Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 17
og geymdi þær í garðinum sínum. Og þar eru þau ennþá, eilíflega ástfangin - að minnsta kosti karl- inn! í húsunum í kring bjó fátækt fólk, flest svart. Við hliðina á okkur bjuggu ung hjón með sex börn. Hann var atvinnulaus, hún seldi kex í stykkjatali. Þarna er allt selt í stykkjatali og margir stunda smásölu heima hjá sér. Við vorum eins og ríka fólkið í hverfinu, að minnsta kosti þegar námslánin komu eða vinnu var að hafa, og fólk kom til okkar ef það vantaði aura. Við vorum líka spennandi fólk og krakkarnir sóttu til okkar. Svo fóru þau að koma kvöld eftir kvöld á mat- málstíma og hæla lyktinni úr pott- unum hjá okkur. Þá var lítið til heima hjá þeim og við gáfum þeim með okkur. Þarna er líka til siðs að senda disk með mat milli húsa til að smakka og það gerð- um við. Inn á milli vorum við skítblönk, það er erfitt að lifa á námslánum, og þá fengum við að taka út úr smásölunum upp á krít. Okkur var sagt þegar við flutt- um að við yrðum að passa okkur á að skilja húsið aldrei eftir autt vegna þess að grannarnir myndu stela öllu steini léttara, en það var öðru nær. Við urðum aldrei fyrir neinu nema elskulegheitum.“ Svartigaldur Sigga heldur áfram að rifja upp litríkar sögur af nágrönnunum með innskotum frá Cheo: „f húsinu hinum megin við okkur bjó gömul kona með dótt- urdóttur sinni. Svo hvarf dóttur- dóttirin og grannarnir tóku þá gömlu að sér, færðu henni mat og þrifu hana, þangað til hún flutti til dóttur sinnar um tíma og leigði slátrara húsið, stórum svertingja. Hann sagði okkur frá því að kon- an háns hefði farið frá honum með son þeirra og tekið saman við annan mann og þótti það af- leitt. Þegar hún kom í heimsókn urðu heilmikil læti, slagsmál og hávaði. Eitt kvöldið kemur hann og spyr hvort ég geti útvegað honum vax. Éggat það ekki, en einhverj- um dögum síðar erum við að koma heim þegar við finnum ein- kennilega sviðalykt, og nokkru eftir það flytur konan til slátrar- ans aftur. Allt í lukkunnar vel- standi. Svo flytur gamla konan heim aftur og slátrarahjónin burt, og skömmu seinna er Cheo að loka fyrir vatnið í garðinum hjá henni til að það renni til okk- ar þegar hann rekst á trébox á stærð við skókassa og allt sviðið að utan. Þegar hann lítur ofan í kassann sér hann dúkku, vax- dúkku í karlmannslíki með nagla í heila, hjarta, maga og kynfær- um. Þetta var vúdúdúkka og aft- an á henni var taupjatla, trúlega úr fötum mannsins sem kona slátrarans hélt við. Þetta hafði slátrarinn búið til og brennt - og greinilega losnað við keppinaut- inn því konan var komin til hans aftur! Jafnvel upplýst fólk er smeykt við vúdú í Colombíu." Listir og menntun Hvernig var skólinn þinn, Sigga? „Byggingin sjálf er mjög falleg. Hún er í garnla bænum og var fyrst reist sem klaustur, síðan var húsið notað sem fangelsi, svo sem geðveikrahæli og loks mynd- listarskóli. Afar eðlileg þróun! Þetta er fátækur skóli að borðum og stólum en ágætur, góðir kenn- arar og ýmsir listamenn fengnir til að koma og flytja fyrirlestra. Alltaf boðið upp á eitthvað nýtt. Og svo fékk maður að vinna við það sem maður vildi.