Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 10
LEIÐARI FYRR Gróði Kaupþings: 21,3 miljón krónur Fyrirtækið Kaupþing hf. keypti í gær auglýsingu í Morgunblaðinu til að segja frá því að árið 1988 græddust fyrirtækinu hvorki meira né minna en 21 miljón króna. Arið hefur þó ekki verið Kaupþingi hf. neitt sérstakt veltiár, því að gróðatalan frá 1987 er engu lakari þegar reiknað er með verðbólgu: 19,5 miljónir. Nú er um að gera að til dæmis forráðamenn í sjávarútvegi og atvinnulaust fólk á landsbyggðinni hugsi hreinar hugsanir og stilli sig. Stjórnendur Kaupþings ætlast til að landsmenn klappi fyrir dugn- aði þeirra, og segjast þar að auki hafa gott starfsfólk. Og staðreyndin er sú að það er út af fyrir sig ekkert gruggugt við gróða Kaupþings, - 40 miljónir á tveimur síðustu árum. Þetta er fullkomlega löglegt. Þessartölur koma ekki einusinni á óvart, þarsem hjá fyrirtækinu fer það saman að það á sér geysisterka bakhjarla í helstu stórfyrirtækjum landsins og starfar við gróðavænlegasta atvinnuveg á landinu síðari ár: að skiptast á peningum. Það er hinsvegar meira en lítið gruggugt við þá samfélagsskipan að undirstöðuatvinnuvegirnir standa lamaðir meðan peningaverslun er helsta hagnaðarvonin. Það er meira en lítið gruggugt við þá landstjórn undanfarinna missera að vinnutekjur skuli vera skattlagðar að um það bil 40 prósentum en tekjur fjármagnseigenda af fjármagni sínu beri engan skatt, 0 prósent. Enda er ísland eina ríkið í Vestur-Evrópu þarsem vaxtatekjur eru ekki skattlagðar, einsog fram kemur í úttekt Nýs Helgarblaðs Þjóðviljans í dag. Alstaðar annarstaðar eru borgaðir skattar af vaxtatekjunum, og víðast er hagnaður af verðbréfaviðskiptum einnig skattlagður. Núverandi ríkisstjórn hefur á prjónunum áætlanir um slíka skatta. Þær áætlanir eiga örugglega eftir að mæta harðri andspyrnu, sérstaklega ef dæma má af þeim orrustum um vextina sem háðar hafa verið síðustu vikur, og gegn slíkri skattlagningu verða færð ótal rök. Þeim er kannski best að svara með því dæmi að ef eigendur Kaupþings kysu að leggja ágóða sinn frá síðasta ári inná næsta sérkjarareikning mundi ársá- vöxtunin verða um það bil 3 miljónir. Þetta þættu mjög góð árslaun tveggja einstaklinga. Af slíkum launum mundu þessir tveir borga rúmlega 700 þús- und krónur í staðgreiddan skatt. Kaupþingseigend- urnir mundu hinsvegar borga 0 krónur í skatt af miljónunum þremur. Þetta er ósköp einfaldlega óréttlæti af allra augljósasta tæi. Sparnaður er hagkerfinu nauðsynlegur, og þeir fjölmörgu sem eiga nokkrar krónur og vilja frekar setja þær á bók en eyða þeim strax eiga vissulega skilið nokkra ávöxtun síns fjár. Samfélag sem fyrst og fremst er sniðið utanum gróðapunga einsog þá sem nú auglýsa 21,3 miljóna hagnað af óhagnýtum atvinnurekstri, - það samfélag er svo sannarlega á villigötum. -m Að undanförnu höfum við verið á sveimi „um heiðloftin blá“, með Landmælingum íslands. En nú erum við lent heilu og höldnu og þá er að bregða sér beina leið til hins „hýra Hafnarfjarðar". Við leggjum leið okkar um Strandgötuna og staðnæmumst við nr. 45. Þetta er íbúðarhús í hefðbundnum stíl fyrri ára að öðru leyti en því, að kvisturinn erdálítið óvenjulegur. Sumir kölluðu þetta Hafnarfjarðarkvist. Venjan var yfirleitt sú, að kvisturinn var aðeins öðru hvoru eða beggja megin á risinu væru þeir tveir, en væru þeir hinsvegar fleiri sömu megin var nokkurt bil á milli þeirra. Hér nær kvisturinn aftur á móti eftir þvínær endilöngu þakinu, kannski er einskonar baðstofa innan við glerið? Framan við húsið er snyrtileg rimlagirðing og á grasflöt handan götunnar, - hið næsta okkur á myndinni, - er líkan af skútu. Afturhluta vörubíls ber í stafn hússins. Kannski hefur vörubílstjóri búið í þessu snotra húsi um það leyti sem myndin var tekin? OG NU „Nei, þessu lýgurðu, þetta getur ekki verið sama húsið,“ sagði kunningi minn þegar ég sýndi honum myndir af húsinu Strandgötu 45, eins og það var áður og eins og það lítur út nú. Og er það nema von að efasemdir vakni? Hver þekkir þetta fyrir sama hús, sé aðeins litið á framhliðina? Þar er kominn einn heljar veggur, að verulegu leyti úr gleri. Þar sem áður var gluggi er nú kominn inngangur í herlegheitin. Kvistirnir að eilífu horfnir og þar verður aldrei framar neitt baðstofulíf. Við sjáum ekki einu sinni í mæni hússins nema rétt annan enda hans. En stafninn hefur engum breytingum tekið og kannski er það framhliðin ein, sem gengið hefur svona rækilega í endurnýj- un lífdaganna? Bíllinn er auðvitað farinn, enda býr bílstjórinn ekki lengur í húsinu, þar er nú Brunabótafélag íslands. Skútan er líklega farin, kannski sett í naust því nú hefur snjóað. En hvort finnst mönnum nú geðþekkara gamla, vinalega íbúðarhúsið eða þessi ópersónulega kassa- bygging? Því svarar hver fyrir sig. -mhg Viljid þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vœnir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs Helgarblaðs, Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjvík. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu. Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Um8jónarmaður Nýs Helgarblaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, ólafurGíslason, Páll Hannesson, Sævar Guðbjömsson, Þorfinnurómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Utlltateiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pótursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýaingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir y Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.