Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRETTIR NATO-ríkin Vilja ný kjamorkuvopn í Evrópu Samstaða um nauðsyn endurnýjunar skammdrœgra kjarnorkuvopna íEvrópu, segirdr. Henning Wegeneryfirmaðurstjórnmáladeildar NATO Það er sameiginlegt álit NATO- ríkja að nauðsyn sé á endurnýjun skammdrægra kjarnorkuvopna í Evrópu, sagði Henning Wegener, yfirmaður stjórnmáladeildar NATO á blaðamannafundi í Rúg- brauðsgerðinni í gær. Sagði hann að ákveðið hefði verið að smíða ný slík vopn, sem væru eitthvað langdrægari en þau sem fyrir væru og um leið tækni- lega fullkomnari. Um þetta ríkti ekki ágreiningur. Hins vegar væri spurningin um það af hvaða gerð þessi vopn ættu að vera, hversu mörg þau ættu að vera og hvenær ætti að setja þau upp. Og síðast en ekki síst þá ætti eftir að koma þessum vopnum fyrir innan ein- hvers ramma sameiginlegs víg- búnaðareftirlits NATO og Var- sjárbandalagsins. Þessi yfirlýsing kom fram í lok fundarins, og vannst ekki tími til að ræða hana nánar, en vitað er að þetta var eitt höfuð ágrein- ingsefnið innan NATO eftir að samningurinn um eyðingu skammdrægra vopna var ákveð- inn. Þá voru það vesturþýsk stjórnvöld sem einkum settu sig opinberlega gegn slíkum áform- um sem helst voru orðuð af stjórnum þeirra Reagans og Thatcher í Bandaríkjunum og Bretlandi. Er augljóst að slík endurvígvæðing mun ekki gerast átakalaust hér í Evrópu enda gengur hún þvert á þá þróun sem átt hefur sér stað í bættum sam- skiptum og takmörkun vígbúnað- ar austurs og vesturs að undan- förnu. Angóla UNITA reiö Banda- ríkjunum „Okkur var fórnað ... “ Angólsku skæruliðasamtökin UNITA, sem síðan 1975 hafa strítt gegn stjórn landsins með stuðningi Bandaríkjanna og Suður-Afríku, fordæmdu í fyrra- dag samning þann um að binda endi á hernað í Angólu og Nami- bíu, sem undirritaður var í New York í des. s.l. í tilkynningu undirritaðri af Jeremiasi Chit- unda, öðrum helsta leiðtoga UN- ITA, er veist beisklega að Banda- ríkjunum út af friðarsamningn- um- „Við lítum svo á, að með samkomulagi þessu hafi verið UNITA verið fórnað, og er hreyfingin þó eini falslausi ' bandamaðurinn, sem Bandaríkírt eiga í sunnanverðri Afríku,“ stendur í tilkynningunni. Enn- fremur er í tilkynningunni fullyrt, að Kúbanir muni alls ekki fækka í her sínum í Angólu, eins og gert er ráð fyrir í samningnum, heldur flytji þeir á laun lið til baka í stað þess sem fari. Að sögn banda- rískra eftirlitsmanna hafa Kúban- ir þegar flutt heim um 3000 af um 50.000 hermönnum alls, sem þeir höfðu í Angólu er samningurinn var gerður. Brottflutningi kúb- anska herliðsins á að vera lokið á miðju.árL1991. R*uter/-dþ. Skammdræg vígvallarvopn NATO I V-Þýskalandi búin kjarnorkuvopnum. Lífskjarabilið á milli austurs og vesturs breikkar Wegener var minntur á nýleg ummæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar þess efnis að mikilvæg- asta verkefni Vesturveldanna til þess að stuðla að friði væri fólgið í pólitískum og efnahagslegum stuðningi við umbótastefnu Gor- batsjovs og spurður um hvort NATO hefði einhver áform í þeim efnum. Wegener sagðist fullur efa- semda um það að dæla vestrænu fjármagni inn í Austur-Evrópu- ríkin, þar sem slíkt gæti orðið til þess eins að styrkja íhaldsöflin og seinka nauðsynlegum umbótum. NATO hefur að sögn Wegeners látið gera ítarlega spá um hugsan- lega framvindu efnahagsmála í Sovétríkjunum næstu 20 árin. Samkvæmt þeim mun bilið á milli hagvaxtar og lífskjara í Sovétríkj- unum og á Vesturlöndum halda áfram að aukast. Spáin gerir ráð fyrir því að ef allt fari sem best verður á kosið og Gorbatsjov muni halda völdum og koma sín- um málum í gegn þá geti hagvöxt- ur í mesta lagi orðið 2,6% á ári að meðaltali. Sovétríkin eiga ekki annan valkost en Perestroiku Aðspurður um hvort hann teldi Gorbatsjov vera traustan í sessi eða hvort hætta væri á valda- töku íhaldsaflanna, sagðist Weg- ener ekki geta spáð um framtíð- ina, en hins vegar væri vandséð hvernig andstæðingar Gorbat- sjovs gætu breytt í veigamiklum atriðum frá þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið. Efnahagsað- stæður í Sovétríkjunum byðu ekki upp á annan valkost. Hins vegar gætu þeir hægt á þeirri þró- un til frjálsari markaðar sem haf- Varsjárbandalagið Stöptum yfirmann herafla Náinn samstarfsmaður Gorbatsjovs tekur við Tilkynnt var í gær að Viktor Kulikov hefði látið af störfum sem æðsti maður herafla Varsjár- bandalagsins. Við starfi hans tekur Pyotr Lushev herforingi og núverandi varavarnarmálaráð- herra Sovétríkjanna. Kulikov hefur gegnt þessari stöðu frá 1977, en eftirmaður hans er sagður vera náinn sam- starfsmaður Gorbatsjovs, sem hefur fengið skjótan frama innan. . stjórnkerfis Sovétríkjanna und- anfarin ár. Reuter-fréttastofan segir að Lushev hafi á undanförnum árum skrifað greinar í blöð og tímarit, þar sem lögð sé áhersla á hefð- bundna vígvæðingu í stað kjarn- orkuvopna, þar sem boðaður sé hertur agi og aukin valddreifing innan hersins og þar sem lögð sé áhersla á frekari fækkun kjarn- orkuvopna. Pyotr Lushev hershöfðingi er fæddur 1923 og gekk í Rauða her- inn 1941, sama árið og nasistar réðust inn í Sovétríkin. Hann varð yfirmaður Moskvudeildar hersins 1981. Formlega séð eru það ríkis- stjórnir allra Varsjárbandalags- ríkjanna sem ráða í sameiningu yfirmann herafla bandalagsins. -ólg ener slíkt fráleitt. í fyrsta lagi gæfu breyttar aðstæður ekki til- efni til slíks, þótt vissulega væru komin upp tímamót. í öðru lagi þá væru mörg verkefni sem NATO og hugsanlega einnig Varsjárbandalagið gætu snúið sér að í sameiningu í framtíðinni og vörðuðu sameiginlega hagsmuni alls mannkyns. Þar væri um að ræða vandamál eins og fyrir- sjáanlegumhverfisslysog náttúru- hamfarir, efnahagsleg áföll og fátækt í þriðjaheimsríkjum o.s.frv. Þegar Wegener var spurður um möguleika efnahagslegra framfara í A-Evrópulöndum, þá taldi hann að Ungverjaland ætti þar mesta möguleika eins og nú væri ástatt, jafnvel þótt iðnvæð- ing væri þar skammt á veg komin. A-Þýskaland hefði lengi getað státað af bestum árangri A- Evrópuríkjanna, en þeirra fram- leiðslukerfi væri nú orðið úrelt og kreppa væri þar fyrirsjáanleg. Þótt vaxandi lífskjaramunur á milli A- og V-Evrópu sé áhyggju- efni þá eru það íbúar þessara landa sem verða fyrst og fremst að leysa vandamál sín sjálfir, sagði Wegener að lokum. -ólg. in væri og þar með tafið fyrir óhjákvæmilegum umbótum. Varðandi hugsanlega þróun mála í A-Evrópuríkjum taldi Wegener að mjög hefði slakað á drottnunarstefnu Sovétríkjanna þar. Enda myndi hernaðar- íhlutun þar ganga þvert á um- bótastefnuna innanlands. Hins vegar taldi hann að Sovétríkin myndu áfram í framtíðinni setja Varsjárbandalagsríkjunum tvenn skilyrði sem ekki yrði hvik- að frá: í fyrsta lagi áframhaldandi aðild að bandalaginu og í öðru lagi að þar verði viðhaldið einlitu stjórnkerfi sem hægt væri að reiða sig á. NATO snúi sér að umhverfisvernd? Varðandi þá spurningu hvort þróun í alþjóðamálum myndi ekki gera hernaðarbandalögin óþörf í framtíðinni, þá sagi Weg- 8 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Förtudagur 3. febrúár 1989 Atlantshafsbandalagið Halir telja sig afskipta ítalska stjórnin mótmœlir skipan Norðmannsins Eide í embœtti yfirmanns herafla NATO Miðjarðarhafslöndin eru af- skipt innan Atlantshafsbanda- lagsins, sagði De Mita forsætis- ráðherra Italíu í gær, þegar stjórn hans mótmælti því að Norðmaðurinn Vikgleik Eide hefði verið tekinn fram yfir ít- alska frambjóðandann í starf for- seta hermálanefndar NATO nú í vikunni, en forsetinn er jafnframt æðsti yfirmaður hins sameigin- lega herafla. De^.Mita sagði að hlutverk Miðjafð ar h afs l a n d a n n a innan NÁTO mætti ekki vanmeta, þar sem' éjtöðugleiki ríkti við Mið-, j&|ðójp®rtflð- Qg Miðjarðarhafs- löndii$Í$tej!ðá mikið að segja um-.i saíjíkl^inuiag um takmörkun hefðbundins herafla. Formaður varnarmálanefndar ítalska þingsins sagði einnig af þessu tilefni að Ítalía hefði engan áhuga á hrósyrðum fyrir ábyrgð- artilfinningu innan varnarsam- starfsins ef henni væri svo ekki treyst fyrir ábyrgðarstöðum. Með „ábyrgðartilfinningu" átti þingmaðurinn við þá ákvörðun ítölsku stjórnarinnar á síðasta ári að taka við bandarískri flugsveit F-16 orrustuþotna, sem spánska stjórnin hafði rekið frá Spáni. -ölg,- SSS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.