“ Colombía er land Gabríels García Marquez sem Islendingar halda mikið upp á. Er hann vin- sæli í heimalandi sínu? „Já,“ svarar Cheo, „og það er dálítið skrítið af því að venjulega kann fólk í Colombíu ekki að meta listamennina sína. En fólk er hrifið af honum og fær aldrei nóg af honum. Hann bjó lengi í Cartagena og skrifaði þar. Ástin á tímum kólerunnar gerist í Cart- agena og borgin er auðþekkjan- leg í sögunni. En Marquez er ekki fæddur þar, hann er frá þorpinu Aracataca sem er fyrirmynd Macondo. Það er í bananahéruð- unum, við rætur Sierra Nevada fjallanna, í á að giska fjögurra tíma bílferð frá Cartagena." Er mikið ólæsi í Colombíu? „Margir fá litla sem enga skóla- menntun," segir Cheo, „það fer eftir stéttum. Fólk verður að borga fyrir alla skólagöngu, líka í grunnskóla. Til dæmis fékk bara ein stelpan í barnahópnum við hliðina á okkur að fara í skóla. Já, ólæsi er mikið,“ heldur hann áfram, „ég veit ekki hversu mikið en meirihluti barna til sveita kemur aldrei í skóla. Indí- ánarnir í sveitahéruðunum reyna sumir að sjá sjálfir um menntun barna sinna núna. Til dæmis sáu hettumunkar um það áður í Si- erra Nevada, tóku börnin meira og minna með valdi, bönnuðu þeim að tala tungu sína og ganga í sínum eigin fötum. Fyrir nokkr- um árum tóku indíánarnir þar til sinna ráða, yfirtóku skólahúsin, ráku munkana burtu og fengu málfræðinga til að búa til ritmál úr indíánamálunum. Svo voru haldin námskeið fyrir innfædda kennara svo að þeir gætu kennt börnunum á eigin máli. Þetta var stórmerkilegt framtak. Yfirvöld hafa undanfarið reynt að gera átak til að kenna fólki að lesa, en það þýðir ekkert vegna þess hvað fólk er fátækt. Börnin verða að hjálpa til við að vinna fyrir heimilunum, fólk má ekki við því að senda þau í skóla. Og yfirvöld gera ekkert í raun og veru til að breyta því.“ Er Colombía þá fátækt land? „Nei,“ segir Cheo með áherslu. „Colombía er geysistórt land og á mikil auðævi. Málma í jörðu, gull, smaragða, kol, olíu og svo allan gróðurinn. Loftslag er margbreytilegt, þarna eru há fjöll, víðar sléttur, regnskógar. Én við vorum lengi nýlenda og erum það í rauninni ennþá, því arður af öllum okkar auði rennur til Bandaríkjanna. Fjölþjóða- hringarnir ráða lögum og lofum. Til dæmis fáum við sjaldnast að kaupa ekta colombískt kaffi sjálf af því það fer allt úr landi, við fáum bara undanrennuna. Bæði varan og auðurinn fara úr landi.“ Borgarastyrjöld Hins vegar var erfitt fyrir þig að kornast úr landi, Cheo, hvern- ig stóð á því? „Ríkisstjórnin vill ekki missa unga herskylda menn úr landi, því það er eiginlega borgarastyrj- öld í Colombíu, milli skærulið- anna, kókaín-mafíunnar, hersins og liðsveita ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar geta gert samkomu- lag sín á milli um tíma, til dæmis geta skæruliðarnir unnið með kókaín-mafíunni á einu svæði, svo getur mafían gert samkomu- lag við herinn til að ryðja skæru- liðunum burt og svo framvegis. Ástandið er víða hryllilegt. Vinir okkar urðu til dæmis að flýja frá svæði þar sem skæruliðar og her börðust í blóðugum bardögum. Og bróðir minn sem hefur starfað sem læknir upp til sveita þurfti oft að fara milli stríðandi fylkinga, fara yfir „landamærirí' milli þeirra. Þá fékk hann merki frá báðum sem eins konar passa, kannski hnífrispu frá skæruliðun- um og stimpil á handlegginn frá hernum. Svo sýndi hann við- eigandi merki á ferðum sínum. Ekki er málið heldur svo ein- falt að hóparnir séu heilsteyptir, kókaín-mafían logar í innbyrðis deilum og verða ýmsir hópar ofan á hverju sinni. Enda eru ofboðs- legirfjármuniríþessu, stóru kók- aínfjölskyldurnar eiga heilu saf- arígarðana bara fyrir sig. Og spara ekki múturnar til yfirvalda til að fá að versla í friði.