Þjóðviljinn - 03.02.1989, Blaðsíða 4
Á BEININU
Það bar nú aldrei mikið á fyrir-
rennara þínum Jóni Helgasyni
landbúnaðarráðherra en frá þér
hefur nánast ekkert heyrst í því
starfi. Hvað er að gerast í land-
búnaðarráðuneytinu og hvernig
hafa bændur það?
„Þeir hafa það nú ekki alveg
nógu gott, enda erum við að
vinna að því að bæta þeirra hag
með ýmsum hætti. Við höfum
verið upptekin af því að leysa ein-
stök vandamál eins og að gera
upp sláturtíðina, tryggja það að
gera upp við bændur o.s.frv. Ég
leyfi mér að segja að það hafi tek-
ist nokkuð vel og betur en undan-
farin haust og það er ástæðan
fyrir því að þú hefur ekki heyrt
mikið frá landbúnaðinum að
undanförnu."
Umsvif hersins hafa aukist
verulega á undanförnum árum.
Er Alþýðubandaiagið búið að
gefast upp á því að koma hernum
úr landi?
„Ég svara spurningunni
neitandi, alla vega fyrir sjálfan
mig. Ég er ekki búinn að gefast
upp á því að koma hernum úr
landi og mun ekki gera meðan
lífsandinn höktir í nösum mér.
Það liggur alveg á borðinu að við
þurftum að sætta okkur við það,
eins og stundum áður, þegar við
gengum í þessa ríkisstjórn að ná
ekki öðru fram en því, að hafa
stöðvunarvald á allar nýjar fram-
kvæmdir á vegum hersins. “
Munt þú ganga persónulega á
eftir því innan ríkisstjórnarinnar
að yfirlýsing nafna þíns Her-
mannssonar um að hann sé reiðu-
búinn að lýsa ísland kjarnorku-
vopnalaust svæði, verði sam-
þykkt formlega af ríkisstjórn-
inni?
„Þetta voru merkilegar og góð-
ar yfirlýsingar sem hann gaf á
fundi fyrir nokkrum dögum. Ég
mun fylgja því eftir innan nkis-
stjórnarinnar með einhverjum
hætti að kjarnorkuvopnaleysi ís-
lands verði skilgreint nánar og að
við tökum öflugan þátt í samstarfi
Norðurlandanna á þessu sviði. í
þriðja lagi tel ég að gott lag sé
núna til að fá settar hér reglur og
helst lög um þau kjarnorkuknúnu
fyrirtæki sern eru á ferð í ná-
grenni við landið. Ég á von á að
það sé betri hljómgrunnur fyrir
þessu en oft áður.
Póstur og sími heyrir undir þig
og sú stofnun hefur verið að
leggja Ijósleiðara um landið sem
m.a. eru bráðnauðsynlegir og
sérlega lagðir fyrir herinn. Telur
þú ekkcrt athugunarvert við
þetta?
„Lagning ljósleiðara er mjög
brýnt mál og hefur verið á dag-
skrá hjá Símanum vegna okkar
eigin þarfa. Það er hins vegar rétt
að þegar ákvarðanir voru teknar
á sínum tíma um byggingu radar-
stöðvanna þá var jafnframt
ákveðið að Póstur og sími myndi
flytja boð milli landshluta frá rad-
arstöðvum til stjórnstöðvar.
Hefði þetta mál komið til minna
kasta þá hefði ég ekki samþykkt
það. Én fyrst þær voru ákveðnar
þá dreg ég þar mörkin í þessu
tilviki sem öðrum að ég ætlast
ekki til þess að menn rjúfi samn-
inga eða breyti út af áður ákvörð-
uðum hlutum vegna tilkomu
minnar í þetta ráðuneyti."
Þýðir þetta ekki í raun að
stjórnstöð Pósts og síma er orðin
að hernaðarmannvirki?
„Þetta þýðir náttúrulega það,
sem því miður hefur verið að ger-
ast á þessum vígstöðvum og
mörgum öðrum, að umsvif borg-
aralegra stofnana og hersins hér
eru að fléttast saman. Því miður
var það ein af þeim lúmsku
ákvörðunum sem teknar voru í
tengslum við þennan nýjasta
áfanga vígbúnaðarins hér í
landinu á árunum 1983 og síðan,
að færa ýmiskonar starfsemi sem
heyrir undir herinn í hendur ís-
lenskra stofnana. Með þessu eru
íslenskar stofnanir og íslendingar
látnir taka aukinn þátt í umsvif-
um hersins hér. Þetta er stórkost-
lega hættuleg stefna sem ég barð-
ist af krafti gegn á sínum tíma á
Alþingi því hún gerir okkur háð-
ari veru hersins en nokkru sinni
fyrr.“
En nú ert þú ráðherra yfir þess-
um málum og herstöðvaandstæð-
ingur. Af hverju notar þú ekki
þína aðstöðu betur og berst enn
harðar gegn þessu?
