádráttarheimild Stigvaxandi skattur, en að- eins í táum tilfell- um Ekki frádráttar- bært Lúxemborg Stigvaxandi skattur með 15% frádráttar- heimiid Stigvaxandi skattur Stigvaxandi skattur á skyndi- veltu, sérsköttun áöðrumhagnaði 'Frádráttarbært Holland Stigvaxandi tekjuskattur með 20% frádráttar- heimild Stigvaxandi 4- 50% skattapró- senta án frá- dráttarheimlldar 20% skattálagn- ing Frádráttarbært Portúgal Stigvaxandi 4- 50% tekjuskatts- álagning með 12% frádráttar- heimild Sama og af hlutafjárarði, rík- isskuldabréf undanskilin Sérsköttun á skyndiveltu Bretland Stigvaxandi tekjuskattur Stigvaxandi tekjuskattur með 25% frádráttar- heimild 30% skattur Frádráttarbært Spánn Stigvaxandi Eins og af hluta- tekjuskattur með fjárarði 20% frádráttar- heimild Stigvaxandi skattur Frádráttarbært 'Skyndivelta merkir spákaupmennsku til fárra mánaöa en ekki söluhagnaður af langvinnri fjárfestingu. Föstudagur 3. febrúar 1989 i T HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.