“ Urðuð þið vör við þetta stríðsá- stand í Cartagena? „Nei,“ segir Sigga, „Cartagena er túristaborg og allt gert til að halda henni utan við þetta. En ástandið er siðspillandi, það er algert stjórnleysi í landinu í raun og veru. Menn komast upp með allt, og fasisminn ríður í hlað. Venjulegir borgarar eru farnir að taka sig saman og mynda „hreinsunarsveitir" sem fara um á nóttunni og myrða betlara, homma og aðra sem þykja óæski- legir. Það er sprottin upp ný stétt í landinu sem er leigumorðingjar: maður getur leigt sér morðingja. Verðið fer eftir því hvað maður- inn er mikilvægur sem þú vilt drepa, en venjulegt gjald er tíu dollarar - fimmhundruðkall! Kannski til að kála nágrannanum sem fer í taugarnar á þér.“ „Ástandið er hræðilegt," held- ur Cheo áfram. „Á hverjum degi finnast lík af fólki sem hefur verið pyntað og skotið og þýðir ekkert að tala við lögregluna því það er vísast lögreglan sem kom fólkinu fyrir kattarnef. Maður er skít- hræddur við lögregluna. Ef mað- ur er á ferli á kvöldin getur löggan tekið mann og gert við mann það sem henni sýnist, því það er hern- aðarástand í landinu. Síðasti maður sem ég spyrði til vegar að næturlagi væri lögga!“ Nú eruð þið komin til Islands eftir tveggja ára dvöl í Colombíu; ætlið þið aftur þangað? Cheo verður fyrri til svars: „Nei, það er ekki á áætluninni í bráð.“ „En þrátt fyrir ástandið er Col- ombía yndislegt land,“ heldur Sigga áfram. „Ég vildi fús fara aftur. Fólkið er gott og landið er fagurt.“ Er von til að ástandið breytist? „Það breytist fyrst til hins verra,“ segir Cheo. „Ríkisstjórn- in er orðin svo hrædd að hún bregst við með því að terrorísera fólk, skelfa úr því líftóruna með ofbeldisverkum af handahófi.“ Er hún ekki kosin? „Jú, svo á að heita. En at- kvæðin eru keypt og kjósendur kjósa með því að gefa sig fram á kosningaskrifstofum þeirra sem kaupa þá, svo að ekki eru þetta beint lýðræðislegar kosningar! Og fólk kýs náttúrlega þann sem borgar best fyrir atkvæðið. Þró- unin verður sjálfsagt svipuð og í Chile, herinn tekur völdin.“ Eiga skæruliðarnir einhverja möguleika til áhrifa? „Þeir skiptast í marga hópa sem jafnvel berjast innbyrðis - eða geta að minnsta kosti ekki komist að samkomulagi. Það veikir að sjálfsögðu baráttu þeirra. Bandaríkin hafa sent menn og vopn til að reyna að ráða niðurlögum þeirra, en nú vill ríkisstjórnin taka upp viðræður við þá. Hún hefur að vísu reynt það áður, þá bauð hún skærulið- um að mynda löglegan stjórnmálaflokk. Einn hópur tók boðinu, en á skömmum tíma voru allir helstu menn í hópnum myrtir. Síðustu morðin voru framin fyrir fáeinum vikum þegar vinstri sinnuð kona var kosin bæj- arstjóri í litlum bæ í bananahér- uðunum. Á sólríkum degi óku þrír jeppar inn í þorpið, fullir af vopnuðum mönnum sem skutu á allt kvikt og drápu fimmtíu manns. Her og lögregla á staðn- um hreyfðu hvorki hönd né fót. Þetta er nærri því daglegt brauð - sjö hér, tveir þar, fjórtán hér, tuttugu þar.“ Og hafið þið von um að þetta lagist einhvcrn tíma? Þau svara mér bæði: „Nei, eiginlega ekki. Þetta er spurning um menntun, um hugsunarhátt. Fólk er orðið vant þessu, það er hjálparvana gagnvart ofríkinu. Það hefur sætt sig við það, og meðan svo er breytist ekki neitt. SA ...en Cheo málar litsterkar erótískar myndir. Þau halda fyrstu samsýningu sína á Akranesi um páska. Föstudagur 3. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.