Ég tel mig skuldbundinn til
þess að vinna í þessum efnum
samkvæmt ákvæðum stjórnar-
sáttmálans sem eru einfaldlega á
þá leið að ég hef fullt stöðvunar-
vald gagnvart öllum nýjum
ákvörðunum um samskipti á
þessum sviðum. En ég hlýt því
miður að líta þannig á að það sé
ekki mitt hlutskipti að rifta gerð-
um samningum, þótt ég feginn
vildi.“
En varla kallast þetta róttækt.
Hefur svona stöðvunarvald
gagnvart frekari ákvörðunum
um framkvæmdir hersins nokkuð
að segja? Hafa þeir ekki alveg nóg
að sýsla a.m.k. út næsta kjör-
tímabil og hver veit hver situr í
stjórn þá?
„Ja, það skiptir máli ef engar
nýjar ákvarðanir eru teknar hér á
ákveðnu árabili. Ég held að
kaflaskiptin í þessum málum séu
ljós, t.d. stöðvaði ríkisstjórnar-
þátttaka Alþýðubandalagsins
1978-83 allar ákvarðanir í þessum
málum. Það leiddi til þess að
hernámsliðinu var orðið mjög
brátt í brók þegar það komst að,
eins og dæmin sanna.“
Þórarinn Þórarinsson, fyrrv.
ritstjóri Tímans, hefur hvatt til
þess að ráðstefna verði haldin
vegna aukinna hernaðarumsvifa
hér á landi. Má ekki búast við að
þið forystumenn Alþýðubanda-
lagsins takið að ykkur að koma
þessari ráðstefnu á legg?
„Við höfum þegar tekið þetta
upp í ríkisstjórninni og marg-
minnt á þessa hugmynd að halda
hér alþjóðlega ráðstefnu um víg-
væðingu í norðurhöfum. Við
erum tilbúnir að beita okkur fyrir
því að hugmyndum sem lúta að
virkari þátttöku fslands í afvopn-
unarmálum verði fylgt eftir.“
En ef þið eruð tilbúnir til þess,
af hverju gerið þið það þá ekki?
„Ja, þetta er á sviði ríkisstjórn-
arinnar allrar, ekki bara okkar."
Olafur Ragnar hefur sagt að
launastefna ríkisstjórnarinnar
felist í því að kaupmáttur kaup-
taxta haldist óbreyttur og nafni
þinn Hermannsson hefur lagt á
það áherslu að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna minnki. Ríkis-
stjórnin er því að tala um veru-
lega kaupmáttarrýrnun frá síð-
ustu samningum. Er þetta stefna
flokks hinna vinnandi stétta, Al-
þýðubandalagsins:
málinu
Sameining A-flokkanna nú er
barnalegt hjal. Aldrei brýnna
að hækka lægstu launin.
Róttækra aðgerða til
launajöf nunar er þörf.
Gagnrýni á nýju lánskjara-
vísitöluna á misskilningi
byggð. Mun fylgja því eftir í
_ ríkisstjórninni að hún lýsi
ísland formlega kjarnorku-
vopnalaust svæði. Bændur
hafa það ekki nógu gott.
Steingrímur J. Sigfússon,
samgöngu og landbúnaðar-
ráðherra, er á beininu og ræðir
um herinn, ríkisstjórnina,
sameiningu A-f lokkanna og
hvalamálið
„Áherslur Steingríms Her-
mannssonar eru náttúrlega ekki
stefna Alþýðubandalagsins. Það
sem Ólafur Ragnar hefur talað
fyrir er ekki endilega stefna Al-
þýðubandalagsins, heldur mark-
mið sem hann telur að' ríkis-
stjórnin öll geti staðið að. Mín
afstaða er hins vegar eindregið sú
að það verði að hækka kauptaxt-
ana í lægri launaflokkunum. Það
hefur aldrei verið brýnna en nú
að auka kaupmátt venjulegra
dagvinnulauna, af þeirri einföldu
ástæðu að hann er óviðunandi
lágur og launamunur hefur
aukist. Nú hefur dregið úr mögu-
leikum þessara hópa til að drýgja
tekjurnar með yfirvinnu. Þess
vegna er að mínu mati mjög brýnt
að í næstu kjarasamningum náist
fram markmið róttækrar launa-
jöfnunar og hluti af því verði
hækkun á kauptöxtum láglauna-
hópanna."
Nú er Ólafur Ragnar flokksfor-
maður þinn fjármálaráðherra og
mun sem slíkur semja við opin-
bera starfsmenn. Eruð þið sam-
mála um þessa stefnu í launamál-
um?
„Ég geri ráð fyrir því, já. Hins
vegar hvílir á Ólafi að vinna sam-
kvæmt yfirlýstum markmiðum
ríkisstjórnarinnar í launamál-
um.“
Launavísitala inn í lánskjara-
vístöluna þýðir að launafólk
hækkar lánaskuldir sínar í hvert
sinn sem það nær fram launa-
hækkun. Hver heldur þú að af-
staða Alþýðubandalagsins væri í
þessu máli, væri flokkurinn í
stjórnarandstöðu? „Væntan-
lega sú sama og hún var þegar við
vorum utan stjórnar og börðumst
fyrir þessari stefnu. Við teljum
æskilegt að tengja saman launa-
kjör og lánskjör til að koma í veg
fyrir hættuna á misgengi. Ég er á
því að hluta til að sú gagnrýni sem
sett hefur verið fram á þessa vísi-
tölu sé á misskilningi byggð og
menn hafi ætlað ríkisstjórninni
eitthvert undirferli gagnvart
launamönnum. Það ér síður en
svo, því það eru mörg efnisleg
rök fyrir þessu og ég tel að það
öryggi sem launamenn fá með
þessum hætti sé miklu mikils-
verðara, heldur en sú staðreynd
að lán geti þyngst á tímum vax-
andi kaupmáttar."
Hver er stefna ríkisstjórnar-
innar í hval veiðimálinu og hver er
stefna Alþýðubandalagsins í því
máli?
„Ég lít svo á að stefna þessarar
ríkisstjórnar í hvalveiðimálum sé
ekki útrætt mál. Það hefur verið
rætt á nokkrum fundum í stjórn-
inni, m.a. að minni ósk því ég vil
meina að þessi ríkisstjórn eigi
enn eftir að gera upp sína afstöðu
í raun til þess hvernig haldið verði
á þessum málum í framtíðinni.
Það er ekki sjálfgefið að stefna
fyrri ríkisstjórnar verði óbreytt
stefna þessarar ríkisstjómar."
Er ekki löngu orðið tímabært
að ríkisstjórnin móti sína stefnu í
málinu?
„Ég tel að þetta mál sé orðið
mjög alvarlegt og það sé skylt að
taka það upp og ræða ítarlega
hvernig bregðast skuli við. Hér
eru engir smáhagsmunir á ferð-
inni og það væri mjög óráðlegt að
setja bara undir sig hausinn og
ganga í veðrið. Ég tel að það eigi
ekki að draga það að ríkisstjórnin
móti sína stefnu í hvalamálinu.“
Að lokum — með tilliti til þeirra
málamiðlana sem Alþýðubanda-
lagið hefur þurft að gera og
þeirrar reynslu sem þú hefur af
samstarfi við Alþýðuflokkinn í
ríkisstjórn - hvernig lýst þér á að
þessir tveir flokkar sameinist?
„Ég er og hef verið eindreginn
talsmaður þess að þessir flokkar
vinni saman að svo miklu leyti
sem einlægur vilji til samstarfs er
fyrir hendi. En ég held að það sé
langt í land með að þeir sameinist
og satt best að segja finnst mér
það heldur barnalegt hjal þegar
þessir flokkar eru á fyrstu mán-
uðum í ríkisstjórnarsamstarfi og
enn á að mestu leyti eftir að koma
í ljós hvort þeir nálgast í gegnum
skilning og heilindi í þessu stjórn-
arsamstarfi. Ef það varir og þessi
samvinna tekst vel þá finnst mér,
kannski að nokkrum árum liðn-
um, kominn tími til að hugleiða
slíka sameiningu. Að svo stöddu
finnst mér menn vera í svona
góðri stangarstökkshæð frá jörð-
inni þegar verið er að tala um
sameiningu," sagði Steingrímur
J. Sigfússon.
Páll H. Hannesson
Ríkisstjómin
án stefnu í
hvalveiði-
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. febrúar